Tíminn - 02.10.1981, Blaðsíða 23

Tíminn - 02.10.1981, Blaðsíða 23
Föstudagur 2. október 1981 • '23 flokksstarfid Húnvetningar — Skagfirðingar Héraösmót framsóknarmanna í A-Húnavatnssýslu veröur haldiö i fé- lagsheimilinu á Blönduósi laugardaginn 10. okt. og hefst kl. 21.00. Stutt ávörp flytja: Guðni Agústsson, form FUF og Sigrún Magnúsdóttir, kaupkona. Söngur, grin og gaman. Veislukaffi frá Sigga kokk. Leyni- gestur kvöldsins verður veislustjóri. Hljómsveitin Lexia sér um fjöriö til kl. 3. Fjölmennið. Framsóknarfélagið Fundur í Kópavogi í kvöld Vetrarstarf framsóknarfélaganna í Kópavogi hefst i kvöld fimmtudagskvöld meö fundi i féiagsheimil- inu aö Hamraborg 5 um ástand og horfur I stjórnmálunum og þingstörfin í vetur. Framsögumenn veröa Steingrímur Hermannsson, formaöur Framsóknarflokksins, og Jóhann Einvarösson, alþingismaöur. Fundurinn hefst kl. 20.30. minning Júlíus R. Júlíusson — kveðja frá Keilismönnum ■ Mikill garpur er kvaddur i dag, þegar Július okkar Júliusson er svo óvænt lagður til hinstu hvilu. Fregnin um slysið i Lúxemborg kom eins og reiðarslag eins og alltaf þegar hraustmenni i blóma lifsins mæta örlögum sinum á þennan hátt. bá setur hljóða, sem eftir standa, þeir eru minntir á hverfulleikann i þessu lifi, — og einnig það að bilið er mjött milli birtu og éls og brugðist getur lánið frá morgni tilkvelds. Þannig brást lánið,þegar fjórir landsliðsmenn i golfisettustupp i bil úti i Luxemborg. Á eftir verð- ur ekkert aftur tekið, klippt hefur verið á lifsþráð, punkturinn sett- ur, þarsem löng saga átti að vera óskráð. Við Keilismenn söknum sárt þessa félaga okkar, sem verið hefur einn af hópnum frá þvi Golfklúbburinn Keilir á Hvaleyri varstofnaður 1967. Fram að þeim tima hafði Július leikið knatt- spyrnu með Breiðabliki, þar naut þrek hans og baráttudugnaður sin vel, en golfið tók huga hans, svo, að hann sneri baki við öðrum iþróttum. Hann komst fljótt i meistaraflokk, annar eins iþróttamaður og hann var, og jafnan háði hann harða baráttu um meistarasætið i Keili og þá venjulega við ser miklu yngri menn. Vallarmet setti hann á Hvaleyri oftar en einu sinni, lék þar á 70 höggum sléttum, sem er frábært iþróttaafrek. A hverju ári var hann meðal þeirra meistaraflokksmanna, sem hvað flest stig fengu til landsliös og nokkrum sinnum hafði hann keppt fyrir hönd Islands á erlendri grund, þegar utan varhaldið iþá för,sem varð sú hinsta. , Július vantaði rúmt ár uppa fimmtugt, en enginn hefði trúað þvi, sem sá hanna. Hann var vörpulegur i útliti, karlmannleg- ur i fasi og þvi likast sem hann hefði bergt á æskubrunninum bæði lengur og oftar en aðrir menn. Þrek hans var með ólik- indum og verður lengi til þess jafnað. Við munum minnast þess um ókomin ár, Keilismenn, þegar garpurinn kom þeysandi i hlað á Hvaleyri, búinn að standa við múrverk frá þvi snemma að morgni, — og sfðan beint Ut á golfvöll. Jafnan barhann vopn sin á bakinu og fór mikinn, stikaði stórum og urðu minni þrekmenn að hlaupa á hálfum hlaupum til að hafa við honum. Þannig gat hann haldið áfram klukkustund- um saman og aldrei sá á honum þreytu. A eftir, þegar umræður gátu spunnist inni i skóla um völlinn, landsmál eða eitthvað annað, var Júliuseinnigþátttakandi af lifi og sál. tkringum hann var sjaldnast bliðalogn, en li'f og fjör og yfirhöf- uð allt annað en lágdeyða. Greindin var ekkisiöri en likams- burðirnir, minnið gott og á ólik- legustu sviðumvar maðurinn les- inn og vel að sér. Likt og margir Islendingar, einmitt á hans aldri og þaðan af eldri, heföi hann átt léttmeð lærdómsgráður ef áhugi hefði verið fyrir hendi. Hann velgdi hinsvegar ekki skólabekki til muna, en læröi múrverk og vann siðan við þá iðn. Júli'us var Akurnesingur að uppruna, fædd- ur þar 17. desember 1932 og eru foreldrar hans JUlius Einarsson, sem nú er látinn og Ragnheiður Björnsdóttir. Eftirlifandi eigin- kona JUliusar er Jónina Þor- steinsdóttir, þeim varð fjögurra barna auðið, en áður hafði Július eignast tvö börn. t nærfellt hálfan annan áratug höfum við Keilismenn þekkt Július og við minnumst hans frá æfingum, leik og keppnum á Hvaleyri og viðar. Ævinlega setti hann svip á staðinn, eftirminnileg er þróttmikil sveifla hans, en best munum við eftir gleðinni, sem alltaf rikti i kringum Júh'us við þessa iðkan. Segir sina sögubetur en margt annað, að til skamms tima hékk uppi á vegg i golfskál- anum á Grafarholtsvelli