Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 24
24 12. janúar 2008 LAUGARDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1830 Síðasta aftaka á Íslandi þegar Friðrik Sigurðsson og Agnes Magnúsdótt- ir voru líflátin fyrir morð í Vatnsdalshólum. 1950 Sovétríkin taka upp dauðarefsingu fyrir föður- landssvik, njósnir og spell- virki. 1952 Tennessee-háskóli hleypir inn fyrsta svarta stúdent- inum. 1970 Boeing 747 flýgur jómfrúr- ferð sína. 1989 Idi Amin rekinn burt frá Saír. 1993 Samningur um aðild Ís- lands að Evrópska efna- hagssvæðinu samþykktur á Alþingi. 1995 Réttarhöld yfir O.J. Simp- son hefjast í Los Angeles. ÚTVARPSMAÐURINN HOWARD STERN ER 54 ÁRA Í DAG. „Ég hef ímugust á öllum trú- arbrögðum því þau hafa skipt fólki í hópa. Í mínum huga er enginn munur á páf- anum með sinn stóra hatt og dinglandi reykskjóðu og Afríkumanni sem málar andlit sitt hvítt og tilbiður steina.“ Howard Stern er umdeildasti útvarpsmaður vorra tíma, en hann er þekktur fyrir að láta allt flakka og stofna til ill- deilna í útsendingu. Agatha Mary Clarissa Christie er án efa í hugum flestra hin eina sanna glæpasögudrottn- ing. Hún fæddist inn í vellauð- uga fjölskyldu í Torquay 15. september árið 1890 og bar eftirnafnið Miller þar til hún giftist Archibald Christie ofursta í konunglega breska flugher- num árið 1914. Hún skrifaðu um áttatíu glæpasögur og margar þeirra hafa orðið að kvikmyndum, sjónvarpsmyndum og sjón- varpsþáttum. Verk hennar hafa verið þýdd á um það bil hundrað tungumál og meðal þekktustu persóna sem hún skapaði eru Hercule Poirot og Miss Marple. Einnig hefur leikverk henn- ar, Músagildran, unnið sér til frægðar að vera eitt vinsæl- asta verk leiklistarsögunnar en það hefur gengið fyrir fullu húsi í London, síðan það var frumsýnt 25. nóvember árið 1952. Agatha skrifaði einnig undir nafninu Mary Westmacott og þegar hún giftist seinni manni sínum, fornleifafræðinginum Max Mallowan, bætti hún eft- irnafni hans við hið fyrra. Þó hélt hún áfram að skrifa undir nafninu Agatha Christie sem fyrr. Hún lést 12. janúar árið 1976 í Wallingford 86 ára að aldri og hafði þá verið sæmd nafnbótinni lafði. ÞETTA GERÐIST: 12.JANÚAR 1976 Glæpadrottningin þakkar fyrir sig Knattspyrnufélag Akureyrar, KA, var stofnað af tólf piltum 8. janúar árið 1928. Í dag eru félagar um 3.000 og iðkend- ur um 1.000 og auk knattspyrnu er nú stundaður handbolti, blak og júdó á vegum félagsins. Afmælishátíðin er þegar hafin en að sögn Tryggva Gunnarssonar í afmælisnefnd hefur undirbúningur staðið yfir leynt og ljóst í hálft ár. „Við hófum hátíðina með köku og kaffi á opnu húsi á sjálfan afmælisdaginn. Þá mættu til okkar um sex hundr- uð manns hérna í KA-heimilinu og fögnuðu þessum tíma- mótum með okkur,“ segir Tryggvi. Fram undan er gríðar- leg afmælisveisla í kvöld sem hefst á þriggja rétta kvöld- verði. „Allir KA-menn, velunnarar félagsins og þeir sem vilja heiðra félagið á þessum tímamótum eru hjartan- lega velkomnir í veisluna í kvöld. Veislustjóri er Friðfinn- ur Hermannsson sem er gamall afreksmaður úr KA í knatt- spyrnunni og ræðumaður kvöldsins er enginn annar en Ragnar Sót Gunnarsson, eða Raggi sót skriðjökull sem er heimsfrægur á Íslandi,“ segir Tryggvi. Í kvöld mun félagið einnig veita heiðursverðlaun sem eru brons-, silfur- og gull- merki KA. Að sögn