Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 50
30 9. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid. 8 DAGAR Í EM Í HANDBOLTA HANDBOLTI Það bendir fátt til þess að Ivano Balic muni leika með Króötum á EM en Króatar hafa reynt í lengstu lög að koma honum í stand fyrir mótið. „Meiðsli hans eru mjög flókin og því miður sé ég ekki að hann sé að taka neinum framförum,“ sagði Lino Cervar, landsliðsþjálf- ari Króata. Hornamaðurinn Mirza Dzomba spilar ekki vegna meiðsla og hæpið er að skyttan Blazenko Lackovic spili einnig en hann er puttabrot- inn. Örv- henta skyttan Petar Metlicic er einnig meidd á fingri en verður þó með. Þrátt fyrir meiðslin gerðu Króatar sér lítið fyrir og lögðu Svía, 31- 26. - hbg Vont ástand á Króötum: Engar framfarir hjá Balic HANDBOLTI Kim Andersson hefur fengið stærra hlutverk í sænska landsliðinu því landsliðsþjálfar- inn Ingemar Linnéll hefur gert hann að fyrirliða liðsins. Andersson, sem spilar með Kiel í Þýskalandi, er 25 ára og hefur skorað 419 mörk í 114 landsleikj- um. Hann ber fyrirliðabandið þrátt fyrir að menn eins og Tomas Svensson (314 leikir), Johan Petersson (238), Martin Boquist (200) og Robert Arrhenius (124) hafi allir leikið fleiri landsleiki og séu nokkuð eldri en hann. Andersson skoraði 4 mörk í 34-31 sigri Svía á Slóvenum, þar af þrjú úr vítum, en fékk auk þess að líta rauða spjaldið vegna þriggja brottvísana. - óój EM í handbolta í Noregi: Andersson fyrir- liði hjá Svíum SKYTTA Kim Andersson verður í stóru hlutverki hjá Svíum. NORDICPHOTOS/AFP Enski deildarbikarinn: Chelsea-Everton 2-1 1-0 Shaun Wright-Phillips (26.), 1-1 Yakubu (64.), 2-1 sjálfsmark (90.+2.). Kvennadeild Iceland Express Valur-Keflavík 97-94 Leikurinn var tvíframlengdur og var staðan fyrst 72-72 og svo 82-82 eftir fyrri framlengingu. ÚRSLITIN Í GÆR FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen var valinn í sextán manna leikmannahóp Barcelona sem heimsækir núverandi bikarmeist- ara, Sevilla, í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum spænska konungsbikarsins í kvöld. Eiður Smári hefur verið í byrjunarliði Barcelona í síðustu tveimur leikjum liðsins gegn Alcoyano í konungsbikarnum og Mallorca í deildinni, en Eið Smára var reyndar skipt út af í hálfleik í deildarleiknum. Ronaldinho og Deco eru frá vegna meiðsla og Yaya Toure er að sinna landsliðsskyldu með Fílabeinaströndinni. - óþ 16-liða úrslit konungsbikars: Eiður Smári í hópi Barcelona FÆR HANN TÆKIFÆRI? Eiður Smári hefur verið í byrjunarliði Barcelona í tveimur síðustu leikjum liðsins. NORDIC PHOTOS/GETTY KÖRFUBOLTI Bragi Magnússon, þjálfari Stjörnunnar, er harður húsbóndi því hann er þegar búinn að reka fjóra erlenda leikmenn og deildin er rúmlega hálfnuð. Stjarnan er búin að senda heim tvo Bandaríkjamenn og tvo Bosmann-leikmenn en síðastur til að fá sparkið var Gambíumað- urinn Mansour Mbye sem var lát- inn fara þegar ljóst var að Jovan Zdravevski kæmi frá KR. Mbye var með 13 stig og 8 fráköst í tveimur leikjum sínum með liðinu en þeir töpuðust báðir og hann nýtti aðeins 4 af 15 vítaskotum sínum (26,7 prósent) í þeim. Bandaríkjamennirnir Steven Thomas og Maurice Ingram voru báðir látnir taka pokann sinn fyrr í vetur. Thomas var með 14 stig og 9 fráköst að meðaltali í fimm leikjum en Ingram skoraði 9,7 stig og tók 16,0 fráköst á þeim 24,7 mínút- um sem hann spilaði að meðal- tali í sínum þremur leikjum. Stjörnumenn sendu einnig heim Makedóníumanninn Muhamed Taci en hann var með 15,5 stig að meðaltali í leik. Dimitar Karadzovski er sá eini sem hefur verið með í allan vetur en hann hefur leik- ið frá- bærlega og er með 21,4 stig, 4,8 stoðsendingar og 