Fréttablaðið - 01.12.2007, Blaðsíða 18
18 1. desember 2007 LAUGARDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 516
6.984 +1,28% Velta: 8.212 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 10,26 +0,00% ... Bakkavör
59,90 +2,04% ... Eimskipafélagið 37,10 +0,82% ... Exista 25,85
+3,40% ... FL Group 20,90 +0,97% ... Glitnir 24,85 +0,61% ... Ice-
landair 28,40 +2,16% ... Kaupþing 935,00 +1,08% ... Landsbankinn
37,60 +1,08% ... Straumur-Burðarás 16,55 +2,16% ... Össur 100,00
+0,50% ... Teymi 6,45 +1,26%
MESTA HÆKKUN
SPRON +5,16%
EXISTA +3,40%
FÖROYA BANKI +3,00%
MESTA LÆKKUN
EIK BANKI -1,83%
MAREL -0,10%
Stjórnendur FL Group seldu
í gær nær allan hlut sinn í
flugrekstrarsamstæðunni
AMR, móðurfélagi Ameri-
can Airlines. Þá hafði verð-
mæti hlutarins lækkað um
fimmtán milljarða króna
frá því fyrst var fjárfest í
félaginu. Stjórnendur FL
Group segja ekki um þving-
aða sölu að ræða í ljósi
fjárhagsstöðu félagsins.
FL Group seldi rúm átta prósent í
AMR og á eftir viðskiptin um 1,1
prósent í félaginu. Tapið nemur um
fimmtán milljörðum króna og er þá
ekki tekið tillit til kostnaðar við að
fjármagna þessi kaup. Búið er að
færa tap fyrir þrettán milljarða í
bækur FL Group en ljóst er að tveir
milljarðar til viðbótar bætast við á
fjórða ársfjórðungi. Við söluna
fékk félagið tíu milljarða króna í
peningum, sem eftir stendur af
fjárfestingunni að teknu tilliti til
fjármagnskostnaðar og gengistaps.
„Við höfum séð jákvæðan við-
snúning í rekstri félagsins á árinu.
Hann hefur almennt verið góður og
stjórnendur gefið til kynna áform
um sölu eininga og aukna upplýs-
ingagjöf. Hins vegar hefur ekki
verið nægjanleg festa í þeirra skila-
boðum og við teljum ákveðna óvissu
felast í því hvenær þeir munu
hrinda fyrirhuguðum breytingum í
framkvæmd. Þeirra ákvarðanataka
hefur tekið of langan tíma og of lítil
skref tekin í einu. Það hefur samt
verið hlustað á okkar rök og margir
stigið fram og stutt okkar sjónar-
mið, bæði hluthafar og greiningar-
aðilar í Bandaríkjunum. Hins vegar
eru ytri aðstæður ekki góðar um
þessar mundir. Olíuverð hefur
hækkað um sextíu prósent á árinu
og spáð er minni hagvexti en áður.
Þetta eru því ákveðnir áhættuþætt-
ir í rekstri AMR um þessar mundir
og í því ljósi fannst okkur rétt að
selja stóran hlut í félaginu nú og
skoða í framhaldinu aðra fjárfest-
ingarkosti,“ segir Halldór Krist-
mannsson, framkvæmdastjóri sam-
skiptasviðs FL.
Aðspurður neitar hann að þrýst
hafi verið á FL að selja til að bæta
fjárhagsstöðu félagsins. „Nei, það
var ekki ástæðan fyrir því að við
seldum. Við höfum verið að skoða
þetta í talsverðan tíma og höfum
viljað auka fjölbreytnina í eigna-
safninu. Það höfum við verið að
gera og munu skoða áfram. Óhag-
stæðar ytri aðstæður og áhætta
sem fylgir því að vera með stóra
stöðu í flugrekstri í dag réði þess-
ari ákvörðun fyrst og fremst.“
Halldór segir engan bilbug að
finna á félaginu þrátt fyrir erfitt
árferði. „Samhliða talsverðum óróa
á alþjóðlegum hlutabréfamörkuð-
um höfum við séð eignir okkar
lækka talsvert á stuttum tíma og
það er ekkert launungarmál að það
tekur í hjá okkur eins og öðrum. En
þessar lækkanir hafa ekki neytt
okkur til að selja eignir og það sem
við teljum mikilvægast í þessu
samhengi er að undirliggjandi eign-
ir félagsins eru góðar og tækifærin
í þeim óbreytt þrátt fyrir þessar
skammtímasveiflur á verði þeirra.
