Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 16
16 12. janúar 2008 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is FRÁ DEGI TIL DAGS ÚTGÁFUFÉLAG: 365 RITSTJÓRAR: Jón Kaldal og Þorsteinn Pálsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir, Kristján Hjálmarsson, Trausti Hafliðason og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál). FULLTRÚI RITSTJÓRA: Páll Baldvin Baldvinsson. Fréttablaðið kemur út í 103.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og þéttbýlissvæðum á suðvesturhorninu. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. issn 1670-3871 UMRÆÐAN Fasteignagjöld í Reykjavík Reykvíkingar fá á næstunni álagningar-seðla fasteignagjalda frá nýju borgar- stjórninni. Fasteignagjöldin eru fasteigna- skattur, lóðarleiga, holræsagjald, vatnsgjald og sorphirðugjald. Í nýrri samantekt frá Andríki kemur fram að fasteignagjöld af 91 fermetra íbúð miðsvæðis í Reykjavík munu hækka um 14% nú um áramótin. Gjöldin af þessari íbúð voru kr. 96.793 á síðasta ári en hækka nú í kr. 110.045. Þetta er nær þrefalt meiri hækkun en varð á almennu verðlagi á síðasta ári. Allir liðir fasteignagjaldanna hækka meira en vísitala neysluverðs eða frá 6,3% upp í 32,5%. Hækkanir á lóðarleigu, holræsagjaldi, vatnsgjaldi og sorphirðugjaldi eru langt umfram þau verðbólgu- markmið (2,5%) sem Seðlabankinn stefnir að og vinna beinlínis gegn þeim því gjöldin hafa áhrif á vísitölu neysluverðs. Hækkanir borgarstjórnar á þessum gjöldum munu því hækka fasteignalán manna og aðrar vísitölutryggðar fjárskuldbindingar. Menn hljóta að spyrja af þessu tilefni hvers vegna Samfylkingin í borgarstjórn vinni svo eindregið gegn þeim markmiðum ríkisstjórnar Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks að ná tökum á verðbólgunni. En það eru ekki aðeins íbúðaeigendur í Reykjavík sem þurfa að skera niður önnur útgjöld til að eiga fyrir hækkunum borgarstjórnar á fasteignagjöldunum. Fasteignamat atvinnuhúsnæðis hækkar um 20% milli ára. Því mun fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði að meðaltali hækka um 20% í Reykjavík á þessu ári. Fyrr en síðar kemur þessi skattahækkun á fyrirtækin fram í verði á þjónustu þeirra. Rétt er að hafa í huga að á síðasta ári voru um þrír fjórðu hlutar innheimtra fasteignaskatta af atvinnuhúsnæði og hafa borgaryfirvöld jafnan lagt hámarks skatt á atvinnuhúsnæði. Auk verðlagshækkunar hefur stofn fasteigna- skatta stækkað vegna nýbygginga og endurbóta eldra húsnæðis. og áætlar Reykjavíkurborg að sú aukning sé um 2%. Því má ætla að í heildina hækki fasteignaskattur í Reykjavík um nær 20% milli áranna 2007 og 2008. Höfundur er 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Skattar á húsnæði snarhækka SIGRÍÐUR ANDERSEN Umskipti Jóhanna Sigurðardóttir hefur skipað Stefán Ólafsson prófessor formann Tryggingastofnunar ríkisins í stað Benedikts Jóhannessonar. Óhætt er að segja að blæbrigðamunur sé á áherslum Benedikts og Stefáns. Sá fyrri er sjálfstæðismaður í húð og hár og dyggur talsmaður hins frjálsa markaðar. Fáir fara hins vegar meira í taugarnar á sjálfstæðismönnum en Stefán, sem hefur vakið athygli á fátækt á Íslandi og gagnrýnt