Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 21.01.2008, Blaðsíða 40
24 21. janúar 2008 MÁNUDAGUR sport@frettabladid.is                                                  www.radiophonic-narration Radiophonic Narration er fagnám fyrir hæfi leikafólk sem vill vinna að skapandi fjölmiðlun. Radiophonic Narration er fjölþjóðlegt verkefni á vegum Kvikmyndaskóla Íslands sem byggir á gagnvirkri kennslu og verkefnagerð. Þátttakendur ferðast til Grænlands, Svíþjóðar, Danmerkur og taka virkan þátt í workshops undir handleiðslu verðlaunaðra fagmanna. Í náminu er farið rækilega í grunnþætti á framleiðslu heimilda- og fl éttuþátta, svo sem upptöku- og klippitækni, viðtalstækni, dramatúrgíu og hljóðnotkun. UMSÓKNARFRESTUR: 15 FEBRÚAR Nánari upplýsingar á www.radiophonic-narration.is Fyrirspurnir: rikke@kvikmyndaskoli.is Námstími: Frá mars 2008 til júlí 2009 www.kvikmyndaskoli.is HEFURÐU EYRA FYRIR FJÖLMIÐLUN? Námskeiðið Radiophonic Narration er haldið á vegum Kvikmyndaskóla Íslands í samvinnu við Háskóla Grænlands, Grænlenska fjölmiðlaskólann, Dramatiska Institutet í Stokkhólmi og Danska Ríkisútvarpið. Verkefnið er að auki stutt af RÚV, KNR og Miðstöð munnlegrar sögu og styrkt af Leonardo da Vinci - starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins. Auður Anna Jónsdóttir var valin taekwondo-kona ársins 2007 og hélt upp á það með góðri frammistöðu á Norðurlandamóti í taekwondo á dögunum. Þar hlaut hún silfurverðlaun í sínum þyngdarflokki eftir spennandi rimmu í úrslitabardaganum. „Ég hefði náttúrulega átt að fara heim með gullið,“ sagði Auður Anna. „Ég tapaði úrslitabardaganum við finnska stelpu með einu stigi sem kom þegar sex sekúndur voru eftir af bardaganum. Mjög tæpt og mjög svekkjandi.“ Auður Anna hefur nóg fyrir stafni á næstunni. „Ég er að fara út til Tyrklands eftir helgi þar sem ég mun taka þátt í Evrópuúrtökumóti fyrir Ólympíuleikana og stefni að því að komast í gegn þar og vinna mér þar með keppnisrétt á Ólympíuleikunum. Það verður hins vegar ekki létt þar sem ég þarf að komast á verðlaunapall til þess að það gangi eftir og ég dett úr leik um leið og ég tapa bardaga,“ sagði Auður Anna. Hún féll fyrir taekwondo um leið og hún prófaði íþróttina. „Ég var í fót- bolta þegar ég var yngri en eftir að ég slasaði mig þar ákvað ég að finna mér nýja íþrótt og prófaði ýmislegt. En eftir að ég prófaði taekwondo í fyrsta skiptið fyrir um sex og hálfu ári og keppti í mínu fyrsta móti, þá vissi ég strax að þetta væri rétta íþróttin fyrir mig,“ sagði Auður Anna sem þjálfar nú taekwondo hjá Björk í Hafnarfirði og segir íþróttina vera vaxandi á Íslandi. „Taekwondo er alltaf að stækka og stækka og verður sífellt vinsælli, sérstaklega eftir að íþróttin varð ólympíugrein. Ólíkt það sem sumir kunna að halda þá er rosalega lítil meiðslahætta í taekwondo og við æfum og keppum með þar til gerðar hlífar sem verja iðkendurna fullkomlega. Taekwondo er mjög góð líkamsrækt og er líka mjög fjölskylduvæn íþrótt og við hjá Björk erum til að mynda með hjón sem æfa saman ásamt sonum sínum og það er mjög skemmtilegt,“ sagði Auður Anna að lokum. TAEKWONDO-KONAN AUÐUR ANNA JÓNSDÓTTIR: STEFNIR Á AÐ VINNA SÉR ÞÁTTTÖKURÉTT Á ÓLYMPÍULEIKUNUM Vissi strax að taekwondo væri rétta íþróttin > Helena með 20 stig fyrir TCU Helena Sverrisdóttir skoraði 20 stig, tók 8 fráköst og gaf 3 stoðsendingar á aðeins 26 mínútum í glæsilegum 70-52 sigri TCU á Colorado State í bandarísku háskóladeildinni í fyrrinótt. Helena hafði aðeins tekið 13 skot í síðustu þremur leikjum en komst nú betur inn í sóknarleik liðsins og það var við hæfi því Sverrir Hjörleifsson, faðir hennar, var í heimsókn og horfði á leikinn. Helena hitti meðal annars úr 3 af 4 þriggja stiga skotum sínum í leiknum og hefur nú sett niður 6 af 9 síðustu skotum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna. FRJÁLSAR Sveinn Elías Elíasson úr Fjölni harkaði af sér og lét ekki meiðsli í upphitun spilla fyrir sér og tryggði sér sigur í 200 metra hlaupi á Reykjavík International í frjálsum í Laugardalshöll í gær. Silja Úlfarsdóttir