Fréttablaðið - 27.12.2007, Síða 6

Fréttablaðið - 27.12.2007, Síða 6
6 27. desember 2007 FIMMTUDAGUR HUGSAÐU VEL UM HÚÐINA ÞÚ FÆRÐ DECUBAL Í NÆSTA APÓTEKI LÖGREGLUMÁL Eldur kviknaði í bílskúr á Seltjarnarnesi um klukkan níu að kvöldi jóladags. Tveir slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang, og náðist fljótlega að slökkva eldinn. Enginn var í hættu. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins skemmdist bílskúrinn töluvert. Reykræsta þurfti íbúðina við hliðina á honum, en enginn eldur barst þangað inn. Ekki liggur fyrir hvernig eldurinn kom upp en grunur leikur á að hann hafi kviknað út frá ísskáp í skúrnum. Málið er komið í hendur rann- sóknardeildar lögreglu. - sþs Upptök eldsins ókunn: Eldur í bílskúr á Seltjarnarnesi INDÓNESÍA, AP Að minnsta kosti áttatíu manns hafa látist eða er saknað eftir að aurskriður féllu á eyjunni Jövu í Indónesíu í gær. Þá hafa þúsundir manna þurft að leita skjóls eftir að flóð og aur- skriður eyðilögðu hús þeirra. Mikil flóð og rigningar hafa verið í Indónesíu að undan- förnu. Aðstæður til björgunar eru víða slæmar. Ófært er um vegi vegna aurskriðna og hafa her- menn, lögreglumenn og sjálf- boðaliðar þurft að grafa eftir fólki með berum höndum. Vegna ófærðarinnar hafa björgunar- sveitir ekki komist að afskekktum svæðum. Að sögn embættismanna á svæðinu er því óttast að fjöldi látinna muni hækka á næstu dögum. Versta tilvikið sem kom upp í gær var í Karanganyar. Þar voru sextíu manns í matarboði að fagna því að tekist hafði að hreinsa auri þakið hús, þegar aur- skriða féll og fólkið grófst undir. Nákvæmlega þrjú ár voru í gær liðin frá því að stór flóðbylgja skall á þrettán löndum í Suður- Asíu og var þess minnst víða um álfuna í gær. Indónesía var það land sem varð hvað verst úti í flóð- bylgjunni á annan í jólum 2004, en þá létust að minnsta kosti 128 þús- und manns þar í landi. - þeb Mikil flóð og aurskriður vegna rigninga á Jövu: Áttatíu eru taldir af í Indónesíu BANDARÍKIN, AP Tígrisdýr varð einum manni að bana og særði tvo aðra alvarlega í dýragarðin- um í San Francisco á þriðjudag. Dýrið slapp úr búri sínu rétt fyrir lokun, en fáir gestir voru í garðinum. Lík mannsins sem lést fannst skammt frá tígrisdýrabúrinu, en hinir tveir fundust við kaffihús í 300 metra fjarlægð. Tígrisdýrið sat við hliðina á öðrum manninum þegar lögreglu bar að garði og var það skotið umsvifalaust. Fórnarlömbin þrjú voru allt menn á þrítugsaldri. Þeir sem lifðu árásina af eru ekki taldir í lífshættu. - þeb Síberíutígrisdýr slapp úr búri: Drap einn og særði tvo aðra LÖGREGLUMÁL Mál manns sem stakk á hjólbarða fimm lögreglu- bíla hjá lögreglunni á Suðurnesj- um á jólanótt er nú í rannsókn. Hann var yfirheyrður í fyrradag og sleppt að því loknu. Maðurinn virðist hafa skemmt bílana til að hefna sín á lögregl- unni, en hann hafði verið stöðvað- ur fyrir ölvunarakstur fyrr um kvöldið. Hann fór síðan heim til sín, og reyndi að villa um fyrir lögreglu með því að fara úr skónum síðustu skrefin. Þetta gerði hann til að erfiðara væri að rekja spor hans. Það dugði ekki, og var maður- inn handtekinn stuttu síðar. - sþs Reyndi að hylja spor sín: Dekkjastingur á stjá á jólanótt Skullu saman á Kjalarnesi Tveir bílar skullu saman á Kjalarnesi hjá gatnamótum við Hvalfjarðarveg- inn á jóladag. Báðir bílarnir fóru út af veginum við áreksturinn. Fólkið sem var í bílunum slasaðist ekki alvarlega. LÖGREGLUFRÉTTIR TÍGRISDÝRIÐ TATIANA Tatiana var felld eftir að hún hafði ráðist á þrjá gesti dýragarðsins. NORDICPHOTOS/AFP HEILBRIGÐISMÁL Nýtt megrunarlyf sem fullyrt er að létti fólk um fimm til tíu prósent þyngdar sinnar er að öllum líkindum á leið á markað í Bretlandi á næstu mánuðum. Lyfið heitir Alli og verður fáanlegt án lyfseðils, en það er vægari útgáfa af megrunar- lyfinu Xenical sem aðeins fæst gegn lyfseðli. Fyrirtækið GlaxoSmithKline hefur sótt um leyfi til þess að selja lyfið í Bretlandi, en fyrir- tækið hefur selt lyfið í Banda- ríkjunum undanfarið með góðum árangri. Dagsskammtur af lyfinu mun kosta eitt sterlingspund. Offita er vaxandi vandamál í Bretlandi, en landsmenn eru orðnir feitasta þjóð Evrópu. Tals- menn GlaxoSmithKline segja lyfið vera hvetjandi fyrir þá sem nú þegar séu í megrun. Þeir geti tekið töflu með hverri máltíð, auk þess sem þeir hreyfi sig og borði hollt. Læknar í Bretlandi hafa þó áhyggjur af því að lyfið verði misnotað og fólk muni eingöngu taka töflurnar. Lyfið Alli virkar þannig að það hindrar líkamann í því að taka upp fitu úr fæðunni. Fitan meltist ekki og fer því úr líkamanum með öðrum úrgangi í stað þess að setjast á líkamann. Lyfið getur þó einnig truflað upptöku vítamína úr fæðunni. Þá fylgja lyfinu aðrar óskemmtilegar aukaverkanir, aðallega mikill vindgangur og niðurgangur. Gareth Williams, læknisfræði- prófessor við Bristol-háskóla, fjallar um lyfið í nýjasta tölu- blaði breska læknablaðsins. Þar spáir hann því að vegna fyrr- nefndra aukaverkana muni fólk ekki endast lengi í töku lyfsins. Þá segir hann einnig að meðallík- ami brenni 100 hitaeiningum aukalega á dag vegna lyfsins. „Sama árangri væri hægt að ná með því að skilja nokkrar fransk- ar kartöflur eftir á diskinum eða fá sér epli í staðinn fyrir ís,“ segir Williams. Lyfjafræðingar hjá Lyfjastofn- un, sem Fréttablaðið ræddi við, könnuðust ekki við að sótt hefði verið um markaðsleyfi fyrir lyfið hér á landi. thorunn@frettabladid.is Bretar óttast að nýtt megr- unarlyf verði misnotað Megrunarlyfið Alli verður líklega fáanlegt í Bretlandi á næstunni. Fimm til tíu prósenta þyngdartap á fjórum mánuðum og verður fáanlegt án lyfseðils. Ekki er vitað til þess að lyfið sé á leið hingað til lands. ALLI Því er lofað að bæði menn og konur geti lést um fimm til tíu prósent með því einu að taka megrunarlyfið Alli. Það hefur verið á markaði í Bandaríkjunum í rúmt hálft ár og verður líklega komið á markað í Bretlandi innan skamms. NORDICPHOTOS/GETTY Bílslys í Borgarfirði Einn var fluttur á heilsugæsluna í Borgarnesi eftir að bifreið fór út af vegi á mótum Borgarfjarðarbrautar og Reykhóladalsvegar í gærdag. Fjórir voru í bílnum, sem er mikið skemmdur. Mikill snjór og hálka var í Borgarfirði þegar slysið varð. Borðaðir þú rjúpur í jólamatinn í ár? Já 11% Nei 89% SPURNING DAGSINS Í DAG: Fórst þú í jólaköttinn? Segðu skoðun þína á visir.is. LEITAÐ AÐ TÝNDUM Hermenn og sjálf- boðaliðar leita að fólki eftir aurskriðu í Tawangmangu á eynni Jövu. NORDICPHOTOS/AFP MENNTUN Nýverið tilkynnti alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna að árið 2009 yrði alþjóðlegt ár stjörnufræðinnar (IYA2009). Með því er vakin athygli á stjörnufræði og raunvísindum og stuðlað að betri skilningi á þeirri alþjóðlegu auðlind sem fólgin er í andlega hvetjandi áhrifum og innblæstri stjarnvísinda. Um leið er haldið upp á þann atburð í sögu raunvísinda þegar Galíleó beitti fyrstur manna sjón- auka til rannsókna í stjörnufræði. Er það talið upphaf 400 ára sögu mikilla uppgötvana í stjörnufræði og vísindabyltingar sem hafði djúpstæð áhrif á hugmyndir manna um alheiminn. Segir í tilkynningu að alþjóða- árið IYA2009 sé friðsamleg sam- vinna þjóða þar sem leitað sé svara við spurningunni um rætur okkar og upphaf í alheimi, sam- eigin lega arfleið jarðarbúa. Einar H. Guðmundsson, próf- essor í stjarneðlisfræði og for- maður íslensku IYA2009-nefndar- innar, segir haldið upp á viðburðinn með margvíslegum hætti, meðal annars með fyrirlestrum, fræðslu um stjörnusjónauka og þátttöku í stjörnuteitum þar sem stjörnu- himininn verður skoðaður. Einnig munu stjarnvísinda- og stjörnu- áhugamenn vinna með kennurum og nemendum í skólum landsins. Þá er ætlunin að fræða landsmenn um sögu stjarnvísinda á Íslandi. - ovd Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna: Árið 2009 verður ár stjörnufræðinnar STJÖRNUÞOKUR Í GEIMNUM Eitt af undrum alheimsins. MYND/NASA KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.