skattkerfið harðlega fyrir að hygla hinum ríkari á kostnað þeirra lægst launuðu. Sjálfstæð- ismenn hafa verið óþreytandi við að mótmæla Stefáni, fyrir alþingiskosning- ar var til dæmis miklu púðri eytt í að véfengja niðurstöður hans. Þeir hljóta að horfa á þetta með óbragð í munni. Af sem áður var Valgerði Sverrisdóttur kemur skipun nýs stjórnarformanns TR að minnsta kosti spánskt fyrir sjónir. „Það að hann skuli nú vera orðinn herforingi hjá rík- isstjórn Geirs Haarde lýsir best hversu Samfylkingin fer sínu fram í ríkisstjórn- inni og tekur ekkert tillit til tilfinninga sjálfstæðismanna, né hinnar erfiðu stöðu Geirs og Þorgerðar,“ skrifar hún á heimasíðu sína og bætir við: „Niðurlægingin er algjör.“ Valgerður er með öðrum orðum óvön að aðrir en sjálf- stæðismenn fari sínu fram í ríkisstjórnarsamstarfi. Það er kannski ekki ætlunin en segir þetta ekki líka sína sögu um hvernig málum var háttað í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Kortasvindl Í kjölfar rannsóknar Samkeppniseft- irlitsins viðurkenndu kortafyrirtækin Greiðslumiðlun (nú Valitor) Kreditkort hf. (nú Borgun) og Fjölgreiðslumiðlun (óbreytt nafn) að hafa átt í langvar- andi ólöglegu samráði og að Greiðslu- miðlun hefði misnotað markaðs- ráðandi stöðu sína til að klekkja á keppinauti sínum. Fyrirtækin gerðu sátt við Samkeppnis- eftirlitið og hefur verið gert að greiða 735 milljónir króna í sektir. Spurning hvort þau fái að setja þetta á raðgreiðslur. bergsteinn@frettabladid.is Núna um daginn voru sam-þykkt ný þingskaparlög sem miða að því að takmarka mjög umræðu á Alþingi. Ólíkt því sem áður hefur tíðkast þá náðist ekki samstaða meðal stjórnmálaflokka um nýju lögin heldur var meirihlutavaldi beitt til að breyta forsendum umræðunnar á Alþingi. Til þess að innsigla hinn nýja skilning á þingstörfum nýtti meirihlutinn sér svo afbrigði í núgildandi þingskaparlögum til þess að hægt væri að knýja breytingarnar fram án mikillar umræðu. Lítil málefnaleg umræða fór fram utan þings um þessar grundvallarbreytingar í íslenskum stjórnmálum og tel ég þá ekki með pistil varaþingmanns Samfylkingarinnar um það að langar ræður væru leiðinlegar. Fjölmiðlar standa með ríkis- stjórninni og þegja þegar ríkisstjórninni hentar. Nú má velta fyrir sér hvers vegna löng umræða um mikil- vægustu lagabreytingar þjóðar- innar fer svona í taugarnar á stjórnarherrunum (og raunar ákveðnum hluta stjórnarandstöð- unnar). Nærtækasta skýringin er sú að þingumræður eru fyrst og fremst tæki stjórnarandstöðu til að koma á framfæri gagnrýni á mál sem meirihlutinn kýs að keyra í gegn. Og stjórnarherrun- um finnst leiðinlegt að hlusta á gagnrýni á sjálfa sig þannig að þeir halda því fram að löng umræða tefji framgang mála á þingi. Það er að vísu í besta falli hálfsannleikur því að margt annað tefur framgang þingmála – t.d. þegar mikilvæg stjórnar- frumvörp eru ekki lögð fram fyrr en löngu eftir að þingstörf eru hafin. Óþol stjórnarherranna fyrir gagnrýni er þeim mun merkilegra í ljósi þess að formaður annars stjórnarflokks- ins þóttist einu sinni ætla að innleiða ný vinnubrögð í íslenska pólitík – „samræðustjórnmál“. Ekki er ljóst hvernig