Tíminn - 02.08.1981, Síða 4
4
Sunnudagur 2. ágúst 1981
Ahyggju-
laust
ævi-
kvöld?
— Astandið í
hjúkrunarmálum
aldraðra kannað
vissulega við ýmis vandamál að
striða —fyrst og fremst félagsleg
— þá er ekki nokkur vafi á að
ástandið er langverst meðal
hinna sem fyrr voru nefndir,
þeirra sem orðnir eru lasburða,
eins og gengur. Um þetta efni
ræddi ég við fjölda fólks sem
starfar — beint eða óbeint — að
þessum málum, bæði á elli- og
hjúkrunardeildum, sjúkrahúsun-
um og öðrum stofnunum, sem og
hjá Reykjavikurborg. Skulu þeim
öllum færðar bestu þakkir fyrir
veittar upplýsingar.
400 vistmenn — og
600 á biðlista!
Aö mati allra þeirra sem ég
talaði við má lýsa ástandinu i
hjúkrunarmálum aldraðra með
aðeins einu orði. Þetta er þvi
miður orðið hræöilegt, — eða
hrikalegt, óþolandi, ömurlegt,
menn rötuðu ekki allir á sama
orðið. Þaö er 1 jóst að öldruðu fölki
sem þarf á hjúkrun að halda er
búin m jög svo óviðunandi aðstaða
og fjöldi fólks sem ætti með réttu
hvergi heima nema á sérstökum
stofnunum — þótt mörgum sé
eðlilega þvert um geð að viður-
kenna það — að fjöldinn allur af
þessu fólki þarf að hirast heima
hjá sér við oft á tiðum mjög
slæmar aðstæður, eða þá hjá að-
standendum sem eru sjaldnast i
stakk búnir til að veita þvi nauð-
synlega aðhlynningu þó þeir séu
allir af vilja gerðir. Á hinn bóginn
er ekki fyrir það að synja að
margt gamalt fólk, sem gæti vel
verið heima hjá sér og séð um sig
að mestu sjálft, að það fær ekki
þá þjónustu sem þarf til að það
geti bjargað sér sjálft. Loks hefur
svo fjöldi gamals fólks orðið inn-
lyksa á sjúkrahúsunum sem eru
eins og menn vita aðeins ætluð
fyi'ir alvarleg veikindatilfelli en
ekki langlegusjúklinga. Asjúkra-
húsunum tekur þetta gamla fólk
pláss frá öðrum sem þurfa ef til
vill meira á því að halda og
verður vikiö nánar að þessu
vandamáli siðar i greininni. En
fyrst verða hér talin upp þær
stofnanir og þau heimili sem
■ Það er margt sem tslendingar |
monta sig af og meðal þess er að i
hér á tslandi er hæstur meðal-
aldur i' veröldinni, að þvi er sið-
ustu tölur herma. tslenskur karl
getur um þessar mundir gert sér
vonir um að lifa i rúm sjötíu ár,
konan um það bil fimm árum
lengur. Og margir verða miklu,
miklu eldri. Af þessu erum við
ósköp stolt enda má vel segja að
auk náttúrulegs langlifis þjóðar-
innar sem ekki verður farið út i
hér, þá sýni þessi staðreynd að
læknavisindin hafi hér á landi
komist til umtalsverðs þroska.
En hvað hefur þessi árangur
kostað? Svarið er einfalt. Þetta
hefur kostað það að nú er stór
hluti þjóðarinnar sem lifir undir
nirætt og jafnvel lengur og ákaf-
lega margir eru orðnir svo elli-
móðir áður en þeir deyja að i
kannski tiu, jafnvel tuttugu ár,
geta þeir litla björg sér veitt og
eru að mestu upp á aðra komnir.
Þósvo að lífdögunum hafi fjölgað
er fólk ekki betur úrgarði gert frá
náttúrunnar hendi að um sjötugt,
og i sumum tilfellum fyrr, fer þvi
að hraka smátt og smátt, li'kam-
lega og að lokum andlega.
Fjöldamargar undantekningar
eru auðvitað til, bæði hér og
annars staðar — Titó var 87 ára
þegar hann dó, ef ég man rétt, og
stjórnaði Júgóslaviu eins og
ekkert væri — en meginreglan er
samt sem áður þessi: þegar fólk
er komið yfir sjötugt er afar hætt
viö að það fari að þurfa á hjálp að
halda og i verstu tilfellum stöð-
ugri aðhlynningu. Og hvað er svo
gert fyrir þetta fólk? — Þetta fólk
sem lokið hefur starfsdegi si'num
en á ennþá mörg ár eftir ólifuð. í
þessari grein verður reynt að
varpa nokkru ljósi á ástand þess-
ara mála og er að mestu miðað
við Reykjavik og Stór-Reykja-
vikurs’ æðið. Skal rækileg athygli
vakin á þvi að hér verða fyrst og
fremít skoðaðir hagir þess aldr-
aða (ólks sem farið er að missa
heikuna eða komið að fótum
fram vegna ellihrumleika eða
farið að förlast andlega. Eins og
mnnst var á að ofan eru margir
h;nir hressustu þótt árunum sé
firið að fjölga og þó það fólk eigi
ætluð eru sérstaklega fyriraldrað
fólk i Reykjavik og nánasta ná-
grenni. Verður seinna f jallað um
þær sjúkrastofnanir og langlegu-
deildir sem eru i byggingu eða
fyrirhugað er að byggja.
GRUND: Elli- og hjúkrunar-
heimilið Grund er við Hring-
brautina eins og allir vita og þar
eru nú rúmlega 300 vistmenn en
nákvæmari tölur lágu ekki f yrir á
skrifstofuGrundar. Jafnframt eru
svo um það bil 200 vistmenn á Ási
i Hveragerði en það heimili er
rekið i tengslum við Grund. Bið-
listinn er mjög langur, skiptir
tugum eða jafnvel hundruðum, en
hluti þeirra sem skráðu sig á bið-
lista munu ekki koma til með að
fá vist.þar sem þar.er um að
ræða rúmliggjandi sjuklinga en
slika sjúklinga treystir Grund sér
ekki til að taka inn. Sérstök
sjúkradeild er hins vegar rekin á
heimilinu fyrir þá vistmenn sem
veikjast en komi upp alvarlegri
tilfellier leitað tilsjúkrahúsanna.
Verður nánar greint frá ýmsum
erfiðleikum við rekstur Grundar,
sem og Hrafnistu, hér að neðan.
HRAFNISTA: A Hrafnistu,
Dvalarheimili aldraðra sjó-
manna, við Laugarás, eru um það
bil 400 vistmenn, þeir voru 406 um
siðustu áramót og fjöldinn er
vafalaust mjög svipaður nú. Bið-
listinn er óhugnanlega langur, á
honum munu vera milli fimm og
sex hundruð umsækjendur.
Athyglisvert er að milli 70—80%
þessara umsækjenda eru konur
sem standa einar en annars eru
umsækjendur flokkaðir i þrennt:
karla, konur og hjón. Mun ekki
ósvipað hlutfall vera viðast
annarsstaöar. Að sögn Rafns Sig-
urðssonar, forstjóra yfir Hrafn-
istu.er langmestur hluti umsækj-
enda þurfifyrir hjúkrun, þó i mis-
miklum mæli sé. Sumir eru mjög
veikburða og hrumir. „Skortur-
inn á hjúkrunarrými er æpandi”,
sagði Rafn.
HRAFNISTA 1 HAFNAR-
FIRDI: Þetta útibú frá Hrafnistu
i Reykjavik var reist fyrir fáum
árum og þar eru nú 99 vistmenn.
Þar að auki eru fjórir i svokall-
aðri „dagvistun” — það er að
segja, dveljast á heimilinu á dag-
inn en búa á öðru leyti heima hjá
sér.
HAFNARBÚDIR: Eins og
menn kannski muna urðu miklar
deilur þegar ákveðið var að taka
Hafnarbúðir við Tryggvagötu
undir sjúkrapláss fyrir gamalt
fólk, en Hafnarbúðir hafa nú fest
sig i sessi. Þær eru reknar sem
ellihjúkrunardeild frá Borgar-
spitalanum og þó ætlunin hafi
verið sú að sjúklingar hefðu þar
aðeins viðdvöl tiltölulega
skamman tima hefur reyndin
orðið sú að flestir sjúklinganna
eru i raun langlegusjúklingar.
Hins vegar er nokkuð um það að
inn á Hafnarbúðir séu teknir
aldraðir i stuttan tima, fyrst og
fremsttilað aðstandendur þeirra
geti hvilt sig og farið i fri, en þeir
sjúklingar hafa siðan undantekn-
ingarlitið farið aftur til sins
heima. I Hafnarbúðum eru nú 25
rúm og að auki er rekin þar dag-
deild, sem er með sama sniði og
sú sem minnst var á hér að ofan
og rekin er frá Hrafnistu i
Hafnarfirði.
HATÚN: Á sama hátt og
Hafnarbúðir eru deild frá
Borgarspitalanum er Hátún
öldrunarlækningadeild frá Land-
spitalanum. Þar eru 65 legupláss
á sjúkradeild og 35 á dagspitala
en ennþá einu sinnitekég fram að
nánar verður fjallað um starf-
semina þar hér á eftir....
HEILSUVERNDARSTÖDIN:
Á efstu hæð Heilsuverndar-
stöðvarinnar við Barónssti'g hefur
verið starfrækt ellideild i nokkur
ár. Ætlunin var að þar væri öldr-
unarlækningadeild sem sendi fólk
heim jafnskjótt og það hefði náð
sér af alvarlegum kvillum en rétt
eins og með Hafnarbúöir og fleiri
stofnanir hefur reyndin orðið sú
að meirihluti fólksins mun ekki
fara þaðan á lifi.
DALBRAUT: Asamt svipuðum
heimilum við Lönguhlið, Furu-
gerði og Norðurbrún er heimilið
við Dalbraut 27 kallað „vernd-
aðar ibúðir”. Þar er um að ræða
fremur litlar en vistlegar ibúðir
fyrir gamalt fólk sem getur að
mestu leyti séð um sig sjálft og
Eins og minnst var á hér að
ofan er aldrað fólk töluvert .'
vandamál inni á sjúkrahúsunum.
Það er lagt inn vegna einhverra
sjúkdóma og er það hefur fengið
bót meina sinna eða að minnsta
kosti tekist hefur að halda i horf-
inu finnst enginn staður fyrir það.
Kemur þar þrennt til. 1 fyrsta lagi
að um sé að ræða svo þunga
hjúkrunarsjúklinga að aðstand-
endur treysti sér ekki til að hafa
þá heima, geti það ekki eða jafn-
vel vilji það ekki. Það skal tekið
fram að allir þeir sem ég talaði
við skildu afskaplega vel vanda
aðstandendanna enda veit þetta
fólk betur en flestir aðrir hversu
erfitt og timafrekt það er að
hjúkra lasburða gömlu fólki svo
að vel fari. Aðstandendurnir eru
bundnir yfir gamla fólkinu 24
tima sólarhringsins og fá varla
nokkurn tima hvild. Þeir verða
þvi fljótt ákaflega þreyttir auk
þess sem gamla fólkinu er oft
mjög illa við að vera að svo miklu
leyti upp á aðstandendur sina
komið, jafnvel þó það vilji allt til
vinna að leggjast ekki inn á stofn-
un. — I öðru og þriðja lagi getur
það verið vegna skorts á hjúkr-
unarrými og/eða vistur.'arrými
sem leiðir til þess aðgamla fólkið
„strandar” inni á spltölunum.
Bakarþetta sjúkrahúsyfirvöldum
mikil óþægindi þvi ekki geta þau
fleygt sjúklingnunum öfugum út
eru annars vegar einstaklings-
herbergi en hins vegar hjóna-
ibúðir. Eldunaraðstaða er fyrir
hendi en að auki er aldraða fólk-
inu séð fyrir mat, ef þess er ósk-
að. Húsvörður er á staðnum en
þar fyrir utan er litil þjónusta
veitt, enda gert ráð fyrir að fólkið
geti aflað sér hennar sjálft. Hins
vegar stendur bæði Heimahjúkr-
un og Heimilishjálp til boða fyrir
þá er þurfa þess með.
Fleiri heimili, stofnanir og
deildir eru rekin fyrir aldrað fólk
en við látum þessa upptalningu
nægja i bili.
Gamalt fólk
vandamál á
sjúkrahúsum