Tíminn - 02.10.1981, Qupperneq 7

Tíminn - 02.10.1981, Qupperneq 7
Föstudagur 2. október 1981 ■ Anker Jörgensen Er Anker kominn í kosningahug? Verdur leitið eftir studningi Glistups? ■ ÞAÐ ER venja flestra dönsku stjórnmálaflokkanna að halda ár- lega landsfundi i september eða október eða nokkru áður en þingið kemur saman. Þetta hafa þeir gert nú. Ljóst er af frásögnum blaða af þessum fundum, að dönsk stjórnmál einkennast mjög af þeim glundroða, sem fylgir kerfi margra flokka, en þing- flokkarnir eru ekki færri en tiu. Þingkosningar fóru fram siðast i Danmörku i október 1979. Sá sögulegi atburður hafði gerzt árið áður eða i ágúst 1978, að flokkur sósialdemókrata og Vinstri flokk- urinn höfðu myndað samsteypu- stjórn undir forustu Ankers Jörg- ensen. Utanrikisráðherra var Henning Christophersen, leiðtogi Vinstri flokksins. Rikisstjórn þess var auglýst sem stjórn verkamanna og bænda. Margir gerðu sér vonir um, að hún yrði fær um að takast á við efnahagsvandann, sem þá þegar var mikill i Danmörku. Stjórnarflokkarnir höfðu saman- lagt traustan meirihluta á þingi. Stjórnin tók ýmsar djarflegar ákvarðanir i fyrstu. Vorið 1979 festi hún kaupgjald með lögum eftir langvinna kjaradeilu. Samkomulagið hélzt hins vegar ekki lengi eftir þab. Stjórnarsam- starfið sprakk siðsumars 1979 og leiddi það til þingkosninga. Fyrir þær kosningar, gerðu 1- haldsflokkurinn, Vinstri flokkur- inn, Kristilegi flokkurinn og flokkur miðdemókrata óbeint bandalag, sem var fólgið i þvi, að þeir lofuðu að vinna saman eftir kosningarnar. Með þessu hugðust þeir skapa mótvægi gegn sósial- demókrötum. Stjórnarsamvinnu við Framfaraflokk Glistrups var hafnað, en hins vegar gefið i skyn, að stuðningur hans á þingi yrði þeginn. Radikali flokkurinn lýsti yfir þvi fyrir kosningarnar, að hann kysi samvinnu við sósialdemó- krata. Af hálfu sósialista var hafnað samvinnu við flokkana, sem eru til vinstri við hann, sósialiska flokkinn, vinstri-sósial- ista og kommúnista. Orslit kosninganna urðu þau, að allir gömlu flokkarnir svo- nefndu styrktu heldur stöðu sina, þ.e. sósialdemókratar, radikalir, Vinstri flokkurinn og Ihaldsflokk- urinn. Ihaldsflokkurinn bætti við sig sjö þingsætum, en flokkur Glistrups tapaði sex. íhaldsflokk- urinnvirtist þannig vera að vinna aftur það fylgi, sem hann hafði misst til Glistrups. Kommúnista- flokkurinn missti öll þingsæti sin, sjö að tölu, en hinir flokkarnir til vinstri bættu heldur stöðu sina. EFTIR kosningarnar haustið 1979 myndaði Anker Jörgensen minnihlutastjórn með stuðningi radikala flokksins, miðdemó- krata og kristilega flokksins. Þessi stjórn fer enn með völd. Miðflokkarnir þrir, sem að framan eru nefndir, hafa veitt stjórninni stuðning til að koma fram nauðsynlegustu efnahags- aðgerðum. Þrátt fyrir þær hefur ástandið i efnahagsmálum farið versnandi. Atvinnuleysi hefur aukizt verulega og halli á utan- rikisviðskiptum. Óánægja með stjórnina virðist fara vaxandi. Skoðanakannanir benda nú til þess að sósialdemó- kratar myndu tapa einhverju fylgi, ef kosið yrði nú. íhalds- flokkurinn myndi vinna á, senni- lega mest á kostnað kristilega flokksins, miðdemókrata og sósialdemókrata. Flokkur Glistr- ups þykir hins vegar liklegur til að halda stöðu sinni. Af hálfu Ihaldsflokksins er nú lagt kapp á, að hann og Vinstri flokkurinn lýsi yfir samstöbu sinni eftir kosningar. Vinstri flokkurinn lýsir sig þessu fylgj- andi, en telur sig vilja hafa enn nánara samflot með miðdemó- krötum, kristilega flokknum og radikölum. Þannig hyggst hann styrkja sig i samstarfi við lhalds- flokkinn. Radikali flokkurinn hefur lýst yfir þvi, að hann vilji ekki taka þátt i samvinnu til hægri. Jafn- framt lýsir hann þvi áliti sinu, að minnihlutastjórn sósialdemó- krata sé of veik með þeim stuðn- ingi, sem hún hefur nú. Danmörk þarfnist styrkrar stjórnar eins og efnahagsmálunum sé komið. Helzt virðist vaka fyrir radiköl- um, að sósialdemókratarnir, I- haldsflokkurinn, Vinstri flokkur- inn og litlu miðflokkarnir taki höndum saman. ANKER Jörgensen virðist hafa talsverðan mótbyr um þessar mundir, m.a. i eigin flokki, þar sem hann þykir ráðrikur. Óneit- anlega ber hann þó höfuð og herð- ar yfir danska stjórnmálamenn nú, en pólitisk aðstaða hans er erfið, sökum glundroðans i þing- inu. Ýmislegt þykir