Tíminn - 02.08.1981, Side 15
Sunnudagur 2. ágúst 1981
og niunda bekk. Sumt er hægt að
kenna saman, annað ekki.”
— Gætirðu lýst deginum i
stuttu máli, eins og hann gengur
fyrir sig.
,,A sumrin er fólk vakiö klukk-
an átta og þá er boröaður
morgunmatur. Eftir hann er
haldinn fundur, þar sem fjallað er
um gærdaginn og daginn fram-
undan. A hann verða allir að
mæta. Eftir fundinn er tekið til
við heimilisverk og þar hefur
hver og einn sitt verk aö vinna,
þvo, ryksuga, og svo framvegis.
Um hálf-tiuleytið er fariö út aö
vinna og unniö fram að hádegi.
Eftir matinn er aftur haldiö til
vinnu, sem lýkur svo laust fyrir
fjögur. Þegar búið er að drekka
kaffi er svo eitthvað gert til dægra
styttingar, en þar er úr nógu aö
velja, sem áöur er nefnt. Um
helgar förum viö svo i ferðalög
eitthvað út á land . Núna I júni
rættist gamall draumur þegar við
fórum i mánaðarreisu til Norður-
landanna, Noregs, Sviþjóöar,
Danmerkur og Færeyja. Við
fórum á heimilisbilnum og ókum
vitt og breitt um. Viö höfðum
verið að afla f jár siðan um haustið,
til aö mynda gáfum við út blað
sem bar nafnið Aform. Með þvi að
safna slatta af auglýsingum
gátum viö gefiö blaðiö ókeypis.”
Reynt að taka á
vandamálunum
áður en þau
verða
yfirþyrmandi
- En hvernig gengur þeim
krökkum sem hér hafa verið að
spjara sig þegar þau fara af
heimilinu?
„Það er mjög mismunandi eins
og gengur. Sumir hafa I engin hús
að venda. Það hefur lengi verið
okkur kappsmál að koma á fót
eftirmeöferðarheimili, og nú er
það nýstofnaö. Það er eins konar
unglingapensjónat, þar hafa þeir
herbergi þaðan sem þeir sækja
vinnu eða skóla. Það er ólikt
þessu unglingaheimili að þar er
meiri ábyrgð og meira frjálsræði.
Þetta er eiginlega venjulegt
heimili og þar er pláss fyrir sex til
sjö krakka. Nú, sumir fara heim
til sin að lokinni dvöl, aörir fara i
heimavistunarskóla og enn aðrir
eru sendir i sveit og stunda þaðan
skóla.”
— Sendir...?
„Þaö er nú yfirleitt með þeirra
samþykki — enda út i hött að ætla
að neyða einhvern til að vera uppi
i sveit.”
— Svona að lokum: Hvernig er
aðstaöa fyrir unglinga almennt
sem þurfa á hjálp að halda?
„Það horfir til batnaðar þótt
hægt fari. Nú er reynt að taka á
vandamálunum áður en þau
verða yfirþyrmandi. Aður var
þaö þannig að ekkert var gert eða
gripið inn i fyrr en vandræðin
voru oröin til staðar og svo var
krökkunum bara stungið inn til
viðgerðar.
Nú blasir allt annað viö. Skóla-
sálfræðingar eru farnir aö hafa
meira samband viö okkur. Al-
mennt þokast þessi mál í fram-
faraátt.”
„Alla vega vil ég
frekar vera hér
en heima
En hvernig skyldu málin horfa
vib frá sjónarhóli unglingsins og
hvaða ástæður skyldu liggja að
baki dvalar hans?
Ég ræddi lltillega við vistmann
á Unglingaheimilinu, nánar til-
tekið stúlku.
— Hvernig stóö á þvi að þú
varst send hingað?
„Ég drakk mjög mikið og
mamma vildi ekki að ég væri meb
þeim krökkum sem ég umgekkst.
Ég var sjaldan heima þvi það var
alltaf stöðugt rifrildi. Þetta
endaði með þvi að mamma sendi
mig hingaö og hér er ég búin að
vera i mánuö.”
— Hvenær ferðu út?
„Ég veit það ekki. Kannski i
vetur, ef til vill fyrr.”
