Tíminn - 02.08.1981, Qupperneq 28

Tíminn - 02.08.1981, Qupperneq 28
28 Wimvm Að þvo upp eftír milljónapartý O I vikunni var loks formlega bundinn endir á þann pipar- sveinsferil, sem undanfarinn ára- tug hefur vakiö einna mesta at- hygli meðal almúgans i hinum vestræna heimi. Margar óskir og vonir, misjafnlega vel grundvall- aðar, eru nú endanlega brostnar og vist er, að þótt af hvörmum kunni að hafa hrotið gleöitár, i dómkirkju heilags Páls siðastliö- inn miðvikudag, likt og tiðkast viö jafnvel alþýðlegustu brullaup, þá hafa jafníramt fallið eitt og eitt sorgartár. í það minnsta ef nokk- urfótur er fyrir öllu þvi hjarta- fári, sem fjölmiðlar ætla að Karl Bretaprins hafi valdið meðal kvenkosta, frá þvi hann óx úr grasi. Vandað skal valið Þótt Bretum hafi ef til vill þótt prinsinn sinn nokkuð seinn til að festa ráð sitt, hlýtur hver skyn- semi gæddur maður að skilja að i þeim efnum gat hann ekki flanað að neinu. Þær voru margar kröf- urnar, sem væntanleg brúður varð að uppfylla, og kröfugerðar- fólkið var ótal margt. 1 fyrsta lagi varö hún helst að vera ,,réttrar trúar", þvi ella hefði breska þingið þurft að breyta þeim lögum, sem lorbjóða prinsinum af Wales með öllu að deila rekkju sinni með kaþólikka. 1 öðru lagi varö hún aö vera af „réttu bergi brotin", þvi ekki sæmir það konungbornum manni að velja sér konu af ótindum al- múgaættum. Og raunar settu þessar tvær kröfur prinsinum nokkuð þröngar skorður þvi svo einkennilega vill til, að flestar konungbornar konur, sem gjaf- vaxta teljast i dag, munu ka- þólskar. Og hiö sama er um aöal Vesturlanda að segja, utan breska sveítaaöalinn. Auk þessa varð svo stúlkukind- in að falla drottningunni, móöur brúðgumans i geð, hún varö að falla hiröinni i geö, bresku þjóð- inni, breskum fjölmiðlum, bresk- um afturhaldsseggjum og bresk- um sérviskupúkum af öllu tagi. Siðasttöldu tveir hóparnir mynda raunar um áttatiu og fimm prósent bresku þjóðarinnar, svo að þeirra fylgi hefði ef til vill nægt. Ekki þótti heldur skaða að hún félli öllum heiminum i geð, þótt Bretar hafi löngum talið þá er byggja aðra bletti jaröar en Breska „heimsveldið" skrælingja og þvi sinnt litiö viðhorfum þeirra. Ef til vill hefur svo prinsinn gert þá kröfu að honum sjálfum félli þokkalega við stúlkuna, en um þá heimtufrekju hefur hann þó verið einn, þvi aðrir munu sammála um að einhvers staðar verði að setja mörkin. Of ung — nógu ung? Hvað sem öllu þessu liöur, er þó vist að Prinsinn aí Wales gekk i vikunni að eiga laföi Diönu Spencer, með allri þeirri viöhöfn er telst hæfa brúðkaupi væntan- legs Bretakonungs. Lafði Spencer, nú Prinsessan af Wales, þótti að visu af mörgum helst til ung, til aö takast á herðar skyldur væntanlegrar drottning- ar. Þeir hinir sömu hugga sig þó við það, að Elisabet Bretadrottn- ing sýnir litil ellimerki og enn færri merki þess að hyggjast rýma til ihásætinu fyrir son sinn. Væntanlega hefur þvi nýja frúin nokkurn tima til undirbúnings. Æska lafðinnar hefur enda einn kost, sem Bretum þykir mikils verður. Þeir telja sumsé óliklegt að vænta megi nokkurra hneyksl- ismála, eða vandræðalegra upp- lýsinga, úr fortiö sem er svona ógnar stutt. Meir að segja ekki loku fyrir þaö skotið að lafðin hafi litt verið við karlmenn kennd, fyrir kynni sin af prinsinum. 011 tormerki munu hins vegar hafa verið talin á þvi að aðalborn- ar konur héldu hreinleika sinum fram yfir tvitugt. Móðganir og mótmæli Hvað sem segja má um laíöina að öðru leyti, virtist hún harla ánægð með hlutskipti sitt og prinsinn virtist einnig sætta sig þokkalega við örlög sin. Aðrir virtust ekki finna neina sérstaka annmarka og mamma gamla gaf samþykki sitt, svo allt virtist i blóma. En, það er nú svo i samskiptum kóngafólks, að alltaí þarl' einhver að þykkjast og móögast og brullaupið varð þar engin undan- tekning. 