Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 2
2 21. janúar 2008 MÁNUDAGUR Ýsa í raspiVerð áður: 1.298.- 998 kr.kg Mánudagstilboð LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði fjórtán ára gamlan ökumann á Miklubraut aðfaranótt sunnu- dags. Drengurinn hafði tekið bíl foreldra sinna ófrjálsri hendi. Tveir farþegar voru í bílnum, einnig fjórtán ára gamlir. Þá varð umferðarslys á Gullinbrú í Reykjavík aðfaranótt sunnudags. Ökumaður missti stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hann rann á ljósastaur. Ökumaðurinn hlaut höfuðmeiðsl, en farþegi í bílnum slapp ómeiddur. - þeb Lögreglan í Reykjavík: Fjórtán ára í ökuferð SAMFÉLAGSMÁL Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra og formaður Þingvallanefndar, er ekki hrifinn af þeirri hugmynd að Bobby Fischer, fyrrum heimsmeistari í skák, verði jarðsettur í þjóðar- grafreitnum á Þingvöllum. „Þann tíma, sem ég hef setið í Þingvallanefnd hefur ekki annað verið rætt um þjóðargrafreitinn en að hann fái að hvíla í friði. Ég er þeirrar skoðunar að svo eigi að vera áfram,“ segir Björn í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Forsvarsmenn RJF-stuðnings- mannahópsins, sem á sínum tíma hjálpuðu til við að koma Fischer til Íslands, hafa kynnt þá hug- mynd að skáksnillingurinn verði greftraður í þjóðargrafreitnum. Fyrir eru þar grafir Einars Bene- diktssonar og Jónasar Hallgríms- sonar. Fischer lést á fimmtudag eftir erfið veikindi. Össur Skarphéðinsson, iðnað- arráðherra og nefndarmaður í Þingvallanefnd, lýsti efasemdum um hugmyndina í viðtali við Ríkisútvarpið í gær. Aldrei hafi verið rætt um grafreitinn í þau þrettán ár sem hann hafi átt sæti í nefndinni. Formlegt erindi þess efnis yrði þó tekið fyrir sem önnur. RJF-hópurinn ræddi það einnig á fundi sínum um málið að Fischer ætti að fá opinbera útför að hluta. Össur lagði til að vel myndi fara á því að Skáksamband Íslands annaðist útförina. - sh Birni Bjarnasyni hugnast ekki að Bobby Fischer verði grafinn á Þingvöllum: Þjóðargrafreiturinn hvíli áfram í friði BJÖRN BJARNASONBOBBY FISCHER VINNUMARKAÐUR Fundir halda áfram í dag milli Samtaka atvinnulífsins, SA, og forystumanna verkalýðshreyfingarinnar. Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, telur að fundirn- ir geti haft afdrifarík áhrif á framþróun kjarasamn- inga. Margir innan verkalýðshreyfingarinnar séu grautfúlir yfir SA og velti fyrir sér hvað sé að marka atvinnurekendur. „Það liggur fyrir að sum landssambandanna eru búin að fá sig mikið meira en fullsödd á framkomu SA í þessum samningum,“ segir Guðmundur og bendir á að hjá mörgum rafiðnaðarfyrirtækjum séu menn undrandi á því hvernig SA hagar sér. „Fyrir- tæki í okkar bransa vilja klára þetta dæmi, það kom fram á samningafundi á fimmtudag en SA stoppaði það.“ Guðmundur segir að rafiðnaðarmenn séu tilbúnir til að ræða tveggja ára samning að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Ef ekkert uppbyggilegt komi frá atvinnurekendum í dag snúi þeir sér aftur að kröfum um eins árs samning. Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur, segir að í dag verði haldið áfram með málefni fiskvinnslufólks, þá sé unnið að nýjum samningi fyrir beitningafólk um allt land. Slíkur samningur hafi ekki verið til áður. „Við erum að vonast til að það gangi upp en það kemur í ljós í dag hvernig atvinnurekendur taka því,“ segir hann. - ghs Samningafundir halda áfram milli aðila vinnumarkaðarins í Karphúsinu í dag: Geta haft afdrifarík áhrif SKÝRIST Í DAG „Það kemur í ljós í dag hvernig atvinnurekendur taka því,“ segir Aðalsteinn Baldursson, formaður Verkalýðsfélags Húsavíkur. LÖGREGLUMÁL Slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins var kallað að fjölbýlishúsi við Kaplaskjólsveg um miðjan dag í gær. Talið var að eldur hefði komið upp í íbúð í húsinu, þar sem sérkennilega lykt hafði lagt um stigagang hússins. Íbúum þótti lyktin helst líkjast lykt af brennandi plasti og ákváðu því að hringja á slökkviliðið. Allt tiltækt lið var sent á staðinn. Þegar slökkvilið kom á staðinn kom hins vegar í ljós að húsráð- endur höfðu aðeins verið að elda sér mat. - þeb Skrýtin lykt í stigagangi: Eldamennskan varð að útkalli DANMÖRK Fylgi danska Jafnaðar- mannaflokksins hefur dalað um eitt prósent frá því í kosningun- um 13. nóvember, samkvæmt niðurstöðum nýrrar Gallup- könn unar fyrir Berlingske Tidende. Flokkurinn fengi aðeins 24,5 prósent atkvæða ef kosið yrði nú. Stjórnarflokkarnir auka aftur á móti lítillega við fylgi sitt. Nýtt bandalag, sem næstum komst í oddaaðstöðu í kosningun- um, mælist nú undir tveimur prósentum sem þýðir að það myndi ekki fá fulltrúa kjörinn. Það sama gildir um vinstrijaðar- flokkinn Einingarlistann, sem náði naumlega inn á þing síðast, og um Kristilega demókrata. - aa Ný könnun í Danmörku: Jafnaðarmenn tapa fylgi GRÆNLAND Ruth Heilmann, þingmaður grænlenska jafnaðar- mannaflokksins Siumut, var á föstudag kjörin nýr formaður grænlenska landsþingsins. Þingflokkar Siumut og stjórnar- andstöðuflokksins Atassut stóðu saman að kjöri hennar og felldu þar með naumlega Josef Motz- feldt, frambjóðanda IA, flokks sjálfstæðissinna sem er í stjórnarsamstarfi við Siumut. Heilmann er fyrsta konan sem gegnir embætti þingforseta á Grænlandi. Til kjörsins kom eftir að Jonathan Motzfeldt sagði af sér vegna rannsóknar á ásökun- um um kynferðislega áreitni. - aa Grænlenska landsþingið: Ruth Heilmann kjörin forseti 25 milljónum safnað Tónleikar til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna voru haldnir í gær. Að þeim loknum var styrktar- félaginu afhent ávísun upp á þrjár milljónir króna. Á þeim níu árum sem tónleikarnir hafa verið haldnir hafa því safnast yfir 25 milljónir króna. REYKJAVÍK STJÓRNMÁL „Ég er með mörg hnífa- sett í bakinu eftir þennan mann,“ sagði Guðjón Ólafur Jónsson, fyrr- um þingmaður Framsóknarflokks- ins, um samflokksmann sinn og borgarfulltrúann Björn Inga Hrafnsson í sjónvarpsþættinum Silfri Egils í gær. Guðjón sagði hótun Björns Inga um að hætta í flokknum vera leikrit, sett á svið til að fá samúð flokksmanna sinna og stuðning. Björn Ingi lét hafa eftir sér í fréttum Sjónvarps í fyrrakvöld að deilur innan flokksins væru orðnar honum svo erfiðar að ef þeim linnti ekki treysti hann sér varla til að „halda þessu áfram,“ og vísaði þar til starfs síns innan flokksins. Þetta sagði hann inntur eftir viðbrögðum við bréfi sem Guðjón sendi flokks- systkinum sínum þar sem hann lýsir áhyggjum af flokknum