Fréttablaðið - 01.12.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 01.12.2007, Síða 18
18 1. desember 2007 LAUGARDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 516 6.984 +1,28% Velta: 8.212 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 10,26 +0,00% ... Bakkavör 59,90 +2,04% ... Eimskipafélagið 37,10 +0,82% ... Exista 25,85 +3,40% ... FL Group 20,90 +0,97% ... Glitnir 24,85 +0,61% ... Ice- landair 28,40 +2,16% ... Kaupþing 935,00 +1,08% ... Landsbankinn 37,60 +1,08% ... Straumur-Burðarás 16,55 +2,16% ... Össur 100,00 +0,50% ... Teymi 6,45 +1,26% MESTA HÆKKUN SPRON +5,16% EXISTA +3,40% FÖROYA BANKI +3,00% MESTA LÆKKUN EIK BANKI -1,83% MAREL -0,10% Stjórnendur FL Group seldu í gær nær allan hlut sinn í flugrekstrarsamstæðunni AMR, móðurfélagi Ameri- can Airlines. Þá hafði verð- mæti hlutarins lækkað um fimmtán milljarða króna frá því fyrst var fjárfest í félaginu. Stjórnendur FL Group segja ekki um þving- aða sölu að ræða í ljósi fjárhagsstöðu félagsins. FL Group seldi rúm átta prósent í AMR og á eftir viðskiptin um 1,1 prósent í félaginu. Tapið nemur um fimmtán milljörðum króna og er þá ekki tekið tillit til kostnaðar við að fjármagna þessi kaup. Búið er að færa tap fyrir þrettán milljarða í bækur FL Group en ljóst er að tveir milljarðar til viðbótar bætast við á fjórða ársfjórðungi. Við söluna fékk félagið tíu milljarða króna í peningum, sem eftir stendur af fjárfestingunni að teknu tilliti til fjármagnskostnaðar og gengistaps. „Við höfum séð jákvæðan við- snúning í rekstri félagsins á árinu. Hann hefur almennt verið góður og stjórnendur gefið til kynna áform um sölu eininga og aukna upplýs- ingagjöf. Hins vegar hefur ekki verið nægjanleg festa í þeirra skila- boðum og við teljum ákveðna óvissu felast í því hvenær þeir munu hrinda fyrirhuguðum breytingum í framkvæmd. Þeirra ákvarðanataka hefur tekið of langan tíma og of lítil skref tekin í einu. Það hefur samt verið hlustað á okkar rök og margir stigið fram og stutt okkar sjónar- mið, bæði hluthafar og greiningar- aðilar í Bandaríkjunum. Hins vegar eru ytri aðstæður ekki góðar um þessar mundir. Olíuverð hefur hækkað um sextíu prósent á árinu og spáð er minni hagvexti en áður. Þetta eru því ákveðnir áhættuþætt- ir í rekstri AMR um þessar mundir og í því ljósi fannst okkur rétt að selja stóran hlut í félaginu nú og skoða í framhaldinu aðra fjárfest- ingarkosti,“ segir Halldór Krist- mannsson, framkvæmdastjóri sam- skiptasviðs FL. Aðspurður neitar hann að þrýst hafi verið á FL að selja til að bæta fjárhagsstöðu félagsins. „Nei, það var ekki ástæðan fyrir því að við seldum. Við höfum verið að skoða þetta í talsverðan tíma og höfum viljað auka fjölbreytnina í eigna- safninu. Það höfum við verið að gera og munu skoða áfram. Óhag- stæðar ytri aðstæður og áhætta sem fylgir því að vera með stóra stöðu í flugrekstri í dag réði þess- ari ákvörðun fyrst og fremst.“ Halldór segir engan bilbug að finna á félaginu þrátt fyrir erfitt árferði. „Samhliða talsverðum óróa á alþjóðlegum hlutabréfamörkuð- um höfum við séð eignir okkar lækka talsvert á stuttum tíma og það er ekkert launungarmál að það tekur í hjá okkur eins og öðrum. En þessar lækkanir hafa ekki neytt okkur til að selja eignir og það sem við teljum mikilvægast í þessu samhengi er að undirliggjandi eign- ir félagsins eru góðar og tækifærin í þeim óbreytt þrátt fyrir þessar skammtímasveiflur á verði þeirra. Við svona aðstæður skapast oft áhugaverð kauptækifæri á mark- aði og við munum skoða þau mál vel. Við sitjum ekkert með hendur í skauti og bíðum heldur höldum áfram.