Fréttablaðið - 27.12.2007, Side 48
40 27. desember 2007 FIMMTUDAGUR
sport@frettabladid.is
SKYNDI
HJÁLPAR
MAÐUR
ÁRSINS
2007
-
-
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
F
I
0
1
5
9
6
0
Ábendingar skulu berast Rauða krossi
Íslands fyrir 15. janúar. Viðurkenningar
verða veittar þann 11. febrúar.
Nánari upplýsingar um tilnefningar og
hvernig staðið er að valinu má finna á
www.redcross.is
Rauði kross Íslands auglýsir eftir
ábendingum um einstakling sem
hefur á árinu 2007 bjargað
mannslífi með réttum viðbrögðum
í skyndihjálp.
N1, sem er samstarfsaðili Rauða kross Íslands
um útbreiðslu á skyndihjálp, veitir skyndihjálpar-
manni ársins sérstaka viðurkenningu.
KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefáns-
son, leikmaður Lottomatica
Roma á Ítalíu, hefur leikið vel í
ítölsku deildinni og var stiga-
hæstur í síðasta leiksins þegar
liðið tapaði 78-86 fyrir Premiata
Montegranaro á útivelli.
Jón Arnór skoraði 14 stig á 24
mínútum í leiknum og hitti úr
öllum fimm skotunum sínum.
Þetta var þriðji deildarleikurinn
í vetur sem Jón Arnór er stiga-
hæsti leikmaður Lottomatica en
hann var einnig stigahæstur í
sigurleikjum á Eldo Napoli 11.
október (16 stig) og Armani
Jeans Milano 18. nóvember (17
stig).
Jón Arnór hefur
verið sjóðheitur á
útivelli í vetur því
hann hefur hitt úr
51,5 prósent
þriggja stiga skota
sinna í átta
útleikjum liðs-
ins. Jón Arnór
hefur sett niður
2,1 þriggja stiga
körfu að meðaltali í
leik í þessum leikjum og
er með 51,9 prósent
heildar skotnýtingu utan Rómar.
Í heimaleikjunum sjö hefur
hann hitt úr 33,3 prósentum
þriggja stiga skota sinna og skor-
að 1,7 þrista að meðaltali í leik og
heildarskotnýtingin hans þar er
10 prósentustigum lakari en hún
er í útileikjunum. Jón Arnór
hefur skorað 10,3 stig að meðal-
tali á 20,4 mínútum í útileikjum
en er með 9,9 stig á 26,7 mínút-
um í heimaleikjunum.
Jón Arnór og félagar eiga
annan útileik í kvöld þegar þeir
sækja Scavolini Spar Pesaro
heim. Jón Arnór hefur verið utan
byrjunarliðsins í síðustu þremur
leikjum en nýtt bæði, sinn
spilatíma og sín skot,
vel í þessum leikjum.
Hann er með 23,4
stig á hverjar 40
mínútur í þessum
leikjum og hefur sett
niður 72,2 prósent
skota sinna og því
er það ekki ólíklegt
að Jón Arnór verði
kominn aftur í byrj-
unarliðið fyrir leik-
inn í kvöld. - óój
Jón Arnór Stefánsson hjá Lottomatica Roma:
Heitur á útivöllum
> Gólfið í jólafrí
Stjórn Íþróttamiðstöðvarinnar í Dalhúsum í Grafarvogi
ákvað að loka húsinu á föstudagsmorgun fyrir jól vegna
viðgerða á gólfi. Þetta þýðir að leik Fjölnismanna og
Keflavíkur sem átti að fara fram þar í Iceland Express-
deild karla á föstudagskvöldið hefur verið frestað um
óákveðinn tíma. Það hefur ekki fengið staðfest hvort
taphrina Fjölnismanna á heimavelli hafi verið rekin til
gallaðs gólfs en liðið hefur tapað
síðustu þremur heimaleikjun-
um, þó aðeins með samtals 14
stigum. Það er stefnan að gólfið
verið tilbúið á ný fyrir fyrsta
heimaleik Fjölnisliðsins á nýja
árinu en liðið fær Íslandsmeist-
ara KR-inga strax í heimsókn 6.
janúar.
