Fréttablaðið - 27.12.2007, Qupperneq 2
2 27. desember 2007 FIMMTUDAGUR
VESTMANNAEYJAR Fjölskylda í Vest-
mannaeyjum fékk óvænta heim-
sókn á aðfangadagskvöld þegar
labradorhundurinn Brjánsi bauð
haftyrðli heim í jólastemming-
una.
Hundurinn, sem vanur er að
hjálpa til við að ná og sleppa lunda-
pysjum hafði farið út að viðra sig
með eiganda sínum þegar
örþreyttur haftyrðill varð á vegi
þeirra. Þreyta fuglsins gerði það
að verkum að hundurinn átti auð-
velt með að fanga hann og það án
þess að særa nokkuð.
Haftyrðlar eru alfriðaðir, sjald-
séðir og minnstir fugla af ætt
svartfugla. Verpa þeir aðeins mjög
norðarlega og til Íslands berast
þeir helst sem flækingsfuglar frá
Grænlandi. Þeir lifa á rækjum og
smákrabbadýrum en húsráðendur
í Eyjum áttu ekkert slíkt góðgæti
til og gáfu gestinum þess í stað
lýsi.
Allir á heimilinu gerðu sitt til að
bjarga fuglinum og má með sanni
segja að þessi litli fugl hafi stöðv-
að jólahaldið á heimilinu enda ekki
á hverjum degi sem jólagjöf
kemur af himnum ofan.
Samkvæmt ráðum Kristjáns
Egilssonar, safnvarðar Náttúru-
gripasafnsins í Vestmannaeyjum,
var fuglinum svo sleppt í sjóinn í
Viðlagafjöru. - ovd
Haftyrðill heimsótti fjölskyldu í Vestmannaeyjum á aðfangadagskvöld:
Lítill fugl stöðvar jólahaldið
LÖGREGLUMÁL Þrír unglingsstrák-
ar voru staðnir að verki við
innbrot í Snælandsskóla í
gærmorgun. Þeir reyndu að
komast undan á hlaupum þegar
lögregla kom á staðinn, en einn
þeirra náðist. Lögregla tók af
honum skýrslu í gær en hinna er
leitað.
Að sögn lögreglu settu dreng-
irnir öryggiskerfi í gang með því
að spenna upp glugga á skólanum.
Þeir voru að tína til tölvur og
myndvarpa þegar lögregluþjónar
og öryggisverðir komu á vett-
vang. Þá tóku piltarnir til fótanna.
- sþs
Brutust inn í Snælandsskóla:
Innbrotsþjófar
staðnir að verki
ÓVÆNT JÓLAHEIMSÓKN Haftyrðillinn
vakti áhuga allra á heimilinu. MYND/ÓSKAR
Keith, eruð þið ekki að dansa
á línunni?
„Nei, en við erum að hugsa um að
gera það á næsta ári.“
Guðsþjónustan í Lindarsókn var með
kántríblæ í gær. Þekkt jólalög voru leikin
í kántrístíl og tónlistarmennirnir voru í
kúrekaklæðum, en enginn línudans var
að þessu sinni. Keith Reed er organisti og
söngstjóri Lindarsóknar.
LÖGREGLUMÁL Vélsleðamaður ók á
vegg á sveitabæ nálægt Selfossi
um klukkan hálf fimm í gær.
Hann fór með annan fótinn í
gegnum rúðu og skarst talsvert,
samkvæmt upplýsingum lögregl-
unnar á Selfossi. Hann var fluttur
á slysadeild í Reykjavík til
aðhlynningar.
Slysið varð þegar maðurinn,
sem var óvanur á vélsleða, gaf í í
staðinn fyrir að hægja á sér
þegar hann ætlaði að leggja
sleðanum undir veggnum.
Vélsleðinn skemmdist töluvert
við áreksturinn. - sþs
Óvanur vélsleðamaður:
Gaf óvart í og
keyrði á vegg
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á
höfuðborgarsvæðinu handtók
síðdegis í gær þrjá menn um
tvítugt sem stolið höfðu vélsleða
úr Skútuvogi í Reykjavík. Þegar
eigandinn varð þess var að
sleðinn var horfinn rakti hann
slóð sleðans út úr bænum og upp í
Mosfellsdal, þar sem hann fann
mennina að leik á sleðanum.
