Tíminn - 02.10.1981, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.10.1981, Blaðsíða 10
Föstudagur 2. október 19K1 lO Wmmm heimilistíminn , Bordum við of mikið af mat með nftríti og nítrati? ■ Þessar vörur innihalda allar eitthvaö af nltritum eöa nitrötum. Allar eru þær algengar matvörur á boröum okkar islendinga. Aö visu skal þaö tekiö fram aö I söluþroskuöum osti mun nitratmagn þaö, sem notaö var viö framleiöslu ostsins aö mestu horfiö. ■ Nítrat finnst í flestu grænmeti/ stundum í tölu- vert miklu magni. Kartöfl- ur innihalda venjulega allt að 0/2 g/kg en rauðrófur/ radísur og spínat allt að 1 g á kg. skv. erlendum heim- ildum. Magn nítrata í grænmeti fer eftir notkun köfnunarefnisáburðar (lifrænn eða ólífrænn) og sólskini. Drykkjarvatn getur einnig mengast af á- burði og mismikið nítrat mælst i því. örverur geta breytt nítrati i nítrít (nítrít myndar svonefnd nitrosa- mín eða nitrósamíð með amínum eða amíðum í fæðunni) Tilraunir á dýrum hafa sýnt aö nitrosamin og nitrosamiö geta veriö krabbameinsvaldar. Auk þess valda nokkur þeirra stökk- breytingum og/eöa fóstur- skemmdum, öll þau nitrosamíö, sem athuguö hafa veriö valda æxlismyndun. Nltröt og nltrit eru notuö i matvælaiönaöi fyrst og fremst viö söltun á kjöti. Er aöallega not- uö þurrsöltun og pækilsöltun. Auk þess eru þessi efni stundum notuö viö fiskvinnslu og ostagerö. Nitrat (saltpétur hefur sem slikt engin áhrif á kjöt) ööru máli gegnir um nitrít, sem hefur margvisleg áhrif, t.d. 1) Þaö binst vöövarauöa kjötsins og gefur þvi rauöan lit. 2) Þaö er sýklaeyöandi 3) Þaö skerpir saltbragöiö 4) Þaö dregur úr fituþránun. Nitrit og nitröt gefa kjöti og kjötvörum skærrauöan lit. An nltrats væri saltkjöt og hangikjöt grátt á litinn. Litar- breytingin veröur til meö þeim hætti aö nltrósyl, myndaö úr nítr- iti eöa nltrati, fyrir áhrif örvera binst blóörauöa kjötsins og gefur þvi skærrauöan lit. Til aö flýta fyrir þessum litarbreytingum hafa C-vitaminsölt veriö notuö og þarf þá minna magn nitrits. Sýklaeyöandi verkun nitríta eyk- ur geymsluþol matvæla og kemur i veg fyrir matareitranir og mat- arsýkingu. Nitrit gera gró matar- eitrunarsýkilsins Clostridium Bo- tulinum viökvæmt fyrir suöu og hindra þannig vöxt þessa sýkils, sem myndar eitthvert sterkasta eiturefni sem þekkt er. Hafa sýrur magans engin áhrif á þetta eiturefni, en þaö verður ó- virkt viö upphitun yfir 80 gráöur C i 6 minútur. Getur þvi veriö vara- samt aö neyta fæöu, sem er hrá eöa snögghituö eins og t.d. skinku, ýmiss konar áleggs og vissra pylsutegunda, hafi þessi sýkill náð aö vaxa og mynda eit- urefni I matvælunum. Nltrit og nitröt hafa allt frá sib- ustu öld veriö notuö sem lyf aðal- lega vegna áhrifa á slétta vöðva. en þau eru æöavikkandi og iækka blóðþrýsting. En nitrit og nitröt minnka getu blóðrauðans til flutnings súrefnis alveg eins og kolsýrlingur gerir og fari saman tóbaksreykingar og neysla nftr- ita/nitrata getur þaö haft