Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 40
● hús&heimili Fréttablaðið fékk að skyggnast inn í svítur þriggja hótela á höfuðborgar- svæðinu. Öll betri hótel eru búin einni eða fleiri svítum af ýmsum toga, þar sem öllu því sem besta sem er í boði á viðkomandi hóteli hefur verið tjaldað til. Íburðarmikil afdrep sem taka hefðbundnum hótelherbergjum fram að flestu leyti, til dæmis hvað varðar stærð, innréttingar og innanhúsmuni og afþreyingarmöguleika, og laða til sín ýmis stórmenni, svo sem þjóðhöfðinga, auðkýfinga, viðskiptajöfra, stjörnur og svo okkur hin sem viljum lyfta okkur aðeins upp endrum og sinnum. Fyrir nótt í þess lags lúxusveröld eru menn í sumum tilvikum tilbúnir að reiða himinháar fjárhæðir. Þannig mun nóttin í venjulegu herbergi á glæsihóteli leikarans Roberts de Niro, Greenwich Hotel, kosta 45 þúsund krónur þegar það opnar í apríl næstkomandi, svo það er rétt hægt að ímynda sér hvað svítan mun kosta. Þetta verða þó að teljast algjörir smámunir í samanburði við nótt á Burj Al Arab í Dubai, eina sjö stjörnu hóteli veraldar, þar sem ríkmannlega búnar svítur kosta á bilinu 70.155 krónur til lítilla 284.398 króna! Þótt enn sé ekki búið að reisa sjö stjörnu hótel hérlendis, státa Íslendingar af mörgum hótelum á heimsmælikvarða, útbúin dýrindis svítum. Fréttablaðið fékk að skyggnast inn í svítur þriggja hótela á höfuðborgarsvæðinu, Hótel Borg, Grand Hótel Reykjavík og Hilton Reykjavík Nordica, þar sem óhætt er að segja að íburður og munaður séu í fyrirrúmi. -rve Hilton Reykjavík Nordica. Forsetasvítan er sam- ansett úr svefn- og eldhúsaðstöðu, baðherbergi sem liggur inn af svefnherberginu og gesta- snyrtingu, borðstofu og stofu og búin glæsileg- um húsgögnum og innréttingum. Hægt er að opna stofuna í herbergi sem hentar þegar með eru í för börn, samstarfsmenn eða einkaþjónar. Hilton Reykjavík Nordica. Forsetasvítan, sem er 120 fermetrar, er í sama mínimalíska stíl og hótelið sjáft. Björgvin Snæbjörnsson hjá Apparat er arkitekt hússins, en hann vann svítuna í samstarfi við innanhúsarki- tektinn Guðbjörgu Magnúsdóttur hjá Minimum. Þess má geta að gestir sem gista á svítum og „executive“- herbergjum fá aðgang að Business Lounge á 8. hæð. Þar fá gestir frían aðgang að morgunverði, drykkjum ásamt léttum mat yfir daginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Íburðarmikil afdrep Hilton Reykjavík Nordica. Tvö baðherbergi eru í forsetasvítu hótelsins: aðalsnyrting og gestasnyrting. 12. JANÚAR 2008 LAUGARDAGUR8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.