Tíminn - 02.08.1981, Page 8
8
isunnudagur 2. ágiVst 1981
HtEimi®
Utgelandi Framsóknarllokkurinn
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Stein-
grimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Af-
greiðslustjori: Sigurður Brynjolfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarins-
son, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrui: Oddur V. olafsson.
Frettastjori: Páll Magnusson. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi
Jokulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghild-
ur Stefansdottir. Egill Helgason, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir
(Heimilis-Timinn), Halldór Valdimarsson, Heiður Helgadóttir, Jónas
Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin
Leifsdóttir, Ragnar om Pétursson (íþróttir). utlitsteiknun: Gunnar
Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert
" Agustsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Próf-
arkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir.
Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla )5, Reykjavik. Simi:
86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausa-
sölu 4.00. Askriftargjald á mánuði: kr. 80.00— Prentun: Blaðaprent h.f.
Starfslaun til
íþróttamanna
■ íslendingar hafa oft á tiðum átt mikla afreks-
menn i iþróttum. Þeir hafa náð verulegum ár-
angri við mjög erfiðar aðstæður samanborið við
afreksmenn ýmissa annarra þjóða á iþróttasvið-
inu.
Nú að undanförnu hefur framganga ýmissa is-
lenskra knattspyrnumanna á erlendri grund vak-
ið mesta athygli. Ungir knattspyrnumenn, sem
ná umtalsverðri leikni i iþrótt sinni hér heima,
eru keyptir af erlendum félögum og gerast at-
vinnumenn i iþrótt sinni með öðrum þjóðum.
Sumum þykir reyndar of langt gengið i þvi efni,
en islensk knattspyrnufélög hafa einfaldlega
enga fjárhagsgetu til að keppa við hina erlendu
aðila um knattspyrnumenn.
En islendingar eiga afreksfólk á öðrum sviðum
iþrótta, og það fólk býr einnig við mjög erfiðar
aðstæður til að helga sig iþrótt sinni svo sem
nauðsynlegt er til að ná frábærum árangri.
Hákon Sigurgrimsson, framkvæmdastjóri,
vakti athygli á þessu vandamáli i grein i Timan-
um i tileíni af mjög góðum árangri ungra iþrótta-
manna á landsmóti Ungmennafélags íslands.
Hákon velti þvi fyrir sér, hvað taki við hjá þessu
efnilega fólki og hvaða aðstöðu það hafi til áfram-
haldandi þjálfunar, og varpaði fram þeirri spurn-
ingu, hvort timi algerrar áhugamennsku sé ekki
liðinn. Hann sagði siðan:
,,Það hefur verið áberandi á undanförnum ár-
um, hve stuttur ferill margra efnilegra frjáls-
iþróttamanna hefur orðið. Menn hafa tekið þátt i
keppni nokkur sumur með góðum árangri en eru
svo allt i einu horfnir af keppendaskránni. Skýr-
ingin er oftast sú að menn hafi stofnað heimili,
séu að byggja, önnum kafnir við nám eða upp-
teknir við vinnu. Útyfir tekur þó þegar okkar
mestu afreksmenn verða að hætta keppni vegna
féleysis.
Fyrir nokkrum vikum var frá þvi sagt, að Ósk-
ar Jakobsson, kastarinn snjalli, sem dvaldi sið-
astliðinn vetur i Bandarikjunum við æfingar,
væri farinn austur á land i simavinnu til að vinna
fyrir skuldum og hefði ekki efni á frekari þátttöku
i keppni i sumar.
Ég held að þetta dæmi sýni okkur svo ekki
verður um villst að komið er að þáttaskilum i
þessu efni. Við getum ekki lengur farið svona
með okkar bestu iþróttamenn. Við verðum að
gera okkur ljóst að afreksiþróttir verða ekki
stundaðar i tómstundum með fullri vinnu eða
námi.
Ég held að ekki verði lengur hjá þvi komist að
stofna til ,,starfslauna iþróttamanna” sem út-
hlutað yrði til besta iþróttafólks okkar. Við höfum
þegar nokkra skákmenn á launum hjá rikinu og
þykir sjálfsagt, og árlega er úthlutað starfs-
launum til heils hóps listamanna. Það gæti varla
talist nein fordild þótt við hefðum iþróttamenn á
launum i svo sem 3-4 stöðugildum”.
Hákon bendir þarna á mjög athyglisverða leið
til þess að auðvelda afreksmönnum okkar i i-
þróttum að ná sinum besta árangri, og er von-
andi, að þessi hugmynd verði tekin til alvarlegrar
athugunar hjá fjárveitingavaldinu i haust.
— ESJ.
menningarmál
I Ein af konungskomumyndun-
um þremur.
■ Málverk eftir Gunnlaug
Scheving.
■ Myndin sem Gunnlaugur
Scheving málaöi á pokastriga
austur á Seyöisfiröi 1931. Mynd-
ina keypti Þorvaldur i Dan-
mörku, en þangaö hefur hann
margan kjörgripinn sótt.