Hann hringdi þá á lögreglu,
sem var stödd skammt frá og
kom og handtók mennina. Þeir
voru færðir á lögreglustöð til
yfirheyrslu. - sh
Fundvís vélsleðaeigandi:
Rakti slóð og
fann þjófana
LÖGREGLUMÁL Landssamband lögreglumanna (LL)
og Lögreglufélag Reykjavíkur (LR) boða sameigin-
lega til fundar um það sem ritstjórar lögreglublaðs-
ins hafa kallað alvarlega bresti í liðsheild lögregl-
unnar á höfuðborgarsvæðinu.
Fundarboðið er til allra lögreglumanna en
kveikjan að fundinum er pistill ritstjóra lögreglu-
blaðsins í nýjasta hefti þess.
„Umfjöllun fór að stað og þetta var eins og
ritstjórnin væri að tjá sína eigin skoðun,“ segir
Gísli Jökull Gíslason, annar ritstjóra Lögreglu-
blaðsins. Hann segir fundinn vera til að kynna að
þetta sé ekki þeirra eigin skoðun, „heldur er þetta
útbreidd almenn skoðun meðal lögreglumanna“.
Fundurinn er næstkomandi föstudag, 28.
desember, í BSRB-húsinu og hefst klukkan 16.
Gísli reiknar ekki með neinum „stórum
sprengjum“ á fundinum heldur segir hann fundinn
vera hálfgerða stuðningsyfirlýsingu. Þá verði
kynnt hvað þeir hjá lögreglufélaginu ætli sér að
gera í framhaldinu, „svo hlutirnir haldi ekki áfram
með þeirri þróun sem verið hefur,“ segir Gísli
Jökull.
Lögreglufélag Reykjavíkur hefur tekið yfir
skyldur lögreglufélaga á höfuðborgarsvæðinu eftir
sameininguna. - ovd
Ritstjóri fullyrðir að lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu séu ósáttir:
Boða til baráttufundar
VEÐUR Snjór féll á öllu vestan- og
norðanverðu landinu í gær.
Flestir vegir voru færir, en víða
var hálka og skafrenningur.
Vegagerðin biður vegfarendur
um að sýna fyllstu tillitssemi
gagnvart snjómoksturstækjum.
Hálkublettir voru á Reykjanes-
braut og Hellisheiði, en annars
hálka eða snjóþekja víðast hvar á
Suðurlandi. Einnig var hált hér og
þar á Austurlandi, og skafrenn-
ingur á Vestfjörðum. Þá voru
Hrafnseyrarheiði og Dynjandis-
heiði ófærar.
Vegagerðin biður vegfarendur
um að sýna aðgát vegna fram-
kvæmda við tvöföldun Reykja-
nesbrautar. - sþs
Vegfarendur sýni aðgát:
Snjór og hálka á
vegum landsins
TSJAD, AP Frönsku hjálparstarfs-
mennirnir sex, sem sakaðir voru
um að reyna að koma 103 börnum
úr Afríkuríkinu Tsjad í október,
voru í gær dæmdir til átta ára
þrælkunarvinnu. Réttarhöld yfir
þeim hófust í síðustu viku en
saksóknari hafði krafist þess að
þeir yrðu dæmdir til ellefu ára
þrælkunarvinnu.
Frakkarnir ætluðu að fljúga
með börnin frá Tsjad til Frakk-
lands, þar sem átti að ættleiða
þau. Börnin voru sögð vera
munaðarlaus en við eftirgrennsl-
an kom í ljós að flest þeirra áttu
foreldra. - þeb
Hjálparstarfsmenn í Tsjad:
Dæmdir til
þrælkunar
LÖGREGLUMÁL Kona nefbrotnaði og
braut tönn í átökum við þrjá
karlmenn í samkvæmi í Breið-
holti á jólanótt. Konan var
gestkomandi í íbúð í fjölbýlishúsi
og tilkynnti lögreglu sjálf um
átökin. Þegar lögregla kom á
staðinn voru þrír erlendir
karlmenn í íbúðinni ásamt
konunni, sem er íslensk og býr í
sömu götu. Allt var fólkið ölvað.
Konan var nefbrotin og með
brotna tönn eftir áflogin og var
flutt til aðhlynningar á slysadeild.
Mennirnir þrír voru fluttir á
lögreglustöð til yfirheyrslu og
sleppt að því loknu. Tildrög
áfloganna liggja ekki fyrir. - sh
Kona óskaði hjálpar á jólanótt:
Nefbrotnaði í
átökum við þrjá
ÍRAK Stjórnvöld í Írak hafa
samþykkt drög að nýjum lögum
sem veita munu grunuðum
uppreisnarmönnum sakarupp-
gjöf.