benda til, að Anker Jörgensen hyggist efna til kosninga fljótlega, þrátt fyrir óhagstæðar skoðanakannanir. Af ýmsu virðist mega rába, að hann sé að leita ab heppilegu kosninga- máli. Þannig lét Anker Jörgensen ný- lega svo um mælt, að hann kynni aðefna tii kosninga, ef hann fengi ekki fram, að lifeyrissjóðir og tryggingafélög legðu fram meira fé til atvinnuinála i stað þess að festa það i dýrum bygg- ingum i Kaupmannahöfn. Miðflokkarnir, sem styðja stjórn hans, hafa verið tregir til að fallast á lagasetningu um þetta. Þótt sósialdemókratar töpuðu i kosningunum, er liklegt, að þeir hélduáfram þeirri stöðu, að erfitt yrði að mynda stjórn án þeirra. Að visu er hugsanlegt, að íhalds- flokkurinn og Vinstri flokkurinn auki svo fylgi sitt, að það félli i hlut þeirra að mynda minnihluta- stjórn, en hún y rði að styðjast við flokk Glistrups meira eða minna og það er annað en álitlegt. Þórarirm Þórarinsson, tz ritstjóri, skrifar _ erlendar f réttir AWACS njósna- flugvélar seldar til Saudi-Arabíu ■ Alexander Haig, utanrikis- ráðherra Bandarikjanna lýsti þvi yfir i gær að Bandarikin og Saudi-Arabia hefðu i gær náð samkomulagi, hvað snertir sölu Bandarikjamanna á 5 AWACS-flugvélum til Saudi- Arabiu. Sagði Haig að aöeins sérstaklega valdir Banda- rikjamenn og Saudi-Arabar fengju að koma nærri og stjórna vélunum. Haig sagbi að þar sem Saudi-Arabar ættu ekki mikið af flugmönnum og tæknimenntuðum mönnum, þá hefði það i för með sér að Bandarikjamenn sæju að miklu leyti um flugreksturinn vel fram á tiunda áratuginn. Talið er að þessi sala eigi eftir að mæta mikilli mótstöðu i bandariska þinginu, þvi margir þingmenn hafa haldið þvi fram að þessar 5 AWACS- vélar, ásamt annarri vopna- sölu, að andviröi alls 8.5 mill- jarða dollara væri ógnun við öryggi Israels. Þingið hefur nú einn mánuð til þess að koma i veg fyrir söluna. Ronald Reagan, Banda- rikjaforseti sendi Bandarikja- þingi i gær formlega yfir- lýsingu um fyrirhugaða sölu AWACS ratsjárflugvélanna. Eining vill skera niður fjárveitingar til landvarna ■ Einn forystumanna Ein- ingar í Póllandi fór i gær fram á það i ræðu sinni, á þingi samtakanna i Gdansk að pólsk yfirvöld skæru niður fé það sem eytt er i landvarnir i Pól- landi. Sagði hann að tillaga sin væri ekki fram komin til þess að veikja landvarnir Póllands, það væri einfaldlega engin önnur leið fær til --þess að styrkja pólskt efnahagslif. Annar forystumaður Einingar sagði i ræðu sinni að upplausn myndi myndast i landinu inn- an fárra vikna ef ekki væri gripiö til róttækra aðgerða hvab varðar útvegun á mat- vörum. I formannskosningum Ein- ingar á morgun verða þrir frambjóðendur sem keppa við Walesa um formannssætið. Iranir réðust á olíustöð í Kuwait I Yfirvöld i Kuwait skýrðu frá þvi i gær að iranskar flug- vélar hefðu ráðist á oliustöð i norðurhluta Kuwait, nærri landamærum íraks. Að sögn yfirvalda i Kuwait voru hér að verki þrjár iranskar sprengjuflugvélar, sem réðust á oliustöð rétt við landamæri Iraks. Sögöu Kuwaitbúar að eldur hefði komið upp i stöðinni, og hún hefði að hluta til eyðilagst, en enginn hefði særst. Segja þeir að þeir hafi nú náð að hemja eldinn. í Teheran i gær, neituðu yfirvöld að hafa verið með flugvélar sinar á þessu svæði og sögðust íranir saklausir af þessari árás. Iranir hafa á undanförnum 12 mánuðum neitað 10 hlið- stæðum ásökunum Kuwait- búa. LíBANON: öflug sprengja sprakk i gær í Beirút i Libanon, með þeim afleiðingum að a.m.k. 35 manns létu lifið og 250 særðust. Sprengjan sprakk i hverfi sem er mjög þéttbýlt og þar býr fjöldi fátækra Libana og Palestinumanna. Sprengingin laskaði fjölda bygginga að auki. A siðustu tveimur vikum hafa a.m.k. 50 manns látið lifið i sprengjutilræðum. FINNLAND: I gærkveldi gaf skrifstofa Kekkonens Finnlands- forseta út tilkynningu um heilsu Kekkonens, þar sem sagði að heilsa forsetans væri heldur betri en verið heföi að undanförnu. PÓLLAND: Eftir margra mánaða samningaviðræður hafa pólsk yfirvöld og vestrænir bankar náð samkomulagi um greiðslufrest til handa Póllandi á erlendum lánum. Verður veitt- ur greiöslufrestur á flestum endurgreiðslum sem greiðast áttu á þessu ári i fjögur ár. Fjármagn það sem hér um ræðir er i kring um 2.5 milljarðar dollara.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.