Við svona aðstæður skapast oft
áhugaverð kauptækifæri á mark-
aði og við munum skoða þau mál
vel.
Við sitjum ekkert með hendur í
skauti og bíðum heldur höldum
áfram.“ bjorgvin@frettabladid.is
Fimmtán milljarða tap
FORSTJÓRI Í VARNARBARÁTTU Hannes Smárason hefur haft í nógu að snúast undan-
farna daga. Óróleiki á hlutabréfamörkuðum hefur rekið stjórnendur FL Group til að
taka stefnumótandi ákvarðanir um hvert skuli stefna í fjárfestingum félagsins. Í gær
seldu þeir stóran hlut í AMR.
Talsverður uppgangur var á hlutabréfamörkuðum víða
um heim í gær eftir viðvarandi óróleika á fjármála-
mörkuðum síðustu vikurnar sem keyrt hefur niður
gengi hlutabréfa af miklum þunga.
Svo mikil var hækkanahrinan í vikunni að slíkt hefur
ekki sést í tvo mánuði í Bandaríkjunum, að sögn frétta-
veitunnar Bloomberg.
Taktur uppsveiflunnar var sleginn á bandarískum
fjármálamarkaði síðdegis á þriðjudag en tók sprettinn
daginn eftir í kjölfar þess að Donald Kohn, aðstoðar-
seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði fjármálakrepp-
una hafa snert mjög buddu bæði neytenda og fjárfesta
auk þess sem skrúfa yrði fyrir vanskilaaukningu á fast-
eignalánamarkaði. Seðlabankinn yrði því að grípa til
aðgerða til að koma í veg fyrir áframhaldandi verð-
lækkun á fasteignaverði og samdráttarskeið vestra, að
hans sögn.
Fjárfestar túlkuðu orð hans sem svo að stýrivaxta-
lækkun vestanhafs væri á næsta
leiti að loknum næsta vaxtaákvörð-
unarfundi bankastjórnarinnar 11.
desember næstkomandi. Ben Bern-
anke, seðlabankastjóri Bandaríkj-
anna, tók í sama streng og sam-
starfsbróðir hans í ræðu sinni í
fyrrakvöld.
Hækkunin smitaði út frá sér til
Japans og Evrópu, þar á meðal til
Kauphallar Íslands.
Fjármálasérfræðingar eru sam-
mála um að hlutabréfamarkaðir séu þrátt fyrir allt við-
kvæmir og lítið þurfi til að hreyfa
við þeim.
Það sýndi sig svo um munaði í gær
þegar heimsmarkaðsverð á hráolíu
lækkaði verulega auk þess sem
Henry Paulson, fjármálaráðherra
Bandaríkjanna, boðaði til aðgerða
til að draga úr vanskilum á undir-
málslánum vestanhafs. Við það
ruku helstu vísitölur upp í byrjun
dags en sigu nokkuð eftir því sem á
leið. - jab
Vísitölur á uppleið í vikulokin
HELSTU VÍSITÖLUR
Vísitala Breyting í gær
Dow Jones (Bandaríkin)* +0,37%
Nasdaq (Bandaríkin)* -0,21%
FTSE (Bretland) +1,31%
Dax (Þýskaland) +1,36%
Nikkei (Japan) +1,08%
C20 (Danmörk) +0,47%
ICEXI15 (Ísland) +1,28%
* Um miðjan dag í gær
SEÐLABANKASTJÓRINN TALAR Margir fjármálasérfræðingar
reikna með lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum 11. desember
næstkomandi eftir ræðu Bens Bernanke, seðlabankastjóra
landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
FJÁRFESTINGAR FL GROUP
Í FLUGREKSTRI*
EasyJet 12 milljarðar
Icelandair 25 milljarðar
Finnair -5,5 milljarðar
Sterlin 0 milljarðar
AMR - 15 milljarðar
Samtals: 16,5 milljarðar
*hagnaður/tap í milljörðum króna
NIBStone
Stefán Jón Friðriksson hefur sagt upp starfi sínu
hjá fjármálaráðuneytinu og hyggst fara í starf hjá
Norræna fjárfestingarbankanum. Þeir sem hafa
farið í starf Stefáns hjá NIB snúa aftur í góðar
stöður á Íslandi. Þannig var Guðmundur Óla-
son starfsmaður einkavæðingarnefndar
eins og Stefán. Hann fór til NIB og end-
aði sem forstjóri Milestone, eins sterk-
asta fjárfestingarfélags á Íslandi. Þór
Sigfússon var aðstoðarmaður fjármála-
ráðherra. Hann fór til NIB og er nú for-
stjóri Sjóvár, sem Milestone á, en var áður
hjá Viðskiptaráði. Benedikt Árnason
var í fjármálaráðuneytinu, fór til
NIB og er nú aðstoðarforstjóri
Aska þar sem Milestone er stór
hluthafi. Það er bara spurning
hvaða starf bíður Stefáns hjá
Milestone-félögum þegar
hann snýr aftur.
