Tíminn - 08.07.1981, Page 7

Tíminn - 08.07.1981, Page 7
Miðvikudagur S.' júli 1981 7 erlent yfirlit ■ EINSOGáöurhefur verið sagt frá, beiö Fianna Fail, hinn gamli flokkur de Valera, mikinn ósigur i þingkosningunum, sem fóru fram f si&astl. mánuði. Hins veg- ar vann Fine Gael mikið á. Fine Gael er flokkurinn, sem i byrjun þriöjaáratugs aldarinnar, samdi við Breta um stofnun irska lýðveldisins og skiptingu Irlands, en þd meö þeim fyrirvara, að stefnt yrði að sameiningu þess. NU oröið skilur ekki neitt oröiö milli flokkanna varðandi afstöð- una til Norður-Irlands. Charles J. Haughey, leiðtoga Fianna Fail og fráfarandi forsæt- isráðherra, tókst þvi ekki neitt aö hagnast á þvi máli, eins og ætlun hans var. Kosningarnar snerust fyrst og fremst um efnahagsmál- in, og þar varð vaxandi atvinnu- leysi rikisstjórn Fianna Fail þyngzt í skauti. Eftir kosningarnar var staða flokkanna þannig: Fianna Fail 78 þingsæti, Fine Gael 65, Verka- mannaflokkurinn 15 og óháðir 8. Tveirhinna óháðu þingmanna eru skæruliðar, sem eru fangar i Mazefangelsinu. Fljótlega eftir kosningarnar náöist samkomulag milli Fine Gael og Verkamannaflokksins um stjórnarsamvinnu. Dæmið stóð þá þannig, að þeir höfðu 80 þingmenn aö baki sér, en Fianna Fail studdist við 78. Úrslitin voru þvi i höndum hinna óháðu. Einn þeirra heltist strax úr ■ FitzGerald kom hingað i heimsókn vorið 1977 og sést her vera aö skoða Arnasafn, ásamt konu sinni (Timamynd Robert) FitzGerald fær erfið verkefni Fljótlega getur dregið til kosninga lestinni, þvi að samkomulag var um, aö hann yrði forseti þingsins og missti þannig atkvæðisrétt i þinginu.Tveirsátuifangelsi, eins og áður segir. Valdið var þannig i höndum fimm óháðra þing- manna. Atkvæöagreiðslan fór fram um þá Haughey og FitzGerald báða sem forsætisráðherraefni. úr- slitin urðu þau, aö Haughy fékk 79 atkvæði en 83 voru á móti, en einr. sat hjá. FitzGerald fékk hins veg- ar 81 atkvæði, en 79 voru á móti, en þrir sátu hjá. Þannig varð FitzGerald rétt- kjörinn forsætisráðherra, þótt hann hefði ekki stuðning meiri- hluta þingmanna. GARRET FitzGerald er 55 ara gamall og eru þeir Haughy þvl jafnaldrar. Hann er kominn af þekktum foreldrum. Móðir hans, sem var mótmælendatrúar, var um skeið einkaritari Bernards Shaw. Faöir hans, sem var ka- þólskur, var gott ljóöskáld og ná- inn kunningi skáldanna Pounds og Yeats. Báðir foreldrar voru þjóðernis- sinnar og tóku þátt i páskaupp- reisninni 1916. Þau sátu þá I fang- elsi um skeið. Siðar tók faðir hans þátt i stofnun Fine Gael og varð fyrsti utanrikisráðherra irska lýöveldisins og siðar varnar- málaráðherra. Pólitiskum af- skiptum hans lauk þannig, að hann féll i þingkosningum og ákvað þá að leggja stjórnmál al- veg á hilluna. Jafnframt hvatti hann son sinn til þess. FitzGerald varð frægur sem barn fyrir námsgáfur, og þó eink- um frábært minni. Eftir að hafa lokið fyrsta hluta háskólaprófs i hagfræöi gerðist hann starfsmað- ur hjá flugfélaginu Air Lingus og annaöist þar samning flugáætl- ana og ýmsar rannsóknir á ferðalögum. Minni hans þótti þá koma honum aö góðum notum, ásamt mikilli málakunnáttu. FitzGerald segir, að þegar hann lét af störfum hjá Air Lingus, hafi þrfr menn og ein tölva tekiö við starf i hans. Fitz Gerald vann hjá Air Liiigus i 10 ár. 1 fristundum sinum hafði hann aflað sér svo mikillar hag- fræðiþekkingar, að hann gat tekið að sér kennslu i þeirri fræðigrein. Jafnframt skrifaði hann greinar fyrirýmisblöö, eins ogTheEcon- omist og The Financial Times. Jafnhliða þessu hóf hann póli- tisk afskipti. Hann var kosinn á þing 1969 og hefur átt þar sæti siðan. Þegar Fine Gael og Verka- mannaflokkurinn mynduðu stjórn 1973, varð hann utanrikisráð- herra og gegndi þvi starfi næstu fjögur árin. Hann vann sér mikið álit erlendis á þeim tima fýrir hyggilegan málflutning og við- felldna framkomu, þótt hann fengi jafnframt það orð á sig að vera hiröulítilli klæðaburði. Á þvi sviði stendur Haughy honum miklu framar. FitzGerald átti mikinn þátt i hinu svonefnda Sunningdalesam- komulagi.en að þvi stóðu stjórnir trlands og Bretlands og heima- stjórn Norður-Irlands. Markmið þess var aö koma á samvinnu miUi mótmælenda og kaþólskra i Noröur-Irlandi. öfgamenn meðal mótmælenda i Norður-lrlandi komu í veg fyrir framkvæmd þess. Eftir kosningaósigur Fine Gael 1977 sagöi þáverandi formaöur fldcksins af sér og var FitzGerald kjörinn i stað hans. Hann hefur gengt því starfi siðan. Þeir Haughey og FitzGerald notuðu vigorð i kosningabarátt- unni sem þykja á vissan hátt táknræn fyrir þá. Kjörorð i kosn- ingasöng Fianna Fail var : Fylgið Haughy, en hjá Fine Gael: Þið þekkið Garret. FitzGerald kvæntist 1947 og eiga þau hjón þrjú uppkomin börn. ÞAÐ verður ekki létt verk hjá FitzGerald að stjórna irska lýö- veldinu. 1 kosningabarát tunni lof- aði hann þvi, að útrýma atvinnu- leysinu á næstu fjórum árum og vinna jafnframt að lækkun verð- bólgunnar. Verkamannaflokkurinn getur orðið honum erfiður i samstarfi. Hann varð fyrir miklu tapi i kosn- ingunum og féll formaður hans. Fjórir af þingmönnum hans greiddu atkvæði i þingflokknum gegn stjómarþátttökunni. I stefnuskrárræðu, sem Fitz Gerald hélt eftir að hafa verið kjörinn forseti, lagði hann megin- áherzlu á Norður-Irlandsmáiið og lausn þess. Hann sagðist myndu leita samninga við Breta um þau, og einnig við forustumenn Norður-íra. Kosningaósigurinn getur haft örlagarik áhrif á framtið Haughys. Hann var kosinn for- maður Fianna Fail fyrir tæpum tveimur árum og sigraði þá með naumindum. Andstæðingar hans i flokknum munu nú hugsa sér til hreyfings. Ýmsir spá þvi, að svo geti fariö, að fljótlega verði aftur efnt til þingkosninga I irska lýðveldinu. ■ FitzGerald (i miðið) að fylgjast með atkvæöatalningu. T----------------------------- Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar fréttir Milljón í mót- mælaverkfalli ■ Yfir ein milljón manns tóku þátt i mótmælaverkfalli á Italiu i gær. Sameinuöust verkamenn og framkvæmda- stjórar i þessum mótmæla- verkföllum sinum, sem beint var gegn Rauðu herdeildunum vegna morðs þeirra á italska iðnjöfrinum Guiseppe Taliercio og eru þessar sam- eiginlegu aðgeröir þessara óliku verkalýösfélaga eins- dæmi i italskri verkalýðssögu. Verkföllin stóöu mislengi, eða allt frá hálfri klukkustund og upp i fjórar klukkustundir. Giovanni Spadolini hinn- nýi forsætisráðherra Italiu, lýsti þvi yfir i gær að eitt fyrsta baráttumál rikisstjórnar hans yröi baráttan viö hryðju- verkamenn. Hann sagði að viöbrögð stjórnarinnar viö hryðjuverkum yröu afgerandi og ósveigjanleg. Rauðu herdeildirnar i Napóli hótuðu þvi i gær að þær myndu einnig taka af lifi kristilegan demókrata frá Napóli sem þeir hafa rænt, ef borgaryfirvöld afhenda ekki hundruðir ibúða til þeirra sem fóru hvaö verst út úr jarö- skjálftunum frá i vetur. Borgaryfirvöld hafa lýst þvi yfir að þau muni ekki veröa við þessari kröfu, þvi þau starfi ekki eftir hótunum. Bodar aukningu kjarnorkuvopna ■ Vestur-þýska timaritiö Stern hafði það eftir Mitterr- and Frakklandsforseta i gær að Vesturlönd ættu að styrkja kjarnorkuvopn sin, áöur en samningaviöræður hæfust við Sovétmenn um afvopnunar- áætlanir Evrópulanda. Sagði hann i viðtalinu við Stern að Rússar hefðu raskaö valda- hlutfalli i Evrópu með dreif- ingu á hinum svokölluðu Dac-5 sprengivélum og SS-20 árásar- . eldflaugum sinum. Mitterrand sagði að Frakkar myndu ekki hika við að styrkja sin eigin kjarnorkuvopn. Aöspurður um veru kommúnista i rikisstjórn hans, og áhyggjur Banda- rikjamanna af þeirri þátttöku svaraði Mitterrand aö Frakk- land væri sjálfstætt riki sem ætti að sjá um sin innanrikis- mál, án ihlutunar annarra. Bætti hann þvi við að Frakk- land væri dyggur bandamaður Bandarikjanna og myndi halda áfram að vera þaö. Reuter rekinn frá íran ■ trönsk stjórnvöld skipuöu fréttastofu Reuters I Teheran i gær að hætta starfsemi sinni og gáfu fréttamönnunum þremur sem starfa þar 48 klukkustundir til þess að yfir- gefa landið. Sagði I yfirlýsingu stjórnvalda i íran i gær að Reuter heföi á liðnum mánuði sent frá sér tviræöar og ósannar fréttir um málefni Iran i meira en 10 tilfellum, og að fréttastofan heföi iátið opinberar aðvaranir sem vind um eyru þjóta. Franska fréttastofan NSP er nú eina stærri erlenda fréttastofan sem fær aö starfa i íran. Pólskir verkamenn herða baráttu sína ■ Allar tilraunirstjórnvalda i Póllandi til þess að afstýra klukkustundarlöngu verkfalli hafnarverkamanna nú i dag hafa mistekist. Verkamenn- imir gera kröfu um bætta vinnuaðstöðu, bættan tækja- kost, aukið veikindaorlof og fleiri frfdaga. Verkfall þeirra skellur þvi á í öllum höfnum Póllands nú f dag á milli 10 og 11. Auk þess hóta starfsmenn rikisflugfélagsins LOT fjög- urra stunda aðvörunarverk- falli á morgun, sem verði haldið áfram ef kröfum þeirra verði ekki sinnt. Starfsmenn- imir krefjast þess að starfs- maður sá sem þeir kusu i leynilegum kosningum til þess aö verða næsti framkvæmda- stjóri flugfélagsins veröi ráö- inn sem slikur. Póisk stjórnvöld segja flug- félagið vera lið i flughernaði landsins og verði þau þvi sjálf að ákveða hver verði fram- kvæmdastjóri þess. Stjórnvöld i Póllandi munu hafa miklar áhyggjur af þróun mála hjá verkalýðnum nú, þvi þessar aðgerðir skella á svo stuttu áður en flokksþing Pólska kommúnistaflokksins fer fram i næstu viku, en þá veröa Pólland og pólsk mál- efni undir smásjá Sovétrikj- anna. „Solar ChallengerM: Flaug frá Frakk- landi til Englands ■ 1 gærtókst að fljúga vélinni „Solar Challenger” frá Frakklandi til Bretlands. Vél- iner eingöngu knúináfram af sólarorku og flýgur henni einn flugmaöur. Flugiö tók rúmar fimm klukkustundir og náði vélin 12.000 feta hæð. Þetta var önnur tilraunin sem hönnuðir „Solar Challenger” gerðu til að fljúga til Englands, en fyrri ferðinni lyktaði á akri í grennd við París eftir aðeins 5 milna flug. Skrokkur vélarinnar er hul- inn rúmlega 16.000 sólarsell- um sem breyta sólarljósinu i orku sem knýr vélina áfram. I gær ríkti mikil gleði i herbúð- um hönnuða vélarinnar og þá sérstaklega hjá aöalhönnuði hennar Dr. Paul MacCready.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.