Fréttablaðið - 09.01.2008, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 09.01.2008, Qupperneq 20
[ ]Skutbílar hafa löngum þótt góðir fjölskyldubílar og henta barnafólki vel þar sem mikið pláss er í skottinu. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, kann ýmis ráð til að spara eldsneyti. Bensínverð hækkaði um tuttugu prósent á síðasta ári og er bensín- lítrinn nú kominn í um 134 krónur í sjálfsafgreiðslu og 140 krónur með þjónustu. Það getur því kost- að sitt að fylla tankinn og eflaust velta margir því fyrir sér hvernig megi spara dropana. Runólfur Ólafsson, fram- kvæmdastjóri FÍB, kann nokkur góð ráð til að draga úr eldsneytis- notkun. „Aðalatriðið er að skipuleggja aksturinn. Þannig má koma í veg fyrir að verið sé að fara margar ferðir þegar ein nægir. Þá er mikilvægt að fylgja flæði umferð- arinnar og halda sig á eins jöfnum hraða og kostur er. Það fer mikið eldsneyti til spillis ef verið er að taka hratt af stað og snögghemla,“ segir Runólfur. Á höfuðborgarsvæðinu segir hann gott að miða við að fylgja grænu ljósunum. „Ef keyrt er á löglegum hraða ætti maður sem oftast að lenda á grænu ljósi,“ útskýrir Runólfur. Þá segir hann gott að fylgjast með vinnslu bíls- ins en í flestum bílum er snúnings- hraðamælir sem gefur til kynna hver snúningurinn á vélinni er. Gott er að miða við um 2.000 snún- inga. „Ef bíllinn er beinskiptur er mælt með því að fara fljótt upp í háa gíra því þá er vélin ekki að erfiða eins mikið,“ segir Runólfur. Hann segir mikilvægt að fylgjast reglulega með þrýstingi í hjól- börðum og hafa hann í samræmi við ábendingar framleiðanda. Þá bendir hann fólki á að vera ekki með toppgrind að óþörfu því hún eykur loftmótstöðu. Runólfur segir nýrri bíla oft eyðslugrennri en eldri enda þurfi bílaframleiðendur í dag að fylgja ákveðnum reglum Evrópusam- bandsins um útblástur gróður- húsalofttegunda. „Ef fólk hefur tök á því að kaupa slíka bíla er það auðvitað af hinu góða,“ segir Run- ólfur. Þá hvetur hann fólk til að nýta sér sjálfsafgreiðslu og önnur afsláttarkjör olíufélaganna. „Ég mæli þó kannski ekki með því að fólk sé að fara í önnur byggðarlög til að ná sér í ódýrari dropa. Í gegnum tíðina höfum við svo hvatt fólk til að hjóla og ganga styttri vegalengdir.“ vera@frettabladid.is Ódýrara að skipuleggja sig RUNÓLFUR ÓLAFSSON Framkvæmdastjóri FÍB ráðleggur fólki að keyra á löglegum hraða til þess að spara bensín. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN KERRUÖXLAR Í ÚRVALI og hlutir til kerru- smíða Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 UPPLÝSINGAR O is ing Mjódd Staðsetning í Mjódd www.ovs.is upplýsingar og innritun í síma 588-1414 Vinnuvélanámskeið Næsta námskeið hefst 11. janúar n.k. A u k i n ö k u r é t t i n d i - M e i r a p r ó f Upplýsingar og innri tun í s íma 567 0300 N æ s t a n á m s k e i ð h e f s t 9 . j a n ú a r ...ég sá það á visir.is „Ég sá það fyrst á visir.is“ Hellisheiði ófær vegna illviðris og hálku.* *1. des. 2007 Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.