— Hvernig fellur þér? Finnst
þér ekki um neina frelsisskerö-
ingu að ræða?
„Það eru ab visu dálitið strang-
ar reglur um útivistartima, en
mér likar vel við starfsliðið.
Alla vega vil ég frekar vera hér
en heima...”
Ég ræddi aukinheldur við strák
sem dvelur á Unglingaheimilinu
og segja má að hann hafi tekið i
sama streng að mestu leyti.
Ingvar tjáöi mér að ástæðan
sem stúlkan sagði vera fyrir dvöl
sinni á Unglingaheimilinu væri
ekki óalgeng örsök meðal vist-
mannanna i heild.
Aöur hefur verið drepið laus-
lega á blaö sem Unglingaheimilið
gaf út og bar nafniö Aform. Það
kom út I april siðastliönum og
hefur að geyma ýmislegt fróðlegt
um Unglingaheimilið og unglinga
almennt. Ég fékk góðfúslegt leyfi
til að birta kafla úr blaðinu og það
sem á eftir fer má kalla forystu-
grein eða leiðara:
„A siöastliðnum vetri hefur
umræðan um umglingavandamál
verið ofarlega á baugi. Umræöan
reis hæst i haust þegar hneyksl-
aðir ibúar Reykjavikur, ásamt
borgarstjórn, vittu framkomu
unglinga I miðbænum. Við sem
störfum að unglingamálum og
þekkjum til þessara mála
undrumst skeytingarleysi yfir-
valda og fordóma eldri kyn-
slóöarinnar. Afbrot og óknyttir
unglinga eru vissulega fyrir hendi
en þaö virðist sem yfirvöld sjái
ekki samhengið milli þess og hins
algera aðstööuleysis sem ung-
lingar búa viö. Þrátt fyrir þokka-
legt starf Æskulýðsráðs er
ástandiö algerlega óviðunandi.
Unglingar i Reykjavik eiga
engan samastað I mibbæ Reykja-
vlkur, þvi gera þeir jafn ömur-
legan stað og Hlemm að sam-
komustað sinum, eða það, sem
verra er, spilabúllur, sem ungir
athafnamenn reka og þar sem
eingöngu gróðasjónarmið ráða
rekstrinum, Meðan ástandið er
jafnslæmt og raun ber vitni ættu
menn ekki að gera sér vonir um
breytt og betra ástand i málum
unglinga.
Það fer ekki milli mála að ef
um væri aö ræöa annan þjóö-
félagshóp, það er hóp yfir
kosningaaldri, mundu ráðamenn
aldrei þora að hegða sér á jafn
óábyrgan hátt og þeir gera I þessu
máli.
Afskiptaleysið
kostar þjóðfélag-
ið mun meira
Ráðamenn ættu þó að gera sér
grein fyrir þvi að þetta afskipta-
leysi i málefnum unglinga kostar
þjóðfélagiö mun meira en það aö
skapa unglingum mannsæmandi
aöstöðu til að eyða tómstundum
sinum og þar með aö koma i veg
fyrir aö unglingar þurfi að eyða
fristundum sinum á mann-
skemmandi stööum. Sjái borgar-
yfirvöld ekki sóma sinn i þvi að
gera stórátak i þessum málum er
viðbúið aö kjósendur hugsi þeim
þegjandi þörfina.
Unglingar Stór-Reykjavikur
hafa engu að tapa og það er
nöturlegt ab horfa fram á það að
þeir þurfi að gripa til örþrifaráða
til þess að á þá sé hlustað.”
Svo mörg voru þau orö og vist
er að margir gætu tekib undir
þau. 1 rauninni er fáránlegt að i
velferbarrlki sem tslandi þurfi
sumir hópar að berjast fyrir
sjálfsögðum mannréttindum. En
þiaö er eins og sumir fæöist fer-
tugir.
