Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 10
10 9. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR
SJÁVARÚTVEGUR Elliði
Vignisson, bæjarstjóri
Vestmannaeyjabæjar,
segir alþingismenn,
sérstaklega úr röðum
Frjálslynda flokksins,
sverta sjávarútveginn
með málflutningi
sínum og að byggða-
stefna stjórnvalda
reynist Eyjamönnum
erfiðari en aflabrestur.
„Einstakir þingmenn
hafa jafnvel leyft sér
að halda því fram að
umhverfi sjávarút-
vegsins stuðli að
hrakförum einstakl-
inga og fjölskyldna,
gjaldþrota og skilnaða,
sundrun fjölskyldna og
hafi lagt líf margra í
rúst,“ segir bæjarstjór-
inn. „Það er algerlega ótækt þegar atvinnulíf okkar Eyjamanna er
svert á þann hátt og ekki hægt að ætlast til að ég eða aðrir þeir sem eru
stoltir af þessari atvinnugrein sitjum þegjandi undir slíkri umræðu.
Orð eins og sægreifar og gjafakvóti eru notuð um viðskiptamenn sem
veðja á sjávarútveg og velja að fjárfesta í undirstöðu atvinnugrein
okkar íslendinga.“
Aðspurður hvaða þingmenn eigi í hlut segist hann ekki vilja nafn-
greina neina sérstaka en að þeir komu flestir úr röðum Frjálslynda
flokksins en þó sé þetta einnig viðhaft af þingmönnum annarra flokka.
„Við í Vestmannaeyjum höfum oft staðið af okkur aflabrest en hins
vegar er það byggðastefna stjórnvalda reynist okkur mun erfiðari
viðureignar,“ segir Elliði. - jse
Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar ósáttur:
Þingmenn sverta
sjávarútveginn
TYRKLAND, AP Tyrknesk yfirvöld
greindu frá því í gær að sá sem
grunaður er um að hafa sprengt
bílsprengjuna sem banaði sex
manns í borginni Diyarbakir í
síðustu viku hefði verið handtek-
inn. Hann er sagður vera úr
röðum herskárra aðskilnaðarsinn-
aðra Kúrda. Sex aðrir, sem
grunaðir eru um að tengjast
tilræðinu, hafa einnig verið
handteknir.
Tilræðinu var beint gegn
herrútu sem ók um götu í
Diyarbakir síðastliðinn fimmtu-
dag. Sex manns dóu, þar af fimm
námsmenn. Yfir 30 hermenn
særðust en enginn þeirra dó. - aa
Tilræðið í Diyarbakir:
Meintur tilræð-
ismaður tekinn
VETRARRÍKI Faðir og sonur ganga
hönd í hönd í almenningsgarði í Sofiu,
höfuðborg Búlgaríu. Risavaxnar trjá-
greinar slúta yfir göngustíginn vegna
snjóþyngdarinnar, en snjó hefur kyngt
þar niður frá ársbyrjun.
NORDICPHOTOS/AFP
SRÍ LANKA, AP Ráðherra á Srí
Lanka var drepinn með veg-
sprengju skammt norður af
höfuðborginni Kólombó í gær.
Tamílatígrum, hreyfingu aðskiln-
aðarsinnaðra tamíla, var umsvifa-
laust kennt um tilræðið. Þetta er í
fyrsta sinn sem tekst að myrða
háttsettan fulltrúa stjórnvalda á
Srí Lanka í hálft annað ár.
Sprengjan tætti í sundur bíl
ráðherra þjóðaruppbyggingar-
mála, D.M. Dassanayake, að sögn
talsmanns hersins.
Aðeins fáeinir dagar eru síðan
stjórnin sagði upp vopnahléssam-
komulaginu við Tamílatígra, en
því hafði verið spáð að aukin
harka myndi færast í borgara-
stríðið í kjölfarið. - aa
Borgarastríðið á Srí Lanka:
Vegsprengja
banar ráðherra
SPRENGDUR Sérstyrktur Toyota-jeppi
ráðherrans stóðst ekki sprenginguna.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
GULLBERG VE MEÐ
NÓTINA Á BRYGGJ-
UNNI Bæjarstjórinn
segir að Eyjamenn viti
hvernig beri að mæta
aflabresti en hins vegar
sé við mun rammari
reip að draga þegar
kemur að byggða-
stefnu stjórnvalda.
ELLIÐI
VIGNISSON
SJÁVARÚTVEGUR Loðna finnst á
allstóru svæði norður af Langa-
nesi, og er á hraðri leið austur
með landinu. Nokkur skip eru við
veiðar og fyrstu loðnunni var
landað á Þórshöfn á mánudags-
kvöld. Loðnan er ekki í kjörstærð
til frystingar; er blönduð og
átulaus.
Upphafskvótinn fyrir vetrar-
vertíðina nú er 205 þúsund tonn
en af því magni ganga 122 þúsund
tonn til íslenskra útgerða.
Norðmenn, Færeyingar og
Grænlendingar eiga loðnukvóta
við Ísland.
Markaðir fyrir frysta loðnu eru
taldir þokkalegir. Verðmæti
útgefins kvóta er talið nema um
fimm milljörðum króna, en máli
skiptir fyrir hvaða markaði
loðnan er unnin. Helstu markaðir
fyrir frysta loðnu og loðnuhrogn
eru í Japan og Austur-Evrópu. - shá
Fyrsta loðnan á land:
Töluvert magn
af loðnu nyrðra
LOÐNUSTEMNING Mjög færist í vöxt
að loðna sé fryst í landi eða um borð í
skipunum.
