Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.01.2008, Blaðsíða 16
16 9. janúar 2008 MIÐVIKUDAGUR Svona erum við fréttir og fróðleikur 58 1 43 1 45 3 41 1 47 6 1997 1999 2001 2003 2005 FRÉTTASKÝRING MAGNÚS HALLDÓRSSON magnush@frettabladid.is Stjórnin á Srí Lanka hefur slitið vopnahléssamkomulag við Tamíla- tígra og virðist gera sér vonir um að geta ráðið niðurlögum þeirra á stuttum tíma. Í gær var einn af ráðherr- um stjórnarinnar myrtur. Hverjir eru Tamílatígrarnir? Tamílatígrarnir eru hernaðar- og stjórnmálasamtök sem hafa í meira en tvo áratugi barist fyrir því að tam- ílar stofni sjálfstætt ríki í norður- og austurhéruðum Srí Lanka. Tígrarnir eru með landher og sjóher og hafa einnig haft herflugvélar til umráða. Yfirmaður samtakanna er stofnandi þeirra, Velu- pillai Prabhakaran, sem er eftirlýstur af Interpol fyrir hryðjuverk. Nú í haust var S.P. Tamilselvan, næstæðsti leiðtogi samtakanna, myrtur. Hve margir hafa fallið? Átök tamíla og stjórnarinnar hófust snemma á níunda áratug síðustu aldar og hafa kostað meira en 70 þúsund manns lífið. Árið 2002 höfðu Norðmenn milligöngu um vopnahléssamkomulag stjórnarinnar og tígranna. Báðum hefur þó gengið misjafn- lega vel að halda sig við þetta samkomulag. Árið 2003 drógu Tamílatígrarnir sig út úr frekari friðarviðræðum, en vopnahléð var þó áfram í gildi. Hvenær hörðnuðu átökin? Átökin hörðnuðu á ný árið 2006 og þúsundir manna féllu í átökunum það ár. Snemma á síðasta ári sagð- ist stjórnarherinn hafa náð á sitt vald yfirráðasvæðum Tamílatígranna á austurhluta Srí Lanka, en þeir héldu þó áfram yfirráðum sínum á norðurhluta eyjunnar. Á þess- um fáu dögum sem liðnir eru frá því stjórnin sagði upp vopnahléssamkomulaginu hafa um 100 manns fallið. Búist er við hörðum átökum á næstunni. > Úrgangur 1997-2005* HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS * Í ÞÚSUNDUM TONNA Gítarnámskeið Hefst 21. janúar 12 vikur - 40 mínútna tímar - 1 sinni í viku Einkatímar: kr. 47.000- Geisladiskur með upptöku nemanda í lok námskeiðs. Hóptímar fyrir 6-9 ára: kr. 35.000- Gítarskólinn er aðili að frístundakorti Í.T.R. www.itr.is Öll stílbrigði ! Fyrir byrjendur á öllum aldri og lengra komna Gítarkennsla er okkar fag ! Gítarskóli Íslands Síðumúla 29 Sími 581-1281 gitarskoli@gitarskoli.is www.gitarskoli.is Sundabraut er orðin að heitu pólitísku viðfangs- efni. Hún hefur lengi verið á dagskrá en þörfin fyrir hana er orðin aðkallandi að mati margra. Ákvörðun um hvaða leið verður farin hefur ekki verið tekin enn þótt vilji borgaryfirvalda standi til þess að leggja hluta hennar í göngum. Þegar Dagur B. Eggertsson varð borgarstjóri í október í fyrra var haft eftir honum í fjölmiðlum að hann vildi hverfa frá þeirri þróun að Reykjavíkurborg umbreyttist í ameríska bílaborg. Að margra mati er lagning Sundabrautar lyk- ill að þeirri breytingu sem Dagur hefur kallað eftir. Deilur um hvað sé best að gera við peningana sem fara í gegnum samgönguráðuneytið eru sem fyrr háværar. Forgangsröðun samgönguframkvæmda hefur lengi verið heitt pólitískt mál. Svo virðist sem margir telji vera svig- rúm til framkvæmda nú, einkum og sér í lagi vegna góðrar stöðu ríkissjóðs og áhuga opinberra fyr- irtækja og verktaka á verkefn- inu. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður samgöngunefndar Alþingis, kallaði eftir því í Frétta- blaðinu á sunnudaginn að mörkuð yrði skýr stefna af hálfu Kristj- áns Möller samgönguráðherra í málefnum Sundabrautar. Því hefur verið svarað að stefnan sé skýr; Sundabrautin sé mikilvæg- asta samgönguframkvæmdin sem ráðast þurfi í og unnið sé að undir- búningi hennar. Sundabrautin er einnig viðkvæmt flokkspólitískt mál þar sem Samfylkingin stýrir vinnu við samgöngumál á þremur mikilvægum vígstöðum; sam- göngunefnd Alþingis, samgöngu- ráðuneytinu og borgarstjórn. Málið í vinnslu Sveitarstjórnir og alþingismenn hafa mismunandi skoðanir á því hvernig best sé að forgangsraða framkvæmdunum. Flestir eru þó sammála um að Sundabraut, tvö- földun Suðurlandsvegar, Vaðla- heiðargöng, tvöföldun Vesturlands- vegar og vegaframkvæmdir á Vestfjörðum séu þær framkvæmd- ir sem brýnast sé að fara út í. Sundabraut hefur þá sérstöðu að hún er Reykjavíkurborgarfram- kvæmd að öllu leyti. Áhrifa hennar gætir þó víðar. Hún yrði mikilvæg tenging fyrir umferð til