Tíminn - 01.05.1981, Page 2
2
Föstudagur 1. maí 1981
Björn Rúrtksson, meft eitt verk sinna. Timamynd: GE.
Ljósmyndasýning á Kjarvalsstöðum 1.—17. mai
Hefur áður sýnt
í New York og víðar
HV — Þann fyrsta mai opnar
Björn Rúriksson, ljósmyndari
sýningu á myndum sinum aö
Kjarvalsstööum. Björn sýnir þar
rúmlega sextiu ljósmyndir, flest-
ar af Islenskri náttúru, ísiensku
landslagi, þar af margar teknar
úr iofti.
Björn hefur tekiö ljósmyndir
frá þvi á unglingsárunum.
Undanfarin ár hefur hann hlotiö
margar viöurkenningar fyrir
myndir sinar. Hann hefur sýnt
verk sin i Nikon Center i New
York, þar sem myndir hans vöktu
mikla athygli, svo og i Newark
myndlistarsafninu I New Jersey,
en sú sýning hlaut meöal annars
mjög góöa dóma i sunnudagsblaði
New York Times. 1 skrifum sin-
um þar sagöi gagnrýnandinn
meöal annars: Björn Rúriks-
son... er sérfræðingur um jarð-
fræöi Islands. Sú þekking hlýtur
að hafa aöstoöað hann viö aö
finna þær sérstæöustu og falleg-
ustu landslagsmyndir, sem ég hef
séö.”
Ljósmyndir Björns hafa enn-
fremur birst nokkuð viöa, meöal
annars i Iceland Reviw, New
York Times og timaritinu GEO.
Sýning Björns að Kjarvalsstöö-
um mun standa dagana 1. til 17.
mal.
Samið við banka og sparisjóði um skuldbreytingalánin:
Allt að 100 þús-
und til átta ára
HV — Þeir sem byggt hafa eða
keypt ibúð tileigin afnota og hafa
fengið lán hjá Húsnæðismála-
stofnun rikisins á undanförnum
þrem árum, eða verið lánshæfir á
þeim árum, geta nú breytt
skammtimalánum og lausaskuld-
um sinum I fóst lán hjá bönkum
og sparisjóðum. Hámark verða
þo eitt hundrað þúsund krónur
(liu milljónir gamaila króna) og
lánstiminn verður átta ár, með
lánskjaravisitöiubindingu og tvö
og hálft prósent vöxtum.
í fréttatilkynningu frá við-
skiptaráðuneytinu i gær segir að
með hliðsjón af ákvæðum efna-
hagsáætiunar rikisstjórnarinnar
frá 31. desember siðastliðnum,
um breytingu á skammtimalán-
um og lausaskuldum i föst lán til
lengri tima vegna ibúðabygginga,
hafi nú verið gert samkomulag
við banka og sparisjóði. Sam-
kvæmt þvi' munu þeir sem falla
undir skilgreininguna i upphafi
fréttarinnar eiga kost á að breyta
skuldum sinum við banka og
sparisjóði i föst lán til lengri tima.
Skilyrði fyrir lánveitingum og
lánakjör verði sem hér segir:
1. Að umsækjandi hafi byggt
eða keypt ibúð til eigin afnota.
2. Að umsækjandi hafi fengið
lán hjá banka eða sparisjóði til
skemmri tima en fjögurra ára og
skuldir 31. desember siðast liðinn
20.000 nýkrónur eða meira, sem
greiðasteiga á næstu þrem árum
eða skemmri tima. Undanskilin
skulu skammtimalán veitt vegna
væntanlegra húsnæðislána eða
lifeyrissjóðslána.
3. Lánin verða veitt gegn veði i
fasteign og má veðsetningin ekki
nema hærra hlutfalli af bruna-
bótamati en 65%.
4. Lánstimi verður allt að 8 ár
og lánið bundið lánskjaravisitölu,
með 2 1/2% vöxtum. Hámark
lána verði 100.000 nýkrónur.
Gjalddagar afborgana, vaxta og
verðbóta verða fjórum sinnum á
ári.
50 myndverk á upp-
boði tilstyrktar Sogni
Nokkrar þeirra mynda, sem FtM
hefur gefiö tii Sogns.
Styrktarfelag Sogns, gengst
fyrir myndverkauppboöi aö Hótel
Sögu, Súlnasal, þriöjudaginn 5.
mai n.k., kl. 20.30.
Boðin verða upp 50 myndverk,
sem félagið hefur fengið frá með-
limum I Félagi islenskra mynd-
listarmanna.
Myndirnar verða til sýnis I Bláa
sal sunnudaginn 3. mai kl. 14—17
og einnig i Súlnasal uppboðsdag-
inn 5. mai kl. 14.00—19.00 og gefst
fólki kostur á að gera boð i mynd-
verkin á þeim tima.
Uppboðshaldari veröur Indriði
G. Þorsteinsson rithöfundur.
Allur ágóði rennur til meðferð-
arheimilis SAA að Sogni Olfusi.
Styrktarfélag Sogns var stofnað
1. nóvember 1980 af 130 áhuga-
mönnum um meöferðarmál. Til-
gangur félagsins er að efla starf
og uppbyggingu endurhæfingar-
heimilis SAA aö Sogni, Olfusi.
Heimiliö er sjálfseignarstofnun
á vegum SAA og veröur 3 ára nú i
sumar.
Á þessum tima hafa rúmlega
1100 manns notið meðferðar aö
Sogni.
Nú er brýn þörf á endurbótum á
staðnum og væntir félagiö sér
mikils af uppboðinu og hvetur
fólk til að koma á uppboðið I
Súlnasal Hótel Sögu, þriðjudag-
inn 5. mai kl. 20.30.
1. MAI
sýnir verkalýðshreyfingin samtakamátt sinn
og sigurvilja með því að fylkja einhuga liði í kröfugöngu
verkalýðsfélaganna og á útifund þeirra.
Höfnum sundrungu, treystum raðirnar
og búumst til baráttu fyrir mannsæmandi lifskjörum.
Berum kröfur samtaka okkar fram til sigurs.