Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 20
[ ]Skutbílar hafa löngum þótt góðir fjölskyldubílar og henta barnafólki vel þar sem mikið pláss er í skottinu. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, kann ýmis ráð til að spara eldsneyti. Bensínverð hækkaði um tuttugu prósent á síðasta ári og er bensín- lítrinn nú kominn í um 134 krónur í sjálfsafgreiðslu og 140 krónur með þjónustu. Það getur því kost- að sitt að fylla tankinn og eflaust velta margir því fyrir sér hvernig megi spara dropana. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, kann nokkur góð ráð til að draga úr eldsneytis- notkun. „Aðalatriðið er að skipuleggja aksturinn. Þannig má koma í veg fyrir að verið sé að fara margar ferðir þegar ein nægir. Þá er mikilvægt að fylgja flæði umferð- arinnar og halda sig á eins jöfnum hraða og kostur er. Það fer mikið eldsneyti til spillis ef verið er að taka hratt af stað og snögghemla,“ segir Runólfur. Á höfuðborgarsvæðinu segir hann gott að miða við að fylgja grænu ljósunum. „Ef keyrt er á löglegum hraða ætti maður sem oftast að lenda á grænu ljósi,“ útskýrir Runólfur. Þá segir hann gott að fylgjast með vinnslu bíls- ins en í flestum bílum er snúnings- hraðamælir sem gefur til kynna hver snúningurinn á vélinni er. Gott er að miða við um 2.000 snún- inga. „Ef bíllinn er beinskiptur er mælt með því að fara fljótt upp í háa gíra því þá er vélin ekki að erfiða eins mikið,“ segir Runólfur. Hann segir mikilvægt að fylgjast reglulega með þrýstingi í hjól- börðum og hafa hann í samræmi við ábendingar framleiðanda. Þá bendir hann fólki á að vera ekki með toppgrind að óþörfu því hún eykur loftmótstöðu. Runólfur segir nýrri bíla oft eyðslugrennri en eldri enda þurfi bílaframleiðendur í dag að fylgja ákveðnum reglum Evrópusam- bandsins um útblástur gróður- húsalofttegunda. „Ef fólk hefur tök á því að kaupa slíka bíla er það auðvitað af hinu góða,“ segir Run- ólfur. Þá hvetur hann fólk til að nýta sér sjálfsafgreiðslu og önnur afsláttarkjör olíufélaganna. „Ég mæli þó kannski ekki með því að fólk sé að fara í önnur byggðarlög til að ná sér í ódýrari dropa. Í gegnum tíðina höfum við svo hvatt fólk til að hjóla og ganga styttri vegalengdir.“ vera@frettabladid.is Ódýrara að skipuleggja sig RUNÓLFUR ÓLAFSSON Framkvæmdastjóri FÍB ráðleggur fólki að keyra á löglegum hraða til þess að spara bensín. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 UPPLÝSINGAR O is ing Mjódd Staðsetning í Mjódd www.ovs.is upplýsingar og innritun í síma 588-1414 Vinnuvélanámskeið Næsta námskeið hefst 11. janúar n.k. A u k i n ö k u r é t t i n d i - M e i r a p r ó f Upplýsingar og innri tun í s íma 567 0300 N æ s t a n á m s k e i ð h e f s t 9 . j a n ú a r ...ég sá það á visir.is „Ég sá það fyrst á visir.is“ Hellisheiði ófær vegna illviðris og hálku.* *1. des. 2007 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.