STJÓRNSÝSLA Össur Skarphéðins-
son iðnaðarráðherra telur Guðna
A. Jóhannesson, nýráðinn orku-
málastjóra, líklegastan til þess að
hleypa nýju lífi starfsemi Orku-
stofnunar. Þetta kemur fram í rök-
stuðningi Össurar fyrir ráðningu
Guðna en Ragnheiður Þórarins-
dóttir aðstoðarorkumálastjóri ósk-
aði eftir rökum fyrir ráðningu þar
sem hún taldi sig vera með betri
menntun og reynslu til að gegna
starfinu.
Í rökstuðningi Össurar segir að
ekki þurfi að efast um sterka stöðu
Guðna í háskólasamfélaginu.
„Hann hefur í tvígang verið met-
inn hæfastur í alþjóðlegri sam-
keppni margra doktora um próf-
essorsembætti við Konunglega
Verkfræðiháskólann í Stokkhólmi,
fyrst 1990, er hann valinn hæfast-
ur til þess að gegna stöðu rann-
sóknarprófessors til sex ára, og
síðan 1993, er hann valinn úr stór-
um hópi til þess að vera æviráðinn
prófessor við Verkfræðiháskól-
ann,“ segir meðal annars í rök-
stuðningnum.
Þá er reynsla hans af nýsköpun-
arstarfi og stjórnsýsluverkefnum
einnig talin honum til tekna. „Hann
hefur átt þátt í að stofna nokkur
sprotafyrirtæki á Íslandi og í Sví-
þjóð, starfað sem stjórnandi og
setið í stjórn nokkurra fyrirtækja.
Hann er einstaklega hæfur til þess
að sinna nýsköpunarstarfi eins og
ráða má af því að hann hefur aflað
nokkurra einkaleyfa fyrir upp-
finningar sínar,“ segir enn fremur
í rökstuðningnum.
Ragnheiður segir rökstuðning-
inn ekki bæta neinu við það sem
hún hafi talið, það er að hún sé
með að minnsta kosti jafn góða
menntun og
meiri reynslu af
stjórnsýslu-
störfum. „Mér
finnst MBA-
námið mitt, sem
ég er með til
viðbótar við
doktorsnám í
verkfræði, ekki
metið nægilega
vel ef litið er
svo á að Guðni sé með meiri mennt-
un en ég. Varðandi nýsköpunarþátt
og reynslu af þess konar verkefn-
um þá hefur Orkustofnun verið að
breytast töluvert að undanförnu
að það reynir orðið mikið á reynslu
af stjórnsýslustörfum, sem ég tel
mig hafa meiri reynslu af.“
Ragnheiður segist þó ætla að
sinna starfi sínu áfram. „Ég hef
ekki huga á öðru en að sinna
mínum störfum en mér finnst ekk-
ert athugavert við það að krefjast
rökstuðnings þegar ráðið er í starf
eins og það sem um ræðir. Það
þarf að fara að leikreglum.“
magnush@frettabladid.is
Guðni sagður hafa
afburðahæfileika
Össur Skarphéðinsson segir Guðna A. Jóhannesson geta hleypt lífi í Orkustofn-
un. Ragnheiður Þórarinsdóttir aðstoðarorkumálastjóri segir rökstuðninginn
engu breyta um sín sjónarmið. Hún ætlar að gegna störfum sínum áfram.
GUÐNI A.
JÓHANNESSON
ÖSSUR
SKARPHÉÐINSSON
BANDARÍKIN, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti
lýsti í gær eindregnum stuðningi sínum við að
Tyrkjum yrði veitt aðild að Evrópusambandinu.
Kallaði hann Tyrkland „uppbyggilega brú“ á milli
Vesturlanda og múslimalanda. Ummælin lét Bush
falla í tilefni af heimsókn tyrkneska forsetans
Abdullah Gül í Hvíta húsið.
„Ég tel að Tyrkir gefi stórkostlegt fordæmi fyrir
því hvernig hægt sé að láta lýðræði lifa í góðri
sambúð við stórfengleg trúarbrögð eins og íslam og
það er mikilvægt,“ sagði Bush á blaðamannafundi
eftir viðræður forsetanna tveggja.
Bush tók að auki fram að hann styddi baráttu
tyrkneskra stjórnvalda gegn herskáum aðskilnað-
arsinnum Kúrda í „Kúrdíska verkamannaflokknum“
PKK, handan við landamærin að Norður-Írak. Bush
kallaði PKK óvin Tyrklands, Íraks „og alls fólks sem
vill lifa í friði“.
Heimsókn Güls til Washington er álitin mikilvæg-
ur áfangi að bættum tengslum NATO-bandamann-
anna tveggja, en margt hefur skyggt á þau frá
innrás Bandaríkjamanna í Írak fyrir fimm árum. - aa
Tyrklandsforseti leitar bættra tengsla við Bandaríkin í fyrstu heimsókn sinni vestur:
Bush vill Tyrki inn í ESB
BANDAMENN Forsetarnir Abdullah Gül og George W. Bush
ávarpa fjölmiðla í garði Hvíta hússins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
RAGNHEIÐUR I
ÞÓRARINSDÓTTIR