Tíminn - 02.10.1981, Blaðsíða 15

Tíminn - 02.10.1981, Blaðsíða 15
Jóhannes Föstudagur 2. október 1981 Iþau spá... Helgi 15 Grétar ■ Stefán ■ Júllus ■ Baldvin Þóröur Steinunn Jón S. Þorsteinn Gylfi TJesús minn þetta er ekki léttur leikur’ segir Jóhannes Atlason sem spáir um leik Notts County og Arsenal Július Hafstein for- maður HSÍ: „Ég er i engum vafa, West Ham vinnur Birmingham, þessi leikur veröur ekki erfið- ur fyrir þá”. Baldvin Jónsson aug- lýsingastjóri: „Það væri freistandi að setja jafntefli á þennan leik Brighton og Man. City, en ætli við segjum ekki að City vinni leikinn”. Helgi H. Jónsson fréttamaður: „Ég spái þvi að Aston Villa vinni Leeds 2-1, Aston Villa er nú sennilega komið á skriö eftir að hafa marið sigur yfir Val hérna á dögunum”. Grétar Norðfjörð knattspy rnudómari: „Það verður synd að sjá Swansea tapa leiknum gegn Liverpool, en ég er viss um það að Rauöi herinn fer með sigur af hólmi”. Stefán Kristjánsson bankamaður: „Ég hef nú haldið með Man. United siðan ég var tveggja ára og hef aldrei brugðist þeim,og ég á ekki von á þvi að þeirfari að bregðast mér núna þegarmikið liggur viðmeð þvi aö tapa fyrir Wolves. Setjum einn á leikinn”. Jóhannes Atlason kennari: „Jesús minn það er nú ekki hægt aðkalla þetta léttan leik, ætli við segjum ekki að Arse- nal vinni Notts County, annars eru þetta hálfslöpp lið um þessar mundir”. Þórður Sigurðsson kaupmaður: „Verður maður ekki að spá Keegan og félögum sigri i leiknum? Annars er þetta mjög erfiður leikur. Ég var staddur erlendis þegar Saouthampton lék við West Ham á dögunum og þaö var ágætis leikur. Viö setjum einn á leikinn”. Steinunn Sæmunds- dóttir golfkona: „Ég fylgist nú ekki mikið með ensku knattspyrnunni.ég verð bara aö spá út i bláinn, ætli ég segi ekki að Stoke vinni Ever- ton”. Jón Sigurðsson körfu- knattleiksmaður: „Þetta vill nú vefjast fyrir marini. Ég er nú iitiö inni í ensku knattspyrnunni, Ætli ég skjöti nú samt ekki á sigur Sunderland gegn Coventry”. Þorsteinn Bjarnason ÍBK: „Það er ekkert vafamál, þetta er öruggur heimasigur” sagöi Þorsteinn um leik Tottenham og Nottingham Forest. „Það er nú kominn smáskjálfti i mann þegar maður er að spá i fimmta sinn, en maður vonar það besta”. Gylfi Kristjánsson blaðamaður: „Leikirnir gerast ekki örugg- ari en þessi, það er ekkert vafamál að W.B.A. vinnur þennan leik auðveldlega”. Jón Jörundsson körfuknattleiks- maður: „Þú ert bjartsýnn, ég fylgist nú ekki mikið með 2. deildinni það heföi verið skárra að spá um einhvern leik i 1. deild. Ætli maöur setji ekki jafntefli á leikinn”. röp-. Einvigi Grétarsog Þorsteins ■ — Þeir Grétar Norðfjörð og Þorsteinn Bjarnason heyja nú mikið einvigi i getraunaleikn- um hjá okkur. Báðir hafa þeir spáð rétt i fjögur skipti og eru að reyna með sér i fimmta sinn nú i dag. Frá þvi i siöustu viku hafa bæst við sjö nýir spámenn en auk þeirra Þorsteins og Grét- ars héldu áfram frá fyrri viku, þeir Baldvin Jónsson, Helgi H. Jónsson og Jóhannes Atlason. Þau sem bæst hafa viö eru, Steinunn Sæmundsdóttir, Jón Jörundsson, Gylfi Kristjáns- son, Jón Sigurðsson, Stefán Kristjánsson, Þórður Sigurðs- son og Július Hafstein. röp-. Nafn 6 . leikvika Leikir Spá 1. Július Hafstein formaður HSt (nýr) Birmingham — West Ham 2 2. Baidvin Jónsson auglýsingastjóri (2) Brighton —Man. City 2 3. Helgi H. Jónsson fréttamaður (2) Leeds — Aston Villa 2 4. Grétar Norðfjörð knattspyrnu dómari (5) Liverpool — Swansea 1 S. Stefán Kristjánsson bankamaður (nýr) Man.United —Wolves 1 6. Jóhannes Atlason kennari (2) Notts County —Arsenal 2 7. Þórður Sigurðsson kaupmaður (nýr) Southampton — Ipswich 1 8. Steinunn Sæmundsdóttir golfkona (nýr) Stoke — Everton 1 9. Jón Sigurðsson körfuknattl.mað. (nýr) Sunderland — Coventry 1 10. Þorsteinn Bjarnason ÍBK (5) Tottenham — Nottingh. F. 1 11. Gylfi Kristjánsson blaöamaður (nýr) W.B.A. — Middlesboro 1 12. Jón Jörundsson körfuknattl.mað. (nýr) Cardiff — Newcastle X

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.