Tíminn - 02.08.1981, Page 14

Tíminn - 02.08.1981, Page 14
Sunnudagur 2. ágúst 1981 14 unglingasiðani Unglingar utangarðs- hópur í þjóðfélaginu Það er víst ekki ofmælt að segja að í vissum skiln- ingi séu unglingar utan- garðshópur í þjóðfélaginu. Flestir gætu sennilega samþykkt að fyrir þá er skammarlega Iftið gert, til að mynda ér enginn sam- komustaður né skemmti- staður sem er ætlaður ung- lingum. Þess í stað vafra þeir um bæinn helgi eftir helgi með flösku í hendi. Samt er eftir fjarska litlu að sækjast, nema bara að sýna sig og sjá aðra. Á öðr- um sviðum er ástandið þó öllu alvarlegra. Þeir ung- lingar sem í erfiðleikum eiga, til dæmis vegna f jöl- skylduvandamála, eiga í fá hús að venda. Af því getur leitt mikið óöryggi og biturð sem getur brotist út í afbrotum, eiturlyfja- neyslu og fleiru. Ef ekkert er gert fyrir þá unglinga geta þeir hæglega endað sem alkóhólistar og af- brotamenn. Það ætti þvi að vera yfirvöldum mikið kappsmál aö hjálpa þeim sem afvega lenda. En er það svo? Sumir halda þvi fram að það sé svo sem ekki kyn þótt, unglingar verði hálf- gerðir aumingjar og iðju- leysingjar. Það stafi af því að þeir fái barasta allt upp í hendurnar fyrirhafnar- laust og viti svo ekki hvernig þeir eigi að fara að því að eyða öllum þessum peningum sínum. Besta lausnin sé því sú að láta unglinga vinna og erfiða og láta þá fá nasaþefinn af hinni miskunnarlausu lífs- baráttu. Auðvitað er slikt tal rakið bull. Þeir ung- lingar sem lenda i erfið- leikum geta það ekki af því að þeir hafi alltof mikla peninga. Þeir lenda heldur ekki í vandræðum vegna þess að þeir séu ofdekr- aðir. Þvert á móti. Þeir sem þekkja eitthvað til unglinga, vita að þar er fráleitt allt í lukkunnar velstandi. Hvað er svo gert fyrir þá sem eiga í erfið- leikum? Það verður að segjast eins og er, að það er harla fátt, alla vega væri hægt að gera mörgum sinnum meira — ef vilji væri fyrir hendi. UNGLINGA- HEIMILIB í KÓPAVOGI ,Afbrotaungling- ar sem ekki er við bjargandi...9 í Kópavoginum er stofnun sem heitir Unglingaheimili ríkisins. Flestir vita aö þaö er til, en litiö meira. Mér hefur virst af sumum sem ég hef spjallaö viö um Ung- lingaheimiliö, aö mikillar van- þekkingar og fordóma gæti. Kona nokkur sem ég talaöi viö sagöi aö þarna væru eintómir afbrotaung- lingar sem væri ekki viö bjarg- andi. Auövitaö eru þetta sleggju- dómar út i loftiö, en þvi miöur viröist sem einhverjir séu haldnir hálfgeröu ofsóknarbrjálæöi gagn- vart Unglingaheimilinu. Ég leyfi mér samt aö fullyröa aö sem betur fer séu fleiri sem geri sér mikilvægi slikrar stofnunar ljóst. Viö skulum renna aöeins yfir sögu Unglingaheimilisins. Þaö var stofnaö áriö 1972 en nefndist þá Upptökuheimili rikisins. Stofnun meö þvi haföi aö visu veriö til allar götur siöan 1942 en hún var rekin sem bráðabirgöa- heimili fyrir unglinga, meöan reynt var aö finna út úr vanda- málum þeirra. Frá árinu 1972 hefur f jöldi unglinga verið I lengri eöa skemmri tima á Unglinga- heimilinu. Meðaldvalartimi mun vera um