Fréttablaðið - 09.01.2008, Page 26

Fréttablaðið - 09.01.2008, Page 26
 9. JANÚAR 2008 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● nýir bílar REYNSLUAKSTUR Hyundai i30 er smábíll með góða nærveru, fallegar evr- ópskar línur en aðeins of lítinn kraft. Hyundai i30 er fyrsti bíllinn frá kóreska bílaframleiðandanum sem er sérstaklega stílaður inn á Evr- ópumarkað. Þetta má vel merkja á útliti hans og eiginleikum. Að aftan minnir hann marga á BMW, hliðar- svipurinn er dæmigerður evrópsk- ur með hallandi skálínum, fram- ljósin eru sportleg og heildarsvip- urinn hinn prýðilegasti. Bíllinn markar einnig upphaf annars konar nafnakerfis hjá fram- leiðandanum sem fór áður hefð- bundnar leiðir með nöfn á borð við Getz, Sonata og Santa Fe. Nú er ætlunin að styðjast við tegund- arheiti, þar sem bókstafur vísar til framleiðslulínu viðkomandi bíls og tölustafir til ólíkra útgáfa innan hverrar línu, ekki ósvipað því og sjá má hjá framleiðendum á borð við BMW og Mercedes-Benz. Hy- undai hefur enda verið í töluverðri sókn undanfarið; hefur vaxið að gæðum og aukið hróður sinn frá því sem áður var. Reynsluekinn var Hyundai i30 Comfort með 1600 bensínvél og sjálfskiptingu. Á blaði hljóm- ar þetta nokkuð vel, 122 hestöfl og 154 Nm tog. Þrátt fyrir þetta urðu nokkkur vonbrigði með kraft- inn. Bíllinn tók frekar illa við sér og virtist kraftlaus í brekkum. Þó má búast við að díselvélin sé eitt- hvað sprækari enda togið þar um 255 Nm. Innra rými i30 minnir við fyrstu sýn á VW Polo og Golf. Mælaborðið er settlegt og stílhreint með LED- lýsingu og öllu nokkuð haganlega fyrir komið. Comfort-útgáfa i30 er ágætlega búin aukahlutum. Til viðbótar við það sem er í Class- ic-útgáfunni fylgir Comfort ESP- stöðugleikastýring, loftkæling, aðgerðastýri, kæliblástur í hanska- hólfi, aksturstölva, regnskynjari í framrúðu og hiti í framrúðu undir þurrkublöðum sem reynist afar vel í rysjóttu veðurfari. Hér er margt óupptalið en þó má ekki gleyma iPod-tenginu í boxinu milli fram- sætanna. Margir bílar eru farnir að hafa slíkt tengi en ekki beintengja allir spilarann í útvarpið þannig að stjórna megi tónlistarvalinu úr mælaborðinu. Plús fyrir það. Einnig er hægt að fara einu skrefi lengra og festa kaup á Style- útgáfunni þar sem lúxus á borð við sóllúgu, leðuráklæði og margt fleira fylgir með í kaupunum. Í heildina má líta á Hyundai i30 sem samkeppnishæfan bíl sem hefur þó fátt fram yfir aðra bíla í sama flokki. solveig@frettabladid.is Hyundai fyrir Evrópumarkað Innréttingin er settleg með LED-lýsingu. Þá fær bíllinn plús fyrir iPod-tengi í boxinu milli framsætanna. Hyundai i30 er bíll með góða nærveru. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HYUNDAI I30 COMFORT Vél: 1,6 CVVT bensín, 122 hestö- fl 154 Nm. Sjálfskipting. Eyðsla, bl. akstur: 6,9 Þyngd: 1.264 kg Farangursrými: 340 til 1.250 lítrar. PLÚS: Sniðugt iPod-tengi sem beintengist við útvarpið í bílnum, fallegt útlit. MÍNUS: Krafturinn mætti vera meiri. Verð: 2.180.000 kr. Umboð: B&L. Sportleg ljós og evrópskt útlit einkenna Hyundai i30.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.