Þessari grein um Unglinga-
heimiliö i Kópavogi var aldrei
ætlað aö verða nein fræðileg út-
tekt á þvi eða starfstilhögun og
árangri. Henni var aöeins ætlaö
að vekja máls á þvi bágborna á-
standisem rikir i málefnum ungl-
inga, þótt sums staöar þokist
smávegis i rétta átt. Einnig var
ætlunin að kynna litillega starf-
semina en hún hefur farið merki-
lega lágt. Ef greinin hefur orðið
til þess að auka skilning einhvers
á þörfinni á slikum stofnunum þá
er tilganginum náö-
-hj
Samhengið milli
afbrota og
aðstöðuleysis
ungllngaslðan
...miðað við að þetta
er unglingaheimili
— Unglingarnir á Unglingaheimilinu segja frá
Pistillinn i dag er tekinn úr
Aformi, blaði Unglingaheim-
ilis rikisins, en um er að ræða
þrjár stuttar frásagnir af þvi
hvernig dagurinn er á ung-
lingaheimilinu.
Morguninn byrjar með þvi
að maður rétt staulast aö
vaskinum og þvær sér i fram-
an til að hressa sig upp. Við
þurfum að vera komin niöur
að morgunverðarboröinu
klukkan hálf niu og fáum
korter til aö boröa, en þá byrj-
ar morgunfundur. Morgun-
fundir eru á hverjum morgni
nema laugardaga og sunnu-
daga. Eftir morgunfund höf-
um viö korter til að gera hvað
sem er. Allir starfsmenn á
heimilinu og vistmenn eru
þrælhressir. Skólinn byrjar
vanalega klukkan hálftiu til
hálftólf, þá byrja svoköllub
heimilisverk sem bæði krakk-
ar og starfsmenn taka þátt i.
Eftir mat eða klukkan eitt
byrjar skólinn aftur og er til
korter I fjögur. Enþá geta all-
ir krakkar sem ekki eru I
straffi fariö f Utivistarleyfi til
kl. 7. Ef einhver kemur of
seint þá er ákveðin refsing
(straff) sem allir á morgun-
fundi ákveða. Eftir kvöldmat
getur maður fengiö útivistar-
leyfi til kl. 11. Svona sirka kl.
11.15 er kvöldkaffi en allir
verða að vera komnir upp kl,
hálftólf. Þá getum viö spjallað
saman tiltdlf, en þá verður að
vera komin ró á staöinn. Þaö
er ágætt hérna miðað við aö
þetta erunglingaheim-
ili. —gulll
Taflmót eða
tþróttir
Dagurinn byrjar á þvi aö
maöur er vakinn klukkan átta
og er þá kominn á fætur fyrir
hálfniu og þá er boröaöur
morgunmatur. Svo er morg-
unf undur og þá er rætt um þaö
sem geröist daginn áður og
reynt aö ræða málin og miöla
málum. Klukkan hálftdlf eru
heimilisverk og taka allir þátt
i þeim, svo er matur. Klukkan
eitt byrjar skdlinn aftur. 1 fri-
minútum er verið að spila eða
tefla. Skdli I dag er til klukkan
þrjtl en þá er frjáls timi. Það
er misjafnt hvað gert er í hon-
um, taflmdt eða Iþrdttír. Eftir
skdla á maöur frl, sumir fara I
útivis»arleyfi og aörir eru
heima og dunda sér við eitt-
hvað. 1 kvöld verður farið á
bíó, þangað til verður spilað
eða tefltog talað saman. andri
Tilbúinnaðhefja
daginn á ný
Dagurinn byrjar á þvi að
starfsmenn vekja alla á heim-
ilinu og þeir fara niður I morg-
unmat og morgunfund. Þar
eru rædd ýmis vandamál sem
koma upp hér og þar. Til
dæmis var rætt um það i dag,
fimmtudag, hvort tveir félag-
ar mættu vera saman i hber-
bergi. Siðan er skóli, tveir
timar fyrir hádegi og siöan
heimilisverk. Um 12 er borðaö
og rabbað saman. Eftir mat-
inn er fri til eitt, og svo skdli.
Þegar skólinn er búinn er ann-
aöhvort farið i Utivistarleyfi
eða sund og abrar fþrdttir.
Klukkan sjö er borðað og
rabbað saman um kvöldið
hvað á að gera. Oftast gengur
kvöldiö rólega fyrir sig horft á
sjónvarp eða teflt, spilað og
fleira.Hálftdlf er drukkið kaffi
og sfðan fariö að sofa tii að
vera tilbUinn að hef ja daginn á
ný. —keli.