Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 54
34 9. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 LÖGIN VIÐ VINNUNA LÁRÉTT 2. bjálfi 6. mannþvaga 8. rá 9. bar að garði 11. samanburðartenging 12. sveigur 14. prumpa 16. í röð 17. niður 18. ennþá 20. skóli 21. betl. LÓÐRÉTT 1. lof 3. klaki 4. fjölmörgum 5. gæfa 7. slípaður 10. sjór 13. tangi 15. ein- kenni 16. húðpoki 19. átt. LAUSN LÁRÉTT: 2. fífl, 6. ös, 8. slá, 9. kom, 11. en, 12. krans, 14. freta, 16. hi, 17. suð, 18. enn, 20. ma, 21. snap. LÓÐRÉTT: 1. þökk, 3. ís, 4. flestum, 5. lán, 7. sorfinn, 10. mar, 13. nes, 15. aðal, 16. hes, 19. na. „Þetta er vel fjármagnað fyrir- tæki og á líka endurgerðarréttinn á verðlaunamynd Susanne Bier, After The Wedding, þannig að ég er mjög sáttur,“ segir Baltasar Kormákur Eins og Vísir greindi frá í gær skrifaði leikstjórinn nýverið undir endurgerðarsamning á Mýrinni við bandaríska fyrirtækið Overture. Leikstjórinn vildi ekki gefa upp hversu mikils virði samningurinn væri, sagði að fengist hefði ágætis verð en ekkert „bilað“ eins og hann komst að orði. Baltasar vekur athygli á því að þó samningar hafi verið handsalaðir sé ekki öruggt að Mýrin verði gerði í Bandaríkj- unum. „Allt er hverfult í Holly- wood.“ Baltasar segir að þegar endurgerðarmöguleikarnir komu inn í myndina hafi hann verið fullur efasemda en hefur hins vegar góða trú á bandaríska kvikmyndafyrir- tækinu. „Ég er búinn að fá lista yfir handritshöfunda og þeir ætla sér greinilega stóra hluti,“ segir Balt- asar. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur samningur er gerður um íslenska kvikmynd. Baltasar verður í fram- leiðendateymi myndarinnar, sem listrænn framleiðandi. „Hverfult í Hollywood“ eru orð að sönnu því breski leikstjórinn, stórstjarnan Kenneth Branagh, rétt missti af tækifærinu til að kvikmynda Mýrina. Samkvæmt heimildum blaðsins snæddi Balt- asar Kormákur kvöldverð með Branagh í Kaupmannahöfn fyrir skemmstu og þar greindi Branagh frá áhuga sínum á glæpasögu Arn- alds Indriðasonar. Óskaði Branagh eftir því að fá filmu með Mýrinni til að sýna hana í heimabíói sínu sem er rétt fyrir utan London. Baltasar Kormákur vildi hvorki játa né neita þessu í samtali við Fréttablaðið. - fgg Branagh missti af Mýri Baltasars Kormáks BALTASAR Snæddi kvöldverð með Kenneth Branagh sem vildi endurgera Mýrina. Símanum hefur bæst liðsauki en Helga Lilja Gunnarsdóttir hefur verið ráðin viðburðastjóri Símans. Helga er öllum hnútum kunnug þegar viðburðirnir eru annars vegar en hún hefur verið hægri hönd Einars Bárðarsonar, umboðs- manns Íslands, síðustu ár og síðan framkvæmdastjóri Concert, stærsta tónleikafyrirtækis á Íslandi. Helga hefur höndlað stórmenni eins og Jose Carreras, Van Morrison, Kiri Te Kanawa, Mikhaíl Gorbatsjov, Yoko Ono og Steve Forbes. Það er því nokkur blóðtaka fyrir Consert að sjá á bak Helgu Lilju. Fréttablaðið greindi frá því á mánu- dag að Símon Birgisson listnemi væri meðal þátttakenda í þýsku sýningunni Breaking News eftir leikhópinn Rimini Protokoll í Berlín. Sýningin fjallar um fréttir og felst meðal annars í endursögn „leikara” á fréttum frá sínu heimalandi. Á frumsýningu hló troðfullur salurinn þegar Símon endursagði frétt af herferð borgar- stjórans Dags B. Eggertssonar gegn veggjakroti. Enda vandfundinn sá veggur í Berlín þar sem ekki má finna graffití. Á Ríkisútvarpinu dekra menn við sjónvarpsmann ársins enda líkar honum vistin í Efstaleiti afskaplega vel. Þegar Egill Helgason kemur heim úr fríi sínu frá Barbados mun hann ganga inn í glænýja leikmynd Silfurs Egils. RÚV-arar gera vel við sína skærustu stjörnu en það heyrir til algerra undantekninga að nýtt sett sé hannað um þátt sem hefur aðeins hlaupið hálft sitt skeið í vetrar- dag- skránni. - jbg FRÉTTIR AF FÓLKI „Sko, það er komið upp ákveðið vandamál. Party-Hanz er aðeins búinn að bæta á sig tveimur kílóum en Gaz-mann er búinn að massa sig upp um 15 kíló. Og ekki arða af fitu þar,“ segir Egill „Gillzenegger“ Einarsson, talsmaður sveitarinnar Mercedes Club. Hljómsveitin und- irbýr sig af kappi fyrir undanúrslit og úrslitakeppni í forvali Eurov- ision-söngvakeppninnar þar sem hún flytur lag Barða Jóhannssonar „Ho ho ho, we say hey hey hey“. Styttist í stuðið því 19. og 26. jan- úar og 2. og 9. febrúar verða fjórir útsláttarþættir. Þrjú lög verða flutt í hverjum þætti og kosið um hvaða tvö komast áfram. „Við fáum að koma tvisvar fram áður en við förum til Serbíu,“ segir Egill og hvarflar ekki að honum eina mín- útu að Mercedes Club muni ekki vinna. Í bígerð er vídeó sem heitir „The Road to Eurovision“. Að sögn Egils „eitthvert hrikalegasta vídeó sem sést hefur á YouTube.