Fréttablaðið - 14.01.2008, Síða 54
30 14. janúar 2008 MÁNUDAGUR
1
6 7 8
10
13
119
12
15
16
18
21
20
17
14
19
2 3 4 5
VEISTU SVARIÐ
Svör við spurningum á bls. 8
1 Teitur Jónasson.
2 Carla Bruni.
3 Bolton.
LÖGIN VIÐ VINNUNA
LÁRÉTT
2. himinn 6. í röð 8. blása 9. stefna
11. mun 12. setja í sýru 14. bauka 16.
skammstöfun 17. ætt 18. ennþá 20.
skóli 21. er utar.
LÓÐRÉTT
1. atlaga 3. gat 4. flokkur sýklalyfja
5. efni 7. námsmaður 10. traust 13.
stykki 15. ilmur 16. hláku 19. númer.
LAUSN
LÁRÉTT: 2. loft, 6. rs, 8. púa, 9. átt,
11. ku, 12. súrsa, 14. dútla, 16. þe, 17.
kyn, 18. enn, 20. fg, 21. ytri.
LÓÐRÉTT: 1. árás, 3. op, 4. fúkalyf,
5. tau, 7. stúdent, 10. trú, 13. stk, 15.
angi, 16. þey, 19. nr.
„Ég hlusta á flest allt sem Rás
1 hefur upp á að bjóða og svo
hlusta ég dálítið á Rás 2. Svo
spila ég diska og mér finnst
norsk og sænsk vísnatónlist til
dæmis mjög skemmtileg.“
Fríður Eggertsdóttir ljósmyndari.
Endurútgefin plata Jóhanns Jóhannssonar, Engla-
börn, fær átta í einkunn af tíu mögulegum á banda-
rísku tónlistarsíðunni Pitchforkmedia.com. Þetta er
ekki í fyrsta sinn sem Jóhann fær góða dóma á
síðunni því hann fékk 7,5 fyrir plötuna Dís og 6,9
fyrir IBM 1401 – A User´s Manual.
Platan, sem kom fyrst út árið 2002 en var endurút-
gefin á síðasta ári hjá útgáfufyrirtækinu 4AD, hefur
að geyma tónlist sem Jóhann samdi við leikritið
Englabörn eftir Hávar Sigurjónsson. „Leikhústónlist
getur sýnt fram á það óvenjulega í hinu hefðbunda
og það besta við Englabörn er að hún getur sýnt fram
á það sama í lífinu sjálfu,“ segir í dómnum.
Jóhannes Ágústsson, annar eigenda 12 Tóna sem
gefur plötur Jóhanns út hér á landi, hefur mikið
dálæti á Englabörnum. „Þetta hefur verið perla í
versluninni hjá okkur. Þeir sem hafa ferðast um
landið sjá landið í þessari plötu, það er alveg
magnað. Þetta er svipað og fólk hefur verið að
upplifa með Sigur Rós,“ segir Jóhannes. „Marga af
ferðamönnuum sem eru að fara út á land vantar
tónlist í bílinn og þetta er plata sem við mælum alltaf
með sem góð ferðamúsík. Maður svífur eiginlega
alltaf þegar maður heyrir þessa plötu,“ segir hann og
bætir við að Jóhann sé orðinn einn virtasti tónlistar-
maðurinn sem þeir hafi á sínum snærum. - fb
Hlaðinn lofi fyrir Englabörn
„Ég skrifa um það sem er að ger-
ast hjá mér, t.d. þegar ég fer á
Þjóðminjasafnið og í félagsmið-
stöðvarnar og svoleiðis. Og ég
skrifa líka um það hvaða fólk ég
hitti,“ segir Gunnlaugur Ingi
Ingimarsson, sem flestir þekkja
sem Gulla sendil. Það er líka
listamannsnafnið sem Gulli hefur
notað á ellefu heftum sem komið
hafa út með ævisögulegum skáld-
skap hans. „Reyndar er ég alveg
hættur að vera sendill og er kom-
inn í kerrurnar í Ikea. Ég ætti
eiginlega að byrja að kalla mig
Gulla í Ikea núna,“ segir Gulli
sposkur.
Nýjasti heftið í ritröð Gulla
heitir Reykjavíkurbókin. „Jói
vinur minn í 12 Tónum hefur selt
það fyrir mig í búðinni sinni og
nú er það uppselt. Fyrir jólin árit-
aði ég í búðinni. Það komu mjög
margir miðað við að þetta er
plötubúð. En svo hef ég líka selt
vel í Hamraborg á Ísafirði og
bókasafnið þar kaupir alltaf þrjú
eintök.“ Gulli bjó einmitt á Ísa-
firði í sex ár en flutti í bæinn árið
2003. „Bækurnar mínar hafa
fengið mjög góðar móttökur,“
segir Gulli, „enda eru þetta mjög
góðar bækur. Ég hef verið
þekktur maður í 25 ár.“
Jóhannes Ágústsson í 12 Tónum
hefur lengi fylgst með skálda-
ferli Gulla og á öll verk hans.
„Þegar ég var í Japis seldum við
heftin hans líka svo ég get fullyrt
að verk Gulla eru til á fjölmörg-
um heimilum,“ segir Jóhannes og
fer ekki leynt með aðdáun sína:
„Gulli setur hugsanir sínar á blað
á fallega náttúrulegan hátt og
það er stórkostlega eðlilegt flæði
í þessum texta.“
Fólk þarf ekki að örvænta þótt
Reykjavíkurbókin hans Gulla sé
uppseld – „Það er verið að búa til
fleiri og ég fer með heftin í 12
Tóna einhvern næstu daga,“ segir
skáldið og teygir sig eftir kerru.