4,3 þriggja stiga körfur að meðaltali í leik. Dimitar hefur nú þá Jovan og Calvin Roland sér við hlið en Roland hefur leikið 4 leiki með Garðabæjarliðinu og hefur skorað 12,8 stig og tekið 9,5 fráköst að með- altali í þeim. Miðað við síðustu leiki hjá Roland er samt örugglega farið að hitna undir honum því þessi 24 ára miðherji skor- aði aðeins samtals 16 stig í tapleikjum á móti Tindastóli og Skallagrími og fékk þar 9 villur (af 10 mögu- legum) og náði aðeins 11 skotum á körfuna á 59 mínútum. - óój Jovan Zdravevski verður sjöundi erlendi leikmaðurinn í Garðabænum í vetur: Hafa sent fjóra leikmenn heim SAMAN Á NÝ Dimitar Karadzovski og Jovan Zdrav- evski spila aftur saman hjá Stjörnunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM OG RÓSA > Sverre bjartsýnn á framhaldið Sverre Andreas Jakobsson, leikmaður íslenska lands- liðsins í handbolta, er allur að koma til eftir að hafa veikst illa á LK-mótinu í Danmörku. „Ég hef bara aldrei lent í öðru eins, en sem betur fer er ég allur að koma til núna og hef ekki kastað upp í einhverja tíu tíma,“ sagði Sverre feginn í samtali við Fréttablaðið í gær og kvaðst bjartsýnn á að geta tekið þátt í Evrópumótinu í handbolta. „Það hefur alla vega enginn útilokað það við mig og ég sé því enga ástæðu til að vera ekki bjartsýnn,“ sagði Sverre ákveðinn. Línutröllið Sigfús Sigurðsson spilar þessa dagana með Adem- ar Leon á Spáni. Samningur hans þar rennur út sumarið 2009 en hann vonast þó til þess að fá sig lausan í sumar þar sem hann vill koma heim. „Mig langar að koma heim en ég veit ekki hvernig mér mun ganga að losna undan samningnum og í sann- leika sagt er ég ekki mjög bjartsýnn á að það takist. Ég hef sagt að það væri voða gott ef ég kæmist heim næsta sumar en þeir tóku nú dræmt í það hjá mér,“ sagði Sigfús sem segir ástæðuna fyrir því að hann vilji koma heim sé 12 ára sonur hans. „Mér líður mjög vel á Spáni, það er ekki málið en eftir langa dvöl erlendis er mann farið að langa að koma heim og þá helst út af stráknum sem ég eðlilega sakna mjög mikið,“ sagði Sigfús en færi hann þá í Val ef hann kæmi heim? „Það er fullt af liðum hér heima sem eru að gera góða hluti en ég skoða þau mál bara í rólegheitum þegar þar að kemur,“ sagði Sigfús. Sigfús fór í aðgerð á hné fyrir aðeins sex vikum og vantar því talsvert upp á leikformið enda lítið spilað síðan í nóvember. „Það þurfti að gera talsvert meira við hnéð en búist var við í fyrstu. Ég byrjaði svo að æfa aftur af viti 18. desember þannig að ég hafði ekki spilað lengi áður en við fórum til Danmerkur. Hnéð er ágætt en ég finn að það vantar styrk í vissum hreyfingum og þá verð ég seinn. Ég er að vinna í þessum málum af fullu og þetta tekur sinn tíma,“ sagði Sigfús sem fer með varaliðinu til Noregs þar sem hann fær kærkomið tækifæri til þess að spila meira. „Í Danmörku vorum við að prófa hvort hnéð myndi halda en það kemur í ljós í Noregi hvernig staðan á forminu er hjá mér. Úthaldið er betra hjá mér en oft áður en tímasetningar og annað er ekki í lagi. Þjálfar- arnir meta að lokum hvort ég sé í nógu góðu standi til að hjálpa liðinu á EM,“ sagði Sigfús. HANDKNATTLEIKSKAPPINN SIGFÚS SIGURÐSSON: ER FARINN AÐ SKOÐA SÍN NÆSTU SKREF Í BOLTANUM Langar að koma heim til Íslands næsta sumar HANDBOLTI Þær voru ekki góðar fréttirnar sem bárust frá Þýska- landi í lok september. Einn besti leikmaður landsliðsins og lykil- maður, Guðjón Valur Sigurðsson, var farinn úr axlarlið. Meiðsli sem taka að minnsta kosti þrjá mánuði að jafna sig af og ef illa fer allt upp í fimm til sex mánuði. EM í Noregi var því í hættu hjá honum. Guðjón Valur lét meiðslin ekki slá sig út af laginu og hefur