Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 58
● hús&heimili „Skemmtilegast við íbúðina er að vera á toppnum efst uppi þegar það er brjálað veður og þá hristist allt. Útsýnið er mega flott og svo hvað hún er lítil og hvað það er gott að dunda sér hérna inni,“ segir Bryn- hildur Pálsdóttir vöruhönnuður sem leigir litla risíbúð á Grundar- stígnum af Þóru vinkonu sinni. „Ég get bara búið á tveimur stöð- um held ég, annaðhvort í miðbæ Hafnarfjarðar eða í miðbæ Reykja- víkur. Þar er lífið og mér líður vel hérna í miðbænum. Í úthverfun- um sér maður aldrei fólk á ferli og það er mikill kostur að geta labbað í bankann og allt sem maður þarf en í úthverfunum kemst maður ekkert nema á bíl, það er eitthvað vitlaust við það,“ segir Brynhildur sem hefur nóg að gera sem hönnuður. „Núna er ég að kenna í Mynd- listaskóla Reykjavíkur í nýju námi sem heitir Mótun. Það er keramik- nám þar sem er lögð áhersla á hönn- un en ég kenni hugmyndavinnu í tengslum við það,“ segir Brynhild- ur en lokasýning nemenda verður föstudaginn 7. desember. Brynhildur hefur einnig unnið ötullega að verkefni sem nefnist Vík Prjónsdóttir en það er sam- vinnuverkefni hönnuða við prjóna- stofuna Vík í Mýrdal. „Svo er maður bara með alls konar verkefni í gangi, t.d. Borðið sem er hönnunarfyrirtæki sem ég rek með Guðfinnu Mjöll Magnús- dóttur þannig að það er nóg að gera við að vera hönnuður í dag.“ En hefur Brynhildur þá ein- hvern tíma til að vera heima við? „Ég nenni ekkert að liggja uppi í sófa, jú stundum nenni ég því. Það er svo sjaldan sem maður hefur heilan dag heima hjá sér en þegar það gerist er gaman til dæmis að tilraunast í eldhúsinu,“ segir Bryn- hildur og tekur dæmi af notalegum sunnudegi þar sem hún eyddi átta tímum í að baka brauð í leirpotti. „Og núna er ég að undirbúa marm- elaðigerð,“ segir Brynhildur. Hún bætir því við að hún sé ekki enn þá búin að festa ræturnar þannig að hún eigi ekki stóra búslóð. „Húsgögnin skipta ekki mestu máli, frekar bækurnar og að hafa smádótið sitt með sér. Maður er þó byrjaður að safna að sér hlutum sem maður getur ekki verið án, litl- Brynhildur með regnbogasilung sem keyptur var í dótabúðinni þar sem Tom Hanks fékk starf í myndinni Big. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Bókahillan svignar undan áhugaverðum bókum. „Þegar ég fór til Amsterdam reyndi ég að taka með mér allar bækurnar mínar því ég nota þær svo mikið,“ segir Brynhild- ur. Eldhússtúss á toppnum ● Brynhildur Pálsdóttir vöruhönnuður leigir litla risíbúð á Grundarstíg. Þar nýtur hún þess að gera tilraunir í eldhúsinu þegar hún á lausa stund frá eril- sömu starfi sem hönnuður og kennari. „Fyrir síðustu jól gerðum við Þóra í sameiningu sirkussúluna í eldhúsinu, Þóra valdi gula litinn og ég er bara mjög ánægð með hann,“ segir Brynhildur sem dundar sér mikið í eldhúsinu. „Mikið af húsgögnunum tilheyrir Þóru vinkonu en svo kemur eitthvað frá ömmu minni t.d. borðstofustólarnir. Viðgerðin á borðstofustólnum er frekar nýleg en amma verður örugglega bara ánægð með hana,“ segir Brynhildur. Svefnherbergið er notalegt undir súð og litríkar slæður hafa verið lagðar yfir stólbak. 1. DESEMBER 2007 LAUGARDAGUR6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.