múlbinding stjórnarandstöðunnar á að greiða fyrir samræðustjórnmálum á Íslandi. Gagnrýnandi af gestalista En það er ekki einungis valdhöf- um þjóðarinnar sem finnst erfitt að hlusta á gagnrýni. Óþol gagnvart gagnrýninni umræðu virðist hafa hreiðrað um sig víðar í íslenskri þjóðarsál. Þannig tók eitt af stærstu leikhúsum Íslands upp á því á dögunum að handvelja gagnrýnendur sem er boðið á frumsýningar. Einn tiltekinn gagnrýnandi fær ekki slík boð vegna þess að gagnrýni hans fer í taugarnar á leikhússtjóranum. Hér er einnig verið að ganga á svig við viðtekna hefð því að fram að þessu hafa leikhús og aðrar menningarmiðstöðvar sóst eftir gagnrýninni umræðu, m.a. með því að bjóða gagnrýnendum á sýningar. En núna mega gagnrýnendur sem sagt ekki lengur gagnrýna. Hið nýja hlutverk þeirra er að vera viðhlæjendur leikhúsfólksins. Auðvitað finnst engum gaman að lesa harðorða gagnrýni á verk sín. Leikhúsmenn eru þar í sömu aðstöðu og stjórnmálamenn. En leikhús eru ekki einkaveröld þeirra heldur opinberar stofnanir sem þjóna áhorfendum. Fagleg gagnrýni á verk og sýningar er einnig þjónusta við áhorfendur og þeir eiga rétt á því að gagnrýn- endur séu heiðarlegir og óhrædd- ir við að gagnrýna. Það eru svik við áhorfendur að beita gagnrýn- anda refsiaðgerðum fyrir að segja sína skoðun umbúðalaust. Háværar raddir? Það eru fleiri en stjórnmálamenn eða leikhúsfólk sem bregðast illa við gagnrýni. Í skammdeginu fyrir jólin var tekist hart á um það hvort skólar á Íslandi ættu að vera vettvangur trúboðs af hálfu þjóðkirkjunnar eða lausir við slíkt. Iðulega heyrðist á talsmönn- um kirkjunnar að þeir væru beittir kúgun af háværum minnihlutahópi. Það minnir óneitanlega á ótta þingmeirihlut- ans við að þurfa endalaust að hlusta á stjórnarandstöðuna gagnrýna frumvörp sín. En minnihlutahópurinn er ekkert sérstaklega hávær nema í eyrum þeirra sem aldrei hafa áður kynnst gagnrýni. Og slík er forréttindastaða þjóðkirkjunnar í íslensku samfélagi að hún hefur ekki oft þurft að hlusta á gagn- rýnisraddir. Sá tími er hins vegar liðinn og nú er tekist á um þjóðkirkjuna eins og hverja aðra ríkisstofnun. Viðbrögð kirkjunnar manna hafa iðulega falist í því að gagnrýna umræðuna sem slíka – mótmæla því að hún eigi sér stað. Í ræðu 9. desember sl. hafnar biskup Íslands t.d. því að þeir sem gagnrýna kirkjuna eigi sér nokkurn málstað. „Það er augljóst að minni hyggju að valið snýst ekki um trú eða trúleysi heldur um heilbrigða og óheilbrigða trú.“ Trúleysingjarnir eru sem sagt ekki til og því ekki hægt að taka þátt í orðræðu við þá. Þegar svona er mælt er stutt í nýyrða- smíð og í kjölfarið var kynnt til sögu hugtakið „umburðarlyndis- fasismi“ sem merkimiði á gagnrýna orðræðu. Svona er skammdegisumræðan á Íslandi við upphaf nýs árs. Henni er ætlað að binda enda á alla umræðu. Umræðuóþolið SVERRIR JAKOBSSON Í DAG | Gagnrýni S íðustu dagar hafa verið mörgum fjárfestum erfiðir. Hluta- bréf lækka í verði, fjármögnun er dýrari og óvissan um þróun fjármálamarkaða er algjör. Þessar aðstæður eru ekkert séríslenskar heldur eiga við markaði víða í hinum vestræna heimi. Margir hafa kippt að sér höndum og bíða eftir að botninum sé