- glh
Gulli sendill metsöluhöfundur
REYKJAVÍKURBÓKIN UPPSELD
Gulli sendill hefur verið
þekktur maður í 25 ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
JÓHANN JÓHANNSSON Platan Englabörn fær mjög góða dóma
á heimasíðunni Pitchforkmedia.com.
„Þetta verður til dæmis þannig að
þegar þú ferð á klósettið til að
pissa þá verður þú bak við spegil.
Sem horfa má út um þannig að þú
þarft ekki að missa af neinu. Já, já,
já, þú getur horft á leikinn piss-
andi,“ segir Ásgeir Davíðsson
athafnamaður sem betur er þekkt-
ur sem súludanskóngurinn Geiri á
Goldfinger.
Geir festi fyrir nokkru kaup á
húsnæði og rekstri við Grensás-
veg 5-7 en þar var til langs tíma
rekinn nektardansstaðurinn
Bóhem. Þeim stað hefur Geir nú
lokað en það hlýtur að heyra til tíð-
inda að Geiri loki súludansstað en
opni ekki slíkan. Eftir sem áður
verður þarna veitingarekstur en
með öðru sniði en Geiri er þekktur
fyrir.
„Þetta verður flottasti sportbar
norðan Alpafjalla og þótt víðar
væri leitað. Rétt eins og viskíbar-
inn minn á Hafnarkránni var sá
stærsti norðan Alpafjalla – en hann
verður þarna líka,“ segir Geiri en
þegar Fréttablaðið náði af honum
tali var hann einmitt staddur við
Grensásveg að bollaleggja með
þýskum arkitektum sem munu
hanna staðinn sem er alls um 550
fermetrar að stærð.
„Það eru þýskir arkitektar að
teikna þetta upp akkúrat núna í
þessum orðum töluðum og í beinu
framhaldi koma iðnaðarmenn og
brjóta alla veggi niður. Svo koma
þessar skvísur frá fyrirtæki í
Þýskalandi með innréttingar og
mannskap með sér.“
Að sögn Geira verður staðurinn
allur í sjónvörpum og skjáum. Og
eiga menn að geta horft á alla leiki
hugsanlega sem verið er að keppa
í þá og þá stundina. Geiri er nýlega
kominn til landsins frá Skotlandi
þar sem hann var að huga að viskí-
verksmiðju og skoða sportbar sem
á að vera einhver sá flottasti sem
um getur. En verður þá, eftir að
Geiri opnar sinn sportbar, númer
tvö í Evrópu.
Geiri segist ekki hafa nennt að
standa í rekstri súlustaðar við
Grensásveg. Hann hafi lent í stappi
með að fá leyfi fyrir rekstrinum og
vendi því kvæði sínu í kross.
„Strípimeyjarnar sem hér störf-
uðu? Nú, þær eru komnar í Kópa-
voginn. Á Goldfinger. Og eru ágæt-
lega settar þar,“ segir Geiri.
jakob@frettabladid.is
ÁSGEIR DAVÍÐSSON: BYGGIR FLOTTASTA SPORTBAR NORÐAN ALPA
Bolti í stað berra brjósta
RÝNT Í TEIKNINGARNAR Hinn nýi sportbar verður hannaður þannig að horfa má á
leikinn í gegnum spegil meðan pissað er. Silke Schmitt, þýski arkítektinn, sýnir Kristj-
áni Jósteinssyni, sem verður framkvæmdastjóri, Jóni Kornelíusi, sérfræðingi frá Baco
Ísberg, og Geira teikningarnar.
BURT MEÐ STRIPPLIÐ OG INN MEÐ BOLTANN Söguleg mynd. Geiri rífur niður tjöld
sem áður huldu nektardansmeyjar og áhugamenn um einkadans. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
ÁRMÚLA 11 | Sími 568-1500 | Lónsbakka | Sími 461-1070 | www.thor.is
Háþrýsti-
þvottatæki
Úrvals háþrýstitæki á góðu verði.
Auglýsingasími
– Mest lesið
Eins og Fréttablaðið
greindi frá keypti Baldvin
Samúelsson skemmti-
staðinn Óliver af
Ragnari Magnússyni.
Þetta kom Arnari
Þór Gíslasyni
og öðrum
fyrri eigend-
um nokkuð
í opna skjöldu enda eru þeir enn
með afsalið af staðnum. Enda
hefur ekki enn tekist að greiða upp
kaupverðið. Ragnar lét hins vegar
hafa eftir sér að hann hygðist nota
kaupverðið til að greiða upp það
sem hann skuldaði.
En kaupin
virðast hafa
verið meira á
orði heldur
en borði. Því
Ragnar hefur
verið töluvert í
fréttum sökum
bílabruna í
Vogum og hefur
neikvætt umtal í kringum það
mál haft nokkur áhrif á aðsóknina
á Óliver sem hefur um árabil verið
smekkfullur. Ragnar birtist enda á
forsíðu 24 stunda þar sem hann
var sagður reka þrjá skemmtistaði
í Reykjavík og virðst því salan til
Baldvins á Óliver hafa verið gerð
til að auka á jákvætt orðspor stað-
arins, frekar en að Ragnar væri á
leið út úr skemmtanabransanum.
Og fréttamenn í sjónvarpi verða
augljóslega að vera við öllu búnir.
Og það sannaðist kannski hvað
best í laugardagsfréttum RÚV þegar
textavél erlendra frétta bilaði. Bogi
Ágústsson varð því að bregðast
skjótt við og lesa íslenska þýðingu
við erlendu fréttirnar eftir að þær
höfðu runnið sitt skeið,
textalausar, en þær
samanstóðu meðal
annars af berbrjósta
dönskum konum í
sundi og viðtali
við Ringo Starr
út af menning-
arborginnni
Liverpool. - fgg
FRÉTTIR AF FÓLKI