Tíminn - 02.10.1981, Blaðsíða 17

Tíminn - 02.10.1981, Blaðsíða 17
Föstudagur 2. október 1981 17 íþróttir T,Vid þurfum ad sigra með 4-5 mörkum — í fyrri leiknum ef við eigum möguleika á að komast áfram, segir Óiafur H. Jónsson, þjálfari Þróttar sem leikur í Evrópukeppninni á sunnudaginn ■ ,,t>aö er svipaöur uppgangur hjá norska liöinu Kristiansand og hjá okkur i Þrótti. Þeir komu upp í 1. deild fyrir.ári og urðu bikar- meistarar i fyrra”, sagöi Ólafur H. Jónsson þjálfari og fyrirliöi bikarmeistara Þróttar i samtali við Timann i gær. A sunnudaginn leika Þróttur og Kristiansand i Evrópukeppni bikarhafa fyrri ieikinn og veröur hann i Laugardaishöllinni á sunnudagskvöldið og hefst kl. 20. „Við höfum aflað okkur nokk- urra upplýsinga um þetta norska lið. Þeir hafa góðri vörn á að skipa og einnig er markvarsla þeirra góð. Ég tel að við Þróttar- ar séum vel undirbúnir íyrir þessa keppni. Arangur okkar i Reykjavikurmótinu var ekki upp á það besta, enda stiluðum við ínn á það að vera i sem bestu formi þegar að þessari keppni kæmi. Markmiðið hjá okkur er að reyna að vinna leikinn á sunnudaginn með 4-5 mörkurmvið teljum okkur þurfa þann mun, eigum við að geta talað um það að komast á- fram, þvi þetta norska lið er talið erfitt heim að sækja. Við þurfum þvi mikið á stuðningi áhorfenda að halda i leiknum á sunnudaginn og vonum við að við finnum það aö við séum að leika á heima- velli.” Kristiansand er nú að hefja sitt þriðja ár i 1. deild en árangur þeirra siðastliðin tvö ár hefur verið mjög góður. I hitteðfyrra urðu þeir i 2. sæti i 1. deild. Ariðeftir eða i fyrra urðu þeir númer þrjú, auk þess að vinna bikarkeppnina og Konungs- bikarinn, en það er keppni á milli sigurvegaranna i' 1. deild og bik- armeistaranna. Fimm norskir landsliðsmenn leika með félaginu en auk þess hafa flestir leikmenn liðsins leikið með 21 árs landsliði eða unglingalandsliði Noregs. Heimavöllur þeirra, Gimlehallen, þykirhin mesta „ljónagryfja” og eru áhangendur liðsins orðlagðir fyrir að vera þeir bestu i Noregi. Síðari leikur Þróttar og Kristian- sands verður siðan á sunnudaginn eftir rúma viku en auk þessara leikja leika Þróttarar erfiðan leik á fimmtudaginn i 1. deildinni og mæta þá Islandsmeisturum Vikings. röp-. Siguröur Sveinsson fær erfitt hlutverk á leiknum á sunnudaginn, en þaö er aö skora mörk „Svara því með baeði ■ Mótherjar Þróttara i Evrópukeppni bikarhafa, Kristiansand frá Noregi. Erf itt verk- efni framundan — hjá íslenska landsliðinu í handknattleik — tekur þátt í sterku móti í Tékkóslóva- kíu í næsta mánuði ■ Karlalandsliðið í hand- knattleik mun standa í ströngu á þessum vetri sem nú gengur í hönd. i byrjun næsta mánaðar mun landsliðið halda utan til Tékkóslóvakíu og taka þar þátt i fjögurra landa móti og mun íslenska landsliðið leika fimm landsleiki á jafnmögum dögum. I þessu móti taka þátt auk islands/ gestgjafarnir Tékkar/ sem senda bæði A og B-lið/ Rússland/ Ung- verjaland/ og Rúmenia. Að sögn Hilmars Björnssonar landsliðsþjálfara hefur hann ekki enn valið landsliöshóp sem fara mun á þetta mót, en þaö mun verða gert um miðjan þennan mánuö. Mótiö i Tékkóslóvakiu mun hefjast 2. nóvember. Norska landsliöið mun koma hingað i heimsókn 28. nóvember og leika hér þrjá landsleiki, tvo við A-liðið og einn leik við unglingalandsliðið. Þá eru Danir væntanlegir hingað á milli jóla og nýársog munu þeir leika hér þrjá landsleiki. Þaö verður stutt stórra högga á milli þvi að um miðjan janúar mun landsliö Austur-Þýskalands koma hingað og leika hér tvo landsleiki. 