“ bjorgvin@frettabladid.is Fimmtán milljarða tap FORSTJÓRI Í VARNARBARÁTTU Hannes Smárason hefur haft í nógu að snúast undan- farna daga. Óróleiki á hlutabréfamörkuðum hefur rekið stjórnendur FL Group til að taka stefnumótandi ákvarðanir um hvert skuli stefna í fjárfestingum félagsins. Í gær seldu þeir stóran hlut í AMR. Talsverður uppgangur var á hlutabréfamörkuðum víða um heim í gær eftir viðvarandi óróleika á fjármála- mörkuðum síðustu vikurnar sem keyrt hefur niður gengi hlutabréfa af miklum þunga. Svo mikil var hækkanahrinan í vikunni að slíkt hefur ekki sést í tvo mánuði í Bandaríkjunum, að sögn frétta- veitunnar Bloomberg. Taktur uppsveiflunnar var sleginn á bandarískum fjármálamarkaði síðdegis á þriðjudag en tók sprettinn daginn eftir í kjölfar þess að Donald Kohn, aðstoðar- seðlabankastjóri Bandaríkjanna, sagði fjármálakrepp- una hafa snert mjög buddu bæði neytenda og fjárfesta auk þess sem skrúfa yrði fyrir vanskilaaukningu á fast- eignalánamarkaði. Seðlabankinn yrði því að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir áframhaldandi verð- lækkun á fasteignaverði og samdráttarskeið vestra, að hans sögn. Fjárfestar túlkuðu orð hans sem svo að stýrivaxta- lækkun vestanhafs væri á næsta leiti að loknum næsta vaxtaákvörð- unarfundi bankastjórnarinnar 11. desember næstkomandi. Ben Bern- anke, seðlabankastjóri Bandaríkj- anna, tók í sama streng og sam- starfsbróðir hans í ræðu sinni í fyrrakvöld. Hækkunin smitaði út frá sér til Japans og Evrópu, þar á meðal til Kauphallar Íslands. Fjármálasérfræðingar eru sam- mála um að hlutabréfamarkaðir séu þrátt fyrir allt við- kvæmir og lítið þurfi til að hreyfa við þeim. Það sýndi sig svo um munaði í gær þegar heimsmarkaðsverð á hráolíu lækkaði verulega auk þess sem Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, boðaði til aðgerða til að draga úr vanskilum á undir- málslánum vestanhafs. Við það ruku helstu vísitölur upp í byrjun dags en sigu nokkuð eftir því sem á leið. - jab Vísitölur á uppleið í vikulokin HELSTU VÍSITÖLUR Vísitala Breyting í gær Dow Jones (Bandaríkin)* +0,37% Nasdaq (Bandaríkin)* -0,21% FTSE (Bretland) +1,31% Dax (Þýskaland) +1,36% Nikkei (Japan) +1,08% C20 (Danmörk) +0,47% ICEXI15 (Ísland) +1,28% * Um miðjan dag í gær SEÐLABANKASTJÓRINN TALAR Margir fjármálasérfræðingar reikna með lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum 11. desember næstkomandi eftir ræðu Bens Bernanke, seðlabankastjóra landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FJÁRFESTINGAR FL GROUP Í FLUGREKSTRI* EasyJet 12 milljarðar Icelandair 25 milljarðar Finnair -5,5 milljarðar Sterlin 0 milljarðar AMR - 15 milljarðar Samtals: 16,5 milljarðar *hagnaður/tap í milljörðum króna NIBStone Stefán Jón Friðriksson hefur sagt upp starfi sínu hjá fjármálaráðuneytinu og hyggst fara í starf hjá Norræna fjárfestingarbankanum. Þeir sem hafa farið í starf Stefáns hjá NIB snúa aftur í góðar stöður