1 þeim efnum bar einkum á Jó- hanni Karli, Spánarkonungi, sem þótti illa að sér sneitt. Hvorki var það sætaröð viö veisluboröið, sem hljóp fyrir hjarta honum, né held- ur var nokkrum óvini hans boðið til veislunnar. Heldur var þaö nú ætlun brúðhjónanna að drepa niö- ur fæti á Gibraltarhöfða, i upphafi brúðkaupsferðar sinnar, sem olli þvi að Jóhann Karl og kona hans gátu ekki, heiðurs sins vegna sótt brullaupið. Spánverjar hafa um langt ára- bil gert kröfu til þess aö fá Gibraltarhöfða undir sina stjórn. Þvi lá það i augum uppi, að nokk- urra klukkustunda viðdvöl brúð- hjónanna þar, hlaut aö teljast frekleg móðgun i samskiptum rikjanna. Það er eins gott að islenskir bændasynir hugi vel að öllum landamerkjadeilum feðra sinna, áður en þeir ákvarða hvaöa traðir þeir fara með brúðir sinar, á leiö i veg fyrir rútuna. Hreingerning Það má vel vera, að vér almúgi landa Vesturheims teljum þessi deiluatriði litilvæg. Næstum hlægileg. En, engu aö siður er blessuðu kóngafólkinu alvara, hvernig sem á þvi kann aö standa. Og Bretum var raunar öllum alvara i tengslum við þetta brull- aup. Jafnt iðnr.ekandanum, sem græddi milljónir punda á fram- leiðslu minjagripa, lifverðinum, sem eyddi heilli viku i að snurfusa einkennisbúning sinn fyrir varð- stöðuna, siðameistaranum, sem raðaði gestum i kirkjuna, og al- múgamanninum, sem veifaði breska fánanum i grúanum með- fram leiðinni sem brúðhjónin fóru til og frá kirkju. Og alvaran blasir nú öll við þeim verkamönnum og konum, sem bera ábyrgð á eítirleiknum. Alvara allrahinna leggst sumsé á þeirra herðar, sem undanfarna daga og þá næstu strita viö að taka niður skreytingar og þrifa götur Lundúnaborgar, eftir alla gleðina. Við þekkjum það öll, að standa uppi um miðja nótt, eftir að gest- irnir eru farnir, og eiga eftir að þvo upp glösin þeirra. Það getur orðið ærið verkefni, eftir sæmi- legt parti. Hvað blasir þá við þeim, sem þurfa að „vaska upp" eftir parti heillar þjóðar. Þeirra sem þurfa að þrifa eftir sex hundruð þúsund „gesti” i miðborg Lúndúna einni saman? Það hefur enda reynst gifurlegt verk og töldu yfirvöld borgarinn- ar að hugsanlega yrði borgin komin i samt lag eftir vikutima eða svo. Og það jafnvel þótt fjölg- að hefði verið allnokkuð i hreins- unardeildum borgarinnar um stundarsakir. Eina huggunin er sú, aö nýtt lif hlýtur að hafa hlaupið i strá- kústaiðnað Breta, um þessar sömu stundarsakiÞ. Það lif, svo og öll minjagripaframleiðslan, hefur vafalitið verið vel þegiö, i þessu atvinnuleysishrjáða landi, þar sem nærfellt þrjár milljónir manna ganga nú verklausar. Ef til.vill hefur rikisstjórn járn- frúarinnar lika hugsað gott til þess að öll pragtuglegheitin gætu ef til vill beint athygli alþýðunnar ofurlitið frá „árangri" efnahags- stefnu hennar. H.V. Sunnudagur 2. ágúst 1981 framhaldssagan Hún gekk yfir gólfið, og hreyfingarnar voru óvenju fallegar. Svo fór hún inn i leikfimissalinn sem var þarna i kjallaranum. Um leið og dyrnar opnuöust og lokuðust á hæla henni heyrði Andrea glaðlegar stúlknaraddir innan úr salnum. — Hverer aðkenna leikfimi? spurði Andrea Mörtu. Marta horfði á hana, og var greinilega skemmt. — Þetta er ekki leikfimistimi, elsku lambið mitt. Þetta er Töfratimi. Það er verið að kenna stúlkunum töfrandi framkomu. — Þú segir ekki, sagði Andrea hlægjandi. — Og hver kennir þeim. — Haltu þér nú fast, góða, og búðu þig undir að heyra stórfrétt- ir, sagði Marta aðvarandi. — Hver önnur en McCullersstelpan? Andrea staröi á hana galopnum augunum. — Er Merry McCullers aö kenna stúlkunum töfrandi fram- komu, og það hér i Sjúkraskýlingu? sagði hún og virtist ekki trúa sinum eigin eyrum. — Ég sagði þér, að þú myndir ekki trúa þessu, sagði Marta og tisti af hlátri. Það er nú samt satt. Francine og nokkrar vinkonur hennar fengu áhuga á að bæta sig svolitið og Jordan læknir kom meðMerry,oghún er yfir sig hrifin af starfinu. Og hvort sem þú trúir þvi eða ekki, þá máttu vita, að hún vinnur gott verk. Stúlkurnar bera virðingu fyrir henni, og vita, að hún „kann til verka” á þessu sviði. Þegar hún svo segir: Svona eigið þið að gera þetta, þá hlýða þær umyrðalaust. Þú sást lika, hvaða áhrif þetta hefur haft á framkomu Francine. Andrea