Tíminn - 02.10.1981, Blaðsíða 1

Tíminn - 02.10.1981, Blaðsíða 1
AÍIt um útvarps- og sjónvarpsdagskrána - bls. 11, 12, 13 og 14 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRETTABLAÐ! Föstudagur 2. október 1981 222. tölublað — 65. árgangur f t * • Skákmeistarar spá: Karpov sigrar bls. 5 Anker í ham — bls. 7 Jónas um _ „Lífshlaup” - bls. 8-9 leikurinn bls. 15 r_____ Ragnar Halldórsson, forstjóri ÍSAL, um kröfur íslensku vidræðunefndarinnar: „Sí EKKI ASTÆÐU TIL AÐ SAMÞYKKJA ÞETTA — á ekki von á ad Alusuisse sé til viðræðu um þessi atriði ■ ,,Ég sé ekki ástæðu tii þess að samþykkja þessar kröfur islensku viðræðunefndarinnar á nokkurn hátt. Ég lýsi furðu minni á þvi að Ingi R. Helgason sé að gaspra þetta i fjölmiðla,” sagði Ragnar Halldórsson, for- stjóri ÍSAL i viðtali við Timann i gær, þegar hann var spurður á- lits á undirbúningi islensku ál- viðræðunefndarinnar að kröfum á hendur Alusuisse, með endur- skoðun Coopers & Lybrand á ársreikningum ISAL 1980 sem viðmiðun, sem greint var frá I Timanum i fyrradag. ,,Ég á alls ekki von á þvi að Jlvidræöunefndin um kröfugerð á hendur Alusuisse: MIÐAÐ MILU VANGREIÐSLU ÍSALS! Alusuisse muni ganga að þess- um kröfum islensku viðræðu- nefndarinnar, enda hafa þeir hjá Alusuisse lýst þvi yfir að þeir séu algjörlega ósammála niðurstöðum Coopers & Ly- brand, varðandi endurskoðun- ina á ársreikningum ÍSAL 1980,” sagði Ragnar. Ragnar sagði að Alusuisse væri i sex atriðum ósammála þessum niðurstöðum endur- skoðenda fyrirtækisins, en þau væru að súrálsverðið og verð á rafskautum væri of hátt og siðan væru það fjögur atriði varðandi afskriftir, þar sem þeir hjá Alusuisse væru ósam- mála niöurstöðum Coopers & Lybrand. Sagðist Ragnar þvi ekki eiga von á þvi að þeir hjá Alusuisse væru til viðræðu um lagfær- ingar á þessum atriðum. —AB Það fer ekkert á milli mála að veturinn er genginn i garð norðanlands, en þessi mynd var tekin á Akureyri i gær þegartvær blómarós- ir voru að koma keðjunum undir bilinn. Timamynd: gk./Akureyri. HÆRRI TJÓNABÆTUR EF BÍLBELT1N ERU NOTUÐ ■ Hjá Tryggingarfélaginu A- byrgö hf. hafa verið i gildi regl- ur frá árinu 1970 sem kveða á um að tjónabætur i umferðar- slysum eru hærri ef notuð hafa veriö biibelti. „Þessar bætur hjá okkur eru inni i ökumannstryggingunni en þær tóku gildi 1970”, sagði Jó- hann E. Björnsson forstjóri Abyrgöar hf. í samtali við Tim- ann. Sem dæmi má nefna að frá 1. mars 1980 eru örorkubætur i hinni almennu tryggingu 210. þús en ef bilbelti eru notuð þá nema þær 250 þús. kr. Eins er með dánarbæturnar, til eftirlif- andi maka, þær eru 70 þús. i al- mennu tryggingingunni en 80 þús. kr. er bilbelti voru notuð,” sagði Jóhann. Abyrgð mun vera eina tryggingarfélagið sem hefur þessa tryggingu. —FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.