á Íslandi. Þannig var Guðmundur Óla- son starfsmaður einkavæðingarnefndar eins og Stefán. Hann fór til NIB og end- aði sem forstjóri Milestone, eins sterk- asta fjárfestingarfélags á Íslandi. Þór Sigfússon var aðstoðarmaður fjármála- ráðherra. Hann fór til NIB og er nú for- stjóri Sjóvár, sem Milestone á, en var áður hjá Viðskiptaráði. Benedikt Árnason var í fjármálaráðuneytinu, fór til NIB og er nú aðstoðarforstjóri Aska þar sem Milestone er stór hluthafi. Það er bara spurning hvaða starf bíður Stefáns hjá Milestone-félögum þegar hann snýr aftur. Marel rannsóknartröll Það vakti athygli í gær að Íslendingar eiga með beinum hætti í hergagnaframleiðanda undir nafninu Stork Aerospace. Framleiðir þessi eining Stork meðal annars hluti í F-16 orrustuþotur Lockheed Martin, kemur að smíði stéls og fleiri hluta í NH90 herþyrlunni fyrir Eurocopter og smíðar vélarhluta í Tiger-bardaga- þyrluna. Marel var einn hluthafa í þessu félagi sem nú fer væntanlega yfir til Eyris og fleiri, sem fyrir eru stórir hluthafar í Marel. Svíar eru nú líka stórtækir í vopna- framleiðslu og Íslendingar mega ekki vera eftirbátar nágranna sinna. Hins vegar vekur athygli að Marel áætlar að setja á næsta ári fjóra milljarða króna í rannsóknir og þróun. Nemur það nærri öllu rekstr- arfé Háskóla Íslands, sem á þó að vera rannsóknarháskóli landsins. Peningaskápurinn ... Fjórum af fimm málum sem Fjár- málaeftirlitið benti Ríkislögreglu- stjóranum á á árinu 2005 er lokið. Málin snerust öll um brot á flögg- unarskyldu og lauk með sektar- gerð hjá efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjórans. Eitt seinasta málið er nú til með- ferðar hjá ríkissaksóknara. Bogi Nilson, ríkissaksóknari, staðfestir að málið verði brot á hegningar- lögum, en vill ekki veita frekari upplýsingar um málið. Á síðasta starfsári Fjármálaeft- irlitsins var einum aðila synjað um að fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki. Hafði hann brotið lög sem varða eftirlit FME. Þurfti hann að selja hlut sinn. - ikh Eitt mál hjá ríkissaksóknara Samskip hafa keypt frystivöru- og flutningsmiðlunina ICEPAK. Fyr- irtækið er með alþjóðlega starf- semi og skrifstofur á Bretlands- eyjum, í Bandaríkjunum og Ástralíu. Peder Winther, framkvæmda- stjóri frystivöruflutningasviðs Samskipa, segir í tilkynningu að flutningastarfsemi ICEPAK, og sú víðtæka þekking og reynsla sem starfsfólk og stjórnendur fyrirtækisins búi yfir, sé mikil- væg viðbót við vaxandi þjónustu Samskipa í kæli- og frystivöru- flutningum. ICEPAK var sett á laggirnar fyrir fimmtán árum . - óká Kaupa ICEPAK Þú vilt ekki fá hvaða jólasvein sem er inn um gluggann hjá þér! Hringdu núna í 570 2400 og fáðu frekari upplýsingar. www.oryggi.is Jólatilboð á Heimaöryggi. Prófaðu endurgjaldslaust í 3 mánuði. Jólakaffi Hringsins Árlegt jólakaffi og happdrætti Hringsins verður haldið á Broadway sunnudaginn 2.desember kl: 13.30. Miðasala hefst kl: 13 Að vanda verður boðið uppá girnilegt kaffi hlaðborð með heimabökuðu brauði að hætti Hringskvenna, happdrætti með glæsilegum vinningum og síðast en ekki síst frábærum skemmtiatriðum úr ýmsum áttum. Allur ágóði rennur í Barnaspítalasjóð Hringsins sem styrkir veik börn á Íslandi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.