“ Þótt söngkonan Rebekka Kol- beinsdóttir og Cerez4 skipi fram- varðasveitina hafa bumbuslagar- arnir Party-Hanz (Jóhann Ólafur Schröder) og Gaz-mann (Garðar Ómarsson) og hljómboðsleikarinn Gillzenegger ekki vakið minni athygli. Þeir leggja ekki minna upp úr að vera vel á sig komnir en að hafa dúr og moll á hreinu. Félag- arnir þrír hafa einsett sér að bæta á sig tíu kílóa vöðvamassa fyrir úrslitakvöldið. „Algert lágmark. Stífur undir- búningur. Fimm daga veikindi mín settu reyndar strik í reikninginn. Voru ekki að gera góða hluti fyrir vöðvabygginguna en ég var búinn að bæta á mig 7 kg. Ég lofa að ég verð kominn upp í 98 kg fyrir úrslitakvöldið – helskafinn.“ Vandinn sem að þremmenning- um steðjar er að Gaz-mann er orð- inn helmingi massaðari en þegar sjónvarpsáhorfendur sáu hann í undankeppninni. Því er ekki svo farið með Party-Hanz. Þótti hann þó þá þegar hálfvæskilslegur við hlið vöðvatröllsins vinar síns. „Þetta er að verða vandræðalegt. Menn eru að hugsa um kvenþjóðina og svona. En í þessum orðum töluðum er ég að horfa á Jóa lyfta og við verðum að gefa honum séns á að ná þessu upp,“ segir Gillzenegger. Aðspurð- ur hvernig þetta nafn sé til komið – Gaz-mann – segir Egill það einfald- lega svo að þegar menn eru að lyfta hrikalega og éta prótín þá komi fyrir að þeir leysi vind. En hann tekur skýrt fram að þrátt fyrir nafngiftina prumpi Gaz-mann ekki meira en gengur og gerist. „En nú þurfum við að toppa. Þýðir ekkert bara að tala um það. Ég get upplýst að í undanúrslitun- um mun eldur koma við sögu. En aðaltrompið, ásinn í þessu sem mun skila tíu þúsund atkvæðum aukalega, því verður splæst á úrslitakvöldinu,“ segir Gilzenegg- er og neitar að upplýsa meira. jakob@frettabladid.is MERCEDES CLUB: SYNGJANDI VÖÐVABÚNT Í VIÐBRAGÐSSTÖÐU Partí-Hanz rindill við hlið helmassaðs Gaz-manns „Ég er ekki mikið með útvarpið í gangi í vinnunni, en þegar ég fæ leyfi til að hafa það á vil ég hlusta á Léttbylgjuna.“ Hólmar Þór Stefánsson húsasmiður. „Allir í Þrándheimi voru rosalega ánægðir að íslenski riðillinn skyldi vera spilaður hérna,“ segir Bjarki Heiðar Steinarsson, formaður Íslend- ingafélagsins Kjartans í Þrándheimi. Þar eru menn í óða önn að undirbúa sig fyrir komu íslenska landsliðsins í hand- bolta en eftir rúma viku verður flautað til leiks á Evrópumótinu í handbolta. Íslendingar verða í riðli með fyrrum heimsmeistaraliði Frakka, Slóvökum og erkifjendunum sjálfum, Svíum. Bjarki segir að áhuginn sé vissulega mismikill, sumir séu að springa af æsingi á meðan aðrir hafi kannski ekki alveg gert sér grein fyrir því að mótið sé á næsta leiti. Hins vegar megi reikna með því að bærinn fari á annan endann þegar fyrsti bardaginn hefst. Enda styðji Íslendingar í Noregi alltaf við sína menn. Að sögn Bjarka er fjöldi Íslendinga í Þrándheimi nokkuð á reiki en á félagalista Íslendingafélagsins séu um hundrað manns. Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, segist hafa selt í kringum 250 til þrjú hundruð miða. Og að miðasölunni á EM sé að ljúka hjá sambandinu. Hann viti þó til þess að menn hafi keypt sér sjálfir miða í gegnum vefsíðu mótsins en viðurkennir að þeir hafi búist við meiri látum. „Við vonumst til að sjá að minnsta kosti fimm hundruð Íslendinga og að það verði góð stemning,“ segir Einar. - fgg Handboltaæði hjá Íslendingum í Þrándheimi FORMAÐUR Í BÚNINGI Bjarki Heiðar er spenntur fyrir mótinu sem hefst eftir rúma viku og Íslendingafélagið Kjartan býr sig undir komu íslenska landsliðsins til Þrándheims. MYND/BJARKI VÖÐVAÐIR TÓNLISTARMENN Í VANDA Gaz-mann hefur bætt á sig 15 kg frá því í und- ankeppninni en Party-Hanz aðeins sett á sig tvö. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON STRÁKARNIR OKKAR Ólaf- ur Stefánsson og félagar fá góðan stuðning hjá Íslendingum búsettum í Noregi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.