og frá borginni. Þannig myndi hún létta á umferðarþunga sem er mikill á stofnbrautum í jaðri borgarinnar. Í ágúst í fyrra var lokið við sýna- töku úr borholum sem notaðar voru til að kanna skilyrði fyrir jarða- gangagerð. Þá er vinna við umhverfismat komin vel á veg en ríkisstjórn Íslands hefur það nú til umræðu hvernig best sé að fjár- magna verkefnið. Fyrir liggur að átta milljarðar af söluandvirði Sím- ans fara til uppbyggingar Sunda- brautar en óákveðið er hvaða leið verður farin til að fjármagna afganginn. Mögulegar leiðir Fyrst og fremst hefur valið staðið á milli tveggja leiða, það er svo- kallaðrar ytra leiðar með göngum og síðan innri leiðar, eða eyjaleið- ar. Borgaryfirvöld í Reykjavík vilja fara ytri leiðina. Hún er umtalsvert dýrari en hin en talið er að kostnaður við hana sé um 24 milljarðar króna, að því er G. Pétur Matthíasson, upplýsinga- fulltrúi Vegagerðarinnar, upplýs- ir í grein í Fréttablaðinu í dag. Hún felur í sér göng undir Elliða- árvog frá Kleppsvík til Gufuness. Ytri leiðin er ódýrari, enda til- heyra henni ekki göng. Hún yrði þverun vogsins nær ósum Elliða- ánna. Kostnaðurinn við hana er áætl- aður um fimmtán milljarðar. Tveir verklagsstaðlar hafa helst komið til umræðu við gerð ganga. Fyrrnefndur kostnaður tekur mið af sænsku leiðinni svo- kölluðu en í henni eru göngin íburðarmeiri heldur en ef miðað er við algenga staðla í Noregi. Þar er einblínt á að halda kostnaði niðri en þó ekki þannig að það bitni á öryggi. Tekið af skarið Björn Ingi Hrafnsson, stjórnarfor- maður Faxaflóahafna, og Gísli Gíslason framkvæmdastjóri, gengu í mars í fyrra á fund forsæt- is- og samgönguráðherra þar sem til umræðu var sú hugmynd að Faxaflóahafnir myndu annast lagn- ingu Sundabrautar með einkafram- kvæmd. Vel var tekið í erindið en frá því fundur fór fram hefur mikið vatn runnið til sjávar. Verktakar hafa lýst yfir áhuga sínum á því að ráðast í framkvæmdina og hefur Kristján Möller sagt útboð vera sanngjörnustu leiðina til að velja verktaka. Faxaflóahafnir hafa bent á að ekki sé nauðsynlegt að bjóða út verkið og benda á að hægt sé að stofna sérstakt félag í kringum verkefnið eins og gert var þegar Hvalfjarðargöng voru gerð. Spölur á og rekur þau. Ágreiningur milli Faxaflóahafna og ríkisins um þetta verður tæp- lega leystur nema ríkisstjórnin ákveði að fara svipaða leið og farin var í tilfelli Hvalfjarðarganga. Þessi samskipti milli ríkisins og Faxaflóahafna hafa komið málinu á hreyfingu en ákvarðanir um fjár- mögnun og leið bíða þess að verða teknar. Vilja amerísku bílaborgina burt Viðey Viðeyjarsund Elliða- árvogur Geldinganes Grafarvogur Kirkju- sandur Eiðsvík Ey ja le ið Su nda gön g Tugi starfsmanna vantar á leikskóla í dag, og hafa börn ítrekað verið send heim vegna manneklu. Leikskóla- kennarar búa sig undir að ástandið geti versnað. Björg Bjarnadóttir er formaður félags leikskólakennara. Hvers vegna er þessi mannekla? „Það vantar einfaldlega fólk á vinnu- markaðinn. Launakjör skipta líka máli en það er búið að gera töluvert til að bæta þau, til dæmis launa- bætur sem komu til frá og með 1. október á síðasta ári. Þær hafa litlu breytt við að auðvelda ráðningar, en gera auðveldara að halda í starfs- fólkið sem er fyrir.“ Er þetta séríslenskt vandamál? „Skortur á leikskólakennurum er ekki séríslenskt vandamál, en ég held það sé samt ekki jafn stórt á hinum Norðurlöndunum til dæmis. Þar er atvinnuleysið miklu meira og auðveldara að ráða fólk. Þegar það er svona mikil uppsveifla í atvinnu- lífinu þá kemur það helst niður á störfum eins og þessum.“ SPURT & SVARAÐ MANNEKLA Á LEIKSKÓLUM Vantar fólk á vinnumarkað BJÖRG BJARNADÓTTIR Formaður félags leikskólakennara. FBL-GREINING: TAMÍLATÍGARNIR Harka færist á ný í átökin á Srí Lanka FRÉTTAB LAÐ IÐ /VEG AG ERÐ IN YTRI LEIÐ Borgaryfirvöld telja æskilegast að farin verði svokölluð ytri leið þegar Sundabraut verður lögð. Hún felur í sér göng og kostar um 24 milljarða króna. INNRI LEIÐ Innri leiðin er níu milljörðum ódýrari en leiðin sem borgaryfirvöld telja skynsamlegasta. UMFERÐARÞUNGI Í REYKJAVÍK Sundabraut yrði er Reykjavíkurborgarframkvæmd að öllu leyti. Áhrifa hennar gætir þó víðar. Hún yrði mikilvæg tenging fyrir umferð til og frá borginni og myndi létta á umferðarþunga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.