Tíminn - 12.05.1981, Page 1
LANDFARI — BRÉF FRÁ LESENDUM — BLS. 10
VERIÐ í TAKT
VIÐ TÍMANN
Þriðjudagur 12. mai 1981
104. tölublað—65. árgangur
Röd næstu virkjunarframkvæmda ákveðin síðar á árinu:
BUNM 20% HAGKVÆM-
ARI EN FUÚTSDALUR
■ Frumvarp til laga um
raforkuver var lagt fram
á Alþingi í gær. Ekki er
þar tekin ákvörðun um
forgangsröð i virkjunar-
framkvæmdum/ en gert
ráð fyrir að ríkisstjórnin
ákveði framkvæmda-
röðina síðar á þessu ári,
og að Alþingi staðfesti
ákvörðunina á haust-
þingi.
Frumvarp þetta er
stef numóta ndi fyrir
virkjunarframkvæmdir
næstu lOtil 15 ára.
Þar er gert ráð fyrir að tvær
stórar virkjanir utan Suður-
lands nsi á þessu timabili,
Blönduvirkjun og Fljótsdals-
virkjun. Kemur fram i greina-
gerðinni með frumvarpinu að
hagkvæmni Blönduvirkjunar,
miðað við krónutölu á hverja
kílówattstund á ári, er mun
meiri en Fljótsdalsvirkjun, eða
riimlega 20%.
Auk þessa er i frumvarpinu
leitað heimilda fyrir 4 vatns-
aflsveitum svo og heimildar
fyrir stækkun Hrauneyjarfoss-
virkjunar.
Gert er ráð fyrir þvi i
frumvarpinu að samið verði við
Landsvirkjun um að reisa og
reka vatnsaflsvirkjanimar, en
takist slfkir samningar ekki
verði Rafmagnsveitur rikisins
virkjunaraðili.
I heild gerir frumvarpið ráð
fyrir framleiðslu á 720 mega-
wöttum, en nilverandi vatnsafl
virkjana okkar er 542 megawött,
þannig að um meira en tvöföld-
un yrði að ræða.
Það kom fram i máli iðnaðar-
ráðherra á blaðamannafundi i
gær, að rikisstjórnin afgreiddi
frumvarp þetta á fundi sinum
sl. laugardag, og sagði hann að
full samstaða hefði verið um
það i rikisstjórninni.
Nánar segir frá efni
frumvarpsins á bls. 5.
— AB.I
■ Hreinsunarherferö var farin i Breiöholti þrjú um helgina meö góöum árangri, eins og nánar kem-
ur fram iopnu biaösins idag.
Timamynd: Róbert
FarahDiba
húsmoðir?
- bls. 2
I spegli
Tfmans:
Barrtré I
görðum
~ bls. 11
MvyxmBin
Fjölmiðlum
treystandi?
Ágreiningur um kostnað vegna hitaveitu frá Laugalandi:
ÓVISSA UM FRAMKVÆMD
IRNAR VEGNA DEILUNNAR
■ Mikill ágreiningur er nú á
milli Hellu og Hvolhrepps um
nýtingu á þvi heita vatni sem
upp kom viö boranir á Lauga-
landiá sl. ári. Þessi ágreiningur
veldur þvi aö ekki er hægt aö
hefjast handa viö hitaveitu-
framkvæmdir, en til þeirra eru
áætlaöar 5 millj. kr. á lánsfjár-
áætlun. Ef ekki nást sættir á
næstu dögum eða vikum, er
útséö um framkvæmdir á þessu
sumri.
Deilan stendur um það, að á
þeirri 12—13 kilómetra vega-
lengd milli Hellu og Hvolsvall-
ar, kólnar vatnið um einar 10
gráöur, sem veldur þvi að
kyndingarkostnaður á Hvols-
velli verður 20% dýrari en á
Hellu, miðað við að sama ein-
ingaverð verði á hverjum litra
heits vatns, burt séð frá þvi
hversu heitur hann er.
Þessu vilja Hvolhreppingar
ekki una. Þeir telja hættu á mik-
illi byggðaröskun milli þessara
staða, ef miklu mun ódýrara
verður að hita upp hús með
heitu vatni á Hellu en á Hvols-
velli. Benda þeir á, máli sinu til
stuðnings, að svipað vandamál
hafi verið leyst hjá Hitaveitu
Borgarfjarðar og Akraness á
þann hátt að þeir notendur sem
fjærst búa, eins og t.d. Akranes-
ingar, fái hlutfallslega meira
magn af vatni fyrir sama verð
og þeir notendur sem nær hita-
veitunni búa. Þannig að i reynd
greiði notendur á öllu veitu-
svæðinu sömu upphæð fyrir
sama hitagildi.
1 fyrradag var samningafund-
ur meö aðilum, auk vatnsréttar-
hafanna, en Guðmundur Gunn-
arsson, verkfræðingur, kemur
fram fyrir þeirra hönd i þessum
viðræðum.
Kás.
Miklar svipt-
ingar í
Frakklandi:
....—
BVSitterand
kjörinn
- bls. 7