Fréttablaðið - 27.12.2007, Síða 42
34 27. desember 2007 FIMMTUDAGUR
menning@frettabladid.is
Gagnrýnandi vefsíðunnar Classics Today er
yfir sig hrifinn af upptöku á flutningi Sin-
fóníuhljómsveitar Íslands, Schola Cantorum
og einsöngvaranna Gunnars Guðbjörns-
sonar tenórs og Bjarna Þórs Kristinssonar
bassabaritóns á óratoríunni Edda I eftir Jón
Leifs.
Upptakan fær fullt hús stiga fyrir gæði
flutnings og hljómburðar. Gagnrýnandinn
David Hurwitz segir hljómsveitina standa
fyllilega undir flutningi þessa erfiða verks
og er sérlega hrifinn af framlagi kórs
og einsöngvara. Hann segir að auki að
íslenskir söngvarar séu líkast til þeir einu í
heimi sem ráði almennilega við að syngja
í verkinu þar sem þeir eigi ekki í vandræð-
um með að skilja textann.
Hurwitz segir tónlist Jóns Leifs ber-
sýnilega vera undir áhrifum frá íslenskri
þjóðlagatónlist, en að hún sé jafnframt
afar hljómræn og fögur og að mörgu leyti
aðgengilegri en aðrar smíðar tónskáldsins.
Hann segir að ef ekki væri fyrir tungumála-
örðugleikana þá gæti þetta verk auðveld-
lega átt upp á pallborðið hjá hljómsveitum
og áheyrendum víða um heim.
Hurwitz bendir á að útgáfan gæti höfðað
sérstaklega til aðdáenda rithöfundarins
J.R.R. Tolkien þar sem textinn sé unninn
úr fornum norrænum goðsögnum og að í
honum komi fyrir verur sem sumar eigi sér
einnig hlutverk í bókum Tolkiens.
Upptakan þykja eins og best verður á
kosið og gagnrýnandinn klykkir út með því
að kalla útgáfuna hvorki meira né minna
en stórviðburð í tónlistarheiminum. - vþ
Frábærir dómar um upptöku Sinfóníunnar
Íslenska óperan og Kammersveitin
Ísafold standa fyrir Öðruvísi Vínar-
tónleikum þriðja árið í röð nú á
sunnudag kl. 20. Að þessu sinni er
röðin komin að einu af óumdeildum
meistaraverkum 20. aldarinnar,
Söngvum jarðar eftir Gustav
Mahler. Tónskáldið sjálft taldi
verkið sína persónulegustu tónsmíð
en náði því miður aldrei að heyra
það óma á tónleikum, þar sem hann
lést áður en það var frumflutt. Í
raun er um að ræða mikilfenglega
söngsinfóníu sem sameinar þær
greinar sem tónskáldið hafði mest
dálæti á, sönglög og sinfóníur. Í
verkinu gengur Mahler út frá við-
fangsefni gamalla kínverskra ljóða
þar sem fjallað er um hverfulleika
mannlegrar tilveru, gleði, sorg og
söknuð.
Verkið var samið á árunum 1908-
1909. Textinn sem sunginn er með
verkinu er þýsk þýðing Hans
Bethge á fornu kínversku ljóðun-
um sem voru innblástur Mahlers.
Þýðingin var gefin út á sínum tíma
undir heitinu Kínverska flautan.
Á tónleikunum á sunnudag heyr-
ist verkið flutt í kammerútsetningu
sem tónskáldið Arnold Schönberg
hóf vinnu við en Rainer Riehn
kláraði. Útsetningin heyrðist upp-
runalega í Vínarborg á árunum í
kringum 1920 á tónleikum „Félags
um einkaflutning tónverka“ sem
Schönberg stofnaði ásamt fleirum í
Vínarborg árið 1918. Að því er best
er vitað mun þetta vera í fyrsta
skipti sem þetta verk Mahlers fær
að hljóma í þessari útsetningu á
Íslandi.
Kammersveitin Ísafold hefur á
undanförnum árum skipað sér í
fremstu röð í íslensku tónlistarlífi
með metnaðarfullu tónleikahaldi
sínu. Sveitin fær nú til liðs við sig
tvær af skærustu söngstjörnum
þjóðarinnar af yngri kynslóðinni.
Einsöngvarar eru Finnur Bjarna-
son tenór og Guðrún Jóhanna Ólafs-
dóttir mezzósópran en stjórnandi
er Daníel Bjarnason.