þaö bil sex mánuöir, allt frá tæplega tveimur mánuðum og upp i eitt og hálft ár. Pláss er fyrir tiu unglinga i einu og er yfir- leitt fullskipað. Starfsmenn eru 18, þar af 12 uppeldisfulltrúar en fjórir þeirra vinna á lokaöri deild aö Kópavogsbraut niu.en sú deild er einkum rekin sem skammvistun i samráöi viö lögreglu og barna- verndarnefnd. Aörir starfsmenn á Unglingaheimilinu eru 2 kenn- arar, ráðskona, ritari og sál- fræöingur en tvö siöasttöldu störfin eru aöeins aö 75 pró- sentum. Menntamálaráöuneytiö sér um rekstur stofnunarinnar sem var áöur i höndum heil- brigðisráðuneytisins. Unglingasiðan brá sér einn góö- viörisdag upp á Unglingaheimili og spjallaöi litillega viö starfs- menn og vistmenn. Bannað að skrifa um ástamál unglinganna Hádegismatur var rétt ófram- borinn þegar mig bar aö garöi og var mér ljúfmannlega boöiö til borösetu. Bæöi krakkarnir og starfsmenn boröuöu saman og var kátt á hjalla. Rætt var fram og aftur um ýmis mál, svo sem hvaö ætti að gera um verslunar- mannahelgina og ástarmál. Að visu varö ég aö lofa þvi aö skrifa ekki um þau mál, en vist var þetta hið fjörugasta boröhald. Að þvi loknu hóf égpennann á loft og hugðist veiöa upp úr starfsfólkinu sögur um illa meöferð og helst piningabekki lika. Mér varð að visu ekki kápan úr þvi klæðinu, sem vonlegt var... En hver skyldi vera algengasta ástæðan fyrir þvi aö krakkar eru vistaöir á Unglingaheimilinu? Fyrir svörum varð Ingvar Guðmundsson. „Ætli það megi ekki kalla þaö félagslega erfiöleika. Þau hafa sprungið á umhverfinu, eöa umhverfiö á þeim. I fæstum til- fellum er um aö ræöa svokallaða afbrotaunglinga. Hérna reynum viö aö ræöa vandamálin, sem oftast snúast um aö lifa innan þess ramma sem samfélagiö setur”. — Hvaö er gert sér til dundurs hérna? ,,A sumrin eru krakkarnir i vinnu, svo sem byggingarvinnu, málningarvinnu og þvi sem til fellur. Nú, svo höfum við tvö skipspláss á rækjubát. 1 fritimum er ýmislegt hægt að gera sér til dægrastyttingar, fara niðri bæ, eða til vina sinna, spila borðtenn- is, svo höfum við framköllunar- herbergi hérna. Það er lika hægt að fara i fótbolta eða körfubolta, tefla, spila á spil og svo framveg- is.” Mánaðarreisa um Norðurlönd á heimilisbflnum - Er þá hægt aö fá leyfi til aö skreppa i burtu hvenær sem er? „Ja, þaö er samiö um svokölluö útivistarleyfi og þar eru yfirleitt ákveöin timamörk, klukkan eli- efu á virkum dögum og eitt um helgar, eöa siöasta strætó....” — Og ef þessi timamörk eru ekki haidin, hvaö þá? ..Það fer allt eftir eöli brotsins. Hvort þettá er brotið gróflega og siendurtekiö eöa ekki komiö heim yfir nótt. Nú, viö spjöllum um þetta og þaö er krafist skýringa... Ef krakkinn er ekki talinn traustsins veröur, liggur straff viö... En viö vorum aö tala um hvaö væri gert sér til dundurs. A vetrum er starfræktur skóli hérna og viðhann starfa tveir kennarar. Það getur þó verið erfitt að þvi leyti að hér eru krakkar sem að réttu lagi væru i sjöunda,áttunda

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.