Tíminn - 02.08.1981, Síða 32
■ Winchester-setrið i grennd við
San Jose i Kaliforniu er e.t.v.
kyndugasta hús allra tima. Eig-
andi hússins, Sara Winchester,
trúði þvi statt og stöðugt að ef lát
yrði á byggingaframkvæmdinni
þar myndi hún safnast til feðra
sinna. Þvi var byggt á hverjum
degi I þrjátiu og átta ár. A húsinu
eru 2000 dyr og 10 000 gluggar,
flest af þvi þjónar engum til-
gangi, fyrir utan gluggann er
steinveggur, utan við dyrnar er
heiörikjan ein. Húsið er átta hæð-
ir, þar inni eru fjörtiu og átta eld-
stæði og leynigöng i kilómetra-
tali. Þegar frú Winchester dó
1922, áttatiu og fimm ára að aldri,
voru 160 herbergi i bústað hennar
sem þakti um sex ekrur lands.
■ Dr. James Barry, var kona
sem þóttist vera maður.
Hann/hún var hershöfðingi i
breska hernum á tima Viktoriu
drottningar. Barry var fyrst her-
læknir, og varð siðan yfirmaður
spitalareksturs i hernum. Það
var ekki fyrr en Barry var dauður
1865 að raunverulegt ,,kyn” hans
varö lýöum ljóst. Hvernig var
það, var ekki einn páfinn kona?
B Fyrsti maðurinn til að stinga
uppá fingraförum sem óyggjandi
auðkenni einstaklingsins var
enski mannfræöingurinn Francis
Galton, náinn frændi Darwins.
fon var með tölfræði á heilan-
. Hann reyndi að nota tölfræði-
legar aðferðir til að finna hverjir
áttu von á að fæðast laglegir og
hverjir ekki á Englandi — og til
að finna hlutfall bæna sem var
svarað.
■ Konan meö lampann, engillinn
á Krimskaga, hjúkrunarkonan
Florence Nightingale. Þaö vita
kannski fæstir að hvert sem hún
fór var hún með sérkennilegt
gæludýr i vasanum — nefnilega
uglu.
® Þegar Sir Isaac Newton var á
enska þinginu er aðeins vitað til
þessaöhann hafi lokið upp munni
einu sinni — þá æskti hann þess að
gluggi yrði opnaður.
■ Henry Ford trúði þvi staðfast-
lega að sojabaunir væru upprenn-
andi hráefni. Hann áleit að úr
þeim væri hægt að framleiöa
ýmisskonar vörur ,wm væru auð-
seljanlegar. Eitt sinn kom Ford á
mannamót i fötum sem öll voru
búin til úr sojabaunum — fyrir ut-
an skóna.
■ t seinni styrjöldinni var rúss-
neski utanrikisráðherrann og
hjálparhella Stalins eitt sinn i
heimsókn i Hvita húsinu. Það var
farið leynt með veru hans þar, i
skýrslum var hann kallaður
„Herra Brown”. Þjóninn sem tók
upp úr töskunum fyrir Molotov i
Hvita húsinu fann pylsu, rúg-
brauðshleif og skammbyssu.
■ Móðir blaðakóngsins Williams
Randolph Hearst (talinn fyrir-
myndin að Borgara Kane eftir
Orson Wells) sagði að i hvert
skipti sem illa lægi á syni sinum
færi hann út og keypti sér eitt-
hvað. Eitt sinn keypti hann
klaustur frá lOdu öld i Segovia á
Spáni, vitaskuld óséð, fyrir 40.000
dali. Til aö hægt væri að flytja
klaustrið varð aö taka það niöur,
stein fyrir stein, það varð aö
byggja 30 km langa járnbraut til
að hægt væri að koma klaustrinu
af stað — ennfremur varð að reisa
sögunarmyllu til að saga við i
heljarstóra kassa sem klaustrið
var flutt i yfir hafið.
L
*
*
1. Þú hellir köldu
vatni í ílöskuna
2. færð gos úr
SodaStream tækinu
3. ogsetursvo
bragðefnið útí.
Svona einfalt er það. Þú getur valið
um 5 bragðtegundir; Appelsín, Cola,
GingerAle, Límonaði og Tonic. Úr
hverri bragðflösku færðu 50 flöskur
af gosdrykkjum.
SodaStream gosdrykkjagerðin þín
spararþér ekki aðeins peninga, heldur
líka pláss, svo ekki sé minnst áþægindin.
SodaStream
það besta er aldrei of gott.
Sól hf.
ÞVERHOLTI 19 SÍMI26300
REYKJAVÍK