Fréttablaðið - 27.12.2007, Blaðsíða 38
30 27. desember 2007 FIMMTUDAGUR
timamot@frettabladid.is
SNORRI HJARTARSON SKÁLD LÉST
ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1986.
„Ég hjúfra mig í hálsakoti
móður, þar hló ég barn, þar
er ég sæll og góður.“
Snorri Hjartarson var listfengt
ljóðskáld. Hann hlaut bók-
menntaverðlaun Norðurlanda-
ráðs árið 1981 fyrir ljóðabók-
ina Hauströkkrið yfir mér.
Þennan dag árið 1985 réðust
hryðjuverkamenn á tvo flug-
velli í Evrópu samtímis: ann-
ars vegar á flugvöllinn í Róm
og hins vegar í Vínarborg.
Í Róm hófu vígamennirn-
ir skotárás á farþega við inn-
ritunarborð hins ísraelska
flugfélags El Al. Árásirn-
ar hófust á nálægt því sama
tíma, klukkan rúmlega átta
um morguninn. Mikil ringul-
reið varð í þær fimm mínút-
ur sem árásin í Róm stóð og
farþegar köstuðu sér til jarð-
ar til að forðast kúlnahríð-
ina sem dundi úr byssum
hryðjuverkamannanna
þriggja.
Í Austurríki voru víga-
mennirnir einnig þrír og
köstuðu þeir handsprengj-
um að farþegum á leið til
Tel Aviv. Alls létust átján
manns í árásunum og 120
særðust. Í fyrstu var talið
að PLO, frelsissamtök Pal-
estínu stæðu fyrir árásinni
en leiðtogi þeirra, Jasser
Arafat, fordæmdi árásirnar.
Líklegt er talið að Abu
Nidal hafi verið heilinn á
bak við ódæðin, en hann
yfirgaf PLO árið 1974 og
fór meðal annars fyrir
Fatah-hreyfingunni. Hann
fannst látinn við dularfullar
aðstæður í Írak árið 2002.
ÞETTA GERÐIST: 27. DESEMBER 1985
Hryðjuverk á flugvöllum í Evrópu
MERKISATBURÐIR
1831 Breska skipið „Beagle“
leggur af stað í leiðangur,
m.a. til Galapagos-eyja.
Meðal leiðangursmanna
er Charles Darwin.
1927 Söngleikurinn „Show
Boat“ er frumsýndur á
Broadway. Höfundar eru
Kern og Hammerstein.
Frægasta lagið er „Old
Man River“.
1956 Lög um bann við hnefa-
leikum á Íslandi eru stað-
fest.
1968 Apollo 8 snýr aftur til
jarðar eftir að hafa farið
umhverfis tunglið.
1979 Rússar taka völdin í Af-
ganistan.
1988 Fyrsta númerið í nýju kerfi
er sett á bíl dómsmálaráð-
herra, Halldórs Ásgríms-
sonar. Það er HP 741.
Á jóladag voru hundrað og tuttugu
ár liðin frá vígslu Hvalsneskirkju
í Kjalar nes prófastsdæmi. Hún ber
aldur inn vel enda fáar kirkjur á Íslandi
byggðar úr varanlegra efni. Það er
grágrýtis steinn sem var fleygaður úr
klöppum skammt frá. Sóknar prestur í
Hvalsneskirkju frá 1998 er sr. Björn
Sveinn Björnsson. Hann segir marg-
ar kirkjur hafa staðið á þessum stað
gegnum aldirnar en þær hafi fokið
hver af annarri. „Það var ekkert guðs-
hús sem stóðst stórviðrin sem geisa
hér við ströndina,“ lýsir hann og grein-
ir síðan frá sögu þeirrar kirkju sem
nú stendur. „Ketill Ketils son, bóndi í
Kotvogi í Höfnum, var eigandi Hvals-
nesjarðarinnar árið 1864. Hann hafði
verið við fermingar guðsþjónustu í
kirkjunni þar sem fólk hafði þurft að
standa úti vegna plássleysis. Það rann
honum til rifja. Hann kvaðst ekki geta
til þess hugsað að kirkjugestir hefðu
ekki þak yfir höfuðið. Í annan tíma
komu tveir menn innan af Nesi og
sögðu honum að kirkjan væri farin að
leka. Þá á þessi stórhuga bóndi að hafa
sagt: „Nú veit ég hvað ég geri. Ég ætla
að byggja nýtt musteri úr steini sem
getur staðið um ár og aldur.“ Hann
stóð við það.
Yfirumsjón með byggingunni var
í höndum Magnúsar Ólafssonar tré-
smíðameistara en Magnús Magnús-
son, múrari frá Gauksstöðum í Garði,
annaðist steinsmíðina. „Það var sá
sami og sá um steinsmíði Njarðvíkur-
kirkju á sínum tíma og Alþingis-
hússins. En það sorglega gerðist að
Magnús drukknaði áður en byggingu
Hvalsneskirkju lauk og þá tók Stefán
Egilsson frá Reykjavík við verk-
inu,“ segir sr. Björn. Stórviðir eins og
súlur í kór eru úr rekaviði af fjörunni
að sögn sr. Björns og meira að segja
predikunar stóllinn sem er úr mahóní.
„Það kom upp vandi þegar átti að fara
að smíða predikunarstólinn því menn
vissu ekki hvert þeir ættu að sækja
við. En þá rak þennan fína drumb
frá Suður-Ameríku úr besta fáanlega
viði. Það var hvalreki fyrir Hvals-
neskirkju.“ Sr. Björn segir Hvals-
neskirkju helgast af anda sr. Hall-
gríms Péturssonar sem var prestur á
Hvalsnesi frá 1644 til 1651. „Margt í
helgidóminum minnir á hann,“ segir
sr. Björn og nefnir fyrst og fremst
steininn sem Hallgrímur lagði á leiði
dóttur sinnar Steinunnar er hann
missti unga og harmaði mjög. „Sorgin
var þung og hellan líka, vel yfir
hundrað kíló, en sr. Hallgrímur hefur
ekki talið eftir sér að ná í hana upp í
heiði og höggva í hana letrið,“ lýsir sr.
Björn. Hann kveðst vilja halda þeirri
kenningu á lofti að sr. Hallgrímur
hafi orðið fyrir miklum trúaráhrif-
um á Hvalsnesi og að þar gerist hann
sálmaskáld. „Steinninn af litla leiðinu
var týndur um langan tíma en árið
1964 voru menn að laga til í kringum
kirkjuna og rákust þar á hann,“ lýkur
sr. Björn frásögninni. „Það var stór-
merkilegur fundur,“ bætir hann við.
„Margir vilja meina að þetta sé mesti
dýrgripur í kirkjum þessa lands.“
gun@frettabladid.is
HVALSNESKIRKJA VIÐ SANDGERÐI: HUNDRAÐ OG TUTTUGU ÁRA HELGIDÓMUR
Getur staðið um ár og aldur
SR. BJÖRN SVEINN SÓKNARPRESTUR Í HVALSNESKIRKJU „Ég vil halda þeirri kenningu á lofti að hér hafi sr. Hallgrímur orðið trúarskáld,“ segir
hann. VÍKURFRÉTTIR/ÞORGILS
Starfsemi Bjargarinnar
– athvarfs fyrir fólk með
geðraskanir í Reykjanesbæ,
fær góðan stuðning í dag
þegar skrifað verður undir
fjóra samninga í Íþróttaaka-
demíunni í Reykjanesbæ um
stuðning við athvarfið.
Björgin var stofnuð í
febrúar árið 2005 en það
voru Reykjanesbær, Svæðis-
skrifstofa um málefni fatl-
aðra og Sjálfsbjörg á Suður-
nesjum sem stóðu saman að
rekstrinum. Björgin hefur
einnig notið góðs samfélags-
legs stuðnings með ýmsum
hætti.
Starfsemi Bjargarinnar
hefur vaxið fiskur um hrygg
á þessum rúmu tveimur
árum, og hefur sprengt
utan af sér bæði húsnæði og
mannafla. Nú verða breyt-
ingar þar á þar sem sveit-
arfélögin á Suðurnesj-
um, félagsmálaráðuneytið,
Heilbrigðisstofnun Suður-
nesja og Svæðisskrifstofa
um málefni fatlaðra hafa
ákveðið að leggja verkefn-
inu lið, eins og kemur fram í
þeim samningum sem undir-
ritaðir verða í dag.
Reykjanesbær verð-
ur áfram verndari Bjargar-
innar. Bærinn heldur utan
um reksturinn bæði fag-
lega og rekstrarlega og
hefur eftir lit með starfsem-
inni. Einnig munu full trúar
frá öðrum sveitarfélögum
á Suðurnesjum, Svæðis-
skrifstofu málefna fatlaðra
og HSS eiga sæti í fag- og
rekstrarráðum.
Björgin studd
REYKJANESBÆR Verður áfram verndari Bjargarinnar – athvarfs fyrir fólk
með geðraskanir.
Ásrún Benediktsdóttir
frá Vöglum, Eyjafjarðarsveit,
til heimilis að Hlaðhömrum, Mosfellsbæ,
verður jarðsungin frá Lágafellskirkju í Mosfellsbæ
föstudaginn 28. desember kl. 13.00. Blóm og kransar
eru vinsamlega afþakkaðir en þeir sem vilja minnast
hennar er bent á SÍBS eða Reykjalund.
Fyrir hönd aðstandenda,
Auður Benediktsdóttir
Helga Tryggvadóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
Þráinn Valdimarsson
fyrrverandi framkvæmdastjóri,
Álftamýri 56, Reykjavík,
lést á Landspítalanum þriðjudaginn 18. desember.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn
28. desember kl. 13.00.
Elise Valdimarsson
Hildur Þráinsdóttir
Þráinn Þórhallsson
Örn Þráinsson Helga Hilmarsdóttir
Elfa Arnardóttir
Hilmar Arnarson
Örn Kári Arnarson
Hrafnhildur Sævarsdóttir
og langafabörn.
Elskuleg systir mín og mágkona,
Guðbjörg Stefánsdóttir
Dalbraut 27, Reykjavík,
sem lést 14. desember síðastliðinn, verður jarðsungin
frá Áskirkju föstudaginn 28. desember kl. 15.00.
Fyrir hönd fjölskyldunnar
Soffía Stefánsdóttir Páll Gíslason
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
Sölvey F. Jósefsdóttir
frá Atlastöðum í Fljótavík,
Sundstræti 27, Ísafirði,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ísafirði 17. desember.
Útförin fer fram frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn
29. desember kl. 14.00.
Bergmann Ólafsson Árdís Gunnlaugsdóttir
Guðmundur K. Ólafsson Stefanía Eyjólfsdóttir
Margrét B. Ólafsdóttir
Jakob R. Ólafsson Kristín Bekkholt
barnabörn og langaömmubörn.