19. janúar mun siöan karlalandsliðið halda utan til Búlgariu og taka þar þátt i sterku móti og auk íslands munu leika þar, Ungverj- ar, Spánn, Tékkar, Noregur og gestgjafarnir Búlgaria. Um miöjan febrúar eru Rússar væntanlegir hingað til lands og munu þeir leika hér tvo leiki og aðeins tveimur dögum siðar eru Sviar væntanlegir og leika hér einnig tvo leiki. Af þessu sést að það verður nóg aö gera fyrir landsliöið okkar, enda er stefna HSI sú, að lands- liðið verði sem best undirbúið fyrir B-keppnina, sem haldin verður 1983 þannig að ekki fari eins og i Frakklandi i byrjun þessa árs, eins og mönnum er enn i fersku minni. Það er ekki eingöngu karla- landsliðiö sem veröur á feröinni I vetur, unglingalandsliðið sem skipað er leikmönnum 21 árs og yngri tekur þátt i HM keppninni, sem verður haldin i Portugal i byrjun desember. Það veröa 16 lið sem leika i fjórum riðlum um rétt til þátttöku i aöalkeppninni. tsland leikur I riöli meö Rúss- landi, Hollandi og Portúgal. Tvö af þessum fjórum liðum komast áfram i lokakeppnina. röp-. jái og neii” — sagði Gudmundur Sigurdsson formaður körfuknatfleiksdeildar Ármanns ■ //Ég get svarað því með bæði já-i og nei-i" sagöi Guömundur Sigurðsson formaður körfuknattleiks- deildar Ármanns/ er Tím- inn spurði hann að því í gær hvort Ármann yrði með í íslandsmótinu í körfu- knattleik sem hefst nú um þessa helgi. Ármann á að leika við Keflavik í fyrsta leiknum og verður hann á sunnudaginn. „Okkur hefur gengið erfiðlega að fá úthlutað timum til æfinga og það var ekki fyrr en i sömu vik- unni og Reykjavikurmótið byrjaði sem við fengum tima til æfinga og þar af leiðandi treyst- um viö okkur ekki til þess aö vera með i Reykjavikurmótinu.” Ég hef nú ekki fylgst meö þvi hvort margir hafa mætt á æfingu undanfariö, þar sem ég hef veriö erlendis og er nýkominn til lands- ins en ég veit aö nokkrir strákar hafa veriö á æfingum og einnig heyrt að einhverjir hafi hugsað um að skipta um félag og koma til okkar.” Hefur Armann i hyggju aö ráöa til sin erlendan leikmann? „Við höfum ekkert athugaö með það, og ég hugsa að það verði enginn erlendur leikmaður með félaginu i vetur, við höfum ekki bolmagn fjárhagslega til þess að ráða til okkar erlendan leik- mann”. röp-. Engar æfingar hjá Armanni — æfingar hafa legið niðri hjá öllum flokkum ■ „Ég hef nú litlar fréttir aö færa þér,” sagöi Atli Arason er viö ræddum viö hann i gær, en Guðmundur Sigurösson benti Timanum á aö tala við hann i sambandi við æfinga- sókn hjá Armanni I körfu- knattleiknum þar sem hann hefði verið erlendis. „Ég mætti á nokkrar æf- ingar hjá Armanni og ætlaöi að fara að aðstoða i yngri flokkunum, en þaö mætti eng- inn á þær æíingeá’ og þaö varð þvi ekkert af þeim. Ég held að enginn hafi heldur mætt hjá meistaraflokki og 2. flokki,” sagöi Atli. Af þessum orðum má vera Ijóst ð hverfandi litlar likur eru þvi að Armann sendi einf irn flokk i mót i körfu- kna leiknum i vetur. /* mann á eins og kunnugt er ó ieika gegn Keflavik i 1. de: dinni á sunnudaginn og no ;kuð ljóst er að ekkert verð- ur af þeim leik, þar sem ehgar Æfingar hafa verið hjá félag- inu og einir átta leikmenn frá þvi i fyrra hafa tilkynnt félagaskipti yfir i önnur félög.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.