Markmið laganna er að föngum
sem haldið hefur verið án ákæru
verði sleppt en mikil fjölgun
fanga er rakin til hertra hernað-
araðgerða í Írak. Er nú svo komið
að fjöldi fanga í haldi Bandaríkja-
hers og hers Íraka er talinn vera
um 50 þúsund manns.
Undirbúningur laganna hefur
tekið nokkra mánuði en þau eru
talin mikilvægt skref í sáttum
milli hópa Súnnía og Shíta.
Fréttavefur BBC greindi frá. - ovd
Írösk stjórnvöld undirbúa lög:
Ný löggjöf um
sakaruppgjöf
FRÁ ÍRÖSKU FANGELSI 50 þúsund fang-
ar eru í fangelsum í Írak.
JÓL Tivoli-útvarpstæki var í jóla-
pakkanum hjá starfsmönnum
fjögurra íslenskra fyrirtækja af
tólf sem Fréttablaðið skoðaði.
Starfsmenn Símans, Vodafone,
EJS og Glitnis fengu allir útvarps-
tækin vinsælu í jólapakka sína.
Þau kosta upp undir tuttugu þús-
und krónur í verslunum.
Þorsteinn Daníelsson, eigandi
T.H. Danielsson ehf. sem flytur
inn útvarpstækin, segir það ekki
koma sér á óvart að tækið sé vin-
sælasta jólagjöfin í ár. Hann hafi
selt hátt í sex þúsund slík fyrir
þessi jól.
„Þetta er einföld gjöf og eftir-
minnileg, og það hlusta allir á
útvarp. Á móti eru sumar gjafir
eins og matarkörfur oft rándýrar
og skilja lítið sem ekkert eftir
sig,“ segir hann.
Sagt var frá því í norskum fjöl-
miðlum fyrir skömmu að jólagjöf-
um fyrirtækja til starfsfólks og
viðskiptavina færi sífellt fækk-
andi. Þeim hefði fækkað um fjórð-
ung á síðustu þremur árum. Þar er
ástæðan sögð ótti fyrirtækja við
spillingarstimpil. Það er greini-
lega ekki uppi á teningnum hér-
lendis, því mikið var um dýrar og
veglegar gjafir hjá þeim fyrir-
tækjum sem skoðuð voru.
Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna
gaf til að mynda vasa eftir Alvar
Aalto, Íslensk erfðagreining gaf
þrjátíu þúsund króna gjafabréf hjá
Icelandair og Actavis gaf öllum
550 starfsmönnum fyrirtækisins
og dótturfyrirtækja hundrað þús-
und króna peningagjöf.
Starfsmenn tölvuleikjafyrir-
tækisins CCP fengu viðeigandi
jólagjöf í ár, en í pakkanum var
PlayStation 3-leikjatölva. Hún
kostar á milli 40 og 50 þúsund
krónur úti í búð.
„Við erum trúir okkar umhverfi
og viljum halda fólki við leikja-
geirann,“ segir Jón Hörðdal fram-
kvæmdastjóri. Hann segir gríðar-
lega ánægju hafa verið með
gjöfina meðal starfsmanna, sem
eru rétt tæplega þrjú hundruð
talsins.
salvar@frettabladid.is/stigur@frettabladid.is
Tivoli-tæki undir
jólatré starfsfólks
Tivoli-útvarpstæki voru vinsæl gjöf frá fyrirtækjum til starfsmanna þessi jól.
Einföld gjöf og eftirminnileg, segir innflytjandinn, sem seldi sex þúsund tæki.
Aðrar fyrirtækjagjafir voru allt frá vasa eftir Alvar Aalto til beinharðra peninga.FJÖR Í SNJÓNUM Kristjana Signý dregur
Jönu Katrínu á snjóþotu í snjónum í
gær.
LÖGREGLUMENN AÐ STÖRFUM LL og LR boða til fundar á
morgun klukkan 16.
TIVOLI-JÓL
Gjafir nokkurra íslenskra fyrirtækja
Actavis 100.000 krónur
Apple Gjafabréf í Kringluna
CCP PlayStation 3-leikjatölva
EJS Tivoli-útvarp
Glitnir Tivoli-útvarp
IceBank Marimekko-rúmföt
Íslensk erfðagreining 30.000 króna gjafabréf frá Icelandair
Kaupþing Stafræn myndavél
Lífeyrissjóður ríkisstarfsmanna Alvar Aalto-vasi
Síminn Tivoli-útvarp
SPRON Bókin um Kjarval
Vodafone Tivoli-útvarp
SPURNING DAGSINS