Líklegt verður að teljast að Vínar-
tónleikar þessir verði skemmtileg
og öðruvísi upplifun. Frekari upp-
lýsingar um flytjendur og verkið
sjálft má finna á vef Íslensku óper-
unnar, www.opera.is, þar sem
einnig má kaupa miða á tónleikana.
vigdis@frettabladid.is
Mahler á Öðruvísi Vínartónleikum
Kl. 19
Þátturinn Tónlistarkvöld
Útvarpsins: Djass á Múlanum er
á dagskrá Rásar 1 kl. 19. í kvöld.
Í þættinum má meðal annars
heyra upptöku frá tónleikum
Straightahead-kvartettsins sem
fóru fram á djassklúbbnum
Múlanum í september síðast-
liðnum.
GUÐRÚN JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR
Syngur með kammersveitinni Ísafold á
Öðruvísi Vínartónleikum á sunnudag.
JÓN LEIFS Eitt fremsta tónskáld
Íslendinga á tuttugustu öldinni.
7. og 8. des uppselt
30. des
Þjóðleikhúsið
Gleðilegt ár!
Afgreiðsla miðasölu á Hverfisgötu er opin frá kl. 12.30–18.00
mán. og þri. Aðra daga frá kl. 12.30–20.00.
Símapantanir frá kl. 10.00 virka daga.
Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is
Ívanov e. Tsjekhov
Aðlögun og leikstjórn: Baltasar Kormákur
28/12 uppselt
Gott kvöld e. Áslaugu Jónsdóttur
30/12 kl. 13.30 & 15.00 örfá sæti laus
Konan áður e. Roland Schimmelpfennig
29/12 örfá sæti laus
Óhapp! e. Bjarna Jónsson
Aukasýn. 30/12
Skilaboðaskjóðan e. Þorvald Þorsteinsson
29/12 kl. 14 & 17 uppselt. 30/12 kl. 14 & 17 uppselt
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Fyrirhuguð sýning í London á lista-
verkum í eigu rússneska ríkisins er í
uppnámi eftir að Rússar drógu til
baka loforð sitt um lán á verkunum.
Enskir listáhugamenn hafa beðið
sýningarinnar með öndina í hálsinum
og því eru fréttirnar mikil vonbrigði.
Á sýningunni, sem hefði farið fram í
safninu The Royal Academy, áttu að
vera fjöldamörg meistaraverk frá
helstu söfnum Rússlands. Verkin
höfðu fæst verið sýnd áður í Bretlandi og ríkti sérstök
eftirvænting eftir því að sjá málverkið Dansinn eftir
Frakkann Henri Matisse, en sú mynd er álitin marka
ákveðin tímamót í vestrænni myndlist.
Ákvörðun rússneskra stjórnenda sýningarinnar má
hugsanlega rekja til slæmra samskipta á milli Rússa
og Breta undanfarið árið. Samskipti þjóðanna tveggja
fóru í hnút við morðið á Alexander Litvinenko. Hann
var fyrrum rússneskur njósnari sem var búsettur í
London og dó í nóvember í fyrra eftir að eitrað var
fyrir honum með geislavirku efni. Bretar báðu Rússa
um framsal Andrei Lugovoi, sem grunaður er um
morðið, en Rússar neituðu beiðninni.
Annað málefni sem hamlar fram-
gangi sýningarinnar er ótti Rússa
við að sum verkanna verði gerð
upptæk í Bretlandi. Flest verkanna
voru í einkaeigu í upphafi tuttug-
ustu aldarinnar, en í kjölfar bylt-
ingarinnar í Rússlandi voru þau
gerð að sameign þjóðarinnar.
Rússnesk yfirvöld óttast að afkom-
endur upprunalegra eigenda verk-
anna noti tækifærið og geri kröfu
til þeirra meðan þau eru til sýnis í London þar sem
Bretland er eitt fárra vestrænna landa sem ekki hafa
lög til að koma í veg fyrir slíkt. Fordæmi er fyrir slík-
um kröfum þar sem rúmlega fimmtíu verk í eigu
rússneska ríkisins voru gerð upptæk í Sviss fyrir
þremur árum síðan. Svissneskt fyrirtæki átti inni
talsverða fjármuni hjá rússneska ríkinu og fór þessa
leið til að innheimta þá, þó að svo hafi farið að lokum
að verkunum var skilað til Rússlands. Illindin á milli
Bretlands og Rússlands yrðu Rússum sannarlega
ekki í hag ef til þess kæmi að verkin yrðu gerð upp-
tæk á ný. Það er því vel skiljanlegt að þeir séu ugg-
andi yfir láninu. - vþ
Rússar draga listaverkalán til baka
DANSINN EFTIR MATISSE