alvar- legar afleiöingar fyrir þá vefi lik- amans, sem af einhverjum á- stæöum eru I súrefnissvelti (t.d. hjartans vegná kransæða- þrengsla). Fyrir slikum „króniskum” eit- urverkunum getur fólk orðið, sem neytir fæöu, sem inniheldur mikiö af nitriti eöa nitrati t.d. saltkjöts, grænmetis eöa neysluvatns, sem er mengað nitrati t.d. vegna á- buröarnotkunar. Einkum er ung- börnum hætt viö eitrunum af þessu tagi, bæöi frá neysluvatni og grænmeti, þvl sýrustig i maga- safa þeirra er hagstætt fyrir vöxt sýkla, sem breyta nltrati i nitrit. Einnig vegna þess, aö hvatar i blóði þeirra, sem venjulega eyða áhrifum nitrits I blóöraunanum hafa ekki myndast i nægu magni, einkum innan þriggja mánaða aldurs. ■ „Saltpétur er notaður við vinnslu osta”, sagði Sævar Magn- ússon hjá Osta- og smjörsölunni, er ég leitaöi upplýsinga um magn saltpétursi osti. „En saltpéturinn eyðist viö gerjun ostsins og i sölu- Albióðaheilbrigðismálastofn- unin hefur lagt til aö nitrat- magniö I drykkjarvatni ætti ekki aö fara yfir 50 mg/1 og ekki yfir 45 mg/1 fyrir börn. Hér á landi mun nltratmagn I drykkjarvatni vera mjög óverulegt. Fylgnin milli útbreiöslu nitrosamina og tiöni magakrabba hefur vakiö mikla athygli. Þetta gæti haft verulega þýöingu hér á landi, þvi aö tiðni magakrabba er hér hærri en I flestum nágranna- löndum okkar. Þær matvörur, sem nitrit og nitrat er notað i eru margar þær matvörur, sem eru daglega á borðum okkar Islendinga, t.d. saltkjöt, kjötfars, pylsur, bjúgu, alls konar álegg og ostur. Þaö kom mér satt aö segja á óvart, þegar ég uppgötvaöi aö saltpétur (kaliumnitrat) var I flestum osta- tegundum islenskum. Þaö má þvi vekja athygli á aö ekki er heimilt aö blanda nitröt- um i kjötvörur i Noregi og Svi- þjóð. Enn fremur leyfa Norö- menn ekki lengur iblöndun nitrits i osta og sama er aö segja um Bandariki Norður-Ameriku. Að- eins á íslandi og i Bandarikjum Norður-Ameriku er leyfð iblönd- un nitrits i niöursoönar fiskvörur. Akb. (Unnið upp úr skýrslu heilbrigö- iseftirlits rikisins um nitrit og nitröt I saltkjöti á Islandi) þroskuðum ostum er saltpéturs- magn litt mælanlegt. Ef osturinn er ungur, getur mælst i honum saltpétur, en það magn er þá langt undir þvi, sem leyfilegt er i neysluvörum. —AKB. Lítiö eða ekkert af saltpétri eftir í söluþroskuðum osti Ræktid sjálf stofujurtirnar Það er ekki svo erfitt að rækta sínar eigin stofu- jurtir/ t.d. úr ávaxtastein- um. Það er á þann hátt hægt að fá falleg ávaxta- tré. Þau verða mjög stór á nokkrum árum og fara því vel i stórum stofum eða anddyrum. Til þess að rækta ávaxtatré heima hjá sér er vandinn ekki annar en að setja niður ávaxta- steina, t.d. úr appelsínum/ sitrónum, eplum eða grape ávexti. Trén bera samt yfirleitt ekki ávexti. Sítrónutré verða mörg sér- staklega falleg með þykk- um gljáandi dökkgrænum blöðum. Ef aö þiö ætliö aö nýta ávaxta- steinana og fá ykkur úr þeim stofujurt, setjiö þá niður steinana i góöa gróöurmold, en