Tíminn - 02.10.1981, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.10.1981, Blaðsíða 5
Föstudagur 2. október 1981 5 fréttir íslenskir skákmenn spá um úrslit heimsmeistaraeinvígisins: KARPOV VINNUR EN KORTSNOJ ER AVALLT 6ÚTREIKNANLEGUR ■ //Karpov vinnur ein- vigiö en Kortsnoj er ávailt óútreiknanlegur þannig aö erf itt er aö spá um úrslitin". Þetta var rauöi þráðurinn i máli þeirra íslensku skák- manna sem Tíminn baö um aö spá fyrir um úrslit heimsmeistaraeinvígis- ins sem nú stendur yfir á Merano á Italiu. Flestir spáðu þvi að úr- slitin yrðu einhvers staö- ar í nánd viö 6:4 Karpov í vil og aöalástæður fyrir sigri Karpovs voru taldar þær að hann hefur sýnt betri árangur i sterkum skákmótum að undan- förnu, hefur raunar tef It í miklu fleiri slíkum en Kortsnoj en auk þess var aldursmunur þeirra, sem er um 20 ár einnig talinn vega þungt á vogskál- unum. Hins vegar voru flestir sammála því að Kortsnoj væri óútreiknanlegur og gæti allt eins stoliö sigrin- um frá Karpov enda til í dæminu að Kortsnoj mundi' fyllast „'fítons krafti" eins og einn orö- aði það enda ætti hann harma að hefna. —FRI | Helgi ólafsson Helgi Ólafsson: „Kæmi á óvart ef Kortsnoj ynni meir en tvær skákir” ■ „Ég tel aö Karpov vinni þetta nokkuö örugglega, mér kæmi á óvart ef Kortsnoj ynni meir en tvær skákir”, sagöi Helgi Ólafs- son i samtali viö Timann. „Fyrir þaö fyrsta þá viröist Kortsnoj ekki vera i góöu formi núna en Karpov er alltaf jafn traustur, einnig tel ég styrkleika- mun þeirra þaö mikinn aö Karpov er öruggur. Raunar þarf þessi munur ekki aö vera þaö mikill til aö Karpov sigri. 1 svona einvigi veröur þessi munur meiri i tölum en efni standa til. Sem dæmi má nefna er Fischer var aö vinna þessa karla 6:0 þá var styrkleika- munurinn alls ekki jafnmikill og tölurnar bentu til.” „Þótt aldrei sé aö vita hvar gerist i einviginu þá tel ég samt alveg útilokaö aö Kortsnoj vinni þaö”. —FRI Baldur Möller: MSkynsemin mælir með Karpov” ■ „Þetta er ekki litil spurning og ætli ég spái i þann kaffibolla fyrr en ég hef séö úrslitin úr fyrstu skákinni”, sagöi Baldur Möller i samtali viö Timann. „Og helst vil ég sjá hana lfka og kryfja alla”. „011 skynsemi mælir meö spá- dóm i þá átt aö Karpov vinni þetta en þaö er svo margt i þessu máli öllu, sem ekki er i minnst kontakt viö skynsemina.” „Fyrst svars er krafist þá held ég aö Karpov vinni en þaö er mjög ódýrt svar.” „Þeir eru ólikir skákmenn og aldursmunur þeirra mun spila stórt hlutverk. Þetta er einnig likamsiþrótt og likamsþol er mikiö atriöi. Þaö er ekkert spurs- mál aö þritugur maöur er betur settur en fimmtugur auk þess er Karpov mjög góöur skákmaöur. ■ Baldur Möller „Hitt er svo annaö mál, sem gerir útkomuna óútreiknanlega, er aö Kortsnoj er uppmagnaöur, þegar hann talar um fjandskák i sambandi viö Karpov þá má hann stinga hendinni i eigin barm þvi aö hann er i fitonskraftsástandi vegna þess aö hann hatast viö andstæöingana.” „Kortsnoj er mjög snjall skák- maöur en ekki jafnvægismaöur á skap sem Karpov er almennt, hann getur veriö uppmagnaöur en þaö er ekki mjög traustur eiginleiki.” —FRI Jón L. Árnason: „Karpov vinnur stórt” ■ „Ég held aö Karpov vinni þetta stórt sennilega 6:2”, sagöi Jón L. Arnason i samtali við Tim- ann. „Mér finnst eins og Kortsnoj hafi staöið sig frekar illa undan- fariö, hef áhyggjur af aö hann sé ekki i nógi góöu formi fyrir ein- vigið.” „Annars er Kortsnoj hættu- legur, og ef hann nær sér á strik þá má Karpov vara sig.” —FRI Ingi R. Jóhannsson: „Langt einvígi eykur á likur Kortsnoj” ■ „Ég vil ekki spá neinu um ■ Jón L. Arnason þessi úrslit en ég trúi þvi aö eftir þvi sem einvigiö veröur lengra þvi meir aukast sigurlikur Korts- nojs”, sagöi Ingi R. Jóhannsson i samtali við Timann. „Ég byggi þetta álit á þvi aö maöur eins og Kortsnoj, en hann er fimmtugur