HANDBOLTI Í kvöld verður leikið í
undanúrslitum N1-deildarbikars
kvenna í handbolta og fara leikirn-
ir fram í Laugardalshöll. Fram
tekur á móti Gróttu kl. 18.30 og
strax á eftir kl. 20.30 mætast Valur
og Stjarnan. Fréttablaðið fékk
Díönu Guðjónsdóttur, þjálfara
kvennaliðs Hauka, til þess að spá í
spilin fyrir leiki dagsins.
Fjögur efstu lið N1-deildarinnar
vinna sér þátttökurétt og efsta
liðið leikur við liðið í fjórða sæti
og liðin í öðru og þriðja sæti leika
saman. Sigurliðin leika svo til
úrslita á næstkomandi laugardag í
Laugardalshöllinni kl. 13.40.
Framstúlkur eru á toppnum og
mæta því Gróttustúlkum sem eru
í fjórða sæti en liðin gerðu jafn-
tefli í deildinni um miðjan október
á Seltjarnarnesi.
„Ég á von á hörku baráttuleik á
milli þessarra liða. Framliðið er
með ungar hungraðar stelpur sem
hafa greinilega gaman af
því að spila handbolta
og hafa spilað lengi
saman. Þær eru því
mjög skipulagðar og
vinna vel saman og
eru baráttuglaðar.
Grótta spilar náttúrlega
frábæra vörn og er með hávaxið
og líkamlega sterkt lið og með
góða breidd,“ sagði Díana Guð-
jónsdóttir, sem hallast þó að því að
Grótta fari með sigur af hólmi.
„Þetta verður mjög jafn leikur
en ég var búin að heyra að Pavla
Nevarilova, línumaður Fram, yrði
fjarverandi í leiknum og það
munar rosalega mikið um hana í
leik Framliðsins. Gróttuliðið verð-
ur náttúrulega að öllum líkindum
án Evu Margrétar Kristinsdóttur
sem er meidd, en liðið hefur feng-
ið Ingibjörgu Jónsdóttur til að
fylla hennar skarð og það er
mikill styrkur og ég held að
Grótta vinni leikinn,“ sagði
Díana.
Valsstúlkur eru í öðru sæti en
Stjarnan í því þriðja en gengi lið-
anna hefur verið ólíkt upp á síð-
kastið þar sem
Valur
hefur
unnið
fjóra leiki í
röð í deildinni og
Stjarnan tapað þar
þremur í röð. Stjarnan vann
viðureign liðanna í Mýrinni í byrj-
un nóvember.
Díana telur enn og aftur miklu
skipta hvaða leikmenn verða lík-
lega fjarverandi í dag.
„Það er í raun sama uppi á ten-
ingnum í leik Vals og Stjörnunnar
hvað varðar hugsanlega fjarveru
lykilmanna að ég hef heyrt að ung-
versku stelpurnar verði ekki með
Val í leiknum og það munar um
minna. Sérstaklega hefur Eva
Barna verið frábær og ég efast
ekki um að ef hún væri með myndi
Valur vinna, hún er búin að vera
það öflug. En að sama skapi held
ég að Valur lendi í vandræðum án
hennar og þetta gæti verið erfitt
fyrir Val. Það hefur náttúrlega
mikið gengið á hjá Stjörnunni en
ég held að Stjörnustúlkur eigi
örugglega eftir að þjappa sér
saman og berjast til sigurs í leikn-
um. Þannig að ég held að Stjarnan
vinni leikinn, en ég gæti vel trúað
því að Valur ætti jafnvel eftir að
vinna N1-deildina,“
sagði Díana að
lokum.
omar@fretta-
bladid.is
Spáir Gróttu og Stjörnunni í úrslit
Leikið verður í undanúrslitum N1-deildarbikars kvenna í handbolta í Laugardalshöll í kvöld. Díana Guð-
jónsdóttir, þjálfari kvennaliðs Hauka, telur að Grótta og Stjarnan komist í úrslitaleikinn á laugardag.