mynd af Júliusi einum kylfinga. Ein- hverntima var um þaö rætt við þá Grafarholtsmenn, aö þetta væri nú merkilegt, Július ekki einu sinni félagi i GolfklUbbi Reykja- vikur og samt sýndur slikur sómi. Þá svaraði einhver nærstaddur: „Það er alveg rétt, aö Július er ekki félagi hér. En er það ekki samt einhvernveginn svo að við eigum hann allir?” Varla mun ofmælt að Júliusi hafi tekist að lifa fleiri glaðar- stundir en mönnum auðnast að jafnaði. Honum tókst betur en flestum öðrum að varðveita i sér barnið,sem gengur brosandi út i sólina með gullin sin. Hann lagði ekki áhersluá aö safna eignum né öðrum þessaheims auöi, en lætur þó eftir sig þann auð, sem er gulli betri: Sex börn sem þykja svo mannvænleg, aö til þess er tekið. Þeirra er söknuðurinn mestur, svo og Jónfnu. Með henni og börn- unum er samuö okkar umfram allt a þesum degi. G. Skyndihjálpar- kennarar Fundur um stofnun kennaraféiags verður haldinn i ráðstefnusal Hótel Loftleiða sunnudaginn 4. okt. n.k. kl. 14. Frá Þjóðminjasafni Islands Prófessor Bertil Almgren frá Uppsölum flytur fyrirlestur á vegum Minningarsjóðs Ásu Guðmundsdóttur Wright, i Norræna húsinu föstudaginn 2. okt. kl. 17.30. Fyrirlesturinn nefnist: Fyrirrennarar vikinga og verður haldinn á sænsku. öllum heimill aðgangur. Þjóðminjasafn íslands. borgarmál ■ Þaö er ævagamall skóiasiður I framhaldsskólum aö nemend- ur f eldri bekkjum taka á móti nýnemum meö sérstakri athöfn. Lengi vel var sá siður nær einráður hjá hinum „læröu skólum” aö eldribekkingar tóku nýnema og tolleruðu þá og þar meö vom nýnemarnir orönir fullgildir þátttakendur i skólasamféiaginu B Það er ævagamall skóla- siöur i framhaldsskólum aö nemendur i eldri bekkjum taka á móti nýnemum meö sérstakri athöfn. Lengi vel var sá siður nær einráöur hjá hin- um „læröu skólum” að eldri- bekkingar tóku nýnema og tolleruöu þá og þar meö voru nýnemarnir orönir fullgildir þátttakendur I skólasamfélag- Þessisiður, að taka sérstak- lega á móti nýnemum er að sjálfsögðu erlendur að upp- runa, ættaður úr prestaskól- um evrópskrar miðalda - menningar. Þessi athöfn er táknræn á þann hátt ab businn þurfti að vinna einhverja dáð eöa að taka þátt i athöfn til aö sanna að hann ætti sannanlega heima i skólasamfélaginu. Nýir skólar — nýir siðir A undanförnum 15 árum hefur hver framhaldsskólinn af öörum verið stofnaður hér á landi. Þessir skólar hafa veriö með ýmsu sniði en það hafa þeir þó átt sammerkt aö i flestum þeirra hafa menn lagt hausinn i bleyti til að finna upp inntökuathafnir fyrir nýnema sem ekki tiðkuðust i neinum öðrum skóla. Hver skóli hefur lagt metnað sinn i að vera með sina eigin inntökuathöfn. Og aðfyrirmynd menntaskólanna gömlu sem voru með toller- ingarnar virðist það algengt að hinir nýrri skólar hafi tekið upp einhverjar athafnir sem byggja á likamlegum yfir- burðum eldribekkinga. Nú eru óspektir á almanna- færi með sönnu bannaðar hér á landi en á þvi er þó sú und- antekning, og telst til hefðar, að i kringum framhaldsskól- ana getur átölulaust verið ærið róstursamt hina fyrstu daga september. i Af hverju ofbeldi Það er út af fyrir sig um- hugsunarefni af hverju inn- tökuathafnir margra skóla byggja á likamlegu ofbeldi. Sú skýring hefur verið gefin l að þar sé um að kenna skorti á útrás fyrir krafta hraustra unglinga sem stafi af skorti á i þróttaaðstöðu. Þetta er nú tæpast nema partur af skýr- ingunni. Ætli það sé nú ekki nærtækari skýring að þarna brjótist út athaína- og áreitis- hvötsem i hverjum manni býr auk þess sem ab i inntökuat- höfnum er hópsálin i algleym- ingi. Samstarf skólayfirvalda og nemenda Sennilega eru flestir sam- mála um að vel útfærðar inn- tökuathafnir sem ganga fyrir sig með friði geta verið hinar skemmtilegustu. , í þessu eins og öbru er hins vegar vandratað meðalhófið. Og dökka hliðin á busa vigslum i marga islenska framhalds- skóla er of mikið ofbeldi. Þvi miður hefur það gerst að islensk ungmenni hafi látist af< afleiðingum busavigslu og á hverju hausti slasast nokkrir nýnemar i átökunum. Og þá eru enn ótaldar þær ærnu skemmdir á fötum og munum nemenda sem eru þessu sam- fara. Nemendur og skólayfirvöld þurfa á hverjum stað að vinna að þessum þætti skólalifsins sameiginlega. Það þarf að koma á busavigslum með minna ofbeldi en nú er. Gerður Steinþórsdóttir, formaður félagsmálaráðs, skrifar f

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.