Tryggva er einnig búið að stofna KA- bandið sem mun leika allt frá ættjarðarlögum til samba- sveiflu en hann vill ekkert gefa uppi um hverjir skipa þá sveit. „KA-bandið mun starta ballinu, síðan syngur Óskar Pétursson Álftagerðisbróðir nokkur lög, en svo tekur Páll Óskar við og leikur fyrir dansi fram á rauða nótt,“ segir Tryggvi sem segir mikla uppbyggingu á vegum félagsins fram undan og nefnir betri knattspyrnuvöll og stúkur við KA-svæðið og nýja íþróttaaðstöðu í Naustahverfinu sem er nýtt hverfi á Akureyri. Sjá www.ka-sport.is rh@frettabladid.is KNATTSPYRNUFÉLAG AKUREYRAR, KA: FAGNAR ÁTTATÍU ÁRA AFMÆLI „Frábært félag með stórt hjarta“ KA FAGNAR Tryggvi Gunnarsson hjá afmælisnefnd KA hefur staðið að undirbúningi síðastliðið hálft ár ásamt félögum sínum í afmælisnefnd. MYND/PEDROMYNDIR.IS Systir okkar Bjarnfríður Sigurðardóttir frá Hamraendum, Stafholtstungum, er látin. Útförin fór fram í kyrrþey. Sigríður Sigurðardóttir Ólöf Sigurðardóttir Ída Sigurðardóttir Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Valdimar R. Jónsson, til heimilis að Hjúkrunarheimilinu Hrafnistu, Reykjavík, lést hinn 9. janúar sl. Útförin fer fram frá Langholtskirkju fimmtudaginn 17. janúar nk. kl. 13.00. Jón Valdimarsson Hafdís Arnkelsdóttir Herdís K. Valdimarsdóttir Jón Grettisson Bryndís M. Valdimarsdóttir Ólafur W. Finnsson Valdís Valdimarsdóttir Kristján H. Kristinsson Ásdís Valdimarsdóttir Helgi Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og stuðning við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóð- ur, ömmu og langömmu, Áslaugar Jónsdóttur, Hrísalundi 4c, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks Heimahlynningar Akureyri fyrir einstaka umönnun í veikindum hennar. Björn J. Jónsson Halldóra Steindórsdóttir Sævar Ingi Jónsson Elín Jóhanna Gunnarsdóttir Ingibjörg Jónsdóttir Rósa Friðriksdóttir Ólafur Halldórsson Atli Örn Jónsson Arnfríður Eva Jónsdóttir Jón Már Jónsson Unnur Elín Guðmundsdóttir ömmu- og langömmubörn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæru eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, Arndísar Guðrúnar Óskarsdóttur (Lillý) Framnesi. Guð blessi ykkur öll. Broddi Skagfjörð Björnsson Sigrún Þuríður Broddadóttir Steindór Gunnar Magnússon Hrafnhildur Ósk Broddadóttir Jón Thorberg Jensson Óskar Gísli Broddason Lára Gunndís Magnúsdóttir Hjördís Edda Broddadóttir Gunnar Kjartansson Birna Björk Broddadóttir Odd Kjøsnes og ömmubörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Bergþóra Stefánsdóttir frá Haugum, síðar Lagarási 2, Egilsstöðum lést á sjúkrahúsinu á Egilsstöðum 10. janúar. Útförin fer fram frá Egilsstaðakirkju hinn 19. janúar kl. 14.00 Þorgerður Jónsdóttir Sveinlaugur Björnsson Ingifinna Jónsdóttir Arnór Benediktsson Haukur Jónsson Ragnhildur Þórhallsdóttir Sigrún Jónsdóttir Vignir Páll Þorsteinsson Jóna Björg Jónsdóttir Snorri Tómasson Stefán Jónsson Hugrún Sveinsdóttir Hrólfur Árni Jónsson Ástríður Vala Gunnarsdóttir Anna Gunnlaugsdóttir Agnar Eiríksson og aðrir aðstandendur. BJÖRN THORS LEIKARI ER 30 ÁRA. HREINN LOFTSSON HÆSTARÉTTAR- LÖGMAÐUR 52 ÁRA. ELÍSABET ÞOR- GEIRSDÓTTIR RITHÖFUNDUR 53 ÁRA.. GUNNLAUGUR LÁRUSSON TÓNLISTAR- MAÐUR 32 ÁRA. ÁSTA MÖLLER ÞINGMAÐUR 51 ÁRS. AFMÆLI SILJA HAUKS- DÓTTIR LEIK- STJÓRI 32 ÁRA.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.