HANDBOLTI Einar Hólmgeirsson
skoraði 3 af 4 mörkum sínum á
síðustu sjö mínútunum í 34-26
sigri Flensburg á Birki Ívari
Guðmundssyni og félögum TuS N-
Lübbecke í þýska handboltanum.
Alexander Petersson skoraði 3
mörk fyrir Flensburg í leiknum
en Þórir Ólafsson lék ekki með N-
Lübbecke vegna meiðsla.
Danirnir Lars Christiansen (8) og
Kapser Nielsen (7) voru marka-
hæstir hjá Flensburg en liðið
tryggði sér með þessum sigri
toppsætið í EM-fríinu. - óój
Einar Hólmgeirsson:
Raðaði í lokin
ALLUR AÐ BRAGGAST Einar Hólmgeirs-
son er að komast í gang á ný.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
EKKI
MEÐ?
Pavla
Nevarilova
verður
líklega ekki
með Fram.
FRÉTTABLAÐIÐ/
HÖRÐUR
Hreiðar Levy Guðmundsson, markvörður IK
Sävehof og íslenska landsliðsins, átti stóran
þátt í sigri liðs síns gegn Alingsås HK í topp-
baráttu sænska handboltans í gær. Hreiðar
kom inn á í hálfleik í stöðunni 10-13 fyrir
Alingsås HK og vann sig fljótt inn í leikinn.
„Það var alveg stappað í húsinu enda um
nágrannaslag að ræða og mikið í húfi fyrir
bæði liðin í toppbaráttunni. Ég fékk strax á
mig eitt mark og síðan varð maður heitur
og ég fann mig mjög vel og við sigldum
rólega fram úr,“ sagði Hreiðar, sem lokaði
markinu á síðustu 5 mínútum leiksins og
gerði gæfumuninn fyrir IK Sävehof sem
skoraði fjögur mörk á þeim kafla leiksins og
situr sem stendur í þriðja sæti deildarinnar.
„Ég náði að verja víti í stöðunni 22-20 fyrir
okkur og í framhaldinu skorum við og kom-
umst í þriggja marka forskot og þá fannst
mér sigurinn í raun vera í höfn,“ sagði
Hreiðar en núverandi samningur hans
við IK Sävehof rennur út eftir tímabilið.
„Forráðamenn liðsins komu að tali við
mig eftir leik og tóku aðeins púlsinn
á málum og gerðu mér ljóst að þeir
vildu halda mér áfram hjá liðinu. Það
er auðvitað alltaf ánægjulegt að vita
af því að maður sé að standa
sig vel, en mér finnst hins
vegar æfingaálagið alveg
mega vera meira fyrir mig
persónulega og þetta er
náttúrulega bara svona
hálfatvinnumennska
hjá flestum leikmönn-
um liðsins. Þannig að
ég ætla að sjá aðeins
til hvað gerist í mínum
málum og ræða við umboðsmann
minn og athuga hvað er í boði
og taka svo ákvörðun út frá því,“
sagði Kristinn, sem hlakkar
mikið til komandi verkefnis
íslenska landsliðsins á Evrópum-
keppninni í handbolta. „Ef allt
smellur saman hjá landsliðinu
þá getum við verið hættuleg-
ir þó svo að riðillinn okkar
með Svíum, Frökkum
og Slóvökum sé ekkert
grín. Það opnar líka
vissulega marga
möguleika að standa
sig vel á stórmóti
þannig að ég vona
bara að maður fái
nokkra bolta í sig.“
HREIÐAR LEVY GUÐMUNDSSON: FÓR Á KOSTUM MEÐ IK SÄVEHOF Í SÆNSKA HANDBOLTANUM Í GÆR
Ég vona bara að maður fái nokkra bolta í sig