og Karpov þrit- ugur, hefur meiri lifsreynslu en andstæöingur hans og hún kemur honum aö miklum notum i löngu einvigi.” „Þetta sýndi sig i einvigi þeirra siöast þótt svo illa færi fyrir Kortsnoj i siöustu skákinni þá.” —FRI Jóhannes Gísli Jónsson ,,Möguleikar Karpovs ívið meiri en síðast” ■ „Karpov mun vinna, mögu- leikar hans eru aö minu viti iviö meiri en siöast”, sagði Jóhannes Gisli Jónsson i samtali viö Tfm- ann. „Munurinn ætti þannig að geta oröiö aðeins stærri en þá, en hve stór hann veröur treysti ég mér ekki til aö segja um”. „Aöalastæöa fyrir sigri Kar- povs er sú aö hann hefur teflt meira á sterkum mótum að und- anförnu, búinn aö tefla á óhemju- miklum fjölda af sterkum mótum frá þvi I fyrra, mun meira en heimsmeistarar hafa yfirleitt gert. Ég held aö þaö hafi veriö Larsen sem lýsti honum sem „teflandi heimsmeistaranum”. „Kortsnoj hefur verið úti- lokaöur frá þessum mótum, þannig aö hann hefur ekki fengið tækifæri til aö tefla viö svo sterka skákmenn. Þaö gæti haft sin áhrif. Auk þess hefur Kortsnoj staöið sig mjög illa i undanförn- um tveim, þrem mótum en þaö er ekki vist aö þaö sé mjög mark- tækt, Karpov vinnur ekkert auðveldlega þó aö ég reikni meö aö hann vinni”. —-FRI Óttar Felix Hauksson: y,Karpov er í betra formi” I ,,Ég spái þvi að Karpov vinni ■ ÓttarFelix Hauksson meö 2 vinningum” sagöi Óttar Felix Hauksson i samtali viö Timann. „Karpov vinni sem sagt 6 skákir, Kortsnoj 4 og 13 endi með jafntefli”. „Spána byggi ég á árangri þeirra 1974 og 1978 auk einvigja undanfariö. Auk þess tel ég aö Karpov sé ibetra formi núna, þvi Kcrtsnoj hefur sýnt þaö undan- farna tvo mánuði aö hann er tölu- vert frá sinu besta”. „Karpov virðist ekki hekiur vera i toppformi en kannski erlit- iö að marka þetta þvi þeir geta veriö að spara orkuna fyrir þessi átök”. „Karpov er oröinn eldri og reyndari en hann var fyrir siðasta einvigi þeirra og hefur aukiö mik- ið viö byr janaþekkingu sina sem var talin há honum fyrst eftir að hann varð heimsmeistari”. „Kortsnoj er fimmtugur og þvi er 20 ára munur á þeim en þaö gæti haft sitt að segja”. „Karpov hefur ávallt byrjaö einvigin af fullum krafti, en Kortsnoj aftur á móti veriö lengur aö fara i gang og ef þaö reynist veröa svo núna, þá mun hann kannski vinna 3 fyrstu skákirnar og reyna svo að halda jöfnu i langan tima og þreyta Kortsnoj. —FRI Jóhann Hjartarson: MBuast má við öllu frá Kortsnoj” ■ „Ég veðja frekar á Karpov, þar sem hann hefur teflt betur aö undanförnu”, sagöi Jóhann ■ Jóhannes Gisli Jónsson ■ Jóhann Hjartarson Hjartarson i samtali við Timann. „Kortsnoj hefur hinsvegar sýnt þaö aö búast má viö öllu frá hon- um, þannig aö úrslitin eru óljós”. „Þótt ég veöji á Karpov þá held ég aö sigur hans verði ekki stór, einvigiö veröur sennilega nokkuð jafnt, mér sýnast einvigi þeirra hafa veriönokkuö jöfn og úrslitin ráöist i siöari hluta þeirra og ég á ekki von á breytingu á þvi”. „Mér finnst Karpov hafa teflt betur aö undanfömu, hann hefur staöiö sig betur á mótum. Hann býr einnig viö talsvert betri að- stööu en hinn til aö þroska skák- hæfileika sin”. —FRI Margeir Pétursson: „Sigur veltur á einni til tveimur skákum” ■ „Þaö er erfitt aö segja en ég býst viö aö Karpov vinni þetta einvigi”, sagöi Margeir Péturs- son i samtali viö Timann. „Munur veröur sennilega litill eins og i hinum einvigjunum, ég hugsa aö hann velti á einni til tveimur skákum.” „Miöað viö fyrri einvigi finnst mér allt benda til aö Karpov sé betri skákmaður en Kortsnoj og þau hlutföli hafa sennilega ekki breyst slðan þá.” „Kortsnoj hefur hins vegar oft komið á óvart, einvigiö gæti þvi oröiö mjög spennandi.” „Taflmennskan veröur senni- lega einnig ákveönari i byrjun til aö koma i veg fyrir langlokuna sem varö siöast.” —FRI ■ Margeir Pétursson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.