Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 28
9. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● nýir bílar
REYNSLUAKSTUR
Nýr Land Cruiser 200 var
frumsýndur um síðustu helgi.
Toyota bauð blaðamönnum að
reynsluaka bílnum á Kanaríeyj-
um í lok nóvember.
Land Cruiser-bíllinn kom fyrst á
markað árið 1951 og er Land Cruiser
200 áttunda kynslóð bílsins. Hægt er
farið í sakirnar með útlitsbreytingar
á nýjum Land Cruiser. Enginn ætti
þó að freistast til að draga of miklar
ályktanir af því vegna þess að Land
Cruiser 200 er hvort tveggja í senn
meiri lúxusbíll og meiri torfærubíll
en fyrirrennarinn.
Útlitið bæði að utan og innan
hvílir traustum fótum á fyrra út-
liti bílsins. Land Cruiser 200 er þó
hærri, lengri og breiðari en forver-
inn. Hinar raunverulegu breyting-
ar liggja þó fyrst og fremst í tækni-
búnaði bílsins.
Díselvélin, sem búist er við að
verði sú sem meirihluti íslenskra
kaupenda muni halla sér að, er 40
prósentum aflmeiri en í fyrirrenn-
aranum en þó 4 prósentum spar-
neytnari en sú vél. Sama er uppi á
teningnum með bensínvélina. Hún
er í senn aflmeiri og sparneytnari
en áður.
Fjöðrunarbúnaður bílsins er
aldeilis magnaður. Um er að ræða
sjálfvirkan búnað sem miðar að því
að halda bílnum stöðugum óháð því
undirlagi sem ekið er á.
Stærsta nýjungin í nýjum Land
Cruiser er hins vegar hið svo kall-
aða Crawl Controle, eða skriðstýr-
ing, sem þó er aðeins fyrir hendi í
bensínbílum, að minnsta kosti fyrst
um sinn. Sá búnaður virkar þannig
að í lága drifinu er hraði bílsins
stilltur á 1, 3 eða 5 km/klst þannig
að bílstjórinn getur alfarið einbeitt
sér að því verkefni að stýra bílnum í
gegnum torfærurnar.
Búnaðurinn aftengist svo sam-
stundis sé annað hvort hemlað eða
stigið á bensíngjöfina. Þetta er bún-
aður sem leynir á sér og vakti mikla
lukku allra sem reyndu. „We are
studying,“ sögðu japönsku verk-
fræðingarnir hjá Toyota aðspurðir
um hvenær þessi magnaði búnaður
kæmi í díselbílinn.
Á Fuerteventura var nýja Land
Cruisernum ekið um fjölbreytta
slóða. Sannast sagna reyndist bíll-
inn verulega umfram væntingar,
sem voru þó ekki litlar. Fjöðrunar-
búnaður bílsins vakti ekki síst at-
hygli. Hann liggur vægast sagt ótrú-
lega á veginum og tekur allt upp í
mjög grófa vegi þannig að bílstjóri
og farþegar haggast vart inni í bíln-
um.
Allur búnaður að innan er eins
og best er á kosið í lúxusbíl, án þess
að hægt sé að segja að borist sé á í
útliti. Því má segja að Land Cruis-
er 200 sé hvort tveggja í senn meiri
lúxusbíll og meiri torfærubíll en
fyrirrennarinn var.
Toyotamenn kalla Land Cruis-
er konung veganna og eru stoltir
af afkvæminu. Það mega þeir líka
vera. Þetta er afbragðsbíll fyrir þá
sem vilja fyrsta flokks ökutæki með
allan hugsanlegan búnað.
Markhópur nýs Land Cruiser 200
er fólk á aldrinum 40 til 50 ára með
uppkomin börn og góðar tekjur. Hið
síðastnefnda er kannski ekki síst
mikilvægt í ljósi þess hvað bíllinn
kostar. steinunn@frettabladid.is
Bíllinn sem beðið hefur verið eftir
Útlit Land Cruiser 200 hefur ekki tekið stökkbreytingum.
Hér fær heldur betur að reyna á skriðstýringuna.
Sadayoshi Koyari, aðalhönnuður Land
Cruiser 200, var stoltur af verki sínu og
mátti vera það.
Að innan er útlit bílsins klassískt og einfalt.
LAND CRUISER 200
Vél: 4,5 l V8 dísel og 4,7 l bensín.
Gírkassi: 6 gíra sjálfskiptur dísel og
5 gíra sjálfskiptur bensín.
Uppgefi n eyðsla í bönduðum
akstri: 10,2 l/km dísel, 14,4 l/km
bensín.
0-100 km/klst.: 8,2 sek. dísel og
9,2 sek bensín.
Þyngd: 3.300 kg
PLÚS
Framúrskarandi fj öðrun.
Mikið afl miðað við orkunotkun.
Skriðstýring.
MÍNUS
Útlitið gefur ekki næg fyrirheit um
innihaldið.
Verð: frá 10.670.000.
Umboð: Toyota.