Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 8
9. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR
DÓMSMÁL Gæsluvarðhald yfir
Gambíumanni sem tekinn var í
Leifsstöð í desember með kókaín
innvortis hefur verið framlengt um
tvær vikur. Tveir til viðbótar sitja
inni vegna tilraunar til fíkniefna-
smygls í síðasta mánuði.
Gambíumaðurinn kom hingað til
lands 13. desember og var stöðvað-
ur í Leifsstöð. Hann var með 300
grömm af kókaíni í fórum sínum.
Þjóðverji sem tekinn var með 23
þúsund e-töflur situr einnig í gæslu-
varðhaldi til 14. janúar. Hann var
gómaður 22. desember. Þjóðverjinn
geymdi töflurnar í farangri sínum.
Þá er Lithái sem tekinn var með
350 grömm af amfetamíni í Leifs-
stöð um miðjan desember ennþá í
gæsluvarðhaldi. Það rennur út
næstkomandi föstudag.
Auk þessa er til rannsóknar hjá
lögreglunni á Suðurnesjum hrað-
sending sem tekin var í nóvember.
Þá lagði tollgæslan hald á um fimm
og hálft kíló af fíkniefnum sem
komu hingað til lands með send-
ingu frá Þýskalandi. - jss
Mörg fíkniefnamál hjá lögreglunni á Suðurnesjum:
Gambíumaðurinn
situr áfram inni
!"# $ !%& & '#
)
!*(!%+("%
)& !("%+!("%
,- !("%+!("%
(. /$ $0
1 $ 2
34
& 0555 $ $'
#-
677
8
4
9
# %
:;<= >2 ?),@;;,;.)3.A:2 ?)
2BCBA,;.)BDE.;
!
.
>
AF
2
>
.
2
B
G
,.
.
>
2
H
8
;
!
A
$ I
'#
- 3& $ 77
7 '
2
)
STAÐIÐ Í STRÖNGU Repúblikaninn Mitt Romney vann hörðum höndum að því að
tryggja sér sigur í gær, þrátt fyrir að flokksbróðir hans John McCain hafi þótt sigur-
stranglegri ef marka mátti skoðanakannanir. NORDICPHOTOS/AFP
BANDARÍKIN Þreyta og örvænting
skein úr andlitum frambjóðenda
jafnt repúblikana sem demókrata
í gær eftir langa og erfiða törn í
kosningabaráttunni um útnefn-
ingu forsetaefnis flokkanna.
Á mánudaginn var Hillary
Clinton nærri brostin í grát þegar
hún var spurð hvort henni þætti
ekki stundum erfitt að fara á
fætur á morgnana og halda sér
gangandi.
„Það er ekki auðvelt,“ svaraði
hún og talaði hægt. Hún sagðist
hafa mjög sterka sannfæringu og
taka baráttuna mjög persónu-
lega. „Þetta snýst um landið
okkar, um börnin okkar.“
Eftir óvæntan stórsigur í Iowa
í síðustu viku þótti Barack Obama
nokkuð öruggur um sigur í New
Hampshire í gær, en kosningun-
um lauk ekki fyrr en í nótt að
íslenskum tíma.
Clinton átti hins vegar allt
undir því að tapa ekki öðru sinni,
og hafi sú orðið raunin þá þarf
hún fljótlega að meta stöðuna
upp á nýtt. Hún segist þó ætla að
bíða átekta að minnsta kosti fram
yfir örlagadaginn 5. febrúar,
„stóra þriðjudaginn“ þegar for-
kosningar verða haldnar samtím-
is í meira en 20 ríkjum, þar á
meðal í nokkrum stærstu ríkjum
Bandaríkjanna eins og New York
og Kaliforníu.
Næstu vikurnar verða því ekki
síður átakamiklar en sú síðasta
því strax næsta þriðjudag verður
kosið í Michigan, síðan kemur
röðin að Suður-Karólínu og loks
verða forkosningar í Flórída, sem
er fjórða fjölmennasta ríki
Bandaríkjanna, hinn 29. janúar.
Eftir „stóra“ daginn 5. febrúar
hafa því úrslit ráðist í meira en
helmingi ríkja Bandaríkjanna,
þar á meðal flestum þeim stærstu,
og væntanlega standa þá aðeins
fáir eftir af þeim átta demó-
krötum og átta repúblikönum
sem hafa sóst eftir því að verða
forsetaefni flokkanna.
Af þessum sextán hættu tveir
demókratar baráttunni strax
eftir forkosningarnar í Iowa í síð-
ustu viku, og væntanlega heltast
fleiri úr lestinni nú þegar úrslitin
í New Hampshire blasa við.
Kosningabaráttan hefur verið
löng og ströng. Strax snemma á
síðasta ári tóku framámenn í
báðum flokkum að þreifa fyrir
sér og hafa því sumir hverjir nú
þegar staðið í slagnum í næstum
því ár.
gudsteinn@frettabladid.is
Línur farnar
að skýrast
Forkosningum í tveimur af fimmtíu ríkjum Banda-
ríkjanna er lokið. Úrslitin frá Iowa og New Hamp-
shire nú í nótt ráða þó miklu um framhaldið.