Tíminn - 02.10.1981, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.10.1981, Blaðsíða 2
Föstudagur 2. október 1981 2 spegill ■ Á sama tima og jafnaldrar hennar eiga fullt I fangi meö aö finna út úr því aö ganga ein og óstudd, er Jenni- fer Bishopp komin á fleygiferö á hjólaskautum. Jenni- fer er ekki nema 16 mánaöa gömul, svo aö hún á tim- ann fyrir sér til aö ná langt i iþróttinni. Enn sem komiö er, hefur hún ekkert á móti þvi aö mamma rétti henni hjálpandi hönd, svona ööru hverju, en eins og sjá má á meöfylgjandi mynd, er Jennifer alveg einfær um aö sjá fótum sinum forráö i fallvöltum heimi. ■ ....en samt er nú gott að halda í höndina á mömmu stundum. Kitlur koma upp um fólk ■ Ertu kitlugjarn? Þá eru allar líkur til þess að þú sért lika hraustur vel og ánægður með lífið a.m.k. er það álit bandarisks sálfræöings, prófessors Earl Lewis. Hefur hann komist að þess- ari niðurstöðu eftir að hafa stundað kitlur á fólki á ölium aldri og á ýmsum timum sólarhringsins. , Að sögn prófessorsins þýðir litið að kitla fólk, sem er taugaóstyrkt eða van- sælt. Flestir þeirra, sem hann kitlaði, eða 85% brugðust við kitlunum og áttu það sameiginlegt að hafa góða kímni- gáfu og greind. Þeir, sem ekki brugðust við kitlunum, voru hins vegar flestir daufir og lítið gefnir. i Ijós kom aö giftar konur brugðust siður við kitlum en ógiftar og dregur prófessorinn þá ályktun af þeirri stað- reynd, að kitlunæmi sé nokkurs konar varnarkerfi ungra stúlkna frá náttúr- unnar hendi gegn óvelkominni áreitni. Þjáöist af samviskubiti í 30 ár ad ástæðulausu ■ Ríkisjárnbrautirnar þýsku fengu óvenjulega sendingu í ábyrgðarpósti ekki alls fyrir löngu. Er umslagið var opnað, valt út úr þvi jafnvirði 150 ísl. kr. ásamt bréfi, sem ekki var undirritað. I bréfinu sagöi á þá leið, að bréfritari, sem fram kom að var kona, hefði fyrir 30 árum smyglað með sér hvitri kanínu í lestarferð, til þess að losna við að borga fargjaldiö. Síðan sagðist hún hafa þjáðst af samviskubiti og nú þyldi hún ekki viö lengur. Hér með borgaði hún fargjald kanínunnar og vonaðist til að finna við það frið í sálu sinni. Fulltrúar járnbrautanna sögðu, að þeir vildu gjarna komast i samband við konuna og endurgreiða henni féð, þar sem ekki væri gert ráð fyrir þvi að kaninur borguðu fargjöld í lestum! ■ — Iss, þetta er enginn vandi.... ■ Begum hefur ekkert breyst. í sömu fötunum og fyrir 5 árum þó að auðug sé ■ Begum, ekkja Aga Khan, hefur undanfarin 5 ár sniögengiö Bayreuth- hátföahöldin til aö sýna fyrirlitningu sína og skömm á umdeildri uppfærslu á Niflunga- hringnum á sinum tima. En í ár brá svo viö, aö henni fannst refsitlminn oröinn nógu langur og mætti hún á hátiöina. öörum gestum, sem hlýddu á Tristan og isold, fannst þeir upplifa gamla tima, þegar Begum var skyndilega komin á sinn staö, rétt eins og foröum. Og þaö sem meira var, hún haföi ekkert breyst. Hún bar m.a.s. sömu perlurnar og sama loöfeldinn. Var veit vöng- um yfir hvaö ylli, hvort þaö væri tryggö viö gamlar heföir eöa hrein og klár nlska en Begum er ein auöugasta kona heims. Dewi þykir hafa tekist uppeldið vel |Hún var fallegt barn og ekki þykir hún síður falleg ung stúlka. Kartika Sari Sukarno heitir hún og er orðin 14 ára. Faðir hennar var Sukarno Indónesíu- forseti, sem lést 1970. Þá tók móð- ir hennar, Dewi Sukarno sig upp og flutti með dóttur þeirra til Parfsar. Þar settust þær mæðgur að í finu hverfi og ekki leið á löngu uns Dewi var komin í innsta hring veisluglaða fólksins þar í borg. Þær hafa aldrei veriðáflæði- skeri staddar fjár- hagslega. Kartika hefur gengið í dýra einkaskóla og eytt sumrunum í Monte Carlo. En móðir hennar hefur ekki svikist um við upp- eldið. Hún hefur alveg ákveðnar hug- myndir um, hvað sé dóttur hennar fyrir bestu. — Ég vil að Kartika hafi báða fætur á jörðinni og ég vil að hún verði sterk. Ég hef átt erfitt sjálf, svo að ég veit alveg hvað ég er að tala um, segir hún.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.