setjiö þá ekki of djúpt. Hafiö blómapottinn siöan á hlýjum staö t.d. á sólbekk yfir ofni. Hugsa veröur vel um steinana. Gott er aö setja t.d. dagblaö yfir pottana fyrst i staö. Þaö veröur aö vökva vel, sérstak- lega ef um mjög hlýjan staö er aö ræöa, sem pottarnir eru á, (sterk sól). Gætiö þvi aö þvi á hverjum degi, hvort moldin sé þurr. Þab er samt ekki vist aö ykkur takist aö fá jurt úr steinunum i fyrstu tilraun, reyniö þá bara aft- ur og best er aö setja niöur fleiri en einn stein. Þaö er lika ágætt að láta steinana i bleyti einn sólar- hring áöur en þeir eru settir niö- ur. Einnig má setja plastpoka yfir blómapottana til verndar. Grape, appelsinu og stitrónu- steina á aö láta liggja I vatni yfir nótt, áöur en þeim er plantað. Það er ekki erfitt aö rækta, epla-peru og plómutré. En steinum þeirra ávaxta á ekki aö planta beint. Þaö er best aö geyma þá i krukku meö rökum mosa i inni I isskáp nokkra daga. Snúiö þeim við ööru hverju til aö sjá, hvort aö steinarnir eru farnir að splra. Þá er passlegt aö setja þá niöur. Þaö er lika hægt aö setja niöur steina úr avokado ávexti, sem stundum fæst hér i verslunum. Avokado plantan er ekki ólik gúmmitré, en blööin eru þó ekki eins gljáandi og þykk. Ef að þiö ætliö að reyna aö rækta avokado plöntu takið þá þunnu brúnu húöina af steininum. Siöan er steinninn settur I glas eöa krukku með vatni, en aöeins botninn á steininum á aö vera of- an i vatninu. Efsti hluti steinsins á aö standa upp úr glasinu. Þaö tekur nokkrar vikur aö rætur myndist en strax og þær koma vaxa þær hratt. Þaö má fylgjast meö þeim i glasinu. Geymið glas- ið á dimmum stað fyrst, en þegar stilkurinn byrjar aö vaxa má færa glasið i dagsbirtu. Eftir nokkuö langan tima eba um 8 vik- ur er hægt að setja plöntuna I pott meö gróöurmold. Þá er plantan oröin nokkuð stór og komin meö blöö. Þaö er gaman að fylgjast meö jurtinni vaxa á þennan hátt frá þvi aö vera litill steinn, sem þú heföir annars kastaö i rusla- pokann og veröa aö fallegri stofu- jurt. Þaö er skemmtilegt að rækta stofujurtirnar sinar sjálfur og sjá glæsilegar jurtir koma upp af litlu steinunum, sem eru innan i ávöxtunum. Þvi ekki aö prófa næst, þegar þiö boröiö ávexti? Annars mæli ég af eigin reynslu meö sitrónutré, þau eru mjög falleg og auövelt aö rækta þau. Þau mega ekki vera i mikilli sól og eru þvi heppileg t.d. I noröur- glugga. A.K.B. Heimilis- blaðið 70 ára 9 Heimilisblaðið hefur á þessu ári komið út i 70 ár. Jón Helgason, prentsmiöju- stjóri hóf að gefa út Heimil- isblaðiðárið 1911 og siöar gaf hann einnig út barnablaöiö Ljósberann, sem kom út i fjölda ára. Hann gaf einnig út mikið af bókum. Jón Helgason lést árið 1961, en siöan hefur sonur hans, Sig- uröur, séö um útgáfu blaðs- ins. __r Plast eða gler til hlifði m ^vaxtatré rœktuð í gömlu fiskabúri steinninn Blómapotturinn er á 1 sólbekk yfir ofni m Avokado eteinn vatnsyfirborð glasið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.