Fréttablaðið - 27.12.2007, Qupperneq 35

Fréttablaðið - 27.12.2007, Qupperneq 35
FIMMTUDAGUR 27. desember 2007 27 UMRÆÐAN Heyrnarvernd Gamla árið er kvatt. Mikil stemn-ing ríkir. Tónlistin glymur og magnar upp gleðina. Hljóðbylgj- urnar berast með meiri krafti og styrk. Hljóðhimnurnar í eyranu titra hraðar og hraðar. Háværara og magnaðra hljóð íþyngir kuð- ungnum í innra eyranu þar sem fleiri tugir af hárfrumum og tauga- þráðum nema hljóðið og senda skilaboð til heilans sem vinnur úr þeim. Þessar mjög svo fínu og við- kvæmu hárfrumur þola ekki allan þennan hávaða og skemmast, afleið- ingin af því verður heyrnarskerð- ing og eyrnasuð hjá þeim sem kveðja gamla árið. Á fyrstu vikum nýs árs leitar fólk sér hjálpar vegna heyrnarskerðingar, suðs fyrir eyrum og ofurvið- kvæmni fyrir hljóðum. Flest- ir eftir að hafa verið á hávær- um skemmtistöðum, rokktónleikum og/eða flug- eldasýningum. Trúlega eiga margir eftir að hafa sífellt suð fyrir eyrum eftir gamlárskvöld, suð sem er komið til að vera út ævina. Þessir einstaklingar upplifa að tónlistin bjagast og þar af leiðandi tapast sá eiginleiki að geta notið þess að hlusta á tónlist. Hljóðin verða of hávær og að auki þróast þetta sem ofurviðkvæmni fyrir hljóðum og verður að þjáningu fyrir við- komandi. Heyrnarskerðing, eyrnasuð og hljóðbrenglun draga úr lífsgæðum. Heyrn er mikilvæg í samskiptum og án hennar einangrast fólk og á erfitt með daglegt líf. Heyrnin er viðkvæm og hana þarf að vernda. En til þess þurfa Íslendingar að vakna! Vakna til vitundar um hversu mikilvæg og ótrúlega fullkomin heyrnin er. Mikilvægt er að láta mæla heyrnina því að erfitt er að gera sér grein fyrir eigin heyrn. Hljóðkerfi og hljómflutningstæki verða alltaf fullkomnari og magn- aðri. Hljóðstyrkurinn eykst og með einum takka er hægt að fara langt yfir þolmörk eyrans og þær reglur sem kveða á um vissan hljóðstyrk. Þó að hávaðareglur séu settar virka þær takmarkað fyrir heyrnina. Heyrnarþolmörkin eru einstaklings- bundin og ekki hægt að vita fyrirfram hversu mikinn hávaða hver og einn þolir. Ótrúleg fáfræði býr að baki hjá þeim sem láta sér detta í hug að bjóða upp á kvikmyndasýningar á hærri hljóðstyrk, svokallaðar kraftsýning- ar. Enginn ætti að láta bjóða sér það og borga fyrir! Ólíklegt er að allir þeir sem stjórna hljóðkerfum á samkomu- stöðum hafi kunnáttu í hávaða- mörkum. T.d. er aldur plötusnúð- anna á skólaskemmtunum oft ekki nema 15-18 ára! Öruggasta ráðið til að vernda heyrn er að lækka en ef það dugar ekki er vissara að fá sér eyrnatappa sem til eru af mörgum gerðum. Hægt er að fá eyrnatappa sem dempa hávaða án þess þó að draga úr hljómgæðum, þannig að hægt er að heyra talað mál og tónlist . Það er góð leið til að njóta t.d. gamlárs- kvölds í mannfagnaði, án þess að þurfa alltaf að vera að hvá. Flugeldar eru stór hluti af gamlárskvöldinu en geta verið hættulegir heyrninni. Einfalt en árangursríkt er að halda fyrir eyrun á flugeldasýningum eða vera með eyrnatappa. Kveðjum gamla árið með tónlist og gleði en án þess að kveðja heyrnina í leiðinni! Höfundur starfar hjá Heyrn ehf. Heyrnarskemmdir það sem eftir er ævinnar? ANNA OG SKAPSVEIFLURNAR - kl. 18:50 CHRONICLES OF NARNIA - kl. 19:45 WAR OF THE WORLDS - kl. 22:05 Frábær og opin dagskrá í boði Byrs fyrir alla fjölskylduna á nýársdag Hafðu það gott á nýju ári BYR BÝÐUR ÞÉR GLEÐILEGT ÁR MEÐ STÖÐ 2 ELLISIF K. BJÖRNSDÓTTIR Ekkifréttatímar Fréttafíklar geta átt bágt um jólin. Í gær voru helstu fréttirnar það sem allir vissu, hvernig veður var úti, - að guðsþjónustur voru haldnar, að reynt var að gera útigangsfólki jólin bærilegri o.s.frv. Í erlendu máli er norðið „nýtt“ notað um fréttir, „nyheder og news“, þ. e. að frétt sé aðeins það sem öðruvísi en það sem fyrir er. Ég hef oft á starfsferli mínum þurft að rökstyðja það að eitthvað sé “ekkifrétt” með því að vísa í orðaval nágrannaþjóðanna um þetta fyrirbæri. Einu sinni var gerð tilraun á Stöð tvö að mig minnir að hafa engar fréttir á jóladag í sparnaðarskyni. Ekki man ég til þess að nein sérstök frétt hafi verið á ferðinni á þessum degi en það var allra manna mál að svona lagað mætti aldrei gerast aftur. Ég held að það sé ákaflega gott að ekkert gerist fréttnæmt um jólin. Það ætti að geta hjálpað okkur til að færa okkur út úr streitunni, hraðanum og óþolinu sem þjóðlíf okkar einkennist af í vaxandi mæli. Mér þótt því vænt um ekkifréttatíma gærdagsins og mín vegna hefði vel mátt fella alla frétta- tímana niður [...] Ómar Ragnarsson omarragnarsson.blog.is Starfsmaður á plani [...] Góður stjórnmálamaður veit að engu er vel lokið nema með réttum hnykk og sveiflu. Í þeim anda sleppti Næturvaktinni. Tragikómedían náði þar í senn slíkum hæðum og dýpt að mér varð næstum þungt fyrir brjósti meðan dóttir mín barnung hló. Þar hrundi allt í persónulegu umhverfi þremenninganna sem hrunið gat – og óljósu leiftri sló niður í huga áhorfanda: Getur þetta líka komið fyrir mig? En þeir félagar rifu sig upp á hárinu, rufu ekki samstöðu hinna undirokuðu lúsera og héldu saman til Svíþjóðar að vinna nýja sigra við skurðgröft fyrir sænska vitleysinga – og guðveit hvað. Ég hef stundum velt fyrir mér hlut- verki mínu í ríkisstjórn Íslands. Ég er ekki forsætisráðherra og hugsanlega er það galli minn sem stjórnmála- manns að mig hefur aldrei langað til þess. Ég er ekki utanríkisráðherra og get því ekki haft nokkur áhrif á gang heimsins. Ég er líka búinn að uppgötva síðan í maí að hið falda vald liggur í fjármálaráðuneytinu. Þar hef ég bókstaflega engin ítök heldur – þó slitna, úrsérgengna kólumbíska skjalataskan mín sé túlkuð sem stöð- ug umsókn um það embætti. Hvað er ég þá? Það rann upp fyrir mér meðan ég sat og horfði á Næturvaktina í haust. Ég er starfsmaður á plani! Össur Skarphéðinsson ossur.hexia.net SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. AF NETINU

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.