Marel rannsóknartröll
Það vakti athygli í gær að Íslendingar eiga með
beinum hætti í hergagnaframleiðanda undir
nafninu Stork Aerospace. Framleiðir þessi eining
Stork meðal annars hluti í F-16 orrustuþotur
Lockheed Martin, kemur að smíði stéls og fleiri
hluta í NH90 herþyrlunni fyrir Eurocopter
og smíðar vélarhluta í Tiger-bardaga-
þyrluna. Marel var einn hluthafa í þessu
félagi sem nú fer væntanlega yfir til Eyris
og fleiri, sem fyrir eru stórir hluthafar í
Marel. Svíar eru nú líka stórtækir í vopna-
framleiðslu og Íslendingar mega ekki vera
eftirbátar nágranna sinna. Hins vegar
vekur athygli að Marel áætlar að
setja á næsta ári fjóra milljarða
króna í rannsóknir og þróun.
Nemur það nærri öllu rekstr-
arfé Háskóla Íslands, sem á
þó að vera rannsóknarháskóli
landsins.
Peningaskápurinn ...
Fjórum af fimm málum sem Fjár-
málaeftirlitið benti Ríkislögreglu-
stjóranum á á árinu 2005 er lokið.
Málin snerust öll um brot á flögg-
unarskyldu og lauk með sektar-
gerð hjá efnahagsbrotadeild
Ríkislögreglustjórans.
Eitt seinasta málið er nú til með-
ferðar hjá ríkissaksóknara. Bogi
Nilson, ríkissaksóknari, staðfestir
að málið verði brot á hegningar-
lögum, en vill ekki veita frekari
upplýsingar um málið.
Á síðasta starfsári Fjármálaeft-
irlitsins var einum aðila synjað
um að fara með virkan eignarhlut
í fjármálafyrirtæki. Hafði hann
brotið lög sem varða eftirlit FME.
Þurfti hann að selja hlut sinn. - ikh
Eitt mál hjá
ríkissaksóknara
Samskip hafa keypt frystivöru- og
flutningsmiðlunina ICEPAK. Fyr-
irtækið er með alþjóðlega starf-
semi og skrifstofur á Bretlands-
eyjum, í Bandaríkjunum og
Ástralíu.
Peder Winther, framkvæmda-
stjóri frystivöruflutningasviðs
Samskipa, segir í tilkynningu að
flutningastarfsemi ICEPAK, og
sú víðtæka þekking og reynsla
sem starfsfólk og stjórnendur
fyrirtækisins búi yfir, sé mikil-
væg viðbót við vaxandi þjónustu
Samskipa í kæli- og frystivöru-
flutningum.
ICEPAK var sett á laggirnar
fyrir fimmtán árum . - óká
Kaupa ICEPAK
Þú vilt ekki fá hvaða jólasvein
sem er inn um gluggann hjá þér!
Hringdu núna í 570 2400 og fáðu frekari upplýsingar.
www.oryggi.is
Jólatilboð á Heimaöryggi. Prófaðu endurgjaldslaust í 3 mánuði.
Jólakaffi Hringsins
Árlegt jólakaffi og happdrætti Hringsins
verður haldið á Broadway sunnudaginn
2.desember kl: 13.30.
Miðasala hefst kl: 13
Að vanda verður boðið uppá girnilegt kaffi hlaðborð
með heimabökuðu brauði að hætti Hringskvenna,
happdrætti með glæsilegum vinningum og síðast en
ekki síst frábærum skemmtiatriðum úr ýmsum áttum.
Allur ágóði rennur í Barnaspítalasjóð Hringsins
sem styrkir veik börn á Íslandi.