Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 21
][ New York er skemmtileg borg heim að sækja. Hún er full af orku og lífi og þar er auðvelt að hafa nóg fyrir stafni. Sannkölluð heimsborg sem mikil upplifun er að koma til og ekki úr vegi að bæta henni á listann yfir áhugaverða staði. Fyrir tveimur árum missti Reynir Freyr Reynis- son af flugi sem varð til þess að hann lagðist í þriggja vikna lestarferðalag um Evrópu. „Fyrir tveimur árum fékk ég stutt frí í vinnunni og ákvað að bregða mér til Rómar en þar þekki ég norska stúlku. Þegar ég sæki borgir heim finnst mér albest að þekkja einhvern sem hefur þar aðsetur. Þannig dettur maður fljótt inn í hið daglega líf í stað þess að versla og skoða mannvirki allan daginn,“ segir Reynir. Í Róm gerðist hann meðlimur í pílukastsklúbbi og söng fót- boltalög með Lazio-fótboltabullum en komst ekki yfir að skoða Vatíkanið. „Hitt var örugglega jafn skemmti- legt,“ ályktar Reynir. Reyni varð það svo á að gleyma brottfarardeginum og áttaði sig á því að hann ætti flug heim skömmu fyrir brottför. Hann pantaði leigubíl og í hönd fór hálfgert rallí um götur Rómar en engu að síður missti hann af fluginu. Hann ákvað þó að gera gott úr hlutunum og tók lest til Mílanó og þaðan til Parísar. „Þegar ég var kom- inn þangað hélt ég reyndar að ég væri í Lyon. Ég var í þrjá tíma að reyna að kaupa lestarmiða til Parísar sem gekk frekar illa þar sem ég var á staðnum,“ útskýrir Reynir. „Í París hitti ég fjórar grískar stúlkur sem buðu mér í heimsókn til háskólabæjarins Metz Ég tók vel í það boð en stúlkurnar voru þó ekki væntanlegar þangað fyrr en viku seinna.“ Reynir kíkti á kortið og sá að bær- inn Nancy var nálægt Metz. „Þar hitti ég ansi ágætan en drykkfelldan mann. Hann sýndi mér bæinn, bauð mér að gista og spilaði óperur í botni allar nætur,“ segir Reynir. Svo lá leið hans til Metz þar sem hann gisti hjá einni af grísku stúlkunum. Hún hafði boðið fleirum til sín og var einn gestanna maður frá Mar- okkó. Sá var á leið til Belgíu og bauð hann Reyni far. „Ég stoppaði stutt í Belgíu og tók lest til Amsterdam. Hún var troðfull af fólki og lá við handalögmálum á hverri stoppistöð,“ segir Reynir. Hann kom til Amster- dam í niðamyrkri og var hálf hræddur við ræningja og annan óþverralýð. „ Ég gisti í nokkrar nætur en kíkti svo á internetkaffihús og sá þar fjölda tölvupósta frá vinnuveitanda mínum þar sem ýjað var að því að ég þyrfti að fara að mæta í vinnu. Ég gat í raun ekki ferð- ast mikið lengra í áttina heim nema með skipi svo ég pantaði mér flug,“ útskýrir Reynir Hann segist ennþá halda sambandi við Marokkó- manninn og grísku stúlkurnar en hefur ekkert heyrt frá drykkfellda óperuunnandanum. vera@frettabladid.is Á heimleið í þrjár vikur Reynir heimsótti norska vinkonu sína í Róm. Reynir ásamt grísku stúlkunum sem hann kynntist í París. Ævintýralegar Borgir Evrópu - Páskar 2008 Frá Kefl avík Akureyri Egilsstöðum 14.-20.mars (5 nætur) Kefl avík kr. 76,294 15.-19.mars (4 nætur) Akureyri kr. 74,294 20.-24.mars (4.nætur) Egilsstaðir kr. 74,294 Munið frábæru kennaratilboðin! 8.janúar 2008 Innifalið: Flug, skattar, **** hótel, morgunmatur, rúta og fararstjórn. Leyfðu jeppanum þínum að hvíla sig frá snjó og slyddu heima - á Saharasandi MAROKKO í vor 2008.Draumurinn rætist 28 daga jeppaferð fyrir Íslendinga 2. - 28. april n.k. verð 2440.- € á mann (miðað við tveggja manna áhöfn a bíl) frá Seyðisfirði báðar leiðir Íslenskumælandi túlkur er með í ferðinni. Síðasti skráningardagur 31. janúar 2008 - nánari upplýsingar á heimasíðu http://www.outdoor-travel-and-more.de/ mailto:info@outdoor-travel-and-more.de 0049-172 8887819 0049-251 778394 Alfred Tischer Island - Grikkland /Albania - Marokko - Russland - Iran
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.