kinkaði hægt kolli, og var hugsandi á svip. — Steve var sannfærður um, að hún myndi vilja gera þetta. Hann stakk uppá henni sjálfur, og ég hló bara að honum. — Það er fleira að frétta, góða min. Þú ert ekki búin að heyra það nýjasta, sagði Marta, og aðvörunarrómurinn var greinileg- ur. — Ekki þarftu að segja mér, að frú McCullers sé lika komin hingaðog farin að kenna blómaskreytingar, eða eitthvað annað álika, andmælti Andrea. — Ekkert þvi likt. Enn sem komið eru ekki aðrir af McCullers- ættinni komnir hingað til starfa, svaraði Marta. — Aður en ég held áfram verð ég þó að spyrja þig mjög persónulegrar spurningar. — Já blessuð spurðu bara. — Ertu nokkuð ástfangin af Brad? — Neiþaðveitguð. Andrea talaði greinilega af innstu sannfær- ingu, og Mörtu létti. — Það er gott, vegna þess að mig grunar svo sannarlega, að Merry sé það, svaraði Marta. — Ég verð að bæta við, að pilturinn lætur sér ekki gjörsamlega á sama standa um stúlkuna heldur. Andrea sat grafkyrr um stund og reyndi að meðtaka allt það, sem henni hafði verið sagt. Brad og Merry. Olia og vatn. En þrátt fyrir allt, var það þá ekki ástin, sem gat blandað saman jafnólikum hlutum svo að vel færi? Hún minntist þess, þegar þau hittust i fyrsta skipti heima i ibúðinni hennar sjálfrar, og hvernig þeim hafði lent saman. Hún mundi, að Brad hafðisagt, aðstúlkurá borð við Merry væru ekki mikilsvirði og kostuðu ekki mikið. Rödd Mörtu vakti hana upp af hugsunum hennar. —- Finnst þér þetta miður, Andy? — Miður, mótmælti Andrea. — Hvers vegna ætti mér að þykja það miður. —-Nú Bradhefur alltaf veriðsvona hálfvegis þin eign. — Elsku Marta min, vertu ekki með þennan kjánaskap. Við Brad höfum alltaf verið vinir, og ekkert annað. — Þetta er þá allt i bezta lagi. Mörtu létti greinilega. — Ég var svolitið hrædd um, að þú yröir eitthvað æst út af þessu. — Ég er þaðalls ekki. Ég er himinlifandi glöð, en undrandi. Ég get ekki hugsað mér nokkurt fólk, sem væri jafnóliklegt til þess að verða ástfangið. En ef þau eru ástfangin, þá samgleðst ég þeim. Marta brosti aftur og henni hafði létt. — Þetta hlýtur að vera hin eina sanna ást, það er ég viss um, hélt hún áfram. — Ef þú sæir þau saman. Hann er voöalega ráð- rikur við hana, en hún nýtur þess auðsjáanlega. Ég er handviss um, að enginn hefur þorað að koma svona fram við hana áöur. Þetta virðist allt vera eftir uppskrift. Samt er hún nú ekki oröin litill engill með vængi enn sem komið er, en hún er aö skána. Hún er ekki nærri eins fordekruð og merkileg með sig og hún var i byrjun. Eftir að Brad er búinn að ráðskast svona með stúlku i heilar sex vikur, þá er ekki von á öðru, en hún sé orðin að „blið- lyndri Júliu”, eða horfin á braut i reiðikasti ella. Og þú átt eftir aðkomastað þvi að Merry er hérenn. — Mér þykir þetta dásamlegt. Ég verö að óska Brad til ham- ingju. — Það máttu alls ekki gera, sagði Marta. — Hann gerir sér ekki fulla grein fyrir þvi enn, hvað fyrir hann hefur komið. Hann heldur þvi enn fram, að hún sé fordekruð, og hinn mesti hroka- gikkur. Ef þú færir svo að tala um, að hann væri ástfanginn af henni, myndi hann áreiöanlega taka á sprett eins og hræddur héri. Við skulum leyfa Merry að leiða hann i allan sannleikann, þegar timi er til kominn. Ég er viss um, að hún getur alveg séð um þetta sjálf. Ég vildi bara aö þú vissir þetta, svo þú yrðir ekki fyrir óþægindum eða leiðindum. Andrea hló og þakkaði henni fyrir hugulsemina. Skömmu seinna kvaddi hún. Þegar hún var komin út úr húsinu heyröi hún drengjaraddirberast frá æfingavellinum, og einnig sá hún Brad, sem var þarna umkringdur drengjum á aldrinum sex til sextán ára. Hann var að leiðbeina þeim, og þeir hlustuðu á hann með ómældri athygli, og hún hætti við að stoppa og tala við hann, svo hún truflaði ekki, þótt hún hefði ætlað að gera það. Hann hafði verið heldur hljóður á meðan á máltiðinni stóð, enda þótt hann hefði sýnst glaður yfir að sjá hana aftur, eins og reyndar allir höfðu verið.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.