náð. Umsvif í hagkerfinu verða fyrir vikið minni á árinu og hægja mun á hagvexti. Það á við um Ísland eins og önnur lönd í Evrópu og Bandaríkin. Gerð var tilraun til að stöðva örvæntingarfullt fall hlutabréfa í Kauphöll Íslands á fimmtudaginn. Þá hafði úrvalsvísitalan, sem mælir verðmæti stærstu skráðu félaganna, fallið hratt fimm við- skiptadaga í röð. Skuldsettir fjárfestar hafa þurft að selja bréf sín til að gera upp við lánadrottna þrátt fyrir mikið tap. Þegar við bæt- ist óvissa um þróun íslensku krónunnar næstu mánuðina er betra að hafa vaðið fyrir neðan sig. Vont er að skulda háar fjárhæðir í erlendri mynt ef krónan fellur. Sérfræðingar telja að við þessar aðstæður sé verð hlutabréfa of lágt metið. Það sé kauptækifæri á markaðnum. Það geti skýrt líf- leg viðskipti í lok dags á miðvikudaginn og á fimmtudaginn. Hins vegar var rólegt í Kauphöll Íslands í gær þótt tekist hefði að halda úrvalsvísitölunni fyrir ofan núllið. Fjármálafyrirtæki hafa hags- muni af því að stöðva þann vandræðagang sem einkennir hluta- bréfamarkaðinn þessa fyrstu daga ársins. Fleiri fjárfestar mega ekki lenda í vandræðum. Það eru hagsmunir allra. Hagsmunir almennings eru líka í húfi þó að einhverjir telji þessi vandræði einskorðast við þröngan hóp eigenda hlutabréfa. Vissu- lega er hægt að færa rök fyrir því að tekjujöfnuður í þjóðfélaginu aukist þegar einhverjir verða fátækari. En er það eftirsóknarvert? Minni auðsöfnun, lægri tekjur og samdráttur í efnahagslífinu kemur niður á lífskjörum allra. Í frétt Fréttablaðsins í gær kom fram að endurskoða þyrfti for- sendur fjárlaga vegna lægri skatttekna. Það má ekki gleyma því að skattur af fjármagni, launum og tekjum fyrirtækja lækkar þegar á móti blæs. Þetta eru peningarnir sem standa undir skóla- og heil- brigðiskerfinu og nýttir eru til ýmissa verkefna sem stjórnmála- menn telja nauðsynlegt að hið opinbera sinni. Í Fréttablaðinu í dag kemur fram að lífeyrissjóðir geti ekki aukið réttindi sjóðsfélaga vegna þróunar á mörkuðum eins og stefnt var að. Að auki er ávöxtun á eignum tugþúsunda sjóðsfélaga lægri en ella vegna árferðisins. Samdráttur hjá fyrirtækjum þýðir líka að minna verður afgangs til að styrkja menningu og listir, sem hefur stóraukist undanfarin ár. Það sama má segja um tómstundastarf og ýmis góðgerðamál. Svigrúm til launahækkana er líka minna við þessar aðstæður og nýráðningum fækkar. Nýsköpun stendur í stað þegar engir pening- ar eru tiltækir í áhættufjárfestingar og þróun. Það fækkar tæki- færum framtakssamra einstaklinga. Útlit er fyrir að markaðurinn þurfi fyrstu mánuði ársins til að spyrna við fótum. Ástandið er ekki bundið við Ísland og þróun í Bandaríkjunum skiptir miklu máli fyrir það sem á eftir kemur. Fjárfestar munu endurskoða fjárfestingastefnu sína og hvernig þeir byggja upp eignasöfn sín. Dreifing á áhættu verður meiri og fjárfestingar ekki eingöngu bundnar við fjármálafélög. Ástandið hefur verið erfitt fyrir marga fjárfesta. En búast má við að erfiðleikarnir muni einnig ná til alls almennings í landinu. Aldrei hafa hlutabréf fallið jafn hratt í byrjun árs. Áhrif fallsins BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.