og starfi hans. Í bréfi sínu nefnir Guðjón jafn- framt að sögur séu á kreiki um að dýr fatnaður hafi verið keyptur á Björn Inga á kostnað flokksins fyrir síðustu borgarstjórnarkosn- ingarnar. Því hefur Björn Ingi enn ekki neitað. Guðjón sagði jafnframt í Silfri Egils að hann væri ekki sá eini sem farið hefði illa út úr viðskiptum sínum við Björn Inga, og tiltók sér- staklega Jónínu Bjartmarz, Árna Magnússon og Önnu Kristins dóttur, fyrrverandi borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins sem sagði sig nýverið úr flokknum. „Nú fimm árum síðar þá stendur þessi maður uppi einn með sviðna jörð allt í kringum sig og þá hlýtur maður auðvitað að spyrja hvort litli dreng- urinn með eldspýturnar hefði ekki betur skilið þær eftir heima,“ sagði Guðjón. Anna tekur undir með Guðjóni. „Ég þekki þessa sögu sem Guðjón sagði og veit að þetta er staðreynd,“ segir hún. Hún laut í lægra haldi fyrir Birni Inga í baráttu um efsta sætið á lista framsóknarmanna í borginni en ákvað að taka ekki annað sætið. „Það var einfaldlega vegna þess að ég treysti mér ekki til að vinna með honum,“ segir Anna. Hvorki náðist í Jónínu Bjart- marz né Árna Magnússon. Ekki náðist í Björn Inga Hrafns- son í gær, en í skilaboðum sem hann sendi Vísi.is segir hann málið mann- legan harmleik og að persónuleg árás sem þessi eigi sér vart for- dæmi í íslenskum stjórnmálum. stigur@frettabladid.is Guðni er hnugginn vegna flokksdeilna Guðjón Ólafur Jónsson segist vera með mörg hnífasett í bakinu eftir Björn Inga Hrafnsson. Guðni Ágústsson er hissa á framgöngu Guðjóns Ólafs síðustu daga. GUÐJÓN ÓLAFUR JÓNSSON FRAMGANGA GUÐJÓNS KOM GUÐNA Á ÓVART Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, segir framgöngu Guðjóns Ólafs hafi komið sér á óvart. Stór orð hafi fallið. „Þetta er andstyggilegt,“ segir hann. „Manni er náttúrulega brugðið þegar svona moldviðri persónulegra átaka milli félaga á sér stað á opinberum vett- vangi. Þá fellur manni allur ketill í eld. Maður verður hnugginn.“ Guðni segir að nú sé um að gera að róa allt niður, og hann muni reyna að friða menn verði þess óskað og leggja gott til málanna. „Þetta eru tveir mikilvægir forystumenn sem ég þekki báða mjög vel. Þeir hafa staðið sig vel og mikið á þá reynt.“ VÍSINDI Vísindamenn bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA hafa komist að því að ísinn á Suðurskautslandinu bráðnar það hratt, að haldi bráðnunin áfram með svipuðum hraða geti sjávarborð í heiminum hækkað um allt að tvo og hálfan metra fram til ársins 2100. Að þessari niðurstöðu komust vísindamennirnir eftir greiningu á gervihnattamyndum af suður- skautinu síðastliðin tíu ár, en niðurstöðurnar hafa þeir nú birt í tímaritinu Nature Geoscience. - aa Vísindamenn NASA: Spá hækkun sjávarborðs Á SUÐURSKAUTSÍSNUM Norski forsætis- ráðherrann Jens Stoltenberg heimsótti vísindamenn á suðurskautinu um helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS Guðmundur, vantar ekki bara nuddolíu í umræðurnar? „Heitir það ekki sleipiefni?“ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir viðræður samtakanna og Rafiðnaðarsambands- ins „nuddast áfram“. Guðmundur er formaður Rafiðnaðarsambandsins.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.