Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 8
 9. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR DÓMSMÁL Gæsluvarðhald yfir Gambíumanni sem tekinn var í Leifsstöð í desember með kókaín innvortis hefur verið framlengt um tvær vikur. Tveir til viðbótar sitja inni vegna tilraunar til fíkniefna- smygls í síðasta mánuði. Gambíumaðurinn kom hingað til lands 13. desember og var stöðvað- ur í Leifsstöð. Hann var með 300 grömm af kókaíni í fórum sínum. Þjóðverji sem tekinn var með 23 þúsund e-töflur situr einnig í gæslu- varðhaldi til 14. janúar. Hann var gómaður 22. desember. Þjóðverjinn geymdi töflurnar í farangri sínum. Þá er Lithái sem tekinn var með 350 grömm af amfetamíni í Leifs- stöð um miðjan desember ennþá í gæsluvarðhaldi. Það rennur út næstkomandi föstudag. Auk þessa er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurnesjum hrað- sending sem tekin var í nóvember. Þá lagði tollgæslan hald á um fimm og hálft kíló af fíkniefnum sem komu hingað til lands með send- ingu frá Þýskalandi. - jss Mörg fíkniefnamál hjá lögreglunni á Suðurnesjum: Gambíumaðurinn situr áfram inni                                !"#  $    !%&  & '#  )   !*(!%+("% )&  !("%+!("% ,-   !("%+!("%        (. /$  $0  1  $ 2   34       &    0555   $  $ '  #-     677 8   4           9      #  %    :;<=  >2 ?),@;;,;.)3.A:2 ?) 2BCBA,;.)BDE.;               !  .  > AF 2 > . 2 B G ,. . > 2 H 8 ;  !    A           $   I      '#           - 3&  $ 77      7   '        2      )                            STAÐIÐ Í STRÖNGU Repúblikaninn Mitt Romney vann hörðum höndum að því að tryggja sér sigur í gær, þrátt fyrir að flokksbróðir hans John McCain hafi þótt sigur- stranglegri ef marka mátti skoðanakannanir. NORDICPHOTOS/AFP BANDARÍKIN Þreyta og örvænting skein úr andlitum frambjóðenda jafnt repúblikana sem demókrata í gær eftir langa og erfiða törn í kosningabaráttunni um útnefn- ingu forsetaefnis flokkanna. Á mánudaginn var Hillary Clinton nærri brostin í grát þegar hún var spurð hvort henni þætti ekki stundum erfitt að fara á fætur á morgnana og halda sér gangandi. „Það er ekki auðvelt,“ svaraði hún og talaði hægt. Hún sagðist hafa mjög sterka sannfæringu og taka baráttuna mjög persónu- lega. „Þetta snýst um landið okkar, um börnin okkar.“ Eftir óvæntan stórsigur í Iowa í síðustu viku þótti Barack Obama nokkuð öruggur um sigur í New Hampshire í gær, en kosningun- um lauk ekki fyrr en í nótt að íslenskum tíma. Clinton átti hins vegar allt undir því að tapa ekki öðru sinni, og hafi sú orðið raunin þá þarf hún fljótlega að meta stöðuna upp á nýtt. Hún segist þó ætla að bíða átekta að minnsta kosti fram yfir örlagadaginn 5. febrúar, „stóra þriðjudaginn“ þegar for- kosningar verða haldnar samtím- is í meira en 20 ríkjum, þar á meðal í nokkrum stærstu ríkjum Bandaríkjanna eins og New York og Kaliforníu. Næstu vikurnar verða því ekki síður átakamiklar en sú síðasta því strax næsta þriðjudag verður kosið í Michigan, síðan kemur röðin að Suður-Karólínu og loks verða forkosningar í Flórída, sem er fjórða fjölmennasta ríki Bandaríkjanna, hinn 29. janúar. Eftir „stóra“ daginn 5. febrúar hafa því úrslit ráðist í meira en helmingi ríkja Bandaríkjanna, þar á meðal flestum þeim stærstu, og væntanlega standa þá aðeins fáir eftir af þeim átta demó- krötum og átta repúblikönum sem hafa sóst eftir því að verða forsetaefni flokkanna. Af þessum sextán hættu tveir demókratar baráttunni strax eftir forkosningarnar í Iowa í síð- ustu viku, og væntanlega heltast fleiri úr lestinni nú þegar úrslitin í New Hampshire blasa við. Kosningabaráttan hefur verið löng og ströng. Strax snemma á síðasta ári tóku framámenn í báðum flokkum að þreifa fyrir sér og hafa því sumir hverjir nú þegar staðið í slagnum í næstum því ár. gudsteinn@frettabladid.is Línur farnar að skýrast Forkosningum í tveimur af fimmtíu ríkjum Banda- ríkjanna er lokið. Úrslitin frá Iowa og New Hamp- shire nú í nótt ráða þó miklu um framhaldið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.