Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 12.01.2008, Blaðsíða 55
LAUGARDAGUR 12. janúar 2008 27 Grundvöllur mannréttindastarfs Sameinuðu þjóðanna er Mannréttindayfirlýsing samtakanna, sem var samþykkt á fundi Allsherjarþingsins í París árið 1948. Í tilefni af 60. afmælisári yfirlýsingarinnar hafa Sameinuðu þjóðirnar opnað sérstakan upplýsingavef tileinkaðan yfirlýsingunni og mannréttindamálum í heiminum (www.knowyour- rights2008.org). Mannréttindayfirlýsing SÞ hefst á inngangi en síðan eru réttindi hvers og eins manns tíunduð í 30 greinum. Í þeirri fyrstu segir: „Hver maður er borinn frjáls og jafn öðrum að virðingu og réttindum. Menn eru gæddir vits- munum og samvizku, og ber þeim að breyta bróðurlega hverjum við annan.“ Auk sjálfrar mannréttindayfirlýsingarinnar var árið 1966 bætt við hana tveimur undirskrám; Alþjóðasátt- málanum um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi og Alþjóðasáttmálanum um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi. Árið 1976, eftir að tilskilinn fjöldi aðildarríkja SÞ hafði fullgilt allar réttindaskrárnar þrjár, tóku þær gildi sem alþjóðalög. Síðar hafa bætzt við fleiri alþjóðlegir mannréttindasátt- málar sem snúa aðallega að réttindum barna og fatlaðra. Mannréttindaráð SÞ (UN Human Rights Council) er sú stofnun SÞ sem hefur það hlutverk að fylgjast með fram- kvæmd Mannréttindayfirlýsingarinnar og annarra mann- réttindasáttmála sem undir Sameinuðu þjóðirnar heyra. Mannréttindaráðið var stofnað árið 2006, en það kom í staðinn fyrir Mannréttindanefnd SÞ (UN Commission on Human Rights, UNCHR), sem var stofnuð árið 1946 sem undirstofnun Efnahags- og félagsmálanefndar samtak- anna (ECOSOC). Það hamlaði mjög starfsemi Mannrétt- indanefndarinnar gömlu að innan hennar störfuðu ríki sem sjálf voru sek um víðtæk mannréttindabrot. Deilur um starfshætti nefndarinnar enduðu svo með því að hún var leyst upp og Mannréttindaráðið stofnað í staðinn sem sjálfstæð stofnun SÞ með nýjum reglum um sam- setningu og starfshætti. Mannréttindaráðið fylgist með mannréttindabrotum í aðildarríkjum SÞ og starfar náið með mannréttindafulltrúa SÞ, UN High Commissioner for Human Rights, sem nú er Louise Arbour. ➜ MANNRÉTTINDAYFIRLÝSING SÞ 60 ÁRA muna minnihlutahópum þá borgar einfaldlega samfélagið í heild prísinn að hluta með því að þessu fólki fjölgar meira,“ bendir Guð- mundur á. Framlag til betri heims En hver eru þá rökin fyrir mann- réttindum sem „útrásarverkefni“ fyrir Íslendinga? Við því hefur Guðmundur svör á reiðum höndum: „Það má færa rök fyrir því á öllum sviðum að útbreiðsla mannréttinda sé bæði af hinu góða og komi jafnframt okkur öllum til góða,“ segir hann. Útbreiðsla mannréttinda sé fram- lag til að gera heiminn betri sem við búum í, gera hann friðsælli og stuðla að aukinni vel- megun. „Það má færa rök að þessu sem snúa að öryggishlið- inni, friðar- hliðinni, það má færa rök að þessu sem snúa að lýðræðis- hliðinni sem líka ýtir undir frið- inn. Það má færa rök að þessu sem snúa að verzlun og viðskiptum – almenn velmegun, betri skól- un, betri heilbrigðis- þjónusta skapar líka stærri og arðvæn- legri mark- aði,“ segir Guðmund- ur. En hvað um fullyrð- ingar sem alloft heyr- ast um að Mannréttindayfirlýsing SÞ og sérstaklega algildistilkall mannréttinda séu vestrænar hug- myndir sem verið sé að þvinga upp á aðra menningarheima. Hverju svarar mannréttindafræð- ingur slíku? Algildi mannréttinda „Ég svara þessu alltaf mjög snar- lega,“ segir Guðmundur: Í fyrsta lagi hafi þessir alþjóðlegu mann- réttindasamningar verið samdir og formlega samþykktir og við- teknir af löndum og þjóðum í öllum heimshornum. En hann vísar líka ekki síður til eigin reynslu – hann hafi ferðast til 120-130 landa við mannréttindaútflutning, bæði fyrir SÞ og Svía – en hann hafi aldrei hitt fólk í neinu þessara landa sem heldur því fram að það vilji ekki þessi mannréttindi fyrir sig. Jafnvel þótt stjórnvöld í ein- hverjum þessara landa kenni vest- rænum aðilum um upptökin. „Þvert á móti, fólk sækist eftir þessum mannréttindum. Að halda því fram að þetta sé einhver vest- ræn uppfinning sem sé af hinu vonda þjónar þannig að minnsta kosti ekki hagsmunum þessa fólks,“ segir Guðmundur. „Enda er vert að hafa í huga hverjir það eru sem halda þessu fram: það eru valda- menn í kúgunarríkjum. Það er þá gert til að viðhalda völdum og sér- réttindum valdastéttanna.“ Með því að minna á mannrétt- indi borgaranna í slíkum ríkjum sé verið að gagnrýna aðferðir ráða- manna við að halda völdunum og meðferðina á þegnunum. „Ef þú færð að tala frjálst við borgarana – sem ég hef gert í mörgum svona löndum – þá vill þetta fólk auðvitað mannréttindi handa sjálfu sér,“ segir Guðmund- ur en bætir við: „Það má taka þetta lengra: þegar menn missa völdin í þessum löndun – hvort sem það er Marcos á Filippseyjum, Mengistu í Eþíópíu, eða þegar kemur að Mugabe frá Simbabve – þá vilja þessir menn allir mannréttindi handa sjálfum sér þegar kemur að réttarhöldunum yfir þeim.“ Fólk sækist eftir þess- um mann- réttindum. Að halda því fram að þetta sé einhver vestræn upp- finning sem sé af hinu vonda þjón- ar þannig að minnsta kosti ekki hagsmunum þessa fólks. 11. - 24. JANÚAR Í HÁSKÓLABÍÓIOPNUNARMYND: PERSEPOLIS www.graenaljosid.is www.af.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.