lagt mikið á sig til þess að komast í form á ný og er að uppskera eins og hann sáði. Hann byrjaði að spila með Gummersbach í lok nóvem- ber og er byrjaður að taka á því í varnarleiknum með landsliðinu þó svo að þjálfarinn hafi aldrei átt von á öðru en að þurfa að stilla honum upp í horninu á EM. „Þetta er allt að koma og mótið í Danmörku var ákveðinn próf- steinn fyrir mig. Ég hafði verið að hlífa mér í vörn fram að því en ég varð að láta á það reyna hvort ég væri í alvöru klár fyrir EM því það væri ekki sanngjarnt gagn- vart liðinu að vera hálfur maður. Þetta gekk vel og mér líður ágæt- lega. Ég er þess utan í góðu líkam- legu formi þannig að ég er bjart- ur,“ sagði Guðjón Valur, sem spilaði meðal annars í hjarta varn- arinnar gegn Dönum og leysti það vel af hendi. „Ég var alltaf ákveð- inn í að vera tilbúinn fyrir EM en í nóvember leist mér á stundum ekki á blikuna enda var líðanin misjöfn og mér leið oft mjög illa í hendinni á nóttinni ef ég ofgerði mér.“ Alfreð landsliðsþjálfara og fleir- um hefur orðið tíðrætt um að liðið sé á betri leið núna en það var fyrir ári síðan. Guðjón tekur undir það. „Við höfum fleiri leikmenn klára núna en í fyrra og þar munar helst um Garcia og Einar. Það eiga ein- hverjir í meiðslum en mér sýnist að við eigum að mæta sterkir til leiks. Ég hef alltaf verið bjartsýnn fyrir stórmót og á því er engin undantekning núna,“ sagði Guðjón en hann stefnir hátt líkt og þjálf- arinn. „Hópurinn hefur verið að tala um það sama og Alfreð síðustu mánuði. Liðið hefur sýnt að það getur unnið hvaða lið sem er en því miður getum við tapað fyrir ansi mörgum líka á vondum degi. Okkur vantar aftur á móti stöðug- leikann til að fara lengra. Ef leik- menn verða heilir heilsu eigum við góða möguleika en vissulega þarf margt að smella saman. Markmið liðsins verður að vera að vinna alla leiki. Ef við komumst svo í undanúrslit er svo ekkert nóg að stefna bara á bronsið. Liðið gerir sér samt grein fyrir því að leiðin er grýtt en ég hef fulla trú á liðinu og miðað við þann mann- skap sem við eigum fer að koma að því að allt smelli saman og von- andi gerist það núna,“ sagði Guð- jón Valur. henry@frettabladid.is Mætum sterkir til leiks Guðjón Valur Sigurðsson hefur náð undraverðum bata á skömmum tíma eftir að hafa farið úr axlarlið í lok september. Hann er bjartsýnn fyrir EM í Noregi og hefur sett markið hátt líkt og landsliðsþjálfarinn, Alfreð Gíslason. GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON Hefur náð sér ótrúlega vel af alvarlegum axlarmeiðsl- um og mætir sterkur til leiks á EM þar sem hann ætlar sér stóra hluti. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Chelsea vann Everton 2-1 í fyrri leik liðanna í undanúrslit- um enska deildarbikarsins í gærkvöldi með marki í uppbótar- tíma á Stamford Bridge. Chelsea komst yfir á 26. mínútu með marki Shauns Wright-Phillips eftir góðan undirbúning Florents Malouda og þar við sat í hálfleik. Í byrjun seinni hálfleiks dró til tíðinda þegar Jon Obi Mikel, miðjumaður Chelsea, fékk að líta beint rautt spjald fyrir tæklingu á Phil Neville, fyrirliða Everton, en við það snerist gangur leiksins talsvert. Sóknarþungi Everton jókst og aðeins tíu mínútum síðar náði Yakubu, framherji Everton, að jafna leikinn með góðu skoti utan úr teig. Allt stefndi í jafntefli þegar Jolean Lescott, varnarmað- ur Everton, varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í uppbótartíma og það tryggði Chelsea sigur í leiknum. Seinni leikur liðanna fer svo fram á Goodison Park þann 23. janúar næstkomandi. - óþ Enski deildarbikarinn: Dramatískur sigur Chelsea
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.