Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 45
MIÐVIKUDAGUR 9. janúar 2008 25 Símon Birgisson leiklistarnemi heldur því fram á bloggsíðu sinni að fyrirhuguð heimsókn Schau- buhne-leikhússins í Berlin til Íslands sé í uppnámi og hafi Leik- félag Reykjavíkur afboðað leikför flokksins hingað en til stóð að hann sýndi Draum á Jónsmessu- nótt á Listahátíð. Fréttablaðið hafði samband við Guðjón Peder- sen sem sagði heimsóknina í skoð- un en henni væri ekki aflýst. Mikl- ar annir væru í Borgarleikhúsinu á komandi mánuðum og væri tíma- setning heimsóknarinnar meðal annars til skoðunar. Aðsókn er mikil á sýningar í húsinu, en svið- setning Thomasar Ostermeyer sem er einn virtasti leikstjóri Evr- ópu um þessar mundir er mikil að umbúnaði: „Þetta er svona álíka að umfangi og sýningar Pinu Bausch en búnaður vegna þeirra fyllti tvo gáma,“ segir Guðjón. Hann segir margt koma til álíta við heimsókn- ina hingað en allt sé í skoðun. Sjálfur er Guðjón á förum til Svíþjóðar þar sem hann mun setja á svið Ofviðrið eftir Shakespeare í Málmey. Er frumsýning áætluð um miðjan mars en þá kemur hann hingað aftur til að setja Kirsu- berjagarðinn á svið fyrir Leik- félag Reykjavíkur. Guðjón lætur af störfum sem leikhússtjóri Leik- félags Reykjavíkur í haust en eft- irmaður hans verður ráðinn fljót- lega. Borgarleikhúsið verður lokað í sumar vegna viðgerða á sætum í aðalsal en skipt verður um bak og setu í öllum salnum. Annast þá framkvæmd erlendir aðilar. - pbb Fjórir ungir tónlistar- nemendur munu stíga á svið með Sinfóníuhljóm- sveit Íslands annað kvöld. Ungmennin fjögur urðu hlutskörpust í forkeppni sem hljómsveitin og Lista- háskóli Íslands stóðu fyrir. Þrjú þeirra stunda nám við tónlistardeild LHÍ, en ein kemur alla leið frá Tónlist- arháskólanum í München. Einleikararnir eru þau Theresa Bokany og J. Páll Palomares fiðlu- leikarar, klarinettuleikarinn Arn- gunnur Árnadóttir og Hákon Bjarnason píanóleikari. Á efnis- skránni eru fiðlukonsertar eftir Wieniawski og Sibelius, píanó- konsert eftir Prókofíev og Premi- ére Rhapsodie fyrir klarinett og hljómsveit eftir Debussy. Stjórn- andi á tónleikunum er Kristofer Wahlander. Tónleikar Sinfóníuhljómsveit- arinnar með ungum einleikurum er árviss viðburður sem ávallt hefur gefið góða raun. Atli Heim- ir Ingólfsson, tónlistarstjóri Sin- fóníunnar, segir hugmyndina að baki tónleikunum vera þá að gefa ungu tónlistarfólki tækifæri til að koma fram með atvinnutónlistar- fólki. „Árin á milli fimmtán ára og rúmlega tvítugs er ákaflega mik- ilvægur tími í menntun tónlistar- fólks og það er á þessum árum sem fólk tekur ákvörðun um hversu mikil alvara þeim er með tónlistarnáminu. Við hjá Sinfóní- unni reynum að veita tónlistar- nemum hvatningu til þess að æfa sig og taka tónlistina alvarlega með því að bjóða upp á þennan möguleika.“ Sinfónían hefur staðið fyrir tón- leikum af þessu tagi í mörg ár og hafa sumir af okkar fremstu klassísku tónlistarmönnum tekið sín fyrstu skref á sviðinu í Háskólabíói. Má þar nefna Sig- rúnu Eðvaldsdóttur, Elfu Rún Kristinsdóttur og Víking Heiðar Ólafsson. „Þetta er auðvitað mjög spennandi reynsla fyrir þessa krakka. Það eru gerðar miklar kröfur til þeirra og þau verða að standa sig, en þau gera það líka alltaf. Meðan á leik þeirra stendur finnur maður áþreifanlega fyrir bylgju af velvild í garð þeirra, bæði frá áhorfendum og frá hljómsveitinni. Því má með sanni segja að það ríki ávallt mjög góður andi á þessum tónleikum,“ segir Árni Heimir. Tónleikarnir, sem fara fram í Háskólabíói annað kvöld og hefj- ast kl. 19.30, eru því kjörið tæki- færi til að kynnast þessu unga tónlistarfólki sem væntanlega verður áberandi í tónlistarlífi framtíðarinnar. vigdis@frettabladid.is Gestakoma í skoðun STJÖRNUR FRAMTÍÐAR Einleikararnir ungu sem koma fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT ÍSLANDS Ungir einleikarar láta ljós sitt skína annað kvöld Mexíkóski stórsöngvarinn Rolando Villatzon kom fram á laugardagskvöld í Vínaróperunni og söng í fyrsta sinn hlutverk Werthers í samnefndri óperu Massanets á móti Charlotte Koch. Stjörnutenórinn missti á liðnu sumri röddina og hefur haft hægt um sig síðan. Óttuðust margir að þessi glæsilegi söngvari og kraftmikli leikari ætti ekki afturkvæmt á svið, en fullt hús í Vínaróperunni tók honum fagnandi á laugardag og sam- kvæmt fréttum var Rolando ekki síður glaður: langvarandi veikindi og erfiðleikar með rödd geta lagst á sálina á söngvurum. Fram undan eru fleiri sýningar á Werther og í sumar er hann bókaður í Salzburg til að syngja Rómeó á móti Önnu Netrebko sem Júlíu í óperu Gounoud um elskendurna feigu, en þau vöktu alþjóðlega athygli fyrir glæsilega frammistöðu sína í La Traviata fyrir tveimur árum á sama stað. - pbb Villatzon syngur á ný LEIKLIST Guðjón Pedersen leikhússtjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.