Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 16
16 21. janúar 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is MERKISATBURÐIR 1925 Albanía lýsir yfir sjálfstæði. 1925 Mestu flóð og fárviðri í eina öld á Íslandi, einkum í Reykjavík, Grindavík og á Eyrarbakka. 1932 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis stofnaður. 1976 Atli Heimir Sveinsson hlýt- ur norrænu tónlistarverð- launin, fyrstur Íslendinga. 1977 - Jimmy Carter, forseti Bandaríkjanna, náðar nær alla bandaríska liðhlaupa úr Víetnamstríðinu. 1982 Belgíski togarinn Pelagus strandar við Heimaey. Tveir björgunarmenn og tveir úr áhöfn fórust. 1989 Spaugstofan hefur göngu sína í sjónvarpi með þættinum 89 af stöðinni. Þennan dag fyrir 68 árum lést skáld- ið Einar Benediktsson á heimili sínu í Herdísarvík, þá 75 ára að aldri. Faðir Einars var Benedikt Sveins- son, alþingismaður og sýslumað- ur, og móðir hans hét Katrín Einars- dóttir og var húsmóðir. Einar gekk í Lærða skólann í Reykjavík þar sem hann útskrifaðist árið 1884. Því næst nam hann lögfræði og útskrif- aðist úr Hafnarháskóla 1892. Einar var athafnasamur maður alla tíð. Stofnaði fyrsta dagblað Ís- lands, Dagskrá, árið 1896, sem studdi Heima- stjórnarflokkinn. Hann átti þátt í að koma á laggirnar fyrstu loftskeytastöð landsins árið 1906 og stofnaði ásamt öðrum Fossafélag- ið Títan 1914 til athugunar á því hvort arðbært væri að byggja virkjanir við Þjórsá. Ekkert varð úr þeim fyrirætlunum fyrr en um hálfri öld seinna þegar Búrfellsvirkj- un var byggð. Á árunum 1907-21 ferðaðist Einar mikið erlendis, meðal annars til Nor- egs, Skotlands og Danmerkur auk þess að eyða sjö árum í London. Hann sneri endanlega aftur heim til Íslands árið 1921 og bjó í Reykjavík næstu árin, þó svo að hann hefði oft verið langdvölum erlendis, meðal annars í Þýskalandi, á Spáni og í Norður-Afríku. Þá lét hann fara fram rannsóknir á námum í Miðdal, til þess að skoða möguleikana á málmvinnslu og sementsfram- leiðslu. Síðustu átta árum ævi sinnar eyddi Einar í Herdísarvík í Selvogi í Árnessýslu. Hann dó þar 1940, og var grafinn í heiðursgrafreit á Þingvöll- um. ÞETTA GERÐIST: 21. JANÚAR 1940 Einar Benediktsson andastSVEINN BJÖRNSSON FORSETI ANDAÐIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1952, SJÖTÍU OG EINS ÁRS AÐ ALDRI. „Vinátta við aðrar þjóðir, orð- heldni og virðuleg framkoma vor er besta vörn fyrir sjálfstæði hins vopnlausa lands vors.“ Sveinn Björnsson var málaflutnings- maður, þingmaður, sendiherra og fyrsti forseti Íslands. Læknadagar 2008 verða settir í dag og standa út vikuna. Dagskrá lækna- daganna er fjölbreytt en á ýmsum málstofum verða ræddar helstu framfarir og þróun í heilbrigðismál- um auk þess sem málefni líðandi stundar er snerta skipulag heilbrigðismála ber á góma. Læknadagar verða á Hótel Sögu en Birgir Jak- obsson, forstjóri Karolinska Sjukhuset i Stokkhólmi, heldur erindi við setningu Læknadaga klukkan 16.00 í Háskólabíói í dag. Læknadagar 2008 Fjölmargir ungir Íslendingar hafa undan- farin ár nýtt sér Nordjobb-verkefnið á vegum Norræna félagsins. Þar geta ung- menni notið sumarsins í einu af Norður- löndunum, unnið sér inn tekjur við hin ýmsu störf um leið og þau kynnast annarri menningu, landi og tungumáli. Nordjobb er vinnuskiptaverkefni sem hefur frá árinu 1985 útvegað 18.000 ung- mennum sumarvinnu, húsnæði og tóm- stundadagskrá ásamt því að stuðla að rækt- un góðrar frændsemi hjá nágrannaþjóðun- um. Nú er lag að sækja um Nordjobb ef þú ert á aldrinum 18-28 ára og hefur áhuga á sumarvinnu á Norðurlöndum. Nordjobb er rekið af Norræna félaginu á Íslandi að tilstuðlan Norrænu ráðherra- nefndarinnar. Hægt er að sækja um Nordjobb á www.nordjobb.net Nordjobb-tímabilið hafið Íbúar Vesturbyggðar hafa brugðist vel við áskorun um bætt líferni. Lesa má áskorunina á fréttavef Tíðis á www.patreksfjordur.is. Þar er skorað á íbúana í heilsu átak og verðlaunum lofað fyrir góðan árangur. Keppt er í tveimur flokkum, annars vegar „Hver léttist mest?“ og hins vegar „Hver mætir best?“ Átakið stendur í átta vikur í Íþróttamiðstöð Bröttuhlíð- ar. Fyrstu verðlaun í hverj- um flokki eru helgarferð fyrir tvo til Reykjavíkur með flugfélaginu Erni, ásamt gistingu á Grand Hótel með morgunverði í tvær nætur og 40 tíma kort í íþróttamið- stöðina Bröttuhlíð. Átakið hófst af fullum krafti á mánudaginn síðasta en samkvæmt fréttavefnum www.bb.is höfðu þá á fjórða tug skráð sig í heilsuátak- ið. Þetta þykir góður árang- ur en allir íbúar yfir 18 ára voru hvattir til að taka þátt. Átakið verður þó ekki að- eins puð því að fjórum vikn- um liðnum verður nudd- ari fenginn á staðinn til að nudda þátttakendur en Sparisjóður Vestfirðinga, Patreksfirði, niðurgreiðir nuddtímana. Heilsuátak í Vesturbyggð PATREKSFJÖRÐUR Íbúar Vesturbyggðar hafa tekið vel í heilsuáskorunina. Meðal dagskrárliða verða: Málstofa um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu með þátt- töku heilbrigðisráðherra. Viðbrögðin við fellibylnum Katarínu Háfjallalæknisfræði Hjartaendurhæfing Lifrarbólga C Bólusetningar við HPV – leghálskrabbameini. Sprautufíkn á Íslandi. Athyglisbrestur með of- virkni hjá fullorðnum Heimaþjónusta aldraðra Nánari dagskrá er að finna í gegnum vef Læknafélags Íslands www.lis.is AFMÆLI Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir blaðamaður er 32 ára í dag. Aldís Bald- vinsdóttir leikkona er 49 ára í dag. Arnar Jónsson leikari er 65 ára í dag. „Þarna eru fjölbreytt verkefni og upp- skriftir að leikjum sem miða að því að rækta umburðarlyndi í samskiptum,“ segir Fríða Bjarney Jónsdóttir leik- skólaráðgjafi. Hún er höfundur efnis á nýjum vef Leikskólasviðs Reykjavík- urborgar ásamt Önnu Margréti Þor- láksdóttur aðstoðarleikskólastjóra á Lækjarborg. Vefurinn hefur slóðina www.allirmed.is og snýst um hvernig skipuleggja megi fjölmenningarlegt leikskólastarf þannig að öll börn hafi gagn af því og gaman. „Vefurinn getur vissulega nýst hvar sem er. Þar eru endalausar hugmyndir að skemmti- legum samskiptum og skapandi verk- efnum þar sem fjölbreytni er höfð að leiðarljósi,“ segir Fríða Bjarney og lýsir tilurð vefsins nánar. „Við Anna Margrét vorum í fjöl- menningarnámi í Kennaraháskólanum og efnið varð að nokkru leyti til þar. Margt af því bjuggum við til sjálfar og þróuðum í tilraunaverkefni sem hét Lækjarborg – fjölmenningarlegur leik- skóli. Grunnurinn er þó sóttur í smiðju fjölmenningarlegrar hugmyndafræði sem er að stórum hluta bresk og banda- rísk. Þó að við Anna Margrét séum höfundar efnis hefur Sigrún Björns- dóttir, upplýsingafulltrúi mennta- og leikskólasviðs borgarinnar, haft um- sjón með uppsetningu á vefnum.“ Á allirmed.is eru mörg verkefni sem stuðla að virðingu fyrir marg- breytileika mannlífsins, eins og Fríða Bjarney bendir á. „Þarna er fullt af hugmyndum um samskipti og sam- vinnu innan leikskólans, um hvernig á að koma fram af virðingu við alla og læra að kynnast styrkleika hver ann- ars. Líka hvernig unnið er með móður- mál og menningu allra barna í hópnum og kennslu íslensku sem annars máls. Allt þarf að vera einstaklingsmiðað og allt þarf að vinnast í samvinnu við for- eldra því þeir þekkja barnið sitt best.“ Fríða Bjarney segir efnið fyrst og fremst hugsað út frá þörfum leikskól- ans. Það sé þó sett upp sem hugmyndir og því gagnist það líka þeim sem eldri séu. „Við settum inn verkefni fyrir hópa óháð því hvort þar eru börn af erlendum uppruna eða ekki. Þetta eru kennarar auðvitað að fást við alla daga. Þeir eru alltaf með ólíka einstaklinga,“ segir hún en telur skiljanlegt að kenn- urum vaxi í augum að fá börn í sinn bekk sem ekki tali orð í íslensku. „Auð- vitað er flókið að vera með börn af ólíkum uppruna en það er áskorun. Því er mjög tímabært að koma með þetta efni inn á netið því lítið hefur verið til á íslensku um hvernig hægt er að vinna með fjölbreyttan barnahóp á leikskólastigi. Skemmtilegt er að sýna fram á að sú vinna er eitthvað sem við getum gert alla daga, alltaf. Það getur verið krefjandi en það er ekki vanda- mál heldur eðlilegur gangur lífsins.“ gun@frettabladid.is ALLIRMED.IS: NÝR VEFUR UM FJÖLMENNINGARLEGT STARF Á LEIKSKÓLA Hugmyndir og hagnýt ráð um samskipti, virðingu og leiki Á LÆKJARBORG Anna Margrét og Fríða Bjarney í góðum félagsskap. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN HÓTEL SAGA Læknadagar hefjast í dag en margir áhugaverðir fyrirlestrar verða í boði út vikuna. KAUPMANNAHÖFN Í Nordjobb-verkefninu má kynnast menningu hinna Norðurlandanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.