Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 18
[ ] Arndís Hrönn Egilsdóttir leik kona á glæsilegan nítj- ándu aldar spegil sem henni áskotnaðist á námsárunum í Frakklandi. „Vinkona mín, Hrafnhildur, átti þennan spegil en hún keypti hann á flóamarkaði í París,“ segir Arndís um spegilinn, sem margt bendir til að hafi upphaflega verið áfastur snyrtiborði, þótt ekki sé vitað um afdrif þess. Spegilinn fékk hún síðan að gjöf frá vinkonunni þegar sú flutti frá París, en Arndís átti heima í sex ár í Frakklandi. Fyrst í Sorbonne á meðan hún lagði stund á leikhúsfræði og svo í L´École du Passage í París þar sem hún lærði leiklist. Spegillinn hafði nokkrum sinn- um skipt um eigendur áður en hann endaði hjá Arndísi, en einhver þeirra hafði fengið þá snilldarhug- mynd að mála hana í apríkósulit sem vakti ekki beint lukku hjá leik- konunni verðandi. „Þetta var alveg hryllilegur litur,“ rifjar Arndís upp með viðbjóði. „Enda málaði ég hann upp á nýtt; í gylltu sem var þá í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég var með æði fyrir að mála allt gulllitað á þessum tíma.“ Sem fyrr sagði hefur leikkonan ekki sagt skilið við spegilinn eftir það, en hann hefur fylgt henni öll hennar búskapsár. Vítt og breitt um Parísarborg og svo á milli landa þegar Arndís flutti aftur heim til Íslands eftir nám. Og aldrei kom neitt fyrir spegilinn, þótt hann sé bæði fyrirferðarmikill og þungur. Í dag trónir spegillinn síðan ofan á orgeli sem er í eigu unnusta Arn- dísar, Eiríks Stephensen, sem gerði það upp og málaði í grænum lit. „Þetta er eiginlega spilandi snyrti- borð. Eiríkur spilar á orgelið meðan ég dáist að mér í speglinum og syng kannski með. Þannig eyðum við gjarnan síðdeginu saman,“ segir hún kaldhæðnislega og hlær. roald@frettabladid.is Spilandi snyrtiborð Arndís við spegilinn góða. Leikkonan hefur vakið athygli fyrir leik í þáttunum Pressu á Stöð 2, þar sem hún þykir sannfærandi í hlutverki blaðamannsins Stínu. Þá fer Arn- dís með hlutverk í Hér og nú, sem hún lýsir sem nútímarevíu, þar sem slúðurtímarit, bloggsíður og raunveruleikaþættir eru hafðir að fyrirmynd. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR ÁRNASON Pressukönnu getur verið gott að eiga þegar gesti ber að garði. Það er fljótlegt að hella upp á kaffi í henni og auk þess eru pressukönnur glæsilegar á að líta. Viðráðanlegt verð á öllum verkum Á VEFSÍÐUNNI 20X200.COM MÁ FINNA FLOTTAR EFTIRPRENTANIR Á GÓÐU VERÐI. Jen Bek- man stofn- aði vef- síðuna 20x200 en hún er meðal annars þekkt fyrir að hafa opnað gallerí í neðri austurhluta New York með það að markmiði að styðja við bakið á ungum og upprennandi listamönnum. Tvö ný verk eru kynnt í hverri viku á síð- unni, annars vegar ljósmynd og hins vegar eftirprentun á pappír og fáanleg í þremur stærðum. Minnsta stærðin er prentuð í 200 eintökum og kostam myndirnar minnst 20 dollara. Af því dregur vefsíðan heiti sitt. Nánar á 20x200.com. - sgi Mex - byggingavörur Sími 567 1300 og 848 3215 www.byggingavorur.com Vönduð vara og hagstætt verð..... STIGAR Ryðfrítt Stál Gler Tré Einnig: Innihurðir, Harmonikkuhurðir Fullningahurðir, Útihurðir, Gerefti Gólflistar og margt fleira Allar mögulegar gerðir og stærðir smíðað eftir óskum hvers og eins

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.