Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 26
 9. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● nýir bílar REYNSLUAKSTUR Hyundai i30 er smábíll með góða nærveru, fallegar evr- ópskar línur en aðeins of lítinn kraft. Hyundai i30 er fyrsti bíllinn frá kóreska bílaframleiðandanum sem er sérstaklega stílaður inn á Evr- ópumarkað. Þetta má vel merkja á útliti hans og eiginleikum. Að aftan minnir hann marga á BMW, hliðar- svipurinn er dæmigerður evrópsk- ur með hallandi skálínum, fram- ljósin eru sportleg og heildarsvip- urinn hinn prýðilegasti. Bíllinn markar einnig upphaf annars konar nafnakerfis hjá fram- leiðandanum sem fór áður hefð- bundnar leiðir með nöfn á borð við Getz, Sonata og Santa Fe. Nú er ætlunin að styðjast við tegund- arheiti, þar sem bókstafur vísar til framleiðslulínu viðkomandi bíls og tölustafir til ólíkra útgáfa innan hverrar línu, ekki ósvipað því og sjá má hjá framleiðendum á borð við BMW og Mercedes-Benz. Hy- undai hefur enda verið í töluverðri sókn undanfarið; hefur vaxið að gæðum og aukið hróður sinn frá því sem áður var. Reynsluekinn var Hyundai i30 Comfort með 1600 bensínvél og sjálfskiptingu. Á blaði hljóm- ar þetta nokkuð vel, 122 hestöfl og 154 Nm tog. Þrátt fyrir þetta urðu nokkkur vonbrigði með kraft- inn. Bíllinn tók frekar illa við sér og virtist kraftlaus í brekkum. Þó má búast við að díselvélin sé eitt- hvað sprækari enda togið þar um 255 Nm. Innra rými i30 minnir við fyrstu sýn á VW Polo og Golf. Mælaborðið er settlegt og stílhreint með LED- lýsingu og öllu nokkuð haganlega fyrir komið. Comfort-útgáfa i30 er ágætlega búin aukahlutum. Til viðbótar við það sem er í Class- ic-útgáfunni fylgir Comfort ESP- stöðugleikastýring, loftkæling, aðgerðastýri, kæliblástur í hanska- hólfi, aksturstölva, regnskynjari í framrúðu og hiti í framrúðu undir þurrkublöðum sem reynist afar vel í rysjóttu veðurfari. Hér er margt óupptalið en þó má ekki gleyma iPod-tenginu í boxinu milli fram- sætanna. Margir bílar eru farnir að hafa slíkt tengi en ekki beintengja allir spilarann í útvarpið þannig að stjórna megi tónlistarvalinu úr mælaborðinu. Plús fyrir það. Einnig er hægt að fara einu skrefi lengra og festa kaup á Style- útgáfunni þar sem lúxus á borð við sóllúgu, leðuráklæði og margt fleira fylgir með í kaupunum. Í heildina má líta á Hyundai i30 sem samkeppnishæfan bíl sem hefur þó fátt fram yfir aðra bíla í sama flokki. solveig@frettabladid.is Hyundai fyrir Evrópumarkað Innréttingin er settleg með LED-lýsingu. Þá fær bíllinn plús fyrir iPod-tengi í boxinu milli framsætanna. Hyundai i30 er bíll með góða nærveru. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HYUNDAI I30 COMFORT Vél: 1,6 CVVT bensín, 122 hestö- fl 154 Nm. Sjálfskipting. Eyðsla, bl. akstur: 6,9 Þyngd: 1.264 kg Farangursrými: 340 til 1.250 lítrar. PLÚS: Sniðugt iPod-tengi sem beintengist við útvarpið í bílnum, fallegt útlit. MÍNUS: Krafturinn mætti vera meiri. Verð: 2.180.000 kr. Umboð: B&L. Sportleg ljós og evrópskt útlit einkenna Hyundai i30.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.