ætlaði sér að vinna bæði 60 og 200 metra hlaup en varð önnur í 200 og aðeins í 5. sæti í 60 metra hlaupinu. Helga Margrét Þorsteinsdóttir vann 60 metra grindarhlaup stúlkna og setti stúlkna- og ungkvennamet og varð í 3. sæti í 200 metrunum. Þorsteinn Ingvarsson, HSÞ (langstökk), Bjartmar Örnuson, UFA (800 m) Óðinn Þorsteinsson, FH (kúluvarp) Herdís Arnalds, Breiðabliki (400 m), Guðrún Pétursdóttir, Breiðabliki (hástökk) unnu sínar greinar og þau Arndís Ýr Hafþórsdóttir úr Fjölni og Björn Margeirsson úr FH voru fljótust í míluhlaupi. - óój Alþjóðlegt mót í frjálsum: Sveinn harkaði af sér og vann ENDASPRETTURINN Sveinn Elías Elías- son (til vinstri) tryggir sér sigur í 200 metra hlaupinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR EM Í NOREGI HENRY BIRGIR GUNNARSSON skrifar frá Þrándheimi henry@frettabladid.is HANDBOLTI Ísland var niðurlægt í annað sinn í riðlakeppni EM í gær. Svíaleikurinn var vondur og leik- urinn gegn Frökkum í gær engu skárri. Íslenska liðið stendur engan veginn undir væntingum og þarf að hysja verulega upp um sig til að forðast frekari niðurlægingu í milliriðlinum. Alfreð byrjaði með sama byrj- unarlið og gegn Slóvökum. Ólafur Stefánsson var ekki í hópnum vegna meiðsla og Sverre Jakobs- son var kominn inn í stað Garcia Padron sem er veikur á ný. Frakkar mættu til leiks mjög vel stemmdir. Spiluðu fasta og ákveðna framliggjandi vörn sem íslenska sóknin var í verulegum vandræðum með. Vörnin og markvarslan sem hefur verið aðalsmerki íslenska liðsins hingað til var ekki söm. Frakkar fengu allt of auðveld skot og Hreiðar varði ekki bolta fyrir aftan. Í stöðunni 3-8 tók Alfreð leikhlé og freistaði þess að hressa sína menn við. Leikhléið skilaði nákvæmlega engu. Íslensku leik- mennirnir voru allt of passífir í sóknarleiknum. Það vantaði allan kraft og sjálfstraust í leikmennina og þeir virtust hreinlega ekki hafa trú á því sem þeir voru að gera. Á sama tíma var Nikola Kara- batic að fara á kostum í sókninni og Thierry Omeyer fór hamförum í markinu en hann varði 11 skot og þar af tvö víti í hálfleiknum. Íslensku strákarnir gerðu honum reyndar of auðvelt fyrir á köflum með því að skjóta ítrekað niðri líkt og þeir gerðu gegn Svíum með hræðilegum árangri. Birkir Ívar datt í smá stuð undir lok hálfleiksins og bjargaði algjörri niðurlægingu í hálfleikn- um en Frakkar leiddu með níu mörkum, 8-17. Alfreð reyndi að breyta til í seinni hálfleik með því að fara í 6/0-vörn en allt kom fyrir ekki. Sérstaklega þar sem markvarslan var nákvæmlega engin og íslensku markverðirnir vörðu ekki bolta fyrr en eftir 18 mínútur í hálf- leiknum. Frakkarnir slökuðu aðeins á en gáfu ekki færi á sér og sáu til þess að hefndin eftir HM í fyrra var sæt. Níu marka sigur, 21-30, stað- reynd og Frakkar einir liða í okkar milliriðli með fjögur stig. Því er ekki að neita að frammi- staða íslenska liðsins í þessari riðlakeppni er gríðarleg von- brigði. Liðið er búið að láta niður- lægja sig í tvígang, spila einn flottan hálfleik gegn Slóvökum en hinn var vondur. Íslenska liðið er ekki bara að tapa heldur er það að tapa mjög illa. Sóknarleikur liðsins er í algjörum molum og frammistaðan í riðlakeppninni gefur ekki vonir um gott gengi í milliriðlinum. Enn er þó von fyrir liðið þar sem aðeins eitt lið fer með fjögur stig í milliriðilinn. Liðið getur enn náð markmiðum sínum en til að það gerist þarf svo sannarlega margt að breytast og það er ekkert sem bendir til þess í augnablikinu að ástandið breytist nokkuð. Flenging upp á franska mátann Frakkar hefndu tapsins frá því á HM í Þýskalandi fyrir ári síðan með því að niðurlægja íslenska landsliðið í Þrándheimi í gær. Frakkar hreinlega yfirspiluðu lélegt íslenskt lið þar sem ekki stóð steinn yfir steini. ÁFRAM ÍSLAND Það hefur verið mögnuð stemning meðal íslensku áhorfendanna á leikjunum í Þrándheimi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR LÍTIL STEMNING Íslensku leikmennirnir leyndu ekki vonbrigðum sínum né von- leysi sínu þegar ljóst var í hvað stefndi. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.