Fréttablaðið - 27.12.2007, Síða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000
FIMMTUDAGUR
27. desember 2007 — 351. tölublað — 7. árgangur
HEIMILI HEILSA HÚS BÖRN NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR TÍSKA GRÆJUR ATVINNA ÁRAMÓT VINNUVÉLAR O.FL.
Vilhelm og kærastan eyddu eftirminnilegum
áramótum með ókunnum rosknum hjónum.Vilhelm Anton Jónsson er í þann mund að leggja mán-
aðargamlan frumburð sinn til hvílu þegar hann er
truflaður og spurður út í eftirminnileg áramót. Ekki
stendur á svari og segist Vilhelm hafa mun meira
gaman af áramótum en jólum. „Þegar ég og Kári
bróðir minn vorum litlir og bjuggum á Laugum í
Reykjadal fengum við alltaf Marúdflögur og ídýfu á
gamlárskvöld. Það var algjörlega toppurinn á til-
verunni og þannig byrjaði í raun áramótagleðin mín,“
segir Vilhelm. Hann segir þó eftirminnilegustu áramótin án efa
þegar hann og Þórdís kærasta hasóttu Þýsk l
Berlínar. „Við gistum eina nótt á hóteli og báðum kon-
una í afgreiðslunni um að hringja heim til Luise til að
fá nákvæmt heimilisfang. Hún gerði það en varð svo
frekar skrítin á svip og sagði okkur svo að herra Her-
misson hefði verið að reyna að segja mér það þegar
ég hringdi að Luise væri í Hollandi yfir jól og áramót.
Hann tók það þó fram að við værum hjartanlega vel-
komin,“ útskýrir Vilhelm.Vilhelm og Þórdís voru mjög tvístígandi enda vissu
þau engin deili á fólkinu. „Við slógum þó til, bönkuð-
um upp á og til dyra komu yndisleg gömul hjón. Þau
færðu okkur inniskó og í hönd fór frábær tí
vorum hjá þeim yfi áhj
Dúkkuðu upp í Berlín
Vilhelm ætlar að taka því rólega þessi áramót en segist einhvern tímann ætla sér að verða sprengjukarl.
Hattar, grímur, skraut og glys tilheyra áramótunum og nú má víða finna slíkt í búðum bæjarins. Í Partý-búðinni má ávallt finna hvað eina sem tilheyrir góðu teiti og verslanir
eins og
Monsoon og fleiri bjóða
upp á úrval
af grímum,
hönskum og glingri.
Skálað er á áramót-um ýmist í áfengum eða óáfengum veigum fyrir nýju ári og hið gamla er að sama skapi kvatt með virkt-um. Mestu skiptir að drykkurinn sé hátíð-legur og fallegur og því er um að gera að skála í fallegum glösum og svo má skreyta með hverju sem er.
Ellefu áramóta-brennur verða í Reykjavík um þessi áramót. Þar af verða fjórar stórar brennur en þær verða við Ægisíðu, Geirsnef, í Gufunesi og við Rauðavatn. Kveikt verður í borgarbrennum klukkan hálfníu á gamlárskvöld og eru þær í tveimur stærðarflokkum sem ráðast af aðstæðum á hverjum stað.
Erum í Dugguvogi 2. Sími 557-9510
Verðdæmi:Leðursófasett áður 239,000 kr Nú 119,900 kr
Hornsófar tau áður 198,000 krNú 103,000 kr
Hornsófar leður áður 249,000 krNú frá 159,000 kr
• Leðursófasett
• Hornsófasett
• Sófasett með innbyggðum skemli• Borðstofuborð og stólar • Sófaborð
• Eldhúsborð
• Rúmgafl ar
Húsgagna
Lagersala
ALLTAF BES
TA
VERÐIÐ
OpnunartímiMán - Föstudagar 09 - 18Laugardaga
VEÐRIÐ Í DAG
VILHELM ANTON JÓNSSON
Eyddi áramótum með
ókunnugum í Berlín
Áramót
Í MIÐJU BLAÐSINS
Getur staðið um
ár og aldir
Hvalneskirkja við
Sandgerði er 120 ára.
Kirkjan ber aldurinn
vel enda byggð úr
grágrýti.
TÍMAMÓT 30
SKAUTAJÓL
..skautaholl.is...
s. 5889705
> Markaðurinn
Sögurnar ... tölurnar ... fólkið ...
FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
Miðvikudagur 27. desember 2007 – 52. tölublað – 3. árgangur Veffang: visir.is – Sími: 512 5000
Peningabréf ISK/EUR/USD/GBP/CAD/DKK eru fjárfestingarsjó›i
í skilningi laga nr. 30/2003, um ver›bréfasjó›i og fjárfestingar
sjó›i. Sjó›irnir eru reknir af Landsvaka hf., rekstrarfélagi me›
t f l fi FME L d b ki ö l ›ili jó› Ath li
DKK
5,6%*Örugg ávöxtun
í fleirri mynt
sem flér hentar EUR
GBP
6,4%*ISK14,0%*
Markmið
Peningabréfa er
að ná hærri ávöxtun en
USD
5,1%*
www.lausnir.is
fi nndu rétta tóninn…
Viðskiptamaður ársins 2007
Slæm
fyrirmynd
Spears-fjölskyld-
an óttast um
Jamie Lynn.
FÓLK 36
ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR
Á uppleið í fjár-
málageiranum
Ný gamanþáttaröð í bígerð
FÓLK 46
Kveðjur fyrir ellefu
milljónir
Stórfyrirtæki nýta
sér Skaupið og
borga vel fyrir.
FÓLK 46
VIÐSKIPTI Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður
Baugs Group, er maður ársins 2007 í íslensku
viðskiptalífi að mati tuttugu manna dómnefndar
Markaðarins. Í öðru til fjórða sæti eru Björgólfur
Thor Björgólfsson, Róbert Wessman og Sigurjón Þor-
valdur Árnason í þessari röð.
Dómnefndin var einnig beðin um að nefna þau
atriði sem stæðu upp úr í viðskiptalífinu á árinu.
Atkvæðin skiptust mun jafnar þar á milli en við val á
viðskiptamanni ársins. Nefndu flestir sölu fjárfest-
ingarfélags Björgólfs Thors á búlgarska símanum
BTC, velgengni Icesave, innlánsreiknings Lands-
bankans í Bretlandi, og hlutafjáraukningu Baugs í
FL Group sem vel heppnuð viðskipti.
Flestir voru hins vegar sammála um að kaup og
sala FL Group á AMR, einu stærsta flugrekstrar-
félagi Bandaríkjanna, hefðu verið verstu viðskipti
ársins.
Í Markaðnum er að finna fjölda greina eftir helstu
forystumenn í íslensku viðskiptalífi. Sviptingar á
fjármálamörkuðum eru flestum þeirra hugleiknar. Í
þeim felist bæði hættur og tækifæri. - bg / sjá Markaðinn
Tuttugu manna dómnefnd Markaðarins horfir yfir árið í íslensku viðskiptalífi:
Jón Ásgeir viðskiptamaður ársins
LÖGREGLUMÁL Þýskur karlmaður á
sextugsaldri var handtekinn á
Keflavíkurflugvelli að kvöldi 22.
desember síðastliðins með rúm-
lega 23.000 e-töflur í fórum sínum.
Það er næstmesta magn e-taflna
sem hald hefur verið lagt á hér-
lendis, og það mesta sem ætlað
hefur verið á markað hér. Talið er
að götuvirði efnanna sé um og
yfir sextíu milljónir króna.
Maðurinn kom til landsins frá
Hamborg eftir millilendingu í
Kaupmannahöfn. Efnin fundust
við hefðbundið eftirlit tollgæsl-
unnar á Suðurnesjum. Á Þorláks-
messu var maðurinn úrskurðaður
í gæsluvarðhald til 14. janúar.
Talið er öruggt að fleiri tengist
málinu, þar á meðal Íslendingar.
Lögreglan á Suðurnesjum, sem
annast rannsókn málsins, verst
allra frekari frétta af málinu.
Lögregla telur efnið hafa verið
ætlað til sölu á Íslandi og hefur þá
aldrei áður verið lagt hald á jafn-
mikið af e-töflum hér sem fluttar
eru til landsins í því skyni. Árið
2001 var Austurríkismaðurinn
Kurt Fellner handtekinn við kom-
una frá Hollandi með 67.000 e-
töflur í fórum sínum. Hann var
hins vegar á leið til Bandaríkj-
anna með efnið og hugðist aðeins
millilenda hér. Maðurinn fékk
tólf ára fangelsisdóm í héraðs-
dómi en Hæstiréttur mildaði
dóminn í níu ár.
Fyrr á árinu fundust 1.800 e-
töflur og fjórtán kíló af e-töflu-
dufti auk 24 kílóa af amfetamíni
um borð í skútu í Fáskrúðsfjarðar-
höfn. Úr duftinu er talið að hægt
hefði verið að framleiða um 140
þúsund e-töflur. - sh
Tekinn með 23.000
e-töflur í Leifsstöð
Þjóðverji á sextugsaldri var tekinn með 23.000 e-töflur við komuna í Leifsstöð.
Hann mun sitja í varðhaldi til 14. janúar. Söluvirði efnanna er um 60 milljónir.
NORÐAN BÁL - Í dag verður
norðan strekkingur eða allhvasst
víða um land. Snjókoma eða él
með allri norðurströndinni og skaf-
renningur en hálf- eða léttskýjað
syðra. Frost 0-9 stig, kaldast til
landsins vestan til.
VEÐUR 4
SNJÓBRÆÐSLA VIÐ MÝRARGÖTU Snjó hefur kyngt niður í Reykjavík um jólin. Sigurður Ingólfsson, íbúi við Mýrargötu, tók til þess
ráðs í gær að nota garðslönguna til að bræða snjóinn. Sigurður hefur búið við höfnina um árabil og fylgst með borgarmyndinni
breytast. Hann vann í hraðfrystihúsinu skammt frá heimili sínu í 37 ár en nú hefur það verið rifið til að rýma til fyrir nýbyggingum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR
HEILSA Jólamaturinn sendir
nokkra á slysadeild um hver jól.
Friðrik Sigurbergsson, læknir á
slysadeild Landspítalans, segir
saltan jólamat geta haft áhrif á
þá sem hafa einkenni hjartabil-
unar.
„Það ber alltaf eitthvað á
þessu, en þetta er ekki sama
vandamál og var áður fyrr. Lyfin
eru betri í dag en áður,“ segir
hann. „Þetta getur samt verið
alvarlegt í einstaka tilvikum,
þegar hjartabilun versnar.“
Hann segist ekki vita til þess
að neinn hafi heimsótt slysadeild
vegna ofáts. „Þó að ekki beri
mikið á almennri skynsemi held
ég ekki að neinn komi hingað af
því að hann er of saddur.“ - sþs
Saltið fer illa í hjartasjúklinga:
Á slysadeild
eftir jólamatinn
HEILBRIGÐISMÁL Fimm börn
fæddust á aðfangadag á fæðingar-
deild Landspítala – háskólasjúkra-
húss. Þá fæddust tvö börn á
jóladag og fimm í gær, annan í
jólum.
Minna er um að vera á fæðingar-
deildinni þessa jóladaga. „Við
erum ekkert að koma börnum í
heiminn nema þau vilji,“ segir
Guðrún Ólafsdóttir ljósmóðir.
Engar fæðingar séu settar af stað
þessa daga nema slíkt sé mjög
aðkallandi.
„Þá eru konur minna að koma
og láta kíkja á sig. Fólk heldur sig
meira heima,“ segir Guðrún. - ovd
Jóladagarnir rólegri á LSH:
Tólf jólabörn
komu í heiminn
NÝJUM ÍSLENDINGUM FJÖLGAR Fæðing-
ar á LSH ekki fleiri frá árinu 1993.
Brynjar
fékk rautt
Mikið var um mörk
og rauð spjöld í
enska boltanum í
gær.
ÍÞRÓTTIR 42
PAKISTAN, AP Forsetar Pakistans
og Afganistans hafa rætt leiðir
til þess að berjast sameigin-
lega gegn hryðjuverkum og
íslömskum öfgamönnum á
landamærum ríkjanna. Þeir
Pervez Musharraf, forseti
Pakistans, og Hamid Karzai,
forseti Afganistans, sögðu frá
þessu á blaðamannafundi í
Islamabad í gær. Á fundinum
sagði Musharraf að fólk í
báðum löndum þjáðist vegna
hryðjuverka og öfgamanna.
Forsetarnir hafa lengi deilt
um baráttuna gegn uppreisnar-
og hryðjuverkamönnum í
héruðunum við landamæri ríkj-
anna. - þeb
Musharraf og Karzai funda:
Samstarf gegn
hryðjuverkum