Fréttablaðið - 27.12.2007, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 27.12.2007, Qupperneq 8
8 27. desember 2007 FIMMTUDAGUR Eyjarslóð 5 101 Reykjavík S: 511 2200 www.seglagerdin.is se gl -7 43 OPNUNARTÍMI: FIMMTUDAG OG FÖSTUDAG 10.00 - 18.00 LAUGARDAG 12.00 - 16.00 GERÐU GÓÐ KAUP ÞVÍ VIÐ RÝMUM FYRIR NÝJUM NÝJUM VÖRUM SPRENGITILBOÐ MILLI JÓLA OG NÝÁRS 50.000. – 500.000. kr. AFSLÁTTUR Á 2007 ÁRG. OG NOTUÐUM FERÐAVÖGNUM VERÐDÆMI TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ kr. 250.000.- kr. 990.000.- kr. 2.000.000.- TJALDVAGN kr. 410.000.- Trigano Odysseé FELLIHÝSI kr. 1.350.000.- Palomino Yearling 2005 HJÓLHÝSI kr. 2.450.000.- TEC Travel king 2006 SKIPULAGSMÁL Flugskýli Norðurflugs við Reykjavíkurflugvöll er réttlaust, segir borgar- lögmaður, og verður að víkja fyrir Háskólanum í Reykjavík. Nýtt deiliskipulag fyrir svæðið þar sem flug- skýli Norðurflugs stendur var samþykkt í sumar. „Að sögn framkvæmdastjóra þróunar- og nýsköpunarsviðs Háskólans í Reykjavík er nauðsynlegt að flugskýlið fari fljótlega því á umræddu svæði eru fyrirhugaðar vegafram- kvæmdir og fleira,“ segir í erindi Kristbjargar Stephensen borgarlögmanns til borgarráðs. Flugskýli 9 á Reykjavíkurflugvelli, sem þyrluþjónustufyrirtækið Norðurflug keypti í júní 2006, var byggt árið 1962 fyrir þyrlu rekstur samkvæmt munnlegu leyfi flugmálastjórnar með því skilyrði að það yrði rifið innan sex mán- aða ef flugmálastjórn krefðist þess. Norðurflug krefst bóta fyrir skýlið sjálft og tjón sem félagið hafi orðið fyrir vegna skipu- lagsbreytinganna með því að þurfa að leigja aðra aðstöðu í stað skýlisins. Félagið segir upp- gjör meðal annars geta falist í úhlutun lóðar innan marka flugvallarins. Borgarlögmaður tekur því ólíklega: „Umrætt flugskýli er án lóðarréttinda og á því hvílir brottflutningskvöð,“ segir í umsögn borgarlögmanns, sem telur að ef borgin reynist bótaskyld nái bæturnar aðeins til skýlisins eins og það var áður en Norðurflug réðist í endur- bætur og stækkun á því sem hafi verið óheimilar. Ákvörðun um nýja lóð fyrir Norðurflug verði meðal annars að taka í samræmi við fyrir- ætlanir um þróun flugvallarins. Borgarráð hefur samþykkt að krefjast þess að Norðurflug sjái til þess að skýlið verði á bak og burt innan sex mánaða. Annars muni borgin annast það verk á kostnað félagsins. Hvorki Sigtryggur Leví Kristófersson, for- stjóri Norðurflugs, né Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður félagsins, vilja tjá sig um málið á þessu stigi. Snorri Geir Steingrímsson, þyrluflugmaður hjá Norðurflugi, segir skipulagsmál á Reykja- víkurflugvelli vera í sjálfheldu. „Flugvöllurinn á auðvitað að vera þar sem hann er en mikil- vægast fyrir alla í fluginu er að tekin verði loka- ákvörðun um framtíð vallarins þannig að menn geti gert áætlanir til framtíðar,“ segir Snorri Geir. gar@frettabladid.is Vill rífa flugskýli Norðurflugs Reykjavíkurborg krefst niðurrifs flugskýlis Norðurflugs við Reykjavíkurflugvöll. Skýlið var byggt með munnlegu leyfi frá flugmálastjórn en er nú fyrir Háskólanum í Reykjavík. EFNAHAGSMÁL Þrjú sveitarfélög leggja lágmarksútsvar á íbúa sína en það eru Skorradals- hreppur, Helgafellssveit og Ása- hreppur. Lágmarksútsvar er 11,24 prósent og hámarksútsvar 13,03 prósent. Langflest sveitarfélög á Íslandi leggja hámarksútsvar á íbúa sína, eða 64 af 79 sveitarfélögum. Tvö sveitarfélög lækka útsvarið. Eru það Seltjarnarneskaupstaður og Kjósarhreppur. Jónmundur Guðmarsson, bæjar- stjóri á Seltjarnarnesi segir það markvissa stefnu meirihlutans að lækka álögur og stilla opinberum gjöldum í hóf. „Slíkt kallar á aga í rekstri sveitar félagsins og okkur hefur gengið vel að reka bæinn. Þetta er í þriðja sinn á stuttum tíma sem við lækkum álögur, bæði útsvar og fasteigna- gjaldastuðla, og erum sennilega lægstir af stærri sveitar- félögunum,“ segir Jón- mundur. Flest sveitar- félög á höfuð borgar svæðinu leggja hámarksútsvar á íbúa sína. Reykjavíkurborg, Hafnar fjarðar - kaupstaður, Kópavogsbær og Sveitarfélagið Álftanes leggja öll 13,03 prósenta útsvar á sína íbúa. Lægri álagsgreiðslur eru í Garða- bæ sem leggur 12,46 prósent á íbúa sína og Mosfellsbær leggur 12,94 prósent á íbúa sína. - ovd Seltjarnarnes leggur minnst á íbúa sína af sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu: Tvö sveitarfélög lækka útsvar JÓNMUNDUR GUÐMARSSON ÚTSVAR SVEITARFÉLAGA Sveitarfélag 2007 2008 Skorradalshreppur 11,24% 11,24% Helgafellssveit 11,24% 11,24% Ásahreppur 11,24% 11,24% Seltjarnarnes 12,35% 12,10% Kjósarhreppur 13,03% 12,53% HEIMILD: FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M SNORRI GEIR STEIN- GRÍMSSON Þyrluflug- maður Norðurflugs við flugskýli félagsins sem Reykjavíkurborg krefst að verði rifið. FÉLAGSMÁL Hjálparsími Rauða krossins, 1717, er opinn allan sólarhringinn allt árið um kring. Þá hefur opnunartími Konukots, athvarfs fyrir heimilislausar konur, verið lengdur frá Þorláks- messu til nýársdags og verður opið allan sólarhringinn. Rauði krossinn, Mæðrastyrks- nefnd, Hjálparstarf kirkjunnar og fleiri standa sameiginlega fyrir jólaaðstoð fyrir fólk. Er aðstoðin, sem bæði er veitt einstaklingum og fjölskyldum, helst framlög og fataúthlutanir. Vinna við jólaaðstoðina er að miklu leyti unnin af sjálfboðalið- um og starfsmönnum ofan- greindra félagasamtaka. Þá sáu sjálfboðaliðar einnig um hátíðarmáltíð fyrir gesti Vinjar í gær en Vin er athvarf RKÍ fyrir fólk með geðraskanir. - ovd Símatími RKÍ lengdur: Opið allan sólarhringinn BRETLAND Lögregla í Englandi rannsakar nú lát hjóna í Sussex. Gengið er út frá því að maðurinn hafi myrt konu sína og framið sjálfsmorð í kjölfarið. Hjónin, sem bæði voru á sjötugsaldri, fundust látin í bænum Chiltington á aðfaranótt aðfangadags. Lögregla fann manninn í bíl sínum eftir að hann hafði keyrt á tré. Lögreglu- þjónar fóru því að heimili hjónanna til þess að tilkynna konu hans um slysið. Þegar þangað var komið fundu þeir lík hennar undir jólatré fjölskyld- unnar. - þeb Framdi morð og sjálfsmorð: Faldi líkið undir jólatrénu 1. Hversu mikið hefur dregið úr tóbakssölu frá því í fyrra samkvæmt nýjum tölum? 2. Hvaða áströlsku leikkonu langar til þess að sjá norður- ljósin? 3. Hvaða þekkta verslunar- keðja ætlar að senda frá sér fatalínu gegn alnæmi? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 46 VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.