(Ljósm. Ella)
Hótel Holt
kynnir myndlist
• Yfirleitt er litið ritaö i blöö um
hótel, nema ef þau meö einhverj-
um sérstökum hætti dragast inn i
svonefnda almenna umræöu.
Hótel eru svefnhús og athvarf
manna, sem komnir eru á nýjan
staö, ýmist I brýnum erindum,
eöa vegna skemmtunar, og taliö
er að þessi borgaða gestrisni, sé
oft spegilmynd af landinu, eöa
bænum' þar sem hóteliö er, sefur
þungt um nætur, en vaknar svo
meö nýjum degi, eins og önnur
hús.
Hér á landi hefur þó dálitið ver-
iö um það, aö hótel séu skemmti-
staöir llka, eöa þau eru ráðstefnu-
hótel, þar sem læröir menn koma
til aö bera saman bækur sinar og
visindi lika kaupahéönar og menn
i félagastússi, aö ekki sé nú
minnst á sólstööusamninga, sem
fara oft fram á hótelum, þegar
dagur verður ekki greindur frá
nóttu.
Flest eru nýrri hótei okkar vel i
stakk búin til aö taka á móti gest-
um, hvort heldur það eru menn
sem komnir eru suöur til að láta
skera sig, eða til aö fá tennur, al-
þjóölegir erindismenn, eða
skemmtiferöamann. Allir fá
hreint rúm, kaffi á morgnana og
hiö alþjóðlega bros ferðaiðnaðar-
ins, þvi allt er nú staölaö, mola-
sykurinn, smjörið og rúnstykkin,
sem bresta eins og glerhallir und-
an tönnum ferðamannsins, sem
sötrar kaffiö sitt og skálar við ný-
borinn daginn, sem er kannski
lika staölaður meö Gullfoss og
Geysi, Hverageröi og hitaveit-
unni, eða hvaö þaö nú annars er
sem niöurrigndum feröalöngum
er sýnt á höfuðborgarsvæöinu.
Hinn alþjóölegi still, hljóölátur og
smuröur, mótar hvern dag, eins
og dauf ljósin á barnum, eöa I
veitingabúöinni.
Listaverk og ferðamái
Flestar þjóöir reyna aö sýna er-
lendum feröamönnum sérstakt
andlit og draga þá fram þaö þjóö-
lega ásamt hinu alþjóölega og
reyna aö tengja i eitthvaö ein-
stætt. í Paris eru menn drifnir
upp i Eiffelturninn, sem er Gull-
foss og Geysir þeirrar borgar, og
á öörum stööum er kallaö á villi-
menn, sem fremja dans og söng,
eöa rimur. Gamlar minjar eru
skoöaöar, frægar hallir eöa ein-
stæöar náttúruminjar, og i verka-
lok, snýr feröamaöurinn heim og
fellur I væran svefn, eftir erfiöm
dag.
Eitt af þvi, sem frægar borgir
hafa yfirleitt að bjóöa eru lista-
söfn. Þá annaöhvort meö Rem-
brandt meö sinn trésmiðafernis
og undur i höndunum, Van Gogh,
eöa Dali, eöa hvaö þeir nú allir
heita. Ogsegja má aö Islendingar
eigi einnig sin málverkasöfn, þótt
heldur sé nú Listasafn Islands
ömurleg vistarvera, enda fremur
trúboösstöö en lifriki i listum, en
þaö er nú önnur saga.
Heldur má nú segja aö ferða-
manninum sé illa heilsaö og hann
kvaddur einkennilega, svona
myndlistarlega séö. Risastórar
ljósmyndir af landinu prýöa
veggina, I flugstööinni og mynda-
smiöurinn hefur veriö óvenju
heppinn meö veöur, þannig aö al-
röng mynd er gefin. Engin lista-
verk prýöa flugstööina I Keflavik,
sem væri þó kjörinn vettvangur
til þess aö kynna aöra list en ull-
arvörur og hraunkeramik.
Hótel Holt kynnir myndlist
Hótelin eru þó öllu betur sett
myndlistarlega, þótt æöi misjafnt
sé það nú.
Eitt hótel sker sig þó úr, en það
er Hótel Holt, en þangaö lögðum
viö leiö okkar á dögunum, til að
sjá nýjar myndir, sem dregnar
höföu veriö fram i tilefni aö þvi,
aö hóteliö er aö stækka viö sig.
Húsnæöi á jaröhæö sem notaö
var undir verslun og fl. hefur nú
veriö lagt undir nýja gestamót-
töku og setustofu, auk þess sem
tvær vinstúkur verða á jarðhæð-
inni, og hefur ekkert verið til
sparaö, að gjöra nú allt sem vist-
legast.
Hótel Holt hefur veriö rekið af
miklum myndarskap i um það bil
16 ár, að mestu meö óbreyttu
sniðief frá er talið aö veislusalur-
inn Þingholt var tekinn i notkun
áriö 1973.
Viö þesar breytingar, hefur
skapast rými fyrir mörg ný lista-
verk, en Þorvaldur Guðmundsson
veitingamaöur hefur alla ævi
safnað myndum, aö segja má, þvi
hann hefur safnað myndum i nær
þvi 50 ár. Á hann marga kjör-
gripi, eins og gestir hans á Holti
og áöur i Þjóöleikhúskjallaranum
vissu. Frægar myndir eru eftir
sem áöur i matsal hótelsins, og
ber þar aö sjálfsögöu hæst ,,úti-
máltið” Jóns Stefánssonar, en sú
mynd var áratugum saman á hin-
um fræga restaurant Frascati,
sem var viö Ráöhústorgiö i Kaup-
mannahöfn, en eigandinn, eöa
stofnandinn fékk nokkra efnilega
og siöar fræga myndlistarmenn
til þess aö mála „picnic”, eöa úti-
máltiö, eins og hún tiökaðist i
heimabyggö þeirra. Þá er þar
stór oliumynd af bændafólki eftir
Gunnlaug Scheving (máluö 1962),
myndir eftir Kjarval og Asgrim
Jónsson.
/,Töfrar Islands".
Þessar myndir eru áfram á
sinum staö — og veröa þaö, en i
nýju gestamóttökunni eru nýjar
myndir. Má þar nefna stórt oliu-
málverk eftir Gunnlaug Schev-
ing, sem sýnir tvær konur með kú
sinni og i baksýn er svipmikið
landslag. Þetta er stór mynd 2x3
metrar aö stærö. Þá eru þarna
„Töfrar Islands” eftir Jón Engil-
berts 4.40x2m. Stór mynd, er eitt
sinn hékk i Þjóöleikhúskjallaran-
um. Þetta er litrik og töfrandi
mynd, sem þvi miðurnýtur sin illa
i svart-hvitu dagblaöi. Þá er
þarna stórt málverk eftir Jón
Þorleifsson, sem illu heilli, hefur
ekki veriö metinn, sem skyldi á
seinni árum. Þá er þarna sem
fyrr hin skemmtilega mynd hans
af Reykjavikurhöfn. Auk þess eru
svo minni myndir eftir Snorra
Arinbjarnar, Ninu Tryggvadóttur
og fleiri. Og eru þá ótaldar
nokkrar frægar Kjarvalsmyndir,
þar á meðal hin fræga mynd
Tyrkjaránið og mynd frá Borgar-
firöi — eystra, liklega máluö áriö
1930.
Lágmynd Ragnars Kjartans-
sonar er viö suöurinngang hótels-
ins. Hún er ca. 4x2 m aö stærö og
sýnir Einherja á reiö til Val-
hallar, þar sem Þór situr með
hamarinn. óöinn riöur i loftinu á
hinum áttfætta Sleipni og hrafn-
arnir Huginn og Muninn fara
fyrir honum.
Við innganginn hefur hóteliö
komiðfyrir merkilegri mynd eftir
Gunnlaug Scheving, en hún er af
fóstru listamannsins máluö
austur á Seyðisfiröi áriö 1931.
Myndin er máluö á pokastriga
Refine English Sugar, er þar
letraö á bakhliöina. Þetta er ein-
kennilega áhrifamikil mynd og
hefur vegsauki þessa sykursekks
orðið mikill og óvenjulegur.
Vinstra megin i fordyri, eöa viö
inngang i veitingasalinn eru þrjú
fræg dönsk málverk, öll gjörö viö
konungskomur hingað til lands.
Mynd frá Hafnarfiröi máluö 1936,
er Kristján X kom hingaö til
lands. Tvær myndir frá komu
Friöriks VIII hingaö tillandsáriö
1907. Allar málaöar af frægum
hirömálurum. Ein af Vil.Arnesen,
og er af konungsskipinu á
Reykjavikurhöfn, en hin er af
siglingu fyrir Suöurlandi, út af
öræfajökli, en hún er eftir Carl
Locher, sem var afi Bodil
Bergtrup, er á slnum tima var
ambassador Dana hér á landi, en
hann var þekktur málari i sinni
tiö og þykja verk hans kjörgripir.
Þaö væri aö æra óstööugan, aö
telja upp allar þær myndir, er nú
prýöa Hótel Holt. Aö sögn Skúla
Þorvaldssonar, hótelstjóra, er
gert ráð fyrir að skreyta stóran
sal, eða pianóbar með teikning-
um eftir Jóhannes Kjarval ein-
vörðungu og minni salur verður
einnig skreyttur fögrum mynd-
listarverkum, en þau salarkynni
eru ekki tilbúin enn til notkunar.
Meöan viö gengum um hin nýju
salarkynni og skoöuöum mynd-
irnar, sagöi Skúli Þorvaldsson frá
þvi, aö ýmsar aörar breytingar
heföu veriö gjöröar á hótelinu,
það heföi nú sjálfvirk- skiptiborö,
þannig aö hótelgestir gætu hringt
beint út, og fleira heföi veriö gjört
til þæginda.
Hér hefur veriö hlaupiö nokkuö
yfir þá merku listkynningu, sem
Hótel Holt stundar, jafnframt þvi
aö vera fyrsta flokks hótel.
Mættu sem flest hótel taka sér
Hótel Holt til fyrirmyndar aö
þessu leyti.
Jönas
Guðmundsson
skrifar um
myndlist.