Fréttablaðið - 27.12.2007, Page 40
32 27. desember 2007 FIMMTUDAGUR
■ Pondus Eftir Frode Øverli
■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman
■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes
■ Kjölturakkar Eftir Patrick McDonnell
■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman
Fjögur beinbrot
og grískt brúð-
kaup. Þessi er
örugglega góð!
Herbergið þitt
er gjörbreytt.
Hvað ertu
búinn að
gera?
Nei, í
alvöru
kona.
Ég er
þræll
þinn!
Jói...
Kamilla,
ég dýrka
þig!
Við fáum okkur
bandaríska fjöl-
skyldustærð!
Heldur betur!
Miðstærð eða
stóran?
Við verðum
að hafa eitt-
hvað til að
narta í yfir
myndinni,
hvað með
popp?
Ég færði hlutina til svo ég
fengi betra andrými.
Hvernig líst þér á nýja „feng
shui“-ið hjá mér?
Það virkar ekki að henda
bara draslinu út í horn.
Húrra fyrir jólunum og öllu
sem þeim tilheyrir!
Jói...
Skilaboð
Til: Hr. Hornby
Frá: Brjáni syn
i þínum
Tími: 13.20
Skilaboð: Hva
r í andsk... gey
mirðu slökkvit
ækið?!!!
Mikilvægt
Hringdi
Hringdu til baka
Hringir aftur
Einu sinni var ég
haldinn svo hræði-
legu samsvisku-
biti yfir því hvað
ég hafði það gott,
að ég strengdi
þess heit að vinna
hjálparstarf í Afr-
íku. Ég var til í að
þjást og jafnvel
deyja til að láta
gott af mér leiða
og sá fram á að þannig yrði mín
minnst fyrir einstaka fórnfýsi
svona eins og hjá móður Theresu.
Auk þess áleit ég að auðveldara
yrði að lifa í stuttan tíma að hætti
dýrlinga en að neyðast til að gera
það í mörg ár.
Tækifærið til að efna heitið
gafst hins vegar ekki fyrr en
nokkrum árum síðar þegar ég fór
til Indlands. Þá rifjaðist heitið
upp og ég varð svo uppnuminn að
ekki var til sá maður, kona, barn
eða belja sem ég var ekki tilbú-
inn að fórna lífinu fyrir. Ég ætl-
aði sko að nota tækifærið til að
verða dýrlingur hvað sem það
kostaði og sjá þannig til þess að
um mig yrði skrifaður fjöldi
minningargreina, jafnvel yrði
gefinn út sérstakur minninga-
greinakálfur í Morgunblaðinu,
þar sem góðverka minna yrði
getið.
Það var eins og ég hefði verið
bænheyrður þegar við vinirnir
fengum að útdeila mat á elliheim-
ili, þar sem enginn annar en sjálf
móðir Theresa tók á móti okkur, í
myndaramma uppi á vegg. Ég
sannfærðist um að þetta væri
fyrirboði að handan og fékk það
staðfest nokkrum dögum seinna
þegar ég fékk svo hræðilega í
magann að engu líkara var en
mitt persónulega regntímabil
hefði hafist.
Dauðinn var í nánd og hann var
ekki eins rómantískur og ég hélt.
Ég bað guðleg öfl að hlífa mér og
sór þess að fíflast aldrei aftur
með líf mitt. En eftir það var eins
og ský hefði dregið frá sólu; öldu-
ganginn í maganum lægði og roði
hljóp í kinnarnar. Eftir það hef ég
farið varlega í strengja heit,
hvort heldur um áramót eða á
öðrum tímum ársins.
STUÐ MILLI STRÍÐA: Áramótaheit og háleit markmið
ROALD VIÐAR EYVINDSSON DREYMDI